Morgunblaðið - 22.01.1946, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.01.1946, Blaðsíða 12
12 MORÖUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. jan. 1946 Sunnudagsfundur Sjálfstæðis- manna í samkomuhúsi flokksins Fjölmennur og lýsti eindregnum áhuga FLOKKSFUNDURINN í samkomuhúsi Sjálfstæðisflokksins á sunnudaginn var jafn fjölsóttur og fyrra sunnudag og hinn ánægjulegasti. ' Bæjarstjórnarkosningarnar FRÁ SJÁLFSTÆÐIS - FLOKKNUM. • Listi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er D-LISTI. • Skrifstofa Sjálfstæðis- flokksins, sem annast alla fyrirgreiðslu ^ið utan- kjörstaðakosningar er í Thorvaldsensstræti. Sím- ar 6472 og 2339. • Kjósendur, sem ekki verða heima á kjördegi, þurfa að kjósa nú þegar. • Sjálfstæðismenn. sem vildu lána bíla sína á kjör degi, eru vinsamlegast beðnir að tilkynna það skrifstofu flokksins — síma 3315. • Allir þeir, er gætu að- stoðað skrifstofuna við margvísleg störf, ættu að gefa sig fram þegar í stað. D-LISTINN Sjálfstæðisflokkurinn. — Myndir úr bæjarlífinu Framhald af bls. 8 En það þarf ekki að gera því skóna, að kommar fái tæki færi til að vinna með þessum fornvini sínum í bæjarstjórn- inni. Og allir vita, að Alþýðu- flokkurinn og kommúnistar koma sjer ekki saman um neitt og að enginn flokkur getur myndað meirihluta hjer í Reykjavík, nema Sjálfstæðis- flokkurinn. Þessvegna verður sunnudag- urinin 27. jan. D-dagur Reyk- víkinga, eins og Ásgeir Þor- steinsson verkfræðingur benti á í grein sinni í Morgunblað- inu á laugardaginn var. - Þingmannsafmæli Framh. af bls. 5. til flokksmannanna^ karla og kvenna í hjeraðinu, með óskum um farsælt ár og gæfuríka fram tíð. Nokkru eftir miðnætti kvaddi Sverrir ^úlíusson, formaður Landssambands íslenskra út- vegsmanna sjer hljóðs. Mælti hann fyrir hönd komumanna. Þakkaði hann rausnarlegar móttökur og ógleymanlega kvöldstund. Slys á bresku beifiskipi London í gærkveldi: BRESKA flotamálaráðu- neytið tilkynnti í kvöld, að einn liðsforingi og tveir aðr- ir menn hefðu beðið bana samstundis, en tveir aðrir aðrir meiðst alvarlega í slysi, sem varð í vjelarúmi breska beitiskipsins Cleopatra á Mið- jarðarhafi í nótt sem leið. Lúðrasveit Reykjavíkur ljek 0 nokkur lög áður en funaurinn hófst, meðan menn vöru að ganga til sæta sinna. Reyndust hljómskilyrði í salnum hin bestu, fyrir svo mikla hljóm- sveit. Albert Klahn stjórnaoi.1 Síðasta lagið er spilað var áð- ur en fundur var settur, var „ísland ögrum skorið“. Friðrik Ólafsson skólastjóri Sjómannaskólans hafði á hendi fundarstjórn, og kvaddi hann til skrifara fundarins Magnús Jónsson stud. jur. frá Mel. Fyrstur tók til máls Guðm. Ásbjörnsson, forseti bæjarstjórn ar. í ræðu sinni rakti hann m. a. nokkrar þær framkvæmdir er Sjálfstæðismenn í bæjar- stjórn Reykjavíkur hafa beitt sjer fyrir og komið í fram- kvæmd og hvernig minnihluta- flokkarnir hjer í Reykjavík hafa á margan hátt tafið, tor- veldað og spilt fyrir framför- um í bænum og hagsæld bæj- arbúa. Næst tók frú Guðrún Jónas- son til máls. Ræða hennar var m. a. almenn hvatningarorð til Reykvíkinga, að bregðast ekki skyldum sínum gagnvart bæjar fjelaginu og framtíð þess. Þá talaði Sveinbjörn Hann- esson verkamaður, m. a. um það