Morgunblaðið - 24.12.1943, Page 24
24
MORGUNBLAÐIB
Föstudagur 24. des. 1943.
99
Jólaleikritið:
VOPN GUÐANNA
EFTIR DA VÍÐ STEFÁNSSON
Stutt samtaí við
höfundinn
ÞESSA DAGA verður mönn-
um tíðrætt um hið nýja leik-
rit Davíðs Stefánssonar frá
Fagraskógi, sem Leikfjelagið
ætlar að sýna 2. jóladag. Og
þó vita menn harla lítið um
leikritið, því enn hefir það
ekki verið prentað. En nýtt
leikrit eftir Davíð er viðburð-
ur í höfuðstaðnum, ekki síst
eftir að Gullna hliðið kom hjer
á svið.
Frjettst hefir að leikrit
þetta sje allmjög frábrugðið
því, sem menn eiga að venj-
ast. T. d. að því leyti, að þar
sjest ekki, að heita má, nein
kvenpersóna. Og að það fjalli
um stjórnmál. Og að það gerist
jafnvel suður í Miklagarði,
fyrir mörgum öldum.
Þetta, eða eitthvað því líkt
hafði jeg heyrt, er jeg hitti
Davíð á dögunum, og fór að
krvfja hann til frásagna um
þetta leikrit hans. Hann taldi
öll tormerki á því, að segja
efni leikritisins í stuttu máli,
svo að fengist skýr hugmynd
um efni þess. En þó komst
hann að orði á þessa leið:
— Leikritið, „Vopn guðanna“
fjallar um viðureign konungs
við þjóð sína. Efnið er bæði
gamalt og nýtt, og leikritið því
ótímabundið.
Konungurinn er harðstjóri,
leikritið er táknrænt, og getur
eins fjallað um lifandi harð-
stjóra, eins og dauðann. Þar er
lýst baráttu, sem í raun og
veru hófst með fyrsta valdhafa
jarðar, en sú barátta hefir þó
aldrei verið magnaðri en ein-
mitt nú.
Konungurinn í leikritinu hef
ir lagt undir sig margar þjóðir.
Hersveitir hans hafa kúgað
þessar þjóðir, en heimaþjóðin
er hart leikin af ógnum styrj-
alda og hungurs.
Þá hefst þáttur hinna trú-
uðu, frjálslyndu manna, sem
konungurinn hefir dæmt til
dauða. Þeir fara huldu höfði
um löndin og prjedika rjett-
vísi og frið. Þeir breyta hugar-
fari lýðsins, svo fólkið, sem áð-
ur var neytt til að berjast með
sverðum, beitir nú, ásamt út-
lögunum, hinum andlegu vopn
um mannkyninu til bjargar. Á
þann hátt hafa útlagarnir á-
hrif á hersveitir konungs, svo
þær neita að berjast.
Þjóðir, sem áður áttu í bar-
áttu, finna nú skyldleikann sín
á milli og vináttu. Sigur, unn-
inn með morðvopnum er eng-
inn sigur. Styrjöld, sem fær
þau endalok, vekur aðeins
nýjan hefndarhug, nýtt stríð.
Vopn guðanna er rjettvísi, trú,
sannleikur. Sigur þeirra
vopna er nýtt og fegurra líf.
Þetta er í aðalatriðum efni
leiksins.
— Er engin sannsöguleg
uppistaða í leiknum, hvorki úr
nútíð eða fortíð?
— Jeg get naumast talið
það, en eins og jeg sagði
áðan, er hjer átt við baráttu
allra alda fram á þenna dag.
Móðurdst
Davíð Stefánsson.
En frumdrög leiksins er að
finna í gamalli guðfræðilegri
sögu, er fyrst var skráð á
grísku á 8. öld, síðar á latínu.
En á norrænu var hún býdd
um 1200. Gerði það Há-
kon Sverrisson Noregskon-
ungur, eða klerkar hans. Var
saga þessi prentuð eða þýðing
hennar á 19. öld. Jeg hefi lítil-
lega stuðst við þessa sögu, þó
atburðunum sje breytt, þráð-
urinn rofinn, en mannaöfnum
er haldið að mestu óbreyttum.
