Morgunblaðið - 14.12.1930, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ
Peysnfala-
kápnr
kanpið þjer bestar
bjá okknr.
Komið og skoðið.
Vöruhúsið.
Mynd í>essi er af æfingu riddaraliðs í Ameríku. Er bál
kynt, og hestarnir látnir hlaupa yfir bálið.
Mauxion
Davíð
Dorvaldsson.
Átsnkknlaði og Konfekt.
eniiminuimiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
Hjúkrunardeildin
(60 tegnndir (
af ilmrötnnm.
Verð 0.25—85.00.
i I
Austurstrœti 16. Sími 60 og 1060.
miiiiiiiiiiimiiiiiuiiitifliHimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimi
Hvr sianielir
er tilvalin jólagjöf. Höfum bœði
handsnúnar og stignar vjelar.
Það eru til margar saumavjelar
dýrari en Kayser,
en engar betri.
Hjólknrfjelag Reykjavíknr.
Hveiti
og
syknr.
Lmgsta verð í bænnm. *
Aðalbirgðir:
Sturlaugor Jónsson & Co.
»00000000000000000
Kaupið Morgunblaðið.
oooooooooooooooooo
Um þennan unga rithöfund hefir
inikið verið rætt og ritað síðast-
liðið ár, og þótt einkennilegt
kunni að virðast, hygg jeg að allir
þeir, sem .esið liafa bækur hans
ljúki upp einum munni um að
mikils megi vænta af honum. Sjer-
hver lesandi finnur að þessi höf-
undur hefir rjett til að kveðja sjer
hljóðs, þótt einkenni hans sjeu
ekki þau, að rífa niður og lítils-
virða alt, sem gott hefir verið tal-
ið til þessa, heldur bæta og göfga
og opna augu lesendanna fyrir
innri og ytri þrautum þeirra per-
sóna er hann dregur upp myndir
af, og láta þá um leið svipast inn
í eigin nágrenni og sjá hvort á-
standið sje þar ekki svipað.
Davíð hefir birt tvö smásagna-
söfn, í fyrra Björn formann og
fleiri smásögur og Kalviði nú í ár,
og í báðum þessum bókum sýnir
hann þau einkenni sem skáldin
hafa skarpari öðrum, athyglisgáf-
una, málleiknina og samúðiua með
öllum og öllu, en samúðin orsakast
af skilningi.
Davíð talar máli þeirra manna,
sem orðið hafa undir í lífsbarátt-
unni eða hvergi hafa náð að festa
rætur og berast því um með
straumum og stormum. Yfirleitt er
því nokkuð þung undiralda í sög-
um hans, en yfirborðið er kyrt,
enda eru það einkenni íslensks
eðlis. Þótt Davíð sje þannig barn
sinnar þjóðar, er þó blærinn yfir
sögum hans óvenjulegur fyrir okk-
ur fslendinga; einhver annarlegur
hreimur gerir þar vart við sig og
það eykur einmitt gildi Davíðs, að
hann bindur sig ekki við Islend-
ingasagna stýlinn, stuttorðan og
kaldan, heldur er mýkt og ylur í
hverri setningu. v
Þótt Davíð taki hlutina frekar
alvarlega, bregður þó oft fyrir
glettni og jafnvel góðfátlegri
hæðni í sögum hans. Mætti þar
benda á söguna „Rússneskir flótta-
menn“, er endar þannig, að þjónn
inn, sem flúið hefir föðurland sitt
og hryggist daglega með löndum
sínum yfír örlögum ættjarðarinn-!
ar og húsbænda sinna, gleymir
öllum slíkum hugsunum er hann
fær von um að hitta brjóstfagra
konu og finnur í því fulla hugguji.
Dregur höfundurinn þar upp
skemtilega mynd af manninum,
sem á litlar kröfur og lágar þrár.
Hæðni Davíðs er aftur skýrust í
sögunni um Hans bókhaldara,
manninn, sem gat orðið mikill ef
að hann hefði viljað það, og ma-
dama Petersen sómir sjer þar líka
ljómandi vel, sem fulltrúi þeirra
kvenna, sem getst vel að útlend-
ingum og dá úr hófi fram. Sú
saga er með afbrigðum skemtileg,
enda hollur lestur og gagnlegur.
