Morgunblaðið - 14.12.1930, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 14.12.1930, Qupperneq 17
Sunnudaginn 14. desember 1930. 17 ¥irkjnn Sogslns. Nýrra lánstilboða verður leitað þegar fengin er ríkisábyrgð, og síðan verður virkjunin boðin út að nýju. . Eins og skýrt hefir verið frá hjer í blaðinu, voru á fundi raf- magnssljórnar 10. þ. m. bornar fram tvær tillögur í Sogsmálinu. önnur var frá Pjetri Halldórs- eyni, þess efnis, að leitað verði ríkisábyrgðar á næsta þingi fyr- ir alt að 8 miljóna króna láni til virkjunar Sogsins. Hin tillagan var frá Jakobi Möller og Stef. Jóh. Stefánssyni, um að raf- magnsstjórn taki upp fullnaðar- samninga við firmað Elektro •invest, Vesteraas, á grundvelli tilboðsins' frá 23. sept., með breytingum í einstökum atrið- um, og að því tilskildu, að raunverulegir vextir af láninu til virkjunar yrðu eigi hærri ■en 6%. — Þessar tillögur komu til um- ræðu og atkvæðagreiðslu á bæj- arstjórnarfundi á fimtudaginn var. Urðu úrslitin þau, að till- Pjeturs Halldórssonar var sam- þykt með 8:6 atkv. Með tillög- unni voru Sjálfstæðismenn all- ir (að undanskildum Jak. Möll- «r) og Hermann, en á móti Jak. Möller og sósíalistar. — Til þess að menn eigi hægra með að fylgjast með gangi máls ins, verður að segja sögu þess í stórum dráttum. Áaetlun Steingríms Jónssonar. Þá er bæjarstjórn hafði sam- þykt að ráðast í, að virkja Sog- ið, fól hún Steingrími Jónssyni rafmagnsstjóra, að gera áætlun «m virkjunina og tilhögun verks ins. — Kostnaðaráætlun hans nam nál. 5 milj. króna; þar við bættist nál. 1 miljón kr., sem verja þurfti til aukningar og endurbóta á taugakerfinu í Reykjavík. Þegar rafmagnsstjóri hafði gengið frá kostnaðaráætlun sinni, og gert lýsing á virkjun- inni, ákvað bæjarstjórn að fá hingað norskan sjerfræðing til að yfirfara áætlunina. Hann fjellst á tilhögun Steingríms Jónssonar á virkjuninni, en lækkaði kostnaðaráætlunina um nál. 1 miljón kr. Virkjunin boðin út; einnig lánið. Næst gerist það í þessu máli, að bæjarstjórn ákveður að bjóða út virkjunina, og setur það skilyrði, að verktaki láni eða útvegi fje til virkjunarinn- ar. —- Kíkisábyrgð fylgdi ekki láninu. Tvö tilboð komu í verkið, frá Elektro invest í Svíþjóð og Sei- mens Schuckert í Berlín, en ekkert lánstilboð fylgdi. Verk- tilboð Elektro invest var hag- kvæmara, en þó var það nál. 1 milj. kr. hærra, en gert var ráð fyrir, að virkjunin kostaði. Þetta firma gaf einnig vilyrði um, að það myndi útvega nauð- synlegt fje, ef verktilboð þeirra yrði tekið. Árangurinn af útboði þessu varð því sá, að bæjarstjórn fekk vitneskju um, að tilhögun virkj- unarinnar væri rjett. En það var erfiðleikum bundið að fá svona stórt lán ánríkisábyrgðar. Sendimenn bæjarstjórnar fara utan. Bæjarstjóm ákveður næst, að senda menn utan til þess að ræða málið við Elektro invest. — Voru kjömir til fararinnar Steingrímur Jónsson rafmagns- stjóri og bæjarfulltrúarnir Ja- kob Möller og Stefán Jóh. Ste- fánsson. Sendimennirnir fengu loforð um lán til virkjunarinnar, en raunverulegir vextir voru um ; jafnframt fylgdi vilyrði um, að vextimir yrðu lægri, ef peningamarkaðurinn batnaði.