Morgunblaðið - 20.08.1939, Blaðsíða 10
10
MORGUN tíLAÐIÐ
Sunnudagur 20. ágúst 1939.
Memfis og Sakkara
Ferðasaga
Magnúsar Jónssonar
prófessors
Þriðjudaginn, 20. júní.
að varð fremur smátt með
svefninn í nótt. Dagurinn
var fyrirferðamikill í huganum,
þó að jeg væri þreyttur orðinn,
fyrst eftir viðburðina, og svo
eftir að skrifa 22 blaðsíður og
reyna að safna saman á papp-
írnum sem flestu. Svo var líka
talsvert heitt í herberginu, þó
að allir gluggar væru opnir á
gátt, og venjulega sje fremur
svalt hjer á nóttunm. Jeg fekk
mjer kalt bað og reyndi að
gleyma öllu Loks sofnaði jeg og
dreymdi að jeg var að tala við
konuna mína í síma. Við spjöll-
uðum um hitt og þetta, en alt í.
einu mundi jeg að jeg var langt
í burtu og að tíminn myndi tak-.
markaður. Jeg þóttist vera í
Rómaborg. Lengra er jeg ekki
kominn í svefninum. En þegar
jeg áttaði mig á þessu, og ætlaði
að fara að segja frjettirnar var
samtalinu slitið. Jeg vaknaði
snemma og mókti svo og hafði
magnaðan höfuöverk. Sólskinið
flæddi yfir húsið á móti. Mjer
leið illa og jeg var kvíðinn og
sá missmíði á þessu öllu saman.
Ekki dugar þetta. Jeg þeyttist
fram úr rúminu og fór að klæða
mig í ákafa, en höfuðverkurinn
helt áfram. Jeg skyldi nú vera
búinn að má malaríu eða eitt-
hvað af þessum ófögnuði, sem
við Norðurlandabúar höldum að
alt sje fúlt af hjer syðra. Ein
aspiríntafla læknaði þetta á
hálftíma, og' vona jeg að svo
fari um alla sjúkdóma, sem við
fáum hjer. Annars erum við nú
byrjaðir á heilbrigðisráðstöfun-
um. Við etum kínín og Beyers
præparat gegn taugaveiki.
Fleiri sjúkdóma höf am við ekki
tekið til meðferðar enn. Heima
ljetum við bólusetja okkur gegn
stórubólu. Hvað sem svo meira
verður. — Ugglaust halda Suð-
urlandabúar ,að þeir þurfi að
gera allskonar svipaðar ráðstaf-
anir ef þeir færu til íslands,
töflur við skyrbjúg og bólusetn-
ingu við kuldabó'.gu o. s. frv.
Lífhræðslan lifi! Og samt deyr
maður einhverntíma.
Það varð úr, að við tækjum
þennan dag til þess að rækja
aðalerindi okkar, en það er að
fara út að pýramídum og öðr-
um menjunt hjer í nándinni við
Kairó. Dagurinn var kallaður
ekki heitur, eitthvað 34 gráður í
skugganum, og allar þessar
fornmenjar eru úti í eyðimörk-
inni, þar sem sólar nýtur best,
svo að við afrjeðum, að nota
þennan ,,svala“ dag til ferðar-
innar. Hótelmaðurinn samdi við
bílstjóra fyrir okkur, sem kunni
ensku. Við fengum okkur góðan
morgunverð, tókum með okkur
kíkira, eða á rjettri íslensku
kíkja og jeg myndavjel og mál-
aradót, og svo var lagt af stað
um kl. 11.
Bílstjórinn ók greitt vestur úr
bænum og benti okkur á ýmsar
byggingar og garða, sem jeg
gleymdi jafnharðan. Þó man
jeg eftir minnismerki Zaglut
Pasha, frelsishetjunnar, sem var'
Jón Sigurðsson Egipta í sjálf-
stjórnarbaráttunni. En það sá
jeg, að hjer er glæsilegur og
mikill bær, enda eru hjer
1300000 íbúar, svo að hjer er
veruleg stórborg. Líkist þessi
nýi bær, sem við ókum um,
mjög venjulegum stórborgum.
