Forvitin rauð - 01.05.1978, Blaðsíða 6

Forvitin rauð - 01.05.1978, Blaðsíða 6
6 BAKMH.. Lensd starfsdagsins Ef vel á að vera þurfa barnaheimilin að vera opin allan sólarhringinn. En hvers vegna? Við viljum að foreldrar hafi tæki- færi til að taka þátt í felagsstörfum, sem oftast fara fram eftir vinnutíma, þ.e.a.s. á kvöldin. Þá verðum við að finna einhvern stað fyrir börnin á meðan, sem þau þekkja vel og liggja því dagheimilin beint við. Ekki viljum við að börnin séu á sífelldum þeyt- ingi hingað og þangað milli ókunnugra. Til þess að þetta sé mögulegt verðum við að opna barnaheimilin meira en nú er. í víðara samhengi Líta verður á dagvistunarmálin í víðtæku þjóðfélagslegu samhengi. Þau snerta vanda foreldra og barna almennt. Samfara því sem við leggjum áherslu á að barnaheimili séu sjálfsögð réttindi allra barna, þá verðum við að benda á að þetta mál tengist öðrum þáttum í umhverfi barns- ins. Vellíðan barna er að langmestu leyti k háð aðstæðum foreldra, t.d. vinnutíma ' þeirra, þess vegna er heildarskipulagning vinnudagsins nauðsynleg og hann styttur og lagaður að þörfum barnanna. Við höfum lagt áherslu á að Xitið sé á dagvistun barna sem sjálfsagðan hlut, með hliðsjón af því verður skólagangan að taka við sem eðlilegt framhald af dvöl barnsins á dagheimili. Það er staðreynd nú, að þau fáu börn sem dvalið hafa á dag- heimilum, fást við sömu verkefnin á fyrsta skólaárinu og þau höfðu áður fengist við á dagheimilinu. Þetta veldur námsleiða hjá börnum, sem getur haft afdrifaríkar af- leiðingar. Við berjumst gegn fordómum sem ríkja í hugum fólks gagnvart barnaheimilum. Við viljum feykja burt úreltum hugmyndum um barna- uppeldi. Við viljum að samfélagið í heild axli ábyrgð á uppeldi barna og jafnframt berjumst við fyrir viðurkenningu á sjálf- sögðum mannréttindum. VIÐ BERJUMST PYRIR: GÓÐUM OG ÓKEYPIS BARNAHEIMILUM FYRIR ÖLL BÖRN? JAFNT A' FORSKÓLA- OG SKÓLAALDRI SAMFELLDUM SKÓLADEGI OG MÖTUNEYTUM í SKÓLUM Dagvistarhópur rauðsokka

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.