hv&rnig hagsmunir ’verka- manna og átvinnurekenda fara saman, hve mikið veltur á því, fyrir verkamenn, að hagur at- vinnuveganna sje blómlegur. Þá er góð atvinna trygg. Næstur talaði Hallgrímur Benediktsson stórkaupmaður. Ræddi hann einkum um hús- næðismálin, hvernig húsbygg- ingum hefði miðað áfram síð- ustu ár, og benti á, að mun meira hefði verið bygt á síðastl. ári, en jafnvel fylgis.menn só- síalista í skipulagsnefnd at- vinnumála hefðu talið nægilegt og eðlilegt. Þá tók Gísli Halldórssop verkfræðingur til máls, m. a. um sósíalisma og frjálst fram- tak, ríkisrekstur og einkarekst- ur, frjálst líf og einræði. Hann ',om víða við. Þá talaði Gunnar Thorodd- sen alþm. Ræða hans er birt hjer í blaðinu. Að lokum tók Bjarni Bene- diktsson borgarstjóri til máls. Ræddi hann m. a. um skyldur reykvískra borgara, er unna framförum og hagsæld bæjar- ins, til að taka virkan þátt í þeim bæjarstjórnarkosningum, sem nú fara í hönd. Var öllum ræðunum tekið með dynjandi lófaklappi. Að afloknum ræðuhöldum, sje formaður Sjálfstæðisflokks- ins fram til að hylla Bjarna Benediktsson. Var hann hyltur með ferföldu húrrahrópi. Því næst spilaði hljðmsveit hússins „Jeg vil elska mitt land“. En allir fundarmenn sungu. Var þá þessum ánægju- lega fundi lokið. Eldur í Miðsiræti 5 SNEMMA á sunnudagsmorg- un kom upp eldur í húsinu Mið stræti 5, sem er stórt timbur- hús. Slökkviliðinu var þegar gert aðvart. Er það kom á stað- inn var talsverður eldur milli þilja í herbergi í suðurenda kjallara. Slökkviliðinu tókst að slökkva eldinn áður en skemdir yrðu teljandi. Hvað fær Sjálfsiæðis flokkurinn mörg afkvæði! Verðlaunaget- raunin MIKILL áhugi hefir ríkt fyr- ir því að taka þátt í verðlauna- getraun Sjálfstæðisflokksins um það, hvað flokkurinn fái mörg atkvæði í bæjarstjórnar- kosningunum. Þrenn verðlaun verða veitt þeim, sem fara næst um at- kvæðamagn flokksins. 1. verðlaun ..... 2000.00 kr. 2. verðlaun ..... 1000.00 — 3. verðlaun ...... 500.00 — Enn getið þið tekið þátt í getrauninni með því að fylla út neðanritaða úrklippu úr blaðinu og senda Morgunblað- inU, merkt: „getraun“. ÚRKLIPPA Sjálfstæðisflokkurinn fær ...........atkv. Nafn ................. Heimilisfang.......... Til leiðbeiningar er þetta: • Við síðustu bæjarstjórnar- kosningar voru um 25000 kjósendur á kjörskrá. ® Atkvæðamagn flokkanna var þá: Sjálfstæðisfl. 9334 atkv. Sósíalistafl. 4558 — Alþýðuflokkur 4212 -— Framsóknarfl. 1074 — . ® Nú eru á kjörskrá um 28700 kjósendur. Hlíf segir upp samniugum VIÐ allsherjaratkvæðagreiðslu í Verkamannafjelaginu Hlíf í Hafnarfirði var samþykt að segja upp samningum við at- vinnurekendur. Samningar þess ir falla úr gildi þann 22. febr. n. k. Atkvæðagreiðslan hófst s. 1. föstudag og stóð.til miðnættis á sunnudag. Alls greiddu 279 atkvæði og skiftast þau þannig, að já sögðu 170 og nei sögðu 98. ÞÓRHALLUR ÁSGEIRS- SON, fulltrúi í utanríkisráðu neytinu, flytur fyrirlestur á skemtifundi Anglia næstkom andi fimtudag er hann nefnir „Washington á stríðstímum". Eins og venja er á fundum Anglia verður dansað til kl. 1. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarcafe og hefst kl. 8,45 eftir hád.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.