En þó bregður fyrir austurlensk-
um blæ og stíl, súlum með lotus-
höfðum, minarettum og austur-
lenskum hvolfþökum. Og allur
gróður vitanlega miklu suð-
rænni og þandari en jeg hef
annars sjeð. Hjer virtust pálm-
arnir ekki eins ræfilslegir og
norður í Deltuni, heldur áhrifa-
miklir og skrautklæddir. Og þá
er ekkert tré jafnspariklætt og
pálminn. Hann minnir mig altaf
á kjólklæddan mann. Þegar
hann er innan um önnur tré,
geta þau að vísu verið alveg eins
skrautleg, en hann einn er í
veislufötum. Og nú fekk jeg að
vita ,að trén með rauðu blóm-
unum eru akasíur. Jeg fekk
bílstjórann til þess að slíta dá-
litla grein af einni þeirra og
hef hana með mjer. En hef trú
á henni sem góðum förunaut
á vandasömum ferðalögum. Og
blómin eru svo falleg.
Nú var ekið yfir Níl. Hún er
hjer í tveimur kvíslum.
Og ekki virðist hún vera sjer-
lega vatnsmikil svona hvers-
dagslega. En sú vinnur nú mik-
ið og göfugt starf. Það sjáum
við nú bráðlega, því að áður en
langt líður förum við að sjá á
báða bóga eyðimerkurbrúnina,
hvítar sandhæðirnar gnæfa yf-
ir Nílarakurinn. Strax þar sem
landið hækkar svo, að Nílar-
vatnið nær ekki til, er ekkert
nema þessi bleiki dauði.
Þegar við vorum komnir yf-
ir báðar Nílarbrýrnar tók við
bærinn Gizeh, og þar ók bílstjór
inn okkar að Shell-tank, alveg
eins og í Reykjavík og tók sjer
bensín til ferðarinnar. Síðan var
ekið í sjóðandi fart suður með
Nílarskurði einum, áleiðis til
Memfis.
Það var hálfgaman að aka
svona og bera það saman við
ferðina á járnbrautarlestinni í
gær. Hjer var alveg það sama.
Járnbrautin var vestan við
skurðinn, og ein lestin þaut þar
framhjá okkur, en vegurinn að
austan. En nú vorum við á veg-
inum og sáum lestina fara fram
hjá. Nú mættum við öllum sömu
tegundum af fólki, skepnum og
farartækjum eins og við sáum
þá. Það var nokkurskonar upp-
lestur.
Þegar við höfðum ekið svona
um hríð, sáum við pýramídana
við Gizeh bera við loft uppi á
eyðimerkurbrúninni. Það var
með tignarlegustu sýnum, sem
jeg hef sjeð. Næst voru banan-
plöntur, þá Nílarskurðurinn,
síðan allskonar ekrur og trje,
aldingarðurinn í Eden í sýni-
legri mynd, en bak við var svo
eyðimörkin, eins og löng jökul-
brún í sólskini og þessi tignar-
legu minnismerki í fjarlægri ró.
Pýramídarnir eru altaf tignar-
legir, hvort sem þeir eru stór-
ir eða smáir, nær eða fjær. Hví-
lík dásamleg og einföld list!
Við og við vorum við stans-
aðir af lögreglumönnum, sem
skoðuðu allskonar skýrteini hjá
bílstjóranum. Það virðist ekki
vera hlaupið að því að strjúka
út í eyðimörkina. Og alt það
fólk sem þarna var. Sumir sátu
eða lágu við veginn. Sumir voru
á sundi í skurðinum. En sjer-
staklega virtust kýrnar una sjer
í vatninii. Þær lágu þar í hópum
á sundi með hausinn einan upp
úr. Þetta hefir líklega Nílhest-
urinn gert þangað til hann vildi
hvergi annars staðar vera. Mjer
kæmi ekki á óvart þó að komn-
ar væru Nílkýr eftir svo sem
10.000 ár.
