Morgunblaðið - 24.12.1931, Qupperneq 13
M 0 K G UÍNtí L A u í Ð
13
KUÖLD.
Kyljan fadmar kvöldið blíða,
kyrrð og fri&ur hawðrið víða,
blómin vagga’ í blænum þýða,
býr þau skarti döggin tær,
þegar sólin sígur skær.
Hópar fugla’ um loftið líða,
Ijettum vængjum blaka.
Ótal raddir upp’ í geimnum kvaka.
Þegar heyri’ jeg þessa róma,
þráir sál mín helga óma,
er með söngvum svifþýtt hljóma,
samstiltir við lífsins óð
verða bæði lag og Ijóð,
eiga sólaryl og Ijóma
alt að verma’ og hlýja,
— vekja þreyttum von og krafta nýja.
Æ, jeg kysi yndi’ dð dreyma,
áhyggjum og þreytu’ að gleyma,
seiða fram um hugarheima
hverja stund, sem mjer var kær.
— Sorg á kvöldum summn hlær —.
Lífið væri sælt að sveima,
sár þótt færði dagur,
yrði svona aftanroðinn fagur.
Hugur ber mig langar leiðir.
Liðnir dagar birtast heiðir.
Margt, er friðsælt faðm sinn breiðir
falið bak við minnistjald
brosir nú með björtum fald’.
Minning ylhýr meinum eyðir,
megnar hörmum svala,
sje jeg ein við sjálfa mig að tala.
Lengst þótt svíði lífsins undir,
Ijetta söknuð þessar stundir.
Daggarperlum glitra grundir,
geislaflos við sjónum hlær.
— Vin minn finn jeg nú mjer nær.
Eru’ ei bráðum endurfundir?
Á jeg lengi’ að þreyja?
— Jeg á slíku kvöldi kysi’ að deyja.
— Alt er vafið yl og rósum,
augun bljúg af söng og Ijósum.
Jeg vil leggja’ úr lífsins ósum
loksins inn í trygga höfn,
eftir volk um æfidröfn.
Hygg jeg allir helst vjer kjósum
heiminn þann veg kveðja.
Von um ]>að má grættan huga gleðja.
Blærinn andar, áin niðar,
mnaðsröddum loftið kliðar.
Sál mín nýtur sælu’ og friðar,
svífur ofar hugur minn.
Guð í hinsta geisla’ jeg finn.
Síg þú, blessuð sól, til viðar
sveipuð Ijósdýrðinni.
Glitskrúð þitt jeg geymi’ í sálu’ minni.
HALLA LOFTSDÖTTIR
frá Sandlæk.
Lögfesta.
{Eftir handi’iti Jóns Borgfirð-
ings, í safni Ólafs DavíSssonar).
H.ier með festi jeg og Oögfesti
nndir skrifaður, eiginkonu mína,
Hildi Pálsdðttur, og fyrirbýð, í
allra kröftugasta máta, eftir laga-
leyfi, svo vel prestinum síra
Magnúsi Einarssyni á Butru, sem
hverjum öðrum, að liýsa hana eða
heimila, burttala eða lokka frá
mjer, móti guðs og manna lögum
og boðorðum. Því lýsi jeg hana
mína eign og eiginkonu, ef jeg
má óræntur vera, og tilbýð henni
samvist og samveru — í öllum
kristilegum egtaskapar kærleika —
á beggja okkar bólfestu, Snotru
í Landeyjum; óska jeg að sveita-
menn í Fljótshlíð, flytji hana og
færi til mín, hvar sem hitta kynnu,
eins og' til var sett, og ráð fyrir
gert á seinasta Kirkjubæjar mann-
talsþingi. Þessari lögfestu td stað-
festu er mitt undirskrifað nafn og
hjásett innsigli.
SVeinbjörn Þorleifsson.
TJpplesin við Breiðabólstaðar-,
Eyvindarmúla- og Teigskirkjur á
2. og 3. dag Hvítasunnu 1770.
íslenðingar í París-
París, 7. desember.
Prófessor Jolivet flutti fyrirlest- '
ur um ísland í Sorbonne þ. 28. f. j
m Kakti hann í stuttu máli sögu |
landsins frá byggingu þess, dvaldi j
við helstu viðburði og lýsti eink- |
um hinu fábreytta lifi jafnt aiþýðu j
liöfðingja, til þess að sýna fram
á þær breytingar, sem orðið hefði
lifnaðarháttum þjóðarinnar. —
Sneri hann síðan máii sínix að and-
legu lífi, bókmentum og listum.
