Morgunblaðið - 22.01.1946, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.01.1946, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 22. jan. 1946 ÖVIORGUNBLAÐIÐ 5 Ölafur Thors 20 ára þingmaður í ÞESSUM mánuði eru 20 ár liðin síðan Ólafur Thors var kjörinn þingmaður fyrir Gull- bringu- og Kjósarsýslu. En í desember 1925 sagði Ágúst Flygenring af sjer þingmensku sakir vanheilsu. Höfðu þeir verið þingmenn kjördæmisins hane og Björn Kristjánsson fv. bankastjóri. Þá var Gullbringu- og Kjósarsýsla með Hafnarfirði, tvímenningskjördæmi. Sjálfstæðismenn í kjördæm- inu ákváðu fyrir nokkru, að minnast þessa þingmensku-af- mælis Ólafs Thors á viðeigandi og eftirminnilegan hátt. Fóru þeir fram á það við hann fyrir nokkru að hann gæfi kost á því, að af honum yrði gert brjóst- líkan, er yrði gjöf kjósendanna til hans. Á laugardaginn var, en það var afmælisdagur Ólafs gengu um 60 fulltrúar Sjálfstæðis- manna úr öllum hreppum kjör- dæmisins á hans fund í ráð- herrabústaðnum. En forsætis- ráðherrahjónin slógu upp veislu fyrir komumenn. Hafði hin fjöl menna sendinefnd áður tilkynt komu sína. Ólafur Einarsson útgerðar- maður í Keflavík hafði orð fyr- ir komumönnum er sest var að foorðum. Hann mælti á þessa leið: Herra forsætisráðherra. Um leið og jeg leyfi mjer, fyrir hönd okkar komumanna, að þakka vinsamlegar móttök- ur þínar og forsætisráð- herrafrúarinnar í kvöld, og alla gestrisni ykkar, vildi jeg mega bera fram árnaðaróskir okkar kjósenda þinna, vegna 20 ára þingmensku þinnar í, kjördæmi okkar, Gullbringu- og Kjósarsýslu. Það er ekki á nokkurn hátt eetlun mín, að reyna að rekja þingsögu Ólafs Tho'rs. Það er vitanlegt, að sú saga er að ýmsu leyti jafnframt almenn stjórn- málasaga þessa tímabil, því að um mörg ár þessa tíma hefir Ölafur Thors verið forustu- maður öflugasta stjórnmála- flokksins í landinu, og ráðherra, eem markað hefir störf og Stefnu flokksins og allrar þjóð- arinnar. En á þessu árabili hafa gerst ýmsir þeir atburðir, sem áhrifa- ríkastir hafa orðið á þjóðarhag Og þjóðarfrelsi á íslandi. Þegar saga þessa fjölþætta og frjósama tímabils verður Skráð og metin, hvort sem er stjórnmálasagan eða atvinnu- Sagan, þá verður þáttur Ólafs Thors í þeirri sögu mjög mikill og merkur. Sú saga er ekki mitt með- færi, og varla tímabært enn að rekja hana, mitt í orrahríðinni. En það er okkur kjósendum mikil ánægja, að okkar kjör- dæmi skuli á þessum árum hafa verið þingstaður þess manns, sem verið hefir forustumaður í Flokksmenn í Gull- bringu- og Kjósar- sýslu heiðra hann - mörgum helstu framfaramálum tímabilsins. Því er ekki að leyna, að styr hefir oft staðið um kosningar, eins og eðlilegt er í lýðræðis- landi, og skal það ekki harmað af okkar hendi, sem átt höfum hlut að kosningu Ólafs Thors á undanförnum árum. Sú barátta hefir verið af höndum reidd af glöðu hjarta og góðri trú, og sá bjarti bar- dagahugur mun enn verða lagð ur fram ótrauðlega, þegar á þarf að halda. Fylgi Ólafs Thors er að vísu svo traust og rócgróið í kjör- dæminu, að því verður ekki haggað. En það er rjettur og skylda kjósendanna í lýðræð- islandi að fylgjast, sem best með því, hverju fram vindur og halda sterkan vörð um hug- sjónir sínar og hagsmuni í senn, og þá jafnfrámt um þá forustu- menn, sem þeir vilja hafa til fyrirsvars fyrir þær hugsjónir og þá hagsmuni. Við kjósendur getum ekki kosið á betri fulltrúa en Ólaf Thors. Það er þó sannast að segja, að kjördæmi okkar hefir frá upphafi hins endurreista Al- þingis að jafnaði haft heill til þegs að hafa ágæta menn á