— Skilyrði fyrir láninu voru þau, að verktilboð Elektro invest yrði tekið óbreytt í öllum aðalat-' riðum, og að ríkisábyrgð væri fyrir láninu. Lánstilboðið mátti standa til 1. apríl, ef bæj- arstjórn samþykkti fyrir 15. des. að taka verktilboði Elektro invest. Sendimenn bæjarstjórnar lof uðu Elektro invest að mæla með tilboði þeirra, enda gengu þeir út frá, að vextir mundu lækka, sem og raun varð á. Þann 12. nóv. s. 1. sendir svo Elektro invest símskeyti, þar sem skýrt er frá, að peninga- markaðurinn hafi batnað, síð- an lánstilboðið var gefið í sept., og muni því firmað geta gefið von um betri lánskjör. Þó voru samningar um það ekki mögu- legir, fyrr en bæjarstjómin hafði ,,i princip accepterat" til- boð þeirra um virkjunina. Meiri hluti bæjarstjórnar hafn- ar tilboði frá Elektro invest. Meiri hluti bæjarstjórnar leit hins vegar svo á, að það væri varasamt að binda sig nú þeg- ar við tilboð Elektro invest, enda væri bærinn ekki búinn að uppfylla sín skilyrði ennþá. Bæjarsjórn ákvað því, að leita á næsta þingi eftir ríkisábyrgð fyrir láni til virkjunar. Slík á- byrgð verður vafalaust auðfeng in, því að Sogsvirkjunin er ekki aðeins mál Reykjavíkur, heldur mikils hluta Suður- og Suð- vesturlands. Meiri hluti bæj- arstjórnar hafnaði því tilboði Elektro invest, og er það þar með úr sögunni. Fyrirhuguð framkvæmd virkj- unarinnar tefst ekkert. Þegar fengin er ríkisábyrgð fyrir láni til virkjunar Sogsins, sem má ganga út frá að fáist á næsta þingi, verður lánið boðið út sjerstakt. Ætti að vera auð- velt að fá hagkvæmt lán með ríkisábyrgð. Og þegar pening- ar eru fengnir, verður ný útboðs auglýsing samin og verkið boðið út að nýju. Verður í því útboði bygt ó þeirri reynslu, sem fjekkst við fyrra útboðið. Jafn- framt verður rannsakað ítar- lega, hvort ekki myndi heppi- legri önnur tilhögun á virkjun- inni. Gangi alt að óskum ætti lán- ið að fást á næsta vori. Verkið yrði síðan boðið út á .næsta sumri. Væri þá hægt að byrja á framkvæmdum verksins árið 1932, og virkjuninni lokið sum- arið 1934. Þessi afgreiðsla málsins seink ar því ekki að neinu leyti fram- kvæmd verksins. Tilboð Elektro invest var því skilyrði bundið, að ríkisábyrgð fengist; eftir henni varð því að bíða. Einnig þarf að leggja veg að Soginu, áður en byrjað er á verkinu. Er ráðgert að sá vegur verði lagður næsta sumar. Á þessu stigi málsins verður vitanlega ekkert um það dæmt, hvort bæjarstjórnin hafi gert rjett, er hún hafnaði tilboði E- lektro invest. En hins vegar gat bæjarstjórnin tæplega bpndið sig svo sem Elektro invest gerði ráð fyrir, þar sem upplýst var að tilboðið var hátt, og útlit fyr ir, að fje fáist að láni nú með rniklu betri kjörum en þegar boðið var út í fyrra. SORINN. Kommúnistarnir eru sorinn í Alþýðuflokknum, segir Jónas frá Hriflu. En hver er afstaða