Forvitin rauð - 01.05.1978, Blaðsíða 8

Forvitin rauð - 01.05.1978, Blaðsíða 8
1 mótvaagi við baslið. Og þá býðst kaninn. Sp.: Og hvað býður kaninn? Sv.: Oft og iðulega býður hann hjónaband, hús og bíl í U.S.A. og ég held að flestar konurnar láti sig dreyma um það að giftast til Ameríku. Ein var tvisvar sinnum búin að búa sig undir að giftast og flytja í sjálft "Gósenlandið" (þar sem sígaretturnar brennivínið, dósamaturinn og nautakjötið vex á trjánum) en í bæði skiptin stungu brúðgumarnir af - enda giftir fyrir. En hún gafst ekki upp og í þriðja skiptið gekk þetta og hún er núna flutt til fyrir- heitna landsins - öllum og sjálfsagt mest sjálfri sér - til mikillar furðu. Kjöt í stað peninga Sp.: Heldurðu að þessar konur fái peninga hjá könunum? Sv.: Nei. En kannski eitthvað annað - tó- bak, vín,kjöt og aðrar matvörur. p Sp.: Kjöt og matvörur; Sv.: Já. Matur er svo ódýr á Vellinum og það er nú ekkert smámál á íslandi 1 dag að fá ódýran mat - sérstaklega fyrir fátækar konur með barnahóp. Sp.: Hvað með sjálfa þig. Xiggur þú "gjafir"? Sv.: Nei. Ég hef ekki geð í mér til þess. Kanar eru svo hryllilega meðvitaðir um verðgildi allra hluta - þeir hugsa í dollurum. Peir eru örlátir, en ég þori að veðja að þegar þeir hætta að vera með íslenakri konu gætu þeir gert grein fyrir því uppá sent hve mikið hún hefur kostað þá. Þegar maður hefur heyrt í þeim sönginn: "Hvernig finnst þér þetta? - Þetta kostaði 3$ og 50 sent - eða þetta, þetta kostaði ... o.s.frv. þá kærir maður sig ekki um gjafir sem kosta ... o.s.frv. Sp.: Hvernig geturðu umgengist þennan mann- skap? (Hér missti spjxjandi stjórn á hlut- leysis-andliti sínu - innsk.) Sv.: Ég umgengst þá ekki - ég sef hjá þeim. Sp.: Geturðu ekki sofið hjá íslenskum körlum? (Spyrjandi verður enn ómálefnalegri - innsk.) Sv.: Hvar á ég að ná í íslenska karla? Sp.: Geturðu ekki bara farið á ball? Sv.: íslenskir karlmenn eru yfirleitt svo utúrdrukknir á böllum að þeir gagna ekki til nokkurs hlutar. Svo eru þeir annaíhvort 10 árum eldri eða 10 árum yngri en ég - og ég nenni ekki að eltast við þá. Kanar eru þægileg viðhöld - þeir koma þegar þeir eiga frí - sem er ekki oft - og eru ekki alltaf að ónáða mann. Þeir hringja sjaldan því að það er svo dýrt að hringja ofan af Velli vegna þess að það er flokkað sem langlínu- símtöl. Sp.: En nu er ekki a þer að skilja að þu sért yfir þig hrifin af flestum þeim könun^^j sem þú hefur kynnst? Sv.: Nei. Ég hef svo sannarlega kynnst hundleiðinlegum og ógeðfelldum könum - og 1^ íslendingum líka. Ég þoli hins vegar ekki þessa "anti-kana-brjálæðinga" og þú mátt hafa það eftir mér sem ég sagði einu sinni við einn svona kanahatara sem var að "móral- ísera" yfir mér að - "mér er alveg sama hvaða þjóðerni er fast við hinn endann á tittlingnum". Þeir eru ekki hér til að verja landið Sp.: Ertu með eða á móti herstöðvunum? Sv.: Ég er ekkert hrifin af erlendri her- setu á íslandi. Mér finnst hins vegar að U.S.A., NATO og herinn séu eitt en þessir amerísku strákar sem hérna eru séu annað. Þegar nýir hermenn koma hingað eru haldin nokkurs konar námskeið fyrir þá sem heita "briefings" - eða e-ð svoleiðis. Þar fá þeir upplýsingar um land og þjóð og þar er þeim sagt að ríkisstjórnin og þjóðin séu upp til hópa "communists" sem vilji ekki hafa þá hérna. Þeim er ráðlagt að blanda sem minnst geði við þessa fjandsamlegu íbúa landsins, og hvað heldurðu ? 1 þorska- stríðinu var hengd upp auglýsing á Vellinum þar sem kanarnir voru varaðir við því að *„^^^Bara út af vallarsvæðinu því að þá ættu þeir u hasttu að ráðist yrði á þá. Sp.: Byggðu þeir á einhverri reynslu í þessu? Sv.: Nei, nei. Enginn kannaðist við það. Ég talaði við heilmarga stráka um afstöðu NATÓ í þessu máli og það var aðeins einn einasti maður sem var á því að NATÓ hefðl átt að gera eitthvað í málinu. Hinum fannst hreinlega að þetta kaani þeim ekkert við. Sp.: Þeir ganga þá ekki með neinar grillur um að þeir séu hér til að verja landið? Sv.: Nei, það held ég alls ekki - ég hef alla vega ekkert orðið vör við það. Sp.: Hvað halda þeir þá að þeir séu að gera hérna? Sv.: Ég held að þeir hafi engar meiningar um það - þeir gera bara það sem Uncle Sam segir þeim. Miðaldra konur - ekki barnungar Sp.: Hvað segir þú um þá ásókn íslenskra kvenna á Völlinn, sem stundum hefur verið talað um? Sv.: Það er nokkur hópur kvenna sem sækir mjög fast á Völlinn. Stór.hluti þeirra er miðaldra konur, kannski 35~50 ára, sumar drekka frá sér ráð og rænu og eru misnotaðar hryllilega - enda virðast þær vera að sækjast eftir því. Ein gerlr þetta nánast að stað-

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.