Morgunblaðið - 09.09.1944, Page 8

Morgunblaðið - 09.09.1944, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 9. sept. 1944 Útg.: H.l. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: fvar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjaid: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Leabðk. Úrsli takostir? RÍKISSTJÓRNIN hefir óskað þess, að útvarpsumræð- ur fari fram um hið nýja dýrtíðarfrumvarp hennar. — Þessar umræður fara fram næstkomandi mánudags- kvöld. Ekki er ljóst, hvað það er sem vakir fyrir ríkisstjórn- inni með því að heimta útvarpsumræður um þetta mál á frumstigi þess. Stjórninni hlýtur að vera ljóst, að frum- varp hennar, eins og það er borið fram, nær aldrei sam- þykki á Alþingi, í þeirri mynd sem það er. En hitt hlýt- ur þó að vaka fyrir stjórninni, að reyna að ná samkomu- lagi við þingið um lausn málsins. En ef það er vilji ríkisstjórnarinnar, að reyna til hins ítrasta að ná samkomulagi við þingið um lausn þessa stórmáls, er það óskiljanlegt með öllu, að byrja þá sam- komulagstilraun með því, að fara með málið í útvarpið og hefja rifrildi um það þar. Því ekki þarf að ganga grufl- andi að því, að rifist verður um þetta mál og önnur, þeg- ar komið er fram fyrir hljóðnemann. Hin aðferðin hefði vissulega verið eðlilegri og líklegri til árangurs, að þetta stórmál hefði strax farið til þing- nefndar og fengið þar rækilega athugun. Stjórnin gat vitanlega sett flokkunum ákveðinn frest, svo að málið yrði ekki dregið á langinn að óþörfu, enda nauðsynlegt að gera einhverjar ráðstafanir í dýrtíðarmálunum fyrir 15. þ. m., en þá gengur í gildi hin nýja vísitala landbún- aðarins. Ef til vill ber að skilja þessi vinnubrögð ríkisstjórnar- innar þannig, að hún hafi gert það upp við sig, að ekki sje til neins að reyna að ná samkomulagi við þingið um lausn þessa máls. Þetta dýrtíðarfrumvarp sje því ekki fram borið með það fyrir augum, að um það geti orðið samkomulag í þinginu, heldur ætli stjórnin nú að segja við þingið: Þetta er það, sem við höfum upp á að bjóða og annað ekki. Ef þingið vill ekki við þessu hlíta, þá er stjórnin farin! ★ En hvað tekur við, ef stjórnin setur nú þinginu úrslita- kosti? Ekki er sjáanlegur neinn árangur af samkomulagstil- raun flokkanna. Að vísu halda viðræðurnar áfram, en menn verða með hverjum degi sem líður vantrúaðri á, að nokkur árangur náist. Menn þurfa ekki annað en kynnast skrifum blaðanna, til þess að sjá heilindin. Svo sem kunnugt er, var það Sjálfstæðisflokkurinn, sem gekst fyrir samkomulagsviðræðum flokkanna. Þess- ar viðræður hafa miðast við það, að allir flokkar ynnu saman. En meðan þessar viðræður fara fram má daglega lesa í blöðum skæting til forystumanna Sjálfstæðis- flokksins fyrir það, að þeir skuli vera að ræða við kom- múnista! En spyrja mætti þessi sömu blöð: Hvernig í ó- sköpunum er unt að ná samstarfi allra flokka í þinginu um lausn vandamálanna, án þess að ræða einnig við kom- múnista? Allir hljóta að sjá, að ef æskilegt þykir að ná alsherj- ar samvinnu í þinginu, verða allir flokkar að starfa að því samkomulagi. Og þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hef- ir litið svo á, að slíkt allsherjarsamstarf væri þjóðarnauð- syn, eins og málin horfa við nú, hefir hann viljað reyna þessa leið til hins ítrasta. En fari svo, að ekki tækist að ná víðtæku samstarfi og myndun ríkisstjórnar á þeim grundvelli, myndi áreiðan- lega ekki standa á Sjálfstæðisflokknum, að mynda nú ríkisstjórn, er hefði stuðning þriggja eða jafnvel aðeins tveggja flokka, og bjarga þannig þingræðínu. En Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki einn ráðið þessu.1 Og ef alt strandnr. er ekki annað sýnt en að stefnt sje