þingi. Fyrsti þingmaður Gullbringu og Kjósarsýslu 1845, var Þor- grímur Tómasson, skólaráðs- maður, á BessastöSum, faðir Gríms Thomsens skálds. Meðal annara þingmanna okkar hafa verið ýmsir ágætismenn í andlegu lífi og athafnalífi landsins, — svo sem Jens Sig- urðsson rektor, bróðir Jóns forseta, Grímur Thomsen skáld. Prestahöfðingjarnir sr. Þórar- inn í Görðum, sjera Þorkell á Reynivöllum, _ Helgi lektor Daníelsson og sjera Jens Pálsson. Pjetur Guðjohnsen tónlistarfrömuður og Björn Kristjánsson, og síðast en ekki síst nefni jeg tvo ágætismenn úr hópi útgerðarmanna hjer- aðsins, Ágúst Flygenring og Einar Þorgilsson. Með lögum frá 7. maí 1928 var Gullbringu- og Kjósarsýslu skift í tvö kjördæmi, þannig, að Hafnarfjörður, sem áður fylgdi sýslunum, varð sjerstakt kjördæmi. Áður voru sýslurnar báðar að Hafnarfirði meðtöld- um tvímenningskjördæmi. Allt frá þeim tíma hefir Ólafur Thors einn verið þingmaður sýslanna. Þess gerist ekki þörf, að jeg reki hjer, í hópi kjósenda hans, margháttuð störf hans fyrir kjördæmið. En drep þó aðeins á, alhliða eflingu sjávarútvegs- ins, vegabætur, lendingarbætur, hafnarbætur í Keflavík og und- irbúning landshafnar í Njarð- víkum og Keflavík, og síðast en ekki síst rafmagnsveituna, sem nú er verið að leggja um öll Suðurnes. Við kjósendur Ólafs Thors þökkum honum ekki einungis störf hans fyrir kjördæmið, þótt okkur sjeu þau kærkomin og hugstæð, heldur þökkum við honum ekki síður störf hans í þágu ajþjóðar, störf hans að al- mennum stjórnmálum íslands, Sjálfstæðismálum og atvinnu- málum. Við þökkum djarflegar, rökvísar og hressilegar ræður hans, einbeitta og dugmikla forustu og framkvæmdir. Við kjósendur Ólafs Thors höfum haft hug á því, að sýna honum einhvern vott virðingar okkar og þakklætis fyrir þing- mengku hans og þjóðmálastörf nú, þegar hann hefir verið þing maður okkar í 20 ár. Við höfum þessvegna fengið einn af listamönnum þjóðar- innar til að gera brjóstlíkan af honum, og vildum við mega færa honum þá mynd að gjöf. Því miður hefir forsætis- ráðhferranum ekki unnist tími til að sitja fyrir hjá myndhöggv aranum, svo að myndin er ekki tilbúin, eins og við hefðum helst kosið. Erí jeg vona, að þess verði ekki langt að bíða að svo verði. Þessi mynd á frá okkar hendi að vera árnaðarósk til Ólafs Thors og vottur vináttu okkar, virðingar og þakklætis fyrir þingmensku hans cg stjórnmálaforustu. Við vonum, að hún megi einnig verða til þess að geyma lengi í formi góðs listaverks mynd, eins af öndvegismönn- um ísienskrar stjórnmálasögu. Jeg bið þig, Ólafur Thors, forsætisráðherra, að leyfa lista- manninum að gera þessa mynd af þjer, og þiggja hana af okk- ur kjósendum þínum, með þakk læti fyrir liðin ár, og með ósk- um um heill og heiður á kom- andi árum. ★ Síðan fluttu margir gestanna ræður, bæði þeir eldri og yngri, fyrir minni forsætisráðherra- hjónanna, og mintust stjórn- málstarfs Ólafs Thors, fyrir kjördæmið og þjóðina í heild sinni og ánægjulegrar viðkynn- ingar við þau hjón bæði. Áður en staðið var upp frá borðum, þakkaði Ólafur Thors ræðumönnum fyrir hin vinsam legu ummæli og alla vináttu og hlýhug í gárð hans og konu hans fyr og síðar. Bað hann gestkia að skila bestu kveðjum Framh. á 12. síðu. Sjúklingur sfrýkur frá Kfeppi UM VIKULOKIN strauk' sjúklingur af geðveikrahæl- inu á Kleppi ogj hefir ekki enn náðst. Hann heitir Jón Guðjónsson, Líkur benda þó til að hann hafi verið austur í Kömbum í fyrrinótt. Maður nokkur er var á leið til Reykjavíkur á vörubíl, mætti manni er var á gangi í Kömb um. Spurði