Mintist hann á helstu málara og
dvaldi einkum við Gunnlaug Blön-
dal, sem hann kvað Frakka mundu
skilja best, enda væri hann þektur
Frakklandi og myndi innan
skarnms opna sýningu. Einars Jóns
sonar mintist hann og sýndi nokkr-
ar myndir af höggnyndum hans.
— íslensk list, sagði hann, er að
flestu eða ö'llu leyti innblásin af
hinni voldugu og hrikalegu nátt-
úru landsins. Þegar jeg var á Þing
völlum, sá jeg marga málara að
vinnu við landslagsmyndir sinar.
En það eru ekki eingöngu málarar,
sem vinna rír landslaginu. Á mynd-
um Einars Jónssonar má glögglega
sjá, hve föstum fótum hann stend-
ur í íslenskri náttúru.
Menn skilji ekki orð mín svo, að
engin list sje til á tslandi, nema
málaralist, fyrir utan bókmentirn-
ar, sem jeg síðar mun víkja að.
Jeg hafði tækifæri til að sjá „í-
myndunarveikina“ eftir Moliére
og var það að öllu leyti boðleg
sýning, hvar se:m vera skyldi, en
leikur Teikenda framúrskarandi.
Þá sneri hann máli sínu að bók-
mentunum. Lagði hann til grund-
vallar máli sínu orð Sigui’ðar próf.
Nordal um samhengið í islenskum
bókmentum. Lýsti hann liinu sjer-
kennilega andlega lífi meða'l al-
þýðunnar og hin miklu skáld, sem
risið hefðu upp hver eftir annan
gegn um aldirnar og va'rðveitt ís-
lenska menningu með skálskap sín
um. Vegna hins nauma tíma gat
hann ekki dvalið við nema örfáa
rithöfunda, en ummæli hans lýstu
mikilli þekkingu á bókmentum vor
um og glöggum ski'lningi.
Fvrirlestri hans var vel tekið og
er í ráði, að hann haldi fleiri um
íslensk mál við háskólann.
GLEÐILEG JÓL!
ísafoldarprentsmiðja h.f.
Jöiakveðjur
sjómanna
FB. 22.-24. des.
Liggjum á Önundarfirði. GTeði-
legra jóla óskum við vinum og
1 ættingjum. Vellíðan. Kærar kveðj-
ur. Skipshöfnin á Sindra.
Gleðiíeg jól. Góð líðan. Kærar
kveðjur.
Skipshöfnin á Júpíter.
Hjartanlegar jólaóskir til vina
og vandamanna.
Skipshöfnin á Hannesi ráðherra.
Oskum vinum og vandamönnum
gleðilegra jóla. VelMðan allra.
Kveðjur.
Skipverjar á Baldri.
• Óskum öllum vinum og vanda-
mönnum gleðilegra jóla. Vellíðan
allra. Kveðjur.
Skpshöfnin á Gylfa.
Oskum vinum og vandamönn-
uin gleðilegra jóla. Vellíðan.
K\ eð jur.
Skipshöfnin á Ver.
Gleðileg jól, vinir og vanda-
menn!
Skipshöfnin á Sviða.
Óskiun vinum og vandamönn-
um gleðilegra jóla.
Skipsliöfnin
á Agli Skallagrímssyni.
Óskum vinum og vandamönnum
gleðilegra jóla. Vellíðan. Kærar
kveðjur.
Skipverjar á Otri.
Gleðileg jól. Vel'Jíðan. Kærar
kveðjur til vina og vandamanna.
Skipverjar á Geir.
= I
| GLEÐILEG JÓL! |
Húsgagnaverslun =
§ Kristjáns Siggeirssonar. 1
Í I
iiiiiiiiiimiiiiiiimimiiiiiiiiiimmuimmimmiiimiiiiimifi;=
GLEÐILEG JÓL !
Versl. Manchester.
I
GLEÐILEG JÓL!
Húsgagnaverslun
Reykjavíkur.
