Morgunblaðið - 14.12.1930, Page 6

Morgunblaðið - 14.12.1930, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ n 1 Járnvöru- og Nýlenduvðrudelld I þess að láta sjer detta í hug að taka hendurnar úr buxnavös- unum til þess að fá það, eða mynda sjer sjálfur neina skoð- un á því, hvort þörf væri þessu eða ekki. Hann þekkti ekki þessi nýju þjóðráð til þess að efla lánstraustið, að velta um bönkum, hækka fjárlögin, stofna til nýrra embætta, og bá- súna út um allan heim, að ís- lenska ríkið hefði veðsett toll- tekjur sínar og sett sig á bekk með mestu óreiðumönnum. — Hann var ekki vanur því að láta aðra ráða fyrir sig og fram- kvæma fyrir sig. En hann tók þó við heimild þingsins, er hann hafði vel hugað, hvað við lá. Og svo mik- ið traust var honum sýnt, að hann fjekk ótakmarkað umhoð til þess að taka lán. Engum, sem nokkuð vissi um ástandið í heiminum, gat dottið í hug, að við fengjum það, sem kalla má gott og hagstætt lán. Hvernig átti það að ske, að þeg- ar alþektar og ágætlega stæðar þjóðir og borgir urðu að taka afardýr lán, hvernig átti það þá að ske, að íslendingar, sem rjett aðeins voru komnir í'tölu sjálí- stæðra þjóða, smáþjóð og ó- þekt, sem aldrei hafði leitað txl annara en mömmu sinnar um aðstoð, þjóð með fallin gjald- eyri og lamaðan aðalbanka sinn, hvernig átti það að ske, að hún ein fengi vildarkjör? Það er eftirtektarvert, að þeg ar helstu menn stjórnarliðsins skrifa um fjármálaástandið 1921 og það, hvemig þá gekk að fá lán, þá sjá þeir ekkert fyrirbrigði í veröldinni merki- legra en mann, sem þeir kalla „Kúlu-Andersen“, og sem þeir segja, að hafi einn víssan mán- aðardag verið fullur í vínkjall- ara á tilteknum stað í Kaup- mannahöfn. Sannleikurinn mun vera sá, að þessi maður mun hafa verið danskur þingmaður, og talsvert inni í fjármálum, en rataði síðar í eitthvert ólán. En ekki mun hann hafa valdið verðhruninu í Bandaríkjunum eða fjárkreppunni í heiminum. Ekki hefir hann ákveðið for- vexti Englandsbanka, og ekki ráðið verði brjefa á kauphöll Lundúnaborgar, og yfirleitt engu valdið um neitt af því, sem máli skiftir í þessu sambandi. Alt þetta tal stjórnarinnar um ,,Kúlu-Andersen“ er munnræpa ein og vaðall, sem hver maður ætti að skammast sín fyrir að nota í umræðum um alvarleg mál. I þessum vandræðum tók Magnús Guðmundsson það djarfmannlega spor, að fara í fyrsta sinn til Englands með lán beiðni handa íslandi. Naut hann til þess aðstoðar Sveins Björns- sonar sendiherra, og að jeg best veit Kaabers bankastjóra. Und- irtektir voru að vonum daufar og skilyrði hörð, Á þessum ár- um voru ríki undir opinberu eft- irliti lánardrottna með veðsettar ríkistekjur og allskonar ókjör. Hvað gátu þeir menn, sem leit- að var til í Englandi vitað, nema þetta þjóðarkrýli hjer lenti í einhverju slíku braski og fjármálaöngþveiti? Til þess að gera íslensk ríkisskuldabrjef út- gengileg á markaðinum, urðu þeir að tryggja sjer, að íslenska ríkið færi ekki út í slíkt, og gerðu því að skilyrði, að Island veðsetti ekki tolltekjur sínar meðan þetta lán stæði. Magnús Guðmundssoli hafði aldrei ætl- að sjer að veðsetja tolltekjur ís- lands, og þetta skilyrði kom því ekkert í bága við neinar fyr irætlanir hans. En samt spurðist hann fyrir — af varúð — hvort hægt væri að líta á þetta sem nókkurskonar veðsetning á