til þingrofs og kosninga. t Lántökur bæjarins samþykt- ar í bæjar- stjórn SVOHLJÓÐANDI tillaga frá borgarstjóra var samþykt til 2. umr. á fundi bæjarstjórnar 15. júní 1944: „Bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkir að heimila borg- arstjóra að taka inrílent skuldabrjefalán til endur- greiðslu á 4V2 % láni Sogs- virkjunarinnar frá 1935, skv. lánssamningi við A.B. Stock- holms Enskilda Bank og A.S. Kjöbenhavns Handelsbank, dags. 8. des. 1934, enda sam- þykki bæjarráð lánskjörin. Lánsfjárhæðin má nema í íslenskum krónum alt að jafn gildi sænskra króna 4.550.000 til endurgreiðslu með jöfnum ársgreiðslum (Annuitetslán) á tímabilinu til ársins 1960. Jafnframt veitir bæjar- stjórnin borgarstjóra fult um- boð til að undirrita skulda- brjef fyrir láninu, hvort held- ur aðalskuldabrjef eða sjer- skuldabrjef, eða hvorttveggja, svo og til þess að setja eignir Sogsvirkjunarinnar að veði fyrir láninu og undirrita hvers konar veðsetningarskjöl þess efnis“. Tillaga þessi var endanlega samþykt á síðasta bæjarstjórn arfundi, ásamt svohljóðandi viðaukatillögu frá borgar- stjóra: „Ennfremur samþykkir bæj arstjórnin að taka boði Lands banka íslands í brjefi, dags. 28. f. m., um að tryggja sölu allra skuldabrjefa lánsins fyr ir nafnverð gegn 1% ómaks- þóknun“. Samþykt var og svohljóðandi tillaga um lántöku til Hitaveit unnar til 2. umræðu: „Bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkir að taka 4% skulda brjefalán til 20 ára (Annui- tetslán), að upphæð alt að kr. 13.500.000.00 — þrettán og hálfa miljón krónur — til greiðslu á stofnkostnaði við Hitaveitu Reykjavíkur. Lánið verði tekið í tvennu lagi, nú þegar 7.5 miljón króna lán, sem samþykt er að fela Landsbanka íslands að tryggja sölu á, gegn 1% ó- maksþóknun, skv. tilboði bankans í brjefi 28. f. m. — en bæjarráði er falið að á- kveða hvenær skuldabrjef hluta lánsins, alt að 6 mil. verði gefin út fyrir hinum króna. Jafnframt veitir bæjar- stjórnin borgarstjóra fult um boð til að undirskrifa hvers- konar skuldabrjef fyrir þess- um lánum“. London í gærkveldi: — Fyrsta flugferðin milli London og Ottawa í Kanada án viðkomu, var farin í dag. Var það bresk flugvjel, sem fór ferðina. Hún var 13 klst. 9 mínútur á leið Tillögur um Ölfusár- brú. TJÓNIÐ Á Ölfusárbrú er enn þá eitt aðalumræðuefni manna hjer um slóðir. Það er eðlilegt, að menn hafi áhyggjur af þeim farartálma, sem varð, er brúin fjell. Sláturtíðin fer í hönd og flutningaþörfin úr austursveitun um, vestur yfir Ölfusá eykst með degi hverjum. Bændur þurfa að fá heim nauðsynjar sínar o. s. frv Og það vantar svo sem ekki að menn hafa ráð undir rifi hverju um það, hvernig gera eigi við brúna til þess að hún verði jafngóð. Jeg hefi ekki tal- ið allar þær tillögur, sem menn hafa komið með til blaðsins und anfarna daga. En eitt eiga þær allar sameiginlegt, að höfundar þeirra eru vissir um, að sín til- laga sje sú eina rjetta. 43"^**«* * v.’'-. fci _s-/i — jí Nýir burðarstrengir. EIN SKYNSAMLEGASTA til- lagan virðist vera sú, að setja nú þegar nýja burðarstrengi á brúna og lyfta henni. Menn, sem ættu að hafa vit á þessum mál- um telja, að það sje vel vinnandi verk. Nógu sterkir strengir sjeu til hjer í bænum. En þeir benda jafnframt á, að þetta þurfi að gera nú þegar og bíða ekki eftir að brúinn falli alveg. Að sinni skal ekki farið lengra út í að lýsa tillögum, sem komið hafa fram í sambandi við viðgerð á brúnni. Menn verða að treysta því, að vegamálastjórnin geri alt, sem í hennar valdi stendur til að koma brúnni í samt lag og verkfræðingarnir vita — eða eiga að vita — hvað hægt er að gera. Hljóta að vera til ráð. ÞAÐ eru fleiri brýr og stærri, sem láu yfir meiri fljót, en Ölfus