Morgunblaðið - 22.01.1946, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.01.1946, Blaðsíða 4
4 MOKGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. jan. 1948 Samningar um launakjör versl- unarfólks undirriíaðir Samninganefnd V.R. þakkað vel unnið starf UNDIRRITAÐIR -hafa verið samningar um launakjör versl- unarfólks hjer í bænum. Á laugardaginn var haldinn fund ur milli nefnda frá samnings- aðilum og á sunnudag var hald inn fundur af launþegum V. R., þar sem samninganefndinni var þakkað vel unnið starf. Morg- unblaðið hefir átt tal við Guð- jón Einarsson formann V. R. Skýrði hann svo frá að samn- ingaumleitanir hefðu gengið greiðlega og farið fram af vin- semd og skilningi. I samninga- nefnd fyrir hönd V. R. voru þessir menn: Adolf Björnsson, Baldur Pálmason, Gyða Halldórsdótt- ir, Björgúlfur Sigurðsson og Carl Heming Sveins. Fyrir hönd atvinnurekenda voru í samninganefnd Bergur G. Gísla son, Gunnar Hall, Sveinn Hefga son, Páll Sæmundsson og Sig- urliði Kristjánsson, og fyrir hönd Kron Þorlákur Ottesen, Th. B. Líndal og Guðrún Guð- jónsdóttir. Samningarnir gerðir til eins árs. Guðjón Einarsson sagði að þetta væri færstu samningarn- ir, sem V. R. gerði við atvinnu- rekendur. Það gæti verið að ein hverjir sæju á þeim smágalla, en tíminn myndi skera úr um, hvernig þeir reyndust. Samn- ingarnir væru ekki gerðir nema til eins árs. Guðjón bað blaðið að géta þess, að þess væri vænst, að atvinnurekendur, sem ekki hafa þegar skrifað undir samning- ana, gerðu það hið fyrsta. Samningarnir. Samningarnir eru á þessa leið: Simningur um launakjör verslunarfólks milli undirrit- aðra sjergreinafjelaga kaup- sýslumanna og Kauþfjelags Reykjavíkur og nágrennis ann- arsvegar og Verslunarmanna- fjelags Reykjavíkur hinsvegar. 1. gr. Laun verslunarfólks eru í tveim liðum, A og B. Und ir A lið heyrir starfsfólk heild- sölufyrirtækja og annað skrif- stofufólk og skiftist hann í fjóra launaflokka sbr. 2. gr. Undir B lið heyra deildarstjórar, af- greiðslufólk og sendlar smá- söluverslana og skiftist hann í sex launaflokka sbr. 2. gr. 2. gr. Laun þau, er hjer grein ir, eru lágmarkslaun, og er þeim þannig skipað eftir liðum og flokkum: A liður. 1. flokkur (karla: Skrifstofu- stjórar og fulltrúar I. flokks (sem ráða yfir 10 manns eða fleirum) kr. 9600—10800. 2. flokkur (karla): Aðalbókarar og fulltrúar II. flokks. Brjef- ritarar I. flokks, (sem sjálfir geta annast brjefaskriftir á minst þremur erlendum tungu- málum), sölustjórar og aðal- gjaldkerar, (sem hafa full- komna bókfærsluþekkingu) kr. 7200—9600. 3. flokkur (karla): Bókarar II. flokks, sölumenn, úti og inni og gjaldkerar II. flokks kr. 6000—7800. 4. flokkur: Aðstoðarfólk á skrifstofum: a) Aðstoðar- og skrifstofumenn (karlar) (með Verslunarskóla- eða hliðstæða mentun) kr. 4800—6000. b) Vjelritarar, (konur og karlar, sem vinna að brjefaskriftum á þremur erlendum málum) og aðstoðargjaldkerar, (konur og karlar) kr. 4200—6000. c) Ann I að' skrifstofufólk, (konur og karlar) kr. 3600—4200. d) Byrj endur kr. 3000. B liður. 1. flokkur: Deildarstjórar (karlar) kr. 6300—7625. 2. flokkur: Afgreiðslumenn I. flokks, (karlar) (sem geta gengt deildarstjórastörfum í forföllum) og deildarstjórar II. flokks (konur og karlar) kr. 5700—6600. 3. flokkur (karlar): Af- greiðslufnenn (með Verslunar- skóla- eða hliðstæða mentun kr. 4200—5700. 4. flokkur: a) Afgreiðslu- stúlkur (með Verslunarskóla- eða hliðstæða mentun, eða 5 ára starfsreynslu) kr. 3600—4800. b) Aðrar afgreiðslustúlkur kr. 3000—4200. 5. flokkur: Unglingar að 16 ára aldri kr. 2700—3600. 6. flokkur: Sendisveinar kr. 2100—2400. 