toll- tekjunum, og er hann hafði fengið skýlaust svar, að lánveit- andi liti ekki þannig á, gekk hann að því. Kjörin á láninu voru þannig að öðru leyti, að Island fjekk alveg sambærileg kjör við aðr- ar Norðurlandaþjóðir, sem þá voru á markaðinum, eins og jeg hefi sýnt áður. Með þessu var unnið eitt mesta þrekvirki, sem nokkur fjármálastjórn hjer á landi hef- ir unnið. Bönkum og atvinnuvegum var bjargað yfir kreppuna, og þióðarbúið firrt margra miljóna króna tjóni, og reyndar alveg óútnuknanlegu tjóni, sem best má sjá með þvi, að setja sjer fyrir sjónir þær rústir, sem hjer hefði orðið að öðrum kosti. Nýr peningamarkaður var opnaður, og það í því landi, sem um aldir hefir verið miðdepill peningamálanna í heiminum. íslendingum voru þegar í upp hafi trygð sambærileg kjör við aðrar þjóðir á Norðurlöndum. Hins var náttúrlega ekki að vænta, að þeir menn, sem horfðu blóðugum augum til vald anna í landinu, færi að lofa Magnús Guðmundsson fyrir þetta. En fátt mun vera til fólskulegra og jafnframt greindarleysislegra í framkomu íslenskra stjórnmálamanna á síðari árum, en aðfarir stjórn- arliðsins í þessu máli. Fyrst að níða Magnús Guðmundsson fyr- ir lántökuna, þessa lántöku, sem allir flokkar stóðu jafnt að á þinginu, og lántöku, sem hefir orðið þess valdandi, að núver- andi stjórn hefir getað ausið fje á báða bóga. Hefði ekki at- vinnuvegunum verið bjargað 1921, hefði núverandi stjórn ekki getað sóað á 4 árum tug- um miljóna fram yfir áætlun f járlaganna. En því næst er róg- urinn um veðsetning tolltekn- anna. Ef maður vildi það við hafa, mætti vel kalla það full- komin landráð af stjórn, sem þar að auki er á biðilsbuxum eft ir stærsta eidenda láninu, sem enn hefir verið tekið, að básúna og öskra innan þings og utan, og hvar sem hún getur, að ís- land sje í tölu þeirra óreiðu- ríkja, sem hafi orðið að veð- setja. tolltekjurnar. Hamagangur stjórnarliðsins gegn þessu sltilyrði enska láns- ins 1921, að ekki mætti veð- setja tolltekjurnar, verður ekki jskilinn á annan veg en þann, að núverandi stjóm hafi verið að hugsa um að veðsetja þær, jen strandað á skilyrðum enska lánsins. Því ef núverandi stjóro hafði ekki í huga að veðsetja þær, hvað gerði það henni þá til, þó að það væri bannað? Eftir að kreppan leið hjá, tók peningamarkaðurinn að skána. Islendingar nutu þessa. Að vísu var óreiða á fjármála^ stjórn Framsóknar fram til 1924 og alt var að sökkva í botniaust skuldafen, án þess að fjármálaráðherrar Framsóknar vissi, hvað var að gerast. Er eins og það sje nokkurskonar kynfylgja, nokkurskonar íra- fells-Móri, sem fylgirFramsókn, að geta ekki haft fjármálaráð- herra með vit í kollinum. Hefði þó fáir flokkar meiri þörf á glöggum mönnum og v.e'l hand- föstum í þá stöðu, eins og mönn um er þar skipað í hinar ráð- herrastöðurnar. En 1924 tók Ihaldsflokkurinn við völdum og ljet það vera sitt fyrsta verk að taka fast í taum- ana í fjármálum. Er Tíminn bú- inn að eyða nokkrum pundum af prentsvertu í það, að sýna mönnum, hvílíkt ódæma van- traust Magnúsi Guðmundssyni hafi verið sýnt, með því að gera hann ekki að fjármálaráðherra 1924, en flestir brosa áð þess- um slettirekuskap um það, sem Tímann varðar ekkert um. Má þó geta þess, að skömmu fyrir þing 1924 hafði Jón Þorláksson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.