En ekki voru allar kýr á
sundi, því að á einum stað fór-
um við fram hjá kúa-basar. 1
Reykjavík er basar helst notað-
ur fyrir jólavörur og leikföng.
En hjer sá jeg, að það er líka
hægt að selja kýr á basar! Ann-
ars sýnast mjer kýrnar vera
heldur tröllauknar og luralegar,
eins og hálfgerðir buffaluxar
eða vísundar og homin liggja
aftur með hausnum á einkenni-
lega lúpulegan hátt. Þó er þetta
misjafnt.
Áfram er þotið. Nú koma
fleiri og fleiri pýramídar í ljós,
en engir eins stórir og þeir, sem
við sáum fyrst. Fólksstraumur-
inn er sá sami. Margir veifa til
okkar. Á einum stað situr lítill
krakki á bakinu á heljarmikilli
kú. Menn með fjárhjarðir eru
hinum megin við skurðinn, inn-
þornaðar mórauðar kindur. Við
komum til bæjar, sem heitir
Forna Kairó. (Ef til vill hefir
bærinn verið hjer til forna. Hjer
kemur einhver á móti okkur
með pálmagreinar á öxlinni og
fj-öldi úlfalda með allskonar
byrðar eins og fyrri daginn, að
ekki sje talað um allan asna-
ganginn.
Og svo er eyðimörkin á báða
bóga. Nílardalurinn þrengist
hjer og verður að mjórri
ræmu vestan við Níl. Hún
rennur hjer með brún aust-<
ur eyðimerkurinnar. Eyði-
mörkin á vinstri hönd er nú
mjög nærri, há og með ýmis-
konar börðum, alt jafn þurt og
eyðilegt. Þar eru engin manna-
verk svo við sjáum. En á hægri
hönd (að vestn) gnæfir nú
„stalla“-pýramídinn mikli. Og
eftir skamma stund erum við
komnir til Memfis.
Hjer var um þúsundir ára
ein mesta borg hins vold-
uga Egiptaríkis. Saga hennar
nær til fyrstu tíma Egiptalands-
sögunnar. Menes konungur, sem
uppi var um 3200 f. Kr. reisti
hjer kastala á landamærum
Neðra-Egiptalands (Deltunar)
og Efra-Egiptalands. Hann var
sjálfur frá Efra-Egiptalandi en
hafði nú lagt hinn hlutann undir
sig. Reisti hann þennan kastala
til þess að halda nýunna land-
inu í skefjum. Varð þetta stofn-
inn að borginni Memfis. Hún
var síðan um langt skeið höfuð-
borg rikisins, og stórborg eftir
að konungarnir fluttust lengra
lengra suður eftir landinu. Þús-
undir ára var hún í blóma.
Jeg ætla mjer ekki að rekja
hjer sögu þessarar borgar.
Hana má lesa í lexikonum ef
menn vilja. En jeg get þessa að-
eins til þess að bera saman við
leifarnar. Nú myndi enginn sjá,
að hjer hefði neitt gerst. Hjer
er smáþorp, ógnarlega vesald-
arlegt og óskáldlegt. Og hjer
eru pálmar og annað fallegt.
Hjer sáum við mann draga
vatn upp úr brunni með þeim
hætti, sem gert hefir verið á
þessum slóðum frá ómunatíð.
En af stórborginni Memfis,
lífi hennar og krafti í meira en
3000 ár, sjest ekkert. Sumt er
sokkið. Annað orðið að sandi,
því að hjer bygðu menn tals-
vert úr brendum steini, sem
stóðst ekki tímans tönn. En alt
nýtilegt byggingarefni var tekið
og notað í húsin í Kairó. Það
eru örlög margra bæja og bygg-
inga, sem eru gengnar úr móð.