í fyrri bók sinni birti Davíð
söguna „Skóarinn litli“, sem þótti
einstæð í sinni röð sökum ná-
kvæmni og smekkvísi, en í Kalvið-
um getur aðra slíka i|ögu er nefn-
ist „Einmana sálir“.' Fjallar hún
um tvær systur, einstæðinga, sem
alist hafa upp í allsnægtum á
fögru sveitabýli, en eru nú neydd-
ar til að draga fram lífið í kofa í
smákaupstað. Þær hafa ekki mikið
samneyti við aðra, en hvor situr á
sínu riimi og rifja upp hálf-
gleymda æskudaga, en við þeim
blasir í fjarlægð fjallið fyrir ofan
bæinn þeirra, sem áður var. „Ein-
mana sálir“ met jeg tvímælalaust
mest alls er Davíð hefir ritað, en
margt hefir hann þó vel gert.
Snemma hneigðist hugur Davíðs
að rannsóknum, og með það fyrir
augum sigldi hann til Parísar til
jarðfræðináms. Þar átti hann við
veikindi og aðra erfiðleika að
stríða, sem örsökuðu það, að hann
gat ekki stundað námið, en veittu
honum hinsvegar næði til að kynn-
ast bókmentum nútímans og
drekka í sig holla strauma, sem
umhverfis hann æddu. Þetta varð
til þess að Davíð helgaði sig list-
inni einni, en veikindi hans settu
mót sitt á þær sögur, sem þá voru
ritaðar, og síðar birtar í bókum
hans. Davíð er nú orðinn sæmi-
lega liraustur, og um leið og heils-
an hefir farið batnandi hefir bjart,
sýni hans og starfsþrek aukist, og
ekki drógu þær viðtökur, er hann
fjekk á íslenskum bókamarkaði,
úr þeim einheitta ásetningi hans,
að gerast skáld hinnar íslensku
þjóðar. í því skyni hefir hann
hafnað hjer góðum stöðum, og
i haldið aftur út í heiminn, og erum
við vinir hans þess vissir, að á
næstu árum muni hann sýna og
sanna með verkunum, að hann er
maður, sem á að skrifa, af því, að
hann er mikils megnugur.
Kristján Guðlaugsson.
Besta
lAlagjBiln
handa söngelsku fólki
er góður GRAMMÓFÓNN eða góðar GRAMMÓFÓN-
PLÖTUR. — HEIL TÓNVERK, úrval svo sem:
Heilar óperur: Madame Butterfly.
--- Tosca.
Beethoven: Symfonia nr. 3 (Eroica)
---- Symfónía nr. 5.
---- Symfónia nr. 6 (Pastorale)
---- Symfonia nr. 7
Brahms: Symfonia nr. 1.
Chopin, allar Preludier spilaðar af Backhaus (í alb.)
Rimsky Korsakow: Scherehazade.
Allar Chopin Etuder spilaðar af Backhaus.
Allar plötur sem Philadelphia orkester, sem er besta
orkester heimsins, hefir spilað inn.
Ennfremur allar Heifetz, Kreisler, Elman, Caruso,
Gigli, Hislop, Sheipa, Galli-Curci plötur.
MESTA ÚRAVAL Á LANDINU!
.atrinViðar
Hljóðfæraverslun — Lækjargötu 2.
Lítið í gluggann
i ðag.
Blómaverslunin „Gleim mier ei“.
Bankastræti 4. Sími 330»
Snmskar Manchettskvrtur
er besta jólagjöfin. Hver maður sem fær þær verður f
góðu skapi, því þær fara vel, eru mjúkar og úr vandað-
asta efni. Náttfötin eru óviðjafnanleg að gæðum og útliti.
Nýkomin föt og frakkar. Drengjafrakkar sjerstaklega
fallegir og hlýir og afar ódýrir. — Ilmvötn með sápu í
skrautkössum í mjög fjölbreyttu úrvali.
Tilvalin jólagjöf!
Lítið í gluggana á Laugavegi 3.
Andrjes Andrjesson.