— Hvað heitir saga sú?
— Barlaams saga ok Josa-
phats.
— Hvað getur þú sagt mjer
meira um leikritið?
— Ekkert meira í þetta sinn.
Jeg ætla leikhúsgestum og
gagnrýnendum það, sem meira
verður sagt. — Jeg er þakk-
látur leikstjóra og leik-
stjórn fyrir það, hve mikið erf-
iði og fyrirhöfn þeir hafa á Sig
lagt, að koma leikriti þessu á
framfæri, i hinu þrönga og
ófullnægjandi húsna'ði.
Viðtal viS leikstjórann.
Lárus Pálsson mun verða
leikstjóri, en æfingar hafa
verið að undanförnu og ríkir
mikill áhugi leikara fyrir
leiknuni.
Um leikendatölu segir Lár-
us Pálsson, að þeir muni vera
um 30, en ’alt að 40—50 manns
koma fram á leiksviðið. Jón
Aðils leikur aðalhlutverkið,
konunginn og er það stærsta,
hlutverk, sem -Tón hefir enn,
verið lagt * á herðar
Þá leika í hinum stærri*
hlutverkum, Þorsteinn O.
Stephensen, það er orðið
nokkuð langt síðan Þörsteinn
hefir látið sjá sig á leiksviði,
Jlaraldur Björnsson, Indriði
Wáage, Ævar Ivvaran, Vakli-
mar llelgason, Brynjólfur Jó-
hannesson og Lárus Pálsson.
En í hinum srnærri hlutverk-
um, Lárus Ingólfsson, Hauk-
ur Óskarsson, sem er í fyrstai
sinni :á leiksviðiinu, en hann
liefir stúndað nám á leikskóla.
Lárusar Pálssonar, Wilhelm
NorðfjtVð, Ragnar Ásgeirsson,
Kleriiens Jónsson, Stefán Har-
aldsson og Sveinn Stefánsson.
1 kvennhlutverkunum í leikn
um, sem eru mjög fá leika
frú Alda Möllér, mun írúin
hafa á hendi stæðsta hlutverk
þeirra, frú Þóra Borg Einars-
son, og ungfrú Gunnþórun.
Halldórsdóttir.
Auk þess eru í leiknum úti-
lagai*, hermenn og þjónar.
Mönnum er þegar kunnugt
um leikrit Davíðs Stefáns-
sonar, en í hittiðfyrra varjóla,
leigrit Leikfjelagsins, Gullna-
hliðið og er öllum minnistætt,
sem það sáu, og mún vera ó-
hætt að fullyrða að Vopn
Guðana vekur ekki minna at-
hygli.
Greer Garson í hlutverki Ednu Gladney
Glaumbær
TJARNARBlÓ sýnir söngva
og gamanmynd á jóluniim er
hlotið hefir nafnið „Glaum-
bær“. Leira þeir Bing Crosby
söngvari og Fred Astaire að-
alhlutverkin, en ljóðin og
lögin í myndinni eru eftir
Irving Berlin, danslaga höf-
undinn fræga.
Það er óþarfi að skýra frá
því, að þeir Bing og Fred
leika listir sínar af mikilli
snild, hvor á sínu sviði. Bing
syngur einn 13 söngva og erú
þar á meðal margir, sem þeg-
ar eru orðnir frægir um all-
an heim eins og t. d. „White
Christmas“, „Be careful, It‘s
íny heart“.
Fred dansar 6 nýja dansa
og er liðugur eins og vant er..
Efni myndarinnar snýst
aðallega um þremenninganai
Jim Hardy (Crosby) Ted
Hannover (Fred) og Lilu
Dixon (Virginia Dale). Þau
syngja og dansa á næturklúbb
í Ne\v York. Jim langar til
að fara að búa uppi í sveit.
Hann fær sjer sveitabæ, en.
leiðist sveitalífið þegar til
lengdar lætur og setur upp
skemtistaðinn ’ „Glaumbæ",
sem er aðeins ópinn á frídög-
um, eða 15 daga á ári. Hina
350 daga ársins getur Jim
hvílt sig og haft það gott.
