Morgunblaðið - 22.01.1946, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.01.1946, Blaðsíða 9
I Þriðjudagur 22. jan. 1946 MORGUNBLAÐIÐ 9 Fyrsti lundur nýja þjóðabandalagsins London 10. janúar. í GÆRKVÖLDI hjelt kon ungur Breta veislu í gömlu St. James höllinni. Þar var mikill viðbúnaður og snætt af gulldiskum. Konungurinn flutti 7 mínútna borðræðu, sem einhvem veginn hafði kvisast hvernig myndi verða. Því að það hefir verið gerð- ur góður rómur að máli hans síðustu daga. Hann komst svo að orði við gesti sína, að hamingja mannkynsins væri í þeirra höndum. Um það leyti, sem gestir konungsins gengu til náða, settist gömul kona á gang- stjettina utan við Central Hall, Westminster, með teppi og hitabrúsa. Hún var fyrst í biðröðinni. Sú biðröð skipti hundruðum, þegar dagur rann í morgun. Hið næsta gömlu konunni stóð sveita- stúdent, með nokkrar brauð sneiðar og eina appelsínu í nesti. Þriðji var flugmaður, sem kom heim til sín í gær, eftir 5 Vz árs útivist. Svo mik ill er áhugi sumra fyrir mál- efnum heimsins, jafnvel þeirra, sem aldrei eru spurð- ir ráða um, hvernig eigi að stjórna honum. Veislan hjá konginum var einskonar forleikur að hinni fyrstu ráðstefnu hins nýja þjóðabandalags, The United Nations Organisation. Hann hófst formlega kl. 4 í dag í Methodistasalnum í Central Hall, á 26 ára afmæli gamla þjóðabandalagsins. Stóra pípuorgelið, sem stendur fyrir miðjum sal, var hulið ljósbláum flauelistjöld- um( er hengu á gullnum ■ bog)a. Fyrir miðju tjaldi er bogadreginn pallur. Þar er' langt, einlitt, gullið borð og þrír stólar, með háu baki. Miðstóllinn er sýnu hæstur, með purpurarauðu baki. Þetta er stóll forseta ráð- stefnunnar. Niðri í salnum sitja full- trúar fimtíu og einnar þjóð- ar, við mjó og efnislítil, ó- máluð eikarborð. Þeir sitja á hörðum, samlitum trjestól- um. Hver þjóð hefir sjerstakt borð og borðin eru merkt þjóðunum. Ósköp lítill og af arsaklaus metingur kvað hafa verið um það, hvernig skyldi skipa borðum í fund- arsalnum, hvaða þjóðir skyldu sitja næstar forsetan- um. — En það er alt*gleymt og pjrafið. Síðustu mínúturnar fyrir fundarsetningu minti dálítið á rabbfund í sameinuðu Al- þingi. Fulltrúarnir þurftu mikið að. hvíslast á og tala saman, áður en þeir gengu til sætis. Fulltrúar Saudi-Arabia virtust vekja mesta athygli.' Þeir eru fimm saman. Þeir eru í arabiskum þjóðbúningi: hvítum silkikirtli og-móbrún um, gull borðlögðum hökl- Eftir Sigurð Benediktsson um. Fram yfir hÖfuðið er' dregin silkihetta, með svört-j um kolli, en þykkir gullhring ar þrýsta hettunum niður áj höfuðið. Sá þeirra, sem fyrir þeim er, hefir tvo höfuð- hringi. Búningur þessara manna, og alt fas þeirra, er eins og þeir stígi Ijóslifandij út úr „Þúsund og einni nótt“. Þess vegna stinga þeir mjög í stúf við hið tilgerðarlausa umhverfi. Hinum megin í salnum^ framarlega situr roskin kona, sem með látlausri framgíöngu og hversdagsklædd, vekur síst minni eftirtekt, en hinir ævintýralegu Arabar. Það er írú Roosevelt. Hún er bros- mild og hýr við hvern, sem Eelgíu, forseti þings sameinuðu ! heilsar henni, og það er löng þjóðanna. biðröð við borðið hennar.1 Hún er ein af þremur kon- bundin. minningin um hinn um á þessu þingi, og áreiðan mikla foringja, Roosevelt for lega sá fulltrúinn, sem Lund ssi-a- óm hana leikur gjör- únablöðin hafa látið sjer tíð- valt aðdáun á honum, mann- ast um síðustu daga. Hún er, inum> sem allir sakna, er gera ekkjubúirí, greiðir upp í s3er nokkrar vonir um nýrri hnakkann og ber silfurreía °§ bdri heim. Spaak, utanrríkisráðherra stuttkápu. Við þessa hispurs Klukkan er fjögur. Ðr. Ed- lausu og; hressilegu konu er uardo Zulela Angel, fulltrúi Eleanor Roosevelt sjest hjer með Vilhelmínu Hollahdsdrotningu. Þetta cr þjóðhöfðingi Saudi Atahíu og synir hans, en þeir eru í tölu fulltrúa Araba á fundi sameinuðu þjóðanna. Columbia-ríkis, og formaður undirbúningsnefndar, situr í forsæti. Til hægri handar við hann situr bandarískur full- trúi, til vinstri breskur. Dr. Angel rís úr sæti, ber tvö hög|g í borðið, með gyltri trjekylfu. Hann fær gott hljóð, og fulltrúar, sem enn eru á vappi um salinn ganga til sæta sinna. Hann lýsir