Morgunblaðið - 22.01.1946, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.01.1946, Blaðsíða 1
16 síður ÖNGÞVEITI í STJÓRNMÁLU M FRAKKA VEGNA FRAFARAR DE GAULLE Óvíst að Öryggisráðið taki Persíumálin fyrir Atómorkunefnd sameinuðu þjóðanna set! á stotn í gær London í gærkvöldi. Einkaskeytl til Mbl. frá Reuter. í LONDON er nú talið allsendis óvíst, að Örýggisráð sam- einuðu þjóðanna taki Persíumálin fyrir, að minsta kosti í bráðina. Ráðið mun ekki geta komið saman til funda, fyrr en síðast í vikunni, og er það að miklu leyti orsökin, hverjir atburðir nú hafa orðið í stjórnmálum Frakklands. — í dag var skipuð atómorkunefnd sameinuðu þjóðanna er eiga í henni sæti allir fulltrúar Öryggisráðsins og fulltrúi frá Kanada að auki. Starf í nefndum. Allmikið var starfað í nefndum sameinuðu þjóð- anna í dag, og var það í stjórn málanefndinni, sem samþykt var að mæla með stofnun at- ómorkunefndarinnar. Þá var skipuð nefnd, sem fjalla skal um mannrjettindi, — enn- freemur rætt um samgöngu- mál, atvinnumál og eitur- lyfjasölu. Þá var einnig rætt um umsjón sameinuðu þjóð- anna með ýmsum landsvæð- um og nýlendum, t. d. fyrr- verandi nýlendum Þjóðverja og Japana. Allsnarpar deilur. Það var forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Peter Frazer, sem deildi allharkalega á af- stöðu Frakka og Suður-Af- ríkumanna í umsjónarmálun- um um nýlendurnar. Hann sagðist alls ekki geta skilið afstöðu Frakka til þessara mála, nje heldur Suður-Af- ríkumanna. „Umsjónarsvæði eru alls ekki eign þeirra ríkj a sem umsjón hafa með þeim, og hafa þau ríki aldrei haft leyfi ijl þess að bæta þeim við sín egin lönd“. Skoraði Frazer síðan á Frakka að afhenda umsjón- arsvæði sín þegar í stað. Bretar vegnir LODON: Fyrir nokkru var skotið á tvo breska hermenn á þjóðvegi í Ítalíu, skamt frá borginni Bauve í hjerað- inu Venezia Giulia. Var ann- ar þeirra drepinn, hinn hættu lega hærður. Kyrð kofflin á afl- ur í Grikblandi London í gærkvöldi. VJELBÚNUM hersveitum grísku stjórnarinnar hefir tek- ist að koma aftur á ró og reglu í hafnarborginni Calamata á S.- Grikklandi, en vopnaðar sveitir úr konungssinnafjelagsskapn- um X náðu borginni á sitt vald í gær eftir bardaga við Elas- menn. — Eru nú að sögn innan- ríkisráðherra Grikkja, herverð ir við allar opinberar bygging- ar borgarinnar, en Xmenn hafa flúið í þorp eitt nærri." Fregnir, sem bárust um það, að X-mennirnir hefðu líka náð á vald sitt borginni Spörtu, hafa ekki verið staðfestar. Öllum bækistöðvum flokks þessa í Aþenu hefir verið lok- að, en flokkuririn mun vera æði fjölmennur víða um Grikkland. —Reuter. Sioðugar oeirðir í Gyðingalandi London í gærkveldi: SPRENGJUM var varpað á breska strandvarðliðsstöð nærri Haifa á Gyðingalandi í nótt, og særðust af völdum spreng- ingarinnar 15 breskir varðliðs menn, sumir illa. Talið er að ofbeldismenn úr flokki Gyð- inga hafi varpað sprengjum þessum. Þá hefir fundist allmikið af sprengiefni nærri ílugstöð einni breskri. í nánd við Karm- elfjall, og er álitið, að þessu sprengiefni hafi átt að beita til árása á flugstöðina. í\ýr amerískur hershöfðinyi á íslandi SAMKVÆMT frjettatilkynn- ingu frá setuliðsstjórn Banda- ríkjamanna, hefir nvr hershöfð ingi tekið við stjórn hers Banda ríkjamanna á íslandi. Hann heitir Clinton D. Vincent og er 31 árs og því einn af yngstu hershöíðignjum Bandaríkja- manna. — Hann var flugmað- ur í Indlandi, Burma og Kína á árunum 1942—1944 og var herráðsforingi hjá Chennault hershöfðingja, hinum kunna yf irmanni 14. flughers Banda- ríkjanna. Vincent hershöfðingi var yfirmaður framvarðasveit- ar 14. flughersins, sem kom sjer upp stöðvum á Kínavígstöðv- unum. Vihcent hershöfðingi útskrif aðist frá liðsfaringjaskólanum West Point 1936. Aukin hjálp til bágstaddra þýskra VERIÐ er nú að fullgera á- ætlanir til stórfeldrar aðstoðar við bágstödd