3. gr. Launahækkun eftir starfsaldri skal haga þannig: í A lið: í 1. og 4. launaflokki a) ár- leg hækkun kr. 300 í 4 ár, í 2. launaflokki árleg hækkun kr. 600 í 4 ár, í 3. og 4. launaflokki b) árleg hækkun kr. 450 í 4 ár, í 4. launaflokki c) árleg hækk- un kr. 300 í 2 ár, í 4. launa- flokki d) hækka mánaðarlaun úr kr. 250 í kr. 300 eftir þrjá mánuði. í B lið: í 1. launaflokki árleg hækk- un kr. 662.50 í 2 ár, í 2. launa- flokki árleg hækkun kr. 450.00 í 2 ár, í 3. launaflokki árleg hækkun kr. 750.00 í 2 ár, í 4.' launaflokki a) árleg hækkun kr. 1200.00 í 1 ár, í 4. launa- flokki b) árleg hækkun kr. 400.00 í 3 ár, í 5. launaflokki árleg hækkun kr. 450.00 í 2 ár.' 4. gr. Allar framangreindar launauppbætur eru árslaun, og greiðast að viðbættri kauplags- vísitölu eins og hún er á hverj- um tíma, launagreiðslur fara fram mánaðarlega. 5. gr. Gegni sami maður tveimur eða fleirum mismun- andi störfum hjá sama fyrir- tæki, skulu honum greidd laun samkvæmt hæsta launaflokki viðkomandi starfsgreina, nema hann taki eitthvert starfið að sjer sem aukastarf. 6. gr. Sumarleyfi skal vera 12 virkir dagar á ári, fyrir minst eins árs starfstíma. Sam- í komulag við atvinnurekendur skal ráða, hvenær leyfið er tekið. 7. gr. Vinna skal hefjast kl. 9 að morgni eða að einhverju leyti fyrr eftir því sem heppi- legt verður talið fyrir hverja sjergrein. Lokunartími skal vera samkvæmt gildandi reglu- gerð á hverjum tíma. Eftirvinnu skal eigi telja eina klst. eftir lokun eða fyrir opnun. Onnur eftirvinna greiðist með 50% á- lagi. Vinnulaun pr. klst. finn- ast með því að deila mánaðar- legum vinnustundafjölda í mán aðarlaun viðkomandi aðila. Starfsfólki skal skylt að vinna að venjulegri standsetn- ingu ‘eftir lokun og ljúka af- greiðslu pantana. 8. gr. Starfsfólk skal mæta stundvíslega til vinnu sinnar, hvort heldur þá vinna hefst að morgni eða eftir matar- og kaffihlje. Starfsfólk það, er fellur und- ir B lið skal hafa IVz klst. samtals sem matar- og kaffi- hlje, en starfsfólk það, sem fell ur undir -A lið skal hafa 1 klst. matarhlje og Vz klst. kaffihlje á föstudögum. 9. gr. Launagrei*slum til starfsmanna í veikindaforföll- um þeirra skal þannig haga: Á fyrsta ár einn dag fyrir hvern unninn mánuð, Eftir það sex vikna laun enda leggi starfsmaður fram læknisvott- orð sje þess óskað. Við vinnuráðningu skulu starfsmenn leggja fram læknis- vottorð um heilsufar sitt, en síðan fari árlega fram lækn- isskoðun á þeim, og skulu þá atvinnurekendur greiða kostn- að við hana. Verði starfsmaður veikur, skal atvinnurekanda skylt að halda opinni stöðu hans í alt að 3 mánuði frá því, að hann varð að hætta vinnu fyrir veik- inda sakir, og skal starfsmaður skyldur að snúa aftur til starfs síns sje hann heilbrigður inn- an þess tíma. 10. gr. Starfsuppsögn af beggja hálfu skal vera þrír mánuðir að reynslutíma lokn- um, en hann skal vera 1—3 mánuðir efjtir samkomulagi. Þessi uppsagnarákvæði gilda þó ekki, ef starfsmaður sýnir vítaverða vanrækslu í starfi sínu, eða atvinnurekandi gerist brotlegur gagnvart starfsmanni. 11. gr. Meðlimir í Verslun- armannafjelagi Reykjavíkur skulu hafa forgangsrjett að starfi hjá atvinnurekendum þeim, sem eru aðilar að samn- ingi þessum. 12. gr. Verði ágreiningur um framkvæmd þessa samnings, s. s. flokkun launa o. fl., skal gerð ardómur skipaður fjórum mönn um, skera úr málum. Gerðar- dómurinn skal þannig skipað- ur: Einn maður tilnefndur af Framh á hls 1 BRJEF: Hvert stefnir í lög- • reglumálunum? Herra ritstjóri! í TILEFNI af því, að nú er augjlýst í blöðum og út- varpi eftir mönnum, til við- bótar í lögregluliðið í Reykja vík, get jeg undirritaður ekki látið hjá líða að gera tilraun tli til að kveða niður orðróm þann er gengur nú á meðal borgara þessa bæjar, í sam- bandi við brottför okkar nokk urra manna úr lögreglunni á s.l. hausti. Frá 1. júlí s.I. var öllum ríkislögregluþjónum sagt upp starfi og átti sú uppsögn að ganga í gildi