bílstjórinn mann þennan hvert hann væri að fara og sagðist maðurinn þá alveg eins geta verið á leið til Reykjavíkur. Tók bílstjór- inn manninn uppí bíl sinn og ók til bæjarins. Maðurinn bað um að sjer yrði sleppt úr við Rauðarárstíg og gerði bíl- stjórinn svo. — Hann vissi þá ekkert um hvarf sjúklings ins, en tilkynnti lögreglunni þetta samstundis og hann frjetti það. — Eftir lýsingu þeirri er bílstjórinn gaf á manni þessum er talið að hjer muni vera um að ræða Jón Guðjónsson. En hann er stór og þrekinn, með skollit- að hár, í brúnum nankinsföt- um og í gúmmístígvjelum og berhöfðaður mun hann hafa verið. Skátar leituðu hans í gær hjer í nágrenni bæjarins, allt upp að Baldurshaga. — í dag verður enn leitað og lagt af stað strax og byrtir. Staðsetning Menta- skólans rædd í bæjarrálíl Á SÍÐASTA bæjarráðs- fundi var lagt fram brjef frá menntamálaráðuneytinu, dags. 17. þ. m., varðandi ákvörðun um staðsetningu nýs mennta- skólahúss í Reykjavík. Bæjarráð samþykkir óskir ráðuneytisins um að skólanum verði ætlaður staður við Laug- arnes, eftir nánari ákvörðun um lóðarútvísun síðar, enda verði samkomulag um afhend- ingu lóðarinnar. Borgarstjóri tekur fram, að þótt hann telji rjett, að ríkis- stjórnin ráði því, hvar skólan- um er valinn staður, og vilji því verða við málaleitun ráð- herrans, þá telji hann misráðið að flytja skólann þaðan, sem hann er nú — og hinn nýja stað óheppilegan. Guðmundur Ásbjörnsson og Jón A. Pjetursson telja þenna stað (Laugarnes) óhentugan fyrir skólann. Gunnar Thor- oddsen tekur fram, að hann kjósi helst, m. a. vegna sögu- legra minninga, að Menntaskól inn standi áfram á þeirri lóð, þar sem hann hefir verið síð- astliðin eitt hundrað ár. MUNIÐ útbreiðslu- fund Heimdallar UNGIR SJÁLFSTÆÐISMENN! Munið útbreiðslufund Ileim- dailar, Fjelags ungra Sjálfstæð- ismanna annað kvöid. Sendáð inntökubeiðni fyrir fundinn í skrifstofu flokksins, Thorvald- sensstræti 2, sími 2339 ogj 3315. Forsæfisráðherra Persa segír af sjer London í gærkveidi: FOR SÆTISRÁÐHERR A Persa, dr. Imrahim Hakimi, hefir sagt af sjer. Lagði hann lausnarbeiðni sína fyrir keis- arann í morgun, og ljet svo um mælt við það tækifæri, að honum fyndist hann geta rólegur dregið sig í hlje, nú er vandamál þjóðar hans væru komin í hendur hinna sameinuðu þjóða, og að hann vænti sjer alls góðs af með- ferð örygejisráðsins á málefn- um Persa. Sagði ráðherramj, að sjer fyndist hið nýja bandalag vera sjálfsagður staður fyrir meðlimi þess, til þess að leggja mál sín í gerð og væri vonandi að brátt yrði bundinn endir á það ó- íremdarástand, sem ríkti í Persíu. — — Reuter. Togarinn sfrandaði þrisvar og björg- ynarskipié einu 1 sinni London í gærkveldi: SÁ atburður gerðist í nótt sem leið í innsiglingunni á höfnina í Aberdeen í Skotlandi að togari frá Grimsby strand- aði. Komst hann þó á flot aft- ur af eigin rammleik, og ætlaði út úr höfninni, en strandaði þá aftur og sat nú fastur. Veð ur var vont. Dráttarskip kc*n. nú á vettvang og tókst eftir nokkrar atrennur að ná togar anum út. — En er því var lok ið, strandaði björgunarskipið sjálft, og varð annað björgun arskip að koma til skjalanna, og náði það hinu út. En er það hafði tekist, var togarinn strandaður í þriðja sinn, nokk uð fyrir utan innsiglinguna, og nú svo illa, að björgunarbátar urðu að taka skipshöfn hans, sem var í hættu stödd. — L5k- legt er talið að hægt verði þó að ná togaranum út, er veður skánar. — Reuter. Sunnudagurinn 27. janúar skal verða D-dagur Reykvíkinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.