núverandi dómsmálaráðherra íslands til þessa ,,sora“ þjóðfjelagsins, er hann digurbarkalega talar nú um? Það er þjóðkunnugt, að Jón- as Jónsson hefir árum saman unnið að því í skóla sínum, að innræta nemendunum grurid- vallarkenningar hinnar róttæku jafnaðarmanna, sem ganga und ir merki kommúnismans. Og Jónas var ekki fyr orðinn yfir- maður skólamálanna, en hann reyndist kommúnistum haukur í horni, og ruddi þeim braut að mentastofnunum landsins. Kommúnistanum Pálma Hannessyni er troðið í rektors- embætti Mentaskólans. Kommúnistinn Ingimar Jóns- son er dubbaður upp í skóla- stjórastöðu gagnfræðaskólans hjer í Reykjavík. Til hins nýja gagnfræða- skóla á Akureyri fanst ekki hæfur kommúnisti austan hafs. Hann var þefaður uppi vestur í Winnipeg. Þessi dæmi eru tekin af handahófi. Þannig mætti lengi telja. „Sorinn í öndvegi skól- anna.“ Þetta virðast vera eink- unnarorð núverandi kenslumála ráðherra. Með kommúnistiskar hugsjón ir og kommúnistisk áhugamál fetar þessi ólánsráðherra götu sína sem til glötunar liggur. Fáir gru þeir menn hjer á landi, sem sýnt hafa nokkra framtakssemi til eflingar sam- tökum kommúnista, er eigi hafa fengið einhverja bitlinga frá nú erandi landsstjóm. Stjórnir nágrannaþjóða okk- ar skoða kommúnista í rjettu Ijósi — fjandmenn þjóðfjelags- ins. — Svo heitur er sá fjandskapur, jafnvel meðal Darfa, sem eru rólyndir sljettu-búar að einn kommúnisti hefir reynt að mm smuðHLín * ÁS í iálabakstnrinn Og jelamatinn er jafn sjálfsaat og kerti 0 Q í iólatrjeð. o Það vita allir, sem við mig hafa verslað, að jeg sel eingöngu þær bestu vörur sem fáanlegar eru, með eins sanngjörnu verði og unnt er. Á morgun lækka jeg margar vörutegundir í verðt að miklum mun, eins og ávalt fyrir jólin. Jeg hefi aldref haft eins miklar vörubirgðir og nú, svo jeg vænti þess, að háttvirtir borgarbúar sjái sjer hag í að gera jóla- innkaupin í búðum mínum: NýleBdBTörnbnðin: Hveiti einungis besta tegund, og ait sem, með þarf til bökunar. Epli, Delicious Extra í heilum kössum og smásölu, Lægst verð í borginni! Vínber, Glóaldin, Bjúgaldin. Á v e x it i r : þurkaðir og niðursoðnir. Hnetur 4 teg. Fíkjur, Döðlur — Konfektkassar, mjög skrautlegir. afar ódýrir. Átsúkkulaði. Suðusúkkulaði mikil verðlækkun. Kex og Kökur gott og ódýrt úrval. Spil, Kerti, stór og smá. Ótal margt fleira. KJötbMin: Hangikjöt, tvímælalaust best í borginni. Egg, stór, góð og ódýr. Pylsur og Ostur, margar tegundir. Skinke, Sardínur og Síld í olíu og tomat. Gaffalbiitar, Lax, Svínasulta. Fiskibollur, Bayerskar pylsur. Medister ‘pylsur. Leverpöstej, Copers, Pickles, Asíur í lausri vigt, Tómaitsósai. Soya, Salat, ítalskt í glösum. Worschesters. Rjómabússmjör, 2.00 pr. y2 kg. í 5- kg. kaupum, Bændasmjör. Lúðu- riklingur, Kæfa í lausri vigt. o. fL o. fl. Gjörið svo vel og sendið eða símið mjer jólapantanir yðar sem fyrst. Vörumar koma heim um hæl. Svelnn ÞorHeisson. Sími 1969. Sími 19691

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.