um áramót. Nú er, eins og að framan greinir, auglýstar lausar stöð ur í lögreglunni. Er því eðli- legur hlutur, að um það spinnist ýmsar sögur, hver tildrög sjeu að þessum skolla ’leik, og þess þá helst getið till, að hjer hafi verið um },hreinsun“ að ræða, eins og! víða átti sjer stað í hinum „óhreinu herbúðum“ á hin- um síðustu og verstu tímum. Seint á árinu 1942 voru aug lýstar lausar stöður í lög- regluliði Reykjavíkur og var jeg þá einn meðal umsækj- enda. Við sem hlutum það hnoss að vera valdir úr hópi umsækjenda, vorum látnir byrja á námskeiði hjá lög- reglunni, er hófst í byrjun febrúar 1943 og stóð yfir til apríl loka. Sú hafði verið tilhögun á námskeiðum þessum á und- anförnum árum, að þeir er tóku þátt í þeim, fengu gjreidd laun frá ríkinu allt frá námskeiðsbyrjun. En snemma á þessu námskeiði okkar hleruðum við það, að nú ætti ekki að greiða mönn- um laun fyrir það eitt að læra. Þótti okkur nú allmik- ið skerðast okkar hlutur, þar seni við áttum að vera þarna kauplausir í þrjá mánuði, og jafnframt í óvissu um það hvort við reyndumst hæfir lögreglumenn, eftir þann reynslutíma. Flestir höfðum við yfir- gefið góða atvinnu, því að á þessum árum, var atvinnu- leysi óþekkt hugtak á með- al Reykvíkinga og víða hægt að hafa í kaup ótrúllegar upphæðir frá því sem fólk almennt átti að venjast. — Við hugguðum okkur samt við það, að framtíðin væri fyrir öllu, ogj föst staða, ef færir reyndust, yrði okkur sterkari stoð, ef atvinnuleys- ið berði að dyrum eftir stríð ið, heldur en þó að við öfl- uðum króunni meira af borði stríðshaukanna. Er fór að líða á námskeið- ið, sagði lögreglustjóri okk- ur frá misheppnuðum til- raunum sínum til þess að fá greiðslu handa okkur. — í endir námskeiðisins hjelt hann svo fund með okkur og harmaði það mjög, að við skildum ekkert fá greitt fyrir þann tíma, sem við vor- um búnir að vinna þarna sem sjálfboðaliðar hjá ríkinu, en lauk samt ræðu sinni með þessum orðum: — „en samt megið þið vel við una, þar sem þið eruð nú að ganga inn í fasta framtíðaratvinnu“. Með þessu gullkorni, af vörum þessa háttvirta manns gengum við síðan ótrauðir og með bjartar vonir í gyllt- um skrúða út á götuna. í júní s.l. sendir dómsmála- ráðherra brjef til lögreglu- stjóra, þar sem honum er skipað að segrja nú, mönnum þessum upp starfi frá ára- mótum. Var okkur skömmu síðar send lofgjörð þessi í ábyrgðarpósti. Þótti okkur nú sem við vænim slegnir kinnhesti, en vonuðum þó að þetta væri aðeins bráðabirgðar ráðstöf- un, vegna nýrra launalaga, er þá voru gengin í gildi ogl fólu það í sjer, að opinber- ar stofnanir mættu ekki hafa óskipaða starfsmenn nema á- kveðinn tíma, til reynslu. Eftir ósk okkar hjelt nú lög.stj. fund með okkur. En þar kvað við annan-Jón, frá því áður í lok námskeiðs- ins 1943. Kvaðst hann nú engin loforð geta gefið og engu um það ráða, hvort við yrðum kyrrir eða látnir fara. Hann hughreysti okkur samt með því, að á næsta þingi yrði tekið til meðferðar frum varp til laga fyrir lögreglu- menn og yrði það með fyrstu málum þingsins, og þangað til skildum við vera rólegir og bíða átekta. Eftir að líða tók að haust- inu gerðum við hverja atlög- una á fætur annari að her- búðum lögreglustj. og dóms- málaráðherra, ef ske kynni að eitthvað rættist úr. En þar kvað altaf við sama tón, — enginn vissi um skipun þessara mála, engin loforð, ekkert sem hægt var að treysta. Og frumvarpið til nýrra laga fyrir lögreglu- menn hefir sennilega dáið í fæðingunni, því ekki er far- ið að ræða það ennþá. Við sáum okkur því ekki annað fært en að leita fyrir okkur um aðra atvinnu, held ur en að standa uppi atvinnu lausir um nýjár. Við fengum svo atvinnu hjá annari rík- isstofnun, þar sem valið var Framhald á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.