þýsk börn á her- námssvæði Breta og munu fram kvæmdir í þessa átt bráðlega hefjast. — í Hamborg gefa nú Bretar, Svíar og þýski Rauði Krossinn 197.000 börnum að borða daglega, en samkvæmt hinum nýju fyrirætlunum á að aðstoða börn um alt breska her námssvæðið. Þá berast þær fregnir frá hernámssvæði Breta, að höfnin í , Dússeldorf hafi nú verið hreinsuð og gerðt við hana, svo þar sje aftur hægt að afgreiða skip. —Reuter. Rússar vilja Grikk- lands og Javamál- in fyrir öryggisráð London í gærkveldi: RÚSSAR hafa farið fram á það, að Grikklandsmálin, mál varðandi ástandið í landinu, verði lögð fyrir Öryggisráð sameinuðu þjóðanna, en Ukra- inumenn hafa farið þess á leit að Öryggisráðið taki einnig til meðferðar ástandið á Java og annarsstaðar í Austur-Indíum. Reuter. Algjörlega óvíst um stjórnarforystu London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. EFTIR AÐ DE GAULLE sagði af sjer embætti forsætis- ráðherra í gær, hafa í dag staðið sífeldar viðræður stjórn- málaflokkanna, hinna þriggja stærstu, en ekki er vitað til þess að neitt hafi gengið í því að finna stjórninni nýja for- ystu. Ber-flokkunum mikið á milli, og hefir kaþólski lýð- ræðisflokkurinn neitað með öllu að fara í stjórn, þar sem kommúnistar hafi forystuna. Kommúnistar hafa snúið sjer til janfaðarmanna og stungið upp á því að þessir tveir flokkar mynduðu sameiginlega tveggja flokka stjórn, en talið er, að jafnaðarmenn muni ekki vilja fara í stjórnina, nema með báðum stærstu flokkunum. Kommúnistar krefj- ast þess, að forsætisráðherrann verði úr flokki þeirra og er þar tilnefndur Maurice Thorez. Ekki ér talið að til greina komi að þessi mál verði leyst á fundi fulltrúaþingsins á morgun. Truman varar við sundrungu Washington í gærkvöldi. TRUMAN forseti sendi Banda- ríkjaþingi hinn árlega boðskap sinn í dag, og var, hann 25.000 orð. Fjallaði mest af boðskap þessum um tillögur forsetans um fjárhagsmál á þessu ári. •— Forsetinn mun senda annan boðskap vegna lánsins til Breta. Forsetinn harmaði ástandið í atvinnumálum landsins, og sagði það ástand, sem nú væri þar, mjög hættulegt. — Hann deildi harkalega á sundrungina sem væri að aukast aftur að stórum mun, eftir að þjóðin hefði staðið saman í eindrægni, meðan verið var að vinna styrj öldina. Forsetinn sagði: „Meðan mest á reyndi voru óeinirigarraddirn ar þögular, en eru nú farnar að hafa hátt aftur. Við megum ekki hlusta á þessar raddir. — Þær reyna nú aftur að æsa kyn- þátt gegn kynþætti, trúarflokk gegn trúflokki, bændur gegn borgarbúum, verkamenn gegn atvinnurekendum og fólkið gegn stjórnendum sínum. Þær mega ekki bera neinn árangur“. KJósið D — listann Fólk óánœgt með afsögk de Gaulle. Almenningur í Frakklandi virðist mjög óánægður með það að De Gaulle skyldi segja af sjer, og telur það muni verða til mikils óhagræðis fyrir þjóðina. De Gaulle sagð ist ekki myndu verða lengur en þar til allt væri komið nokkurn veginn á rjett- an kjöl; en það telur fólk alls ekki vera enn. Það er vitað, að De Gaulle er mjög ósammála ýmsum ráðherr- um sínum, og er talið að ræða sú, sem hann hjelt fyrir þeim síðast, hafi verið ákaflega harðorð. — Annars hefir De Gaulle ekki g|ert grein fyrir ástæðunum til þess að hann sagði af sjer. Farinn úr París. De Gaulle fór á brott úr París í dag, og mun hann hafa farið út á landsetur sitt. — Það er álitið af stjórn- málafrjettariturum í London og París, að atburðirnir í - Frakklandi muni hafa mikil áhrif á það sem gerist á fundi sameinuðu þióðanna í Lon- don næstu daga. Bidault ut— anríkisráðherra Frakka sneri auðvitað þegar heim til París ar, þegar frjettist um afsögn De Gaulle. Ýmsir telja, að afsögn hershöfðingjans hafi að miklu leyti verið af því sprottin, að hann og meðráð- herrar hans hafi verið hon- um mjög ósammála um her- málin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.