□□□ooaaaaoaa aaaaaaaaaaaaaaooaaaaaaaao
0<X>0<><><><>
GLEÐILEG
Fyrsta desember hjeldu íslend-
ingar hjer í París hátíðlegan með
því að heimsækja þjóðskáldið Ein-
ar Benediktsson, sem nú býr hjer
í París. Meðal annara gesta voni
þar Gunnlaugur Blöndal listmálari,
frú lians og Kristján Albertson rit-
höfundur. Einar mælti fyrir minni
Islands, en Kristján Albertsson
mælti fyrir minni skáldsins, sem
fegurst, dýpst og snjallast hefði
kveðið á íslensku máli.
Dagbók.
%oooooo
H Ij óðfærav erslun
Helga HaUgrímssonar.
ooooooooooo
Gunnl. BlöndaT opnaði málverka
sýningu hjer þ. 4. þ. m. Verður
luin opin til 17. des, Þegar sýn-
ingin var opnuð voru viðstaddir
sendiherra Dana hjer, Kammer-
herra Bernhöft, Einar Benedikts-
son, Simon. fyrv. sendiherra
Frakka í Keykjavík, flestir ís-
lcndingar hjer í borg og allmargt
annara gesta. Er sýningin óefað
hin besta, er Blöndal hefir haldið,
enda aðsókn góð og hafa nokkur
málverk selst, þótt lítið sje keypt
af listaverkum um þessar mundir.
Blaðadómar hafa enn ekki birtst.
B. G.
Jarðabætur í ár. Verið er að gera
skýrslurnar um jarðabætur þær,
sem mældar hafa verið í sumar.
Eru þær svo langt komnar, að
sjeð verður, af því sem komið
er, að jarðabætur hafa orðið meiri
í ár en í fyrra. í sumum sýslum,
svo sem Skagafjarðarsýslu, hefir
verið unnið miklum mun meira en
í fyrra. Og svo er víðar. Aukin
vjelavinna er það, sem mest fleyg-
ir jarðabótunum fram.
Strætisvagnarnir fara síðast. frá
Lækjartorgí í kvöld kl. 7, og byrja
aftur á Jóladag kl. 1 síðd. og
halda svo áfram á venjulegum
tíma.
Sjerfræðigrein lækna. — Stjórn
Læknafjelags Islands hefir viður-
kent Valtý Albertsson og Bjöm
Gunnlaugsson, báðir hjer i Reykja
vík, sjerfræðinga í lyflæknisfræði.
Togararnir. Belgaum koni frá
Englandi í gærmorgun og fór á
veiðar. — Gyllir og Ver komu
af veiðum og fóru til Englands;
Snorri goði fór á veiðar í gær.
Tveir enskir togarar ltomu hing-
að í gær með veika menn. Einnig
kom enskur togari, bilaður.
Skipafrjettir: Gullfoss fer frá
Reykjavík 26. þ. m. til Leith og
Kaupmannahafnar. — Goðafoss
fór frá Hul l í fyrradag. — Brúar-
foss kom til Noregs 21. þ. m. —
GLEÐILEG JÓL !
Landstja man.
Dettifoss fer frá Reykjavík ann-
að kvöld, vestur og norður. —
Lagarfoss kom til Kaupmanna-
hafnar í fjTradag. — Selfoss kom
tii Reykjavíkur í gær .
Leikhúsið. Á annan dag jóla
verða tvær leiksýningar, kl. 3y2
barnaleiksýningin „Litli KTáus og
Stóri Kláus“ og um kvöldið kl.
8 frumsýning á óperettunni „Lag-
leg stúlka gefins“.
Um Blönduóshjerað hafa sótt
þessir læknar; Bragi Ólafsson,
Eiríkur Björnsson, Jónas Sveins-
son, Lúðvik Norðdal, Magnús
Ágústsson, Ólafur Einarsson, Ste-
fán Guðnason, Torfi Bjarnason,
og Haraldur Jónsson. Hjeraðið
veitist frá 1. janúar.
Utanfararstyrkir lækna. Auglýst
hefir verið, að umsóknir um utan-
fararstyrk til hjeraðslækna skuli
senda landlækni. Læknablaðið
skýrir frá því, að ekki sje kunn-
ugt, að nokkur utanfararstyrkur
hafi verið veittur hjeraðslæknum
undanfarin ár, og telur það fram-
för, ef riú á að fara að veita þessa
styrki aftur.
Framhald á 15. síðu.