Þær eru jetnar upp. Rómaborg-
arbúar voru t. d. á góðri leið að
jeta Kolosseum upp, þegar það
skemdarverk var stöðvað. Mem-
fis er alveg uppjetin, af tímans
og manna tönnum.
Og nú fjellum við í hendur
fylgdarmanns. Hann kom upp
úr eyðimörkinni, gráleitur
Arabi, skemtilegur á svipinn,
hýr og magur. Hann hafði úlf-
grátt yfirvararskegg og var í
gráum kufli með gráköflótta
flík yfir öxlina, úr úlfaldahári,
mjög mjúka. Hann sló upp á 50
piöstrum fyrir að sýna okkur
Memfis og Sakkara, en við tók-
um því fjarri, og svo var farið
af stað.
Eitt af því fyrsta, sem við sá-
um var náttúrlega voðastór
mynd af Ram,ses II. Jeg hef
aldrei enn komið neinstaðar þar
sem egipskir munir eru, svo að
þar komi ekki fyrst Ramses II.
Sá hefir nokkrum sinnum látið
mynda sig.
Þetta er mjög gervileg mynd.
Hans hátign liggur þarna endi-
langur upp í loft og eru 8 metr-
ar eftir af honum. Auk þess
liggur 2 metra löng kóróna rjett
fyrir ofan höfuðið á honum og
vantar á fæturna. Hann er
höggvinn út úr einum granít-
steini frá Assúan og er meist-
aralega gerður. Áletranir eru á
myndinni og myndir grafnar
inn í hana, að mig minnir af
drotningu hans og syni. Alt er
þetta með þeirri snild gert, að
aldrei hefir verið lengra komist.
Skamt þar frá er önnur mynd
af Ramses II. Hún er svipuð
hinni en ennþá stærri og gerð úr
ljósum sandsteini eða kalk-
steini. Sú mynd hefir verið 13
metra há. Skýli hefir verið
reist utan um hana vegna þess
að kalksteinninn þolir ekki úti-
veruna eins vel og forngrýtið.
Hjer eru svipaðar áletranir og
myndir, og er alt þetta ærið
stórfenglegt. Ramses II. ríkti
um langa hríð, á 13. öld f. Kr.,
og mun hann hafa verið sá, sem
ísraelsmenn flýðu frá, er Móses
fór með þá út af Gósen. Hann
var mikill herkonungur. En and
litsfall hans er fíngert og þó
tignarlegt. Hann hefir hökutopp
mikinn bundinn á sig.
Alabastur Sfinx.
Þá er hjer ofurfalleg Sfinx,
úr alabastri. Hún er um 8 metr-
ar að lengd, og mjer kæmi ekki
á óvart þó að það væri höfuðið
á Ramses öðrum, sem á henni
er. Ef það er ekki, þá er það
höfuð af einhverjum af ættinni.
En skrokkurinn er ljón, sem
liggur fram á lappir sjer. Þann-
ig er sfinxinn æfinlega. Hefir
þetta ef til vill átt að tákna
skyldleik konungsins og kon-
ungstign hans, eins og ljónsins í
dýraríkinu. En sfinxinn er oft
talinn tákna hina miklu ráð-
gátu. Jeg get ekki sjeð að hún
sje neitt meiri ráðgáta en hvað
annað. Það er venjulegt manns-
höfuð á venjulegum ljónskrokk.
Nú tíðkast það meira að setja
ýmiskonar dýrahausa á manns-
líkami, til þess að sýna hvernig
listamanninum líst á þann, sem
hann er að draga upp.
Svo er eiginlega ekki meira
eftir af Memfisar mörg þúsund
ára dýrð. Sic transit gloria
mundi.
I
jV/f emfis stóð á sjálfu láglend-
inu, en þar fyrir ofan*
í eyðimerkurbrúninni er Sakk-
ara (er það ekki Sahara?),,
greftrunarstaður Memfisbúa í
þessi mörg þörg þúsund ár, sem
hún stóð. Miljónirnar af gröf-