Inn í söguþráðinn er fljett-
að ástaræfintýrum.
Þetta er ljett mynd, en verð;
ur ábyggilega vinsæl fyrir
söngvana og dansana sem í
henni eru.
JÓLAKYIKMYNDIN 1
GAMLA BÍÓ mun af mörg-
um verða talin ein af betri
kvikmyndum, sem hjer hafa
verið sýndar á þessu ári.
Ilefir .mynd þessi flesta kosti
góðrar kvikjiiyndar, en fáa!
galla. Efni myndarinnar er j
áhrifamikið, hún ei* vel leik-
in og skemtilegá tekin í eðli-
legum Iitum.
Myndin segir æfisögu merki
legi'ar konu, Ednu Gladney, i
sem enn mun vei-a á lífi í
Ameríku. Hún helgaði líf sitt
munaðarlausum börinun og
hefir .gert óendanlega mikið:
fyrir munaðarlaus börn. ITún
rekur barnaheimili, tekur
börnin ung og kemur þeim
fyrir til fósturs hjá góðu
fólki. I
Edna Gladney var af auð-
ugum foreldrum. Hún giftist
efnilegum manni. Þau eign-
uðust einn dreng, en hann dó
í umferðaslysi á jólunura er
hann var 4 ára. Edna Gladn-
ey gat ekki átt annað barn
og' olli það henrii mikilrar
sorgar. Þau hjónin tóku sjer
fyrir hendur að reka barna-
heimili. Maðurinn misti heils-
Una og dó og voru þau þá
orðin fátæk. En Edna misti
ekki kjarkinn heldur barðist
áfram fjn-ir hugsjón sirini í
gegnum ótrúlega mikla erf-
iðleika.
Eitt af því, sem hún barð-
’ist fyrir var, að koma í veg
fyrir, að óskilgetin börn væru
látin gjalda fyrir syndir for-
eldra sinria og tókst henni eft-
ir harða baráttu að fá sam-
þykt mannúðlegri lög, en áð-
ur giltu í þeim efnum.
Aðalhlut.verkið í þessari á-
gætu kvikmynd leikur Greer
Garson (Ednu Gladneyj Walt
er Pidgeon, leikur mann henn
ar, en Felix Bressaijt leikui
heimilislækni og viri þéirra'
hjóna.
Tónsnillingurinn
JÓLAMYND NÝJA BÍÓ
heitir „Torisriillingurinn“ og
leika þau Rita Ilayworth og
Yictor Mature aðalhlutverkin.
Er þetta söngvamynd tekin í
eðlilegum litum og hin skraut
legasta.
Efni myndarinnar er um
ungt tónskáld, Pgul Dressei*
sem leggur af stað út í heim-.
inn til að vinna sjer frægö
og fr ama. Hann lendii' í.
slæinum fjelagsskap og á erf-
itt uppdráttar í fyrstu, en
verður síðar frægur maður
að nokkru leyti fyrir aðstoð
Sa.lly Eliót, sem er fræg listá
kona. En samkomulagið hjá
heim er ekki ætíð upp á hið.
besta og endar með því, er.
Paul kemst í kynni við greifa
frú eina, að Sally yfirgefur
hann með öllu. Fer nú á ný
að versna hagur Pauls, en alt
fer vel á endanum, eins o.g
vera ber í góðri kvikmynd.
Lögin í myndinni eru í rauu
og veru eftir Paul Dresser,
en það er æfisaga tónskálds-
ins, sem myndin er um.
Þétta mun Vérða vinsæl
mynd, því það er reynsla fyr-
ir því, að skemtilegar söngva-
myndir eru lang best sóttar
hjer í bæ.
Öllum hinum mörgu unnendum og gefendum
Kálfatjarnarkirkju er mintust hennar á fimtíu ^
ára afmæli hennar, færum við innilegar þakkir
og hugheilar óskir um gleðileg jól og farsælt kom-
andi ár.
F. h. safnaðar Kálfatjarnarsóknar.
SÓKNARNEFNDIN.