Forvitin rauð - 01.05.1978, Blaðsíða 16

Forvitin rauð - 01.05.1978, Blaðsíða 16
ÓVINIR ALPYÐUNNAR í kjölfar þeirra árása sem ríkisvaldið hefur nú haldið uppi á hendur launafólki í landinu hefur öll umræða um verkalýðsmál stóraukist. Margt hefur þar komið í ljós sem of langt mál yrði að rekja hér. En í þeirri baráttu sem hefur farið fram innan verkalýðshreyfingarinnar jafnt sem utan hafa óvinir alþýðunnar afhjúpast betur en oft áður. Það hefur líka orðið mönnum ljós- ara hvað það er sem helst stendur verkalýðs- hreyfingunni fyrir þrifum. Hlutverk ríkisvaldsins Höfuðandstæðing verkafólks ættu nú allir að þekkja, en það er auðvitað atvinnurekenda- stéttin, sem sífellt reynir að herða sultar- ólina um hinn vinnandi mann, til að hygla sér og sínum. Undanfarið hefur það sýnt sig ákaflega greinilega hvert eðli ríkisvalds- ins raunverulega er. Hið nána bandalag og samstarf atvinnurekenda og ríkisins er ekki tilviljun, sprottin af þeirri "heppni" þeirra fyrrnefndu að hafa íhaldið í stjórn. Ríkisvaldið hefur alltaf gætt hagsmuna at- vinnurekenda í hvívetna. Sést það einna skýrast í skattalöggjöfinni sem beinlínis er sniðin til þess að fjármagnið geti ó- hindrað runnið um hendur braskaranna. Einn- ig eru bráðabirgðalög eins og sjómenn hafa þurft að þola og ólög þau sem nú eru nýjust af nálinni skýr dæmi um hlutverk ríkisvalds- ins. Nú kunna einhverjir að segja að þetta sé allt íhaldinu að kenna og þessu megi breyta í næstu kosningum. Jú, ég kannast við þann söng, hann heyrist svo oft úr herbúðum hinna svokölluðu "verkalýðsflokka". Sérstak- lega þegar líða tekur að kosningum. Má þar minna á að einn ágætur verkalýðsfrömuður bað sjómenn að minnast þess við kjörborðið næst hvaða ríkisstjórn hefði neytt uppá þá bráðabirgðalögunum. Það kom líka fram í þættinum Kastljósi í sjónvarpinu ekki alls fyrir löngu að þingmenn og ráðherrar, hvað- an sem þeir koma, eru allir sannfærðir um að kosningarnar muni leysa vandann. Þá fái almenningur að láta sitt álit í ljós. Verst að þingmenn eru svo ekkert bundnir af áliti almennings þegar þeir eru sloppnir inn fyr- ir dyr hins háa alþingis. íslensk atvinnustefna En hvað breytist við kosningarnar? Til dæm- is ef "verkalýðsflokkarnir" komast í stjórn? Ja, ég held við nánari athugun að íslenskir kapítalistar ættu að reyna að læra af reynslunni og styðja "verkalýðs- flokkana". Það er mun hagkvssmara fyrir þá. Það sannast til dætnis í Svíþjóð. Þar voru sósíaldemókratar við völd rúm 4o ár, og það var haft fyrir satt að þeir hefðu stjórnað landinu mun betur fyrir kapítalistana en þeir hefðu nokkurntíma getað sjálfir. Eins er það hér. "Verkalýðsflokkarnir" reka "ís- lenska atvinnustefnu", þeir vilja efla ís- lenskan iðnað eða m.ö.o. styðja við bakið á atvinnurekendum. Þeir ætla ekkert að sasa sig yfir hernum og Nato, og jafnréttismál eru jú aukaatriði. Svo hafa þeir þann stóra kost að vera áhrifamiklir í verkalýðshreyf- ingunni, og til að bjarga pólitíska ástand- inu vseru þeir vísir til að beita þeim áhrif- um til að flýta samningum ofl. Hins vegar er ekki samið um hærra kaup í þeirra stjórn- artíð. En þeir fara miklu betur að lýðnum, æsa hann ekki upp, og þeir ráðast ekki gegn hagsmunum atvinnurekenda svo nokkru nemi. Þannig skiptir það engu höfuðmáli fyrir verkafólk hver er í stjórn. Hlutverk ríkis- ins er það sama hvort eð er, það er tæki í höndum höfuðandstæðingsins. Fræðslu og hvatningu vantar En alþýðan á fleiri óvini en auðvaldið eitt. Ég rakti hér áðan hve lítill munur er í raun á "verkalýðsflokkunum" og borgaraflokk- unum, íhaldinu. Einnig kom fram að "verka- lýðsflokkarnir" hafa ítök og áhrif innan verkalýðshreyfingarinnar. Þetta er skiljan- legt sé tekið tillit til sögu verkalýðs- hreyfingarinnar og þeirra flokka sem einu sinni gátu kennt sig vlð alþýðu. En með undanslætti sínum og linkind í baráttunni hafa þessir flokkar komist í æ meiri kær- leika við íhaldlð, og um leið slitnað úr tengslum við verkafólk. Er nú svo komið að verkalýðshreyfingin er orðin vettvangur fyr- ir flokkspólitískt valdabrölt, þar sem bar- áttan er ýmist búin til eða svæfð, allt eftir hagsmunum flokkanna. Forystan hefur algerlega vanrækt það hlutverk sitt að efla frumkvæði fjöldans, auka stéttarvitund og baráttuvilja með því að fræða verkafólk og hvetja það til sjálfstæðrar skoðanamyndunar * ogbaráttu. Oft á tíðum reynir hún að drepa

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.