á, sem fallið hafa undanfarna mánuði. Daglega berast fregnir um, að allar brýr hafi verið sprengdar á stórfljótum á meg- inlandi Evrópu. En næsta dag berast nýjar fregnir um það, að heilar hersveitir hafi komist yf- ir þessi sömu brúarlausu fljót, með þúsundir manna og þung hergögn. í stríði er ekki verið að velta vöngum yfir því, sem þarf að gera. Það er gert. Verkfræði tæknin er komin langt 1 brúar- gerð sem öðru og þar er ótrú- legt, að ekki skuli vera hægt að setja brú til bráðabirgða á ekki stærri á en Ölfusá. Þýðir ekki að byggja á Brúarhlöðum. EINS OG kunnugt er, er önn- ur brú yfir Hvítá, hjá Brúarhlöð um, skamt fyrir neðan Gullfoss. En það hefir sýnt sig, að ekki er hægt að byggja neitt á þeirri leið. Vegurinn upp Hreppana, austanvert við ána er þannig nú, eftir alla þurkana, að bílar standa fastir á honum og hvað verður þá, þegar rigningatíðin kemur? Bílstjóri, sem kom austan úr Þjórsárdal í gær, sagði mjer, að hann hefði þurft að hafa snjó- keðjur á hjólum vagnsins báð- ar leiðir um Hreppana. Nei. Það verður að gera við Ölfusárbrú strax. Það er eina úr | lausnin. í gær sá jeg á það minst ií blaði, að ekki mýndi verða hægt að vinna við brúna að sinni vegna verkfalls. Þetta er svo ótrúleg staðhæfing að henni verður ekki trúað. Það kemur aldrei til, að rieinn íslenskur fjelagsskapur leyfi sjer, að standa í vegi fyrir því, að gert sje við Ölfusárbrúnna, strax, ef það er talið hægt á ann að borð. Menn geta gert verk- föll eins og þeim sýnist, en hjer er svo mikið hagsmunamál mik ils hluta þjóðarinnar á ferðinni, að það kemur ekki til, að menn láti launadeilu standa í vegi fyr- ir því, að verkið verði unnið. • „Óstaðfestar fregnir“. ÞEGAR EITTHVAÐ kemur fyrir, eins og til dæmis bilun Ölfusárbrúarinnar, komast fljótt á loft „óstaðfestar fregnir". Ein slík fregn gegnur nú um bæinn. En ekki hefir tekist að fá hana staðfesta, nje heldur borna til baka. En sagan er á þá leið, að fyrir 1 eða 2 árum hafi setuliðs- stjórnin boðist til að láta af hendi efni í nýja Ölfusárbrú, ef Islendingar vildu leggja til vinnuaflið. Sagan segir, að þessu boði hafi ríkisstjórn, eða ráða- menn í þessum efnum neitað. En sem sagt, það er ekki hægt að fá að vita hvað satt er í sög- unni. Til þess að fyrirbyggja allan misskilning skal það tekið fram, að það felst engin ásökun á neinn í þessari sögu. — Ekki ennþá að minsta kosti. Hafi þetta boð ver ið gert af hendi setuliðsins, er ekki gott að segja, hvaða kvaðir hafa fylgt því. Tilboðið, ef það hefir verið gert, gat hafa verið með öllu óaðgengilegt. Það gat líka hafa verið kostaboð. — Um það getur almenningur ekki dæmt, fyrr en öll kurl eru kom- in til grafar. En í þessu sambandi má skjóta því inn í, ef einhverjum skyldi sárna, að það er bannsett pukr- ið, sem veldur „óstaðfestu fregnunum. Árangursrík skemmdarverk í Noregi Frá norska blaða- fulltrúanum. ÞÆR FRJETTIR berast frá Noregi, að skemdarverkunum sje haldið áfram. Fyrir skömmu síðan var stór alúmíníumverk- smiðja í Holmestrand sprengd í loft upp. Verksmiðju þessa tóku Þjóðverjar til eigin nota strax 1940, og hefir hún haft mikla þýðingu fyrir þá. Sprengingin var mjög árang ursrík. Allar helstu vjelarnar eyðilögðust og verksmiðjan er óstarfhæf. Engan mann sakaði við sprenginguna. Um daginn varð líka mikil sprenging í vöruskemmu einni mikilli, sem Þjóðverjar hafa við Sursöya, og tveim tímum síðar varð mikil sprenging rjett hjá höll Quislings. Quislingar og Þjóðverjar halda áfram að gera hefndar- ráðstafanir. Þeir handtaka vel metna borgara alt að 55 ára aldri og setja þá á svokallað- an borgarvörð, sem einkum er hafður við bensín-. og olíu- stöðvar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.