Forvitin rauð - 01.05.1978, Blaðsíða 22
22
Ég sé um allt sem viðkemur krökkunum;
Hann viðurkennir að þetta séu líka hans börn
- en ég á að sjá um þau.
Hann sefur, sefur og les hasarblöð. Þó
finnst mér þetta ágætt eins og það er núna.
Það er gott meðan hann Xiggur og sefur milli
þess sem hann er í vinnunni - þá veit ég
a.m.k. hvar hann er.
En ef ég eignaðist eitt barn í viðbót, þá
veit ég ekki hvernig faari. Þegar hann fer á
túr verðum við að neita okkur um allt.Verðum
að spara hvern eyri. Ég kaupi aldrei neitt
á sjálfa mig og reyni að spara annað til að
geta borgað ljós, síma, húsaleigu. Ég reikna
út hvað við þurfum og sé hve mikið verður
afgangs.
Hann eyðir miklum peningum þegar hann
drekkur. A þvl tímabili geta öll mánaðarlaun
hans horfið. Þá verðum við að lifa af mínum
lúsarlaunum. Stundum kemur fyrir að hann fær
lánaða peninga - og þá verð ég að endur—
greiða þá. Núna er hann búinn að vinna heil-
an mánuð og ástandið er sæmilegt. Þar áður
var hann frá vinnu í hálft ár. Venjulega
stendur hann sig fjóra mánuði milli túra.
Hann hefur oft farið til læknis. Þrisvar
sinnum hefur hann farið í afvötnun. Börnin
taka þetta ekki mjög nærri sér - þau eru vön
þessu. Þau spyrja aldrei hvort hann sé heima
eða ekki. Þegar hann er á því sést hann oft
ekki dögum saman. Þegar hann kemur heim verð-
ur auðvitað rifrildi. Mér leiðist þetta, ég
verð reið og oft hrædd um hann. Þegar hann
er fullur getur hann skammast og varið sig.
Annars segir hann varla orð. Hann er hræði-
lega feiminn. Hann drekkur sjálfsagt í sig
kjark.
Ég hef oft hugsað um skilnað en ekki lát-
ið verða af þvl. Vegna þess að ég vorkenni
honum og vegna þess að mér þykir vænt um
hann. Ég hugsa sem svo, kannski skánar þetta,
Nú er ég orðin vön þessu og hugsa ekki oft
um það. Okkur líður ágætlega þegar hann er
heima og vinnur. Þá höfum við tvöföld laun
til að lifa af, og þá hef ég einhvern til
að taka þátt í áhyggjum af börnunum með mér.
Annars þarf ég að gera allt ein.
Það er erfitt að eiga svona mörg börn -
ég vil ekki eignast fleiri. Ég vildi heldur
ekki eignast svona mörg. En slíkt getur mað-
ur ekki alltaf ákveðið sjálfur.
Nú tek ég pilluna, svo nú eignast ég ekki
fleiri. Og mér líður vel, það er hræðilegt
að lifa í óttanum við að verða ófrísk. Þá
þorir maður varla að hátta á kvöldin. Maður
hugsar:"Ef hann vill nú fá það í kvöld, þá
verð ég kannski ólétt."
Maður á auðvitað ekki að gera það ef mann
langar ekki til þess, en maður gerir það
samt. Það er betra þannig - þá fær hann það
sem hann vill, og á eftir er friður og ró.
Nú er þetta vandamál úr sögunni. Að vísu
skilur hann mig ekki þegar ég segist vera
þreytt og vilji ekki standa í því - enda
sefur hann helmingi meira en ég.
í þau tvö ár sem við höfum búið hér hef
ég alls ekkert farið. Ég á enga fjölskyldu
hér og enga vini. Það eru mörg ár síðan ég
hef farið á ball. Ég hef ekki þrek til að
fara út eða eignast vini - ég hef nóg með
mig.
Ég hef aldrei farið í frí síðan ég eigr>-
aðist börnin. Við höfum aldrei haft efni á
að fara í sumarfrí. Ég hef sagt við manninn
minn:"Hugsa sér ef ég gæti gert eins og þú,
legið, sofið og lesið í heilan mánuð ...
þvílík draumaveröldr" Gleymt öllum erjum og
áhyggjum - bara hvílt sig. Þá myndi ég sjálf-
sagt ekki hugsa til þess hvar ég væri stödd.
Hvaða máli skiptir hvað staðurinn heitir, ef
maður fær frið.
Ég myndi lesa vikublöðin.
Ekki vegna þess að fólkið 1 þeim sé eitt-
hvað líkt mér. Nei, en mig dreymir meðan ég
les, dreymir að ég sé eins og þær sem blöðin
skrifa um. Svona dreymir sjálfsagt alla,
heldurðu það ekki? Að vera ungur og fallegur,
eiga eigin bíl og keyra hvert á land sem er.
Ég hef aldrei verið pólitísk - og ég skil
ekki mikið í pólitlk.
Ég fer einstaka sinnum á fundi í stéttar-
félaginu þegar ég hef orku til þess.
Pólitík. Skiptir hún einhverju máli? Hjá
okkur verður ástandið bara verra og verra.
Launin min hafa lækkað um loo skr. á mánuði,
allt annað hækkar.
Hvernig endar þetta? Ég þori ekki að
hugsa svo langt fram í tímann.