ráð stefnuna setta og mælir á frönsku. Túlkur flytur síðan ræðu hans á ensku. Næstur tekur til máls Atlee^ íorsætisráðherra og býður fulltrúa veikomna til hinnar fornu höfuðborgar lýðræðisins. Síðar í ræðu sinni mintist hann á það, að nú yrðu þjóðarnar að gera það upp, hvort þær vildu lifa eða deyja. Og hver vill ekki lifa? Að lokinni ræðu íorsætis- ráðherra, og þegar hún hafði verið flutt á frönsku, lýsti bráðabirgðaforseti því yfir, að nú yrði gengið til íorseta kjörs fyrir ráðstefnuna. Vildu sumir hafa kosningu í heyranda hljóði, aðrir leyni- lega — og var það borið und ir atkvæði. Hver þjóð hefir eitt atkvæði og voru 15 með leynilegri kosningu, 9 með munnlegri kosningu, 27 sátu hjá. í gærkvöldi sat Spaak, ut- anríkisráðherra Belgíu, hið næsta konungi, og blöðin hafa haft mikið við hanp, að undanförnu. Kallað hann: traustasta forvígismann lýð- ræðisins á meginlandi Evr- ópu og beinlínis mælst til þess, að hann yrði kjörinn fyrsti forseti ráðstefnunnar. En áður en Spaak væri til- nefndur, reis bráðabirgða- fulltrúi Rússa, herra Gromy- ko, úr sæti og mælti eindreg ið með Tryggve Lie, utan- ríkisráðherra Norðmanna. Til lögu Rússans fylgdu að mál um fulltrúi Ukraníu og Dana. Þá stakk Atlee upp á Spaak og mælti fast með honum — en fulltrúi Rússa mælti aftur með Tryggve Lie. Það var eins og atomsprengja hengi í loftinu, og þráðurinn væri að slitna. í andliti allra við- staddra mátti lesa sömu spurninguna, sourninguna um það; hvort árekstrar og viðsjár mundu verða á þess- um fyrsta fundi hins nýja þjóðabandalags. En það varð ekki. Fulltrúarnir fóru að staulast með atkvæðaseðl- ana sína í kjörbriefakassann. Og svo var talið. En alla þessa stund var algjör og eft irvæntingárfull þögn, og mjer fanst jeg finna púður- lykt neðan úr salnum! Dr. Angel las upp kosning arúrslitin. Spaak hafði hlotið 28 atkvæði, og þar með kjör inn forseti. Tryggve Lie fjekk 23 atkvæði. Úrslitunum var tekið með jafnaðargeði. Hættan var liðin hjá. En upp að gullna borðinu, á bogadregna. pallinn, fram- an við ljósbláa flauelstjald- ið, gekk stuttur og þrekvax- inn maður, í ópressuðum bux um. Þjettur á velli, eins og gildur hreppstjóri í sveit. Og Spaak, fyrsti forseti hins nýja þjóðabandalags, settist í stóllinn með rauða bakinu. Það er þegar búið að gefa þessum degi mörg og veg- leg heiti,' t. d.: „dagur örlag- anna miklu“, „upphafsdagur hins nýja heims“ og „dagur- inn, þegar þjóðirnar hittust“. Og nú er þessi dagur brátt á enda! S. B. *• Ársháfi „Skjaldar" í Sfykklshélmi Stykkishólmi sunnudag. Frá frjettaritara vorum. SJÁLFSTÆÐISFJELAGIÐ Skjöl-dur i Stykkishólmi hjelt árshátíð sína laugardagskvöld- ið 19. janúar og hófst hún kl. 8.30 með borðhaldi. — Formað ur fjelagsins, Olafur Jónsson frá Elliðaey, setti hátíðina með stuttri ræðu, minntist afmælis forsætisráðherra, sem var þenna dag, og stóð mannfjöld inn upp og hrópaði ferfalt húrra fyrir ráðherranum og óskaði honum glæsilegrar fram tíðar í þágu þjóðar'og flokks. Skemmtiskráin var mjög fjöl breytt. Hún hófst með leikþætti er Ásta Skúladóttir, Hinrik Finsson, Pjetur Jónsson og Kristinn Friðriksson sýndu. — Þá ljeku þær Inga Kristjáns- dóttir Bjartmars og Þóra Jóns dóttir, á gítar og sungu með. — Kristján Bjartmars ocjþviti kvað nokkrar stemmur, Árni Helgason fór með nýjar gaman vísur um bæjarlífið og fleira. Ágúst Kr. Bjartmars og Bene- dikt Lárusson sungu tvísöng með undirleik Víkings Jóhann- essonar. Þá sögðu þeir Árni Helgason og ólafur Jónsson frá Elliðaey ferðasögu í fjelagi og var hún að miklu leyti kveðskapur milli þeirra. Þá var fluttur gaman- leikur úr bæjarlífinu af þeim Ástu Skúladóttur, Guðnýju Þorvaldsdóttur og Hinriki Finnssyni. — Síðan flutti Sig- urður Ágústsson kaupmaður ræðu, og að lokum stjórnaði Jón Eyjó’fsson fjöldasöng, en síðan var stiginn daíis til .kl. 6 um mcrguninn. Fjelagskonur sáu um veiting .ar allar af eindæma skörungs- skap og dugnaði. Hátíðin var mjög fjölsótt, yfir 200 mánns og ber öllum saman um að hún hafi verið hin veglegasta og Sjálfstæðismönnum til sóma. Svjósið D - listann luimmmumiiimmiiiiiimuunuitmikmmiumuiua

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.