Forvitin rauð - 01.05.1978, Blaðsíða 10
í greininni sem hér fer á eftir ætla ég að
reyna að forðast að ræða öll þau býsn sem
skrifuð hafa verið um leikritið Stalín er ekki
hér. í Þjóðviljanum hefur birst hver greinin
annarri verri um þetta leikrit og útúr þeim
stofni hafa síðan vaxið aðrar greinar enn
tötralegri þar sem menn hafa verið að bítast
um það hvaða kynslóð væri best. Af skiljan-
legum orsökum hefur ekki fengist úr því skorið.
Þessar blaðadeilur eru helst athyglisverðar
fyrir að vera beint framhald af ágreiningi
Þórðar og Huldu í leikritinu án þess að þeir
sem skrifa virðist gera sér nokkra grein fyrir
því.
Karlkyns sósíalistar á miðjum aldri hafa
brugðist mjög illa við öllum dylgjum um að
Þórður sé ekki fullkominn. Samkvæmt þeirra
kokkabókum er hann ekki annað en venjulegt
afskiptasamt foreldri og fáránlegt að ásaka hann
fyrir það. Þetta sjónarmið er auðvitað að mörgu
leyti eðlilegt. Er ekki von að mennirnir
spyrji: til hvers er eiginlega ætlast? Hvað
getur Þórður gert - annað en að vera ábyrgur
heimilisfaðir samkvæmt bestu samvisku?
Þórður og baráttan
Þórður hefur reynst verða mikið aðalatriði í hugum
margra þeirra sem hafa séð og lesið þetta leikrit.
Þetta er síst að undra því að hann og Hulda eru
aðalpersónur og hann þó að mörgu leyti fyrirferðar-
meiri en hún. Hvað sem því líður er ljóst að verk-
ið verður hreint ekki skilið án þess að gera sér
góða grein fyrir Þórði.
Þórður hefur greinilega barist bæði langri og
harðri baráttu gegn auðvaldinu. Hann hefur tekið
þátt í merkisatburðum eins og Gúttó - slagnum
(bls.68); hluti af launum hans rennur stöðugt til
flokksins hvað sem tautar og raular (bls.ll);
og hann þverskallast ótrúlega lengi við að
leysa vandamál sín með einstaklingslausnum.
Hann telur greinilega að leiðin að bættri
tilveru liggi gegnum félagslegt starf í skipu-
lögðum sósíalískum flokki en ekki í gegnum
.HWMA
E>R
RRST
GREIN UM LEIKRITIÐ
,STALÍN ER EKKI HÉR'
kaup á drasli til að hreiðra sem best um sig
í auðvaldsþjóðfélaginu. Þórður er þvl eins
og gefur að skilja mjög andsnúinn eignarréttinum
Það er hins vegar ágreiningsefni hvort hann
er það í orði og á borði.
Um það eru þau Hulda ósammála og greinar-
höfundar blaðanna líka. Mér virðisthins
vegar að vésteinn hafi gengið svo vel frá
þessu í leikriti sínu að um þetta þurfi alls
ekki að deila. Á opinberum vettvangi er
ÞÓrður tvímælalaust samkvæmur sjálfum sér og
hinn heiðarlegasti kommúnisti. Leikritið
gerist hins vegar á vettvangi einkalífsins.
Þessum tveim sviðum - einkalífi og opinberu
lífi - heldur borgarastéttin stranglega
aðskildum. Það sem éerist innan vébanda
fjölskyldunnar er einkamál og svoleiðis á
maður ekki að tala um.
Leikrit Vésteins er í rauninni ljómandi góð
greining á því hve risavaxin sú vitleysa er
að skilja einkalífið frá annarri pólitík.
Faðmur fiölskyldunnar
í "fjölskyldu Þórðar" eru þrjú uppkomin
börn hans og látinnar eiginkonu; einn
tengdasonur og svo Munda, síðari kona Þórð-
ar.
Munda á einnig börn frá fyrra hjónabandi en
þau sjást aldrei á "heimili Þórðar".
Þórður er það sem kallað er húsbóndi á sínu
heimili. Sem slíkur er hann mjög dæmigerður.
Hann sýnir aldrei neina hörku fram yfir það
sem venjulegt má teljast og er heimilsfaðir
samkvæmt bestu samvisku. Þess vegna verður
ekkert af hversdagslegum óförum þessa fólks
rakið til skapgerðar hans.
Það sem máli skiptir er að þessi mikli bar-
áttumaður gegn eignarréttinum er eins og
allir ábyrgir heimilisfeður fyrr og síðar.
Hann á fjölskylduna og hún skiptir hann fyrst
og fremst máli sem eign.