Morgunblaðið - 22.01.1946, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.01.1946, Blaðsíða 8
MOKOUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. jan. 1946 * Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson . Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. * Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Von andstæðinganna ANDSTÆÐINGAR Sjálfstæðisflokksins eru alveg búnir að gera það upp fyrir sjer, að Sjálfstæðismenn hafi nóg lið í bænum, til þess að vinna glsésilegan sigur í kosn- ingunum. Eina von andstæðinganna er því sú, að það geti orðið erfitt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að koma á kjörstað hinu fjölmenna liði, sem flokknum fylgir. Andstæðingarnir hugsa sem svo: Nú er skammdegi og því allra veðra von. Vont veður á kjördag getur dregið mjög úr kjörsókn, og það bitnar á Sjálfstæðisflokknum, vegna þess hve fjölment lið hans er. En auk þess er það sigurvissa Sjálfstæðismanna, sem gæti haft þau áhrif, að ýmsir flokksmenn ugguðu ekki eins að sjer. Þeir sætu heima í þeirri von, að sigurinn væri Sjálfstæðisflokknum vís, þótt þeir væru ekki að ómaka sig á kjörstað.. ★ Góðir Sjálfstæðismenn og aðrir bæjarbúar, konur og karlar, sem eruð ráðin í að kjósa framboðslista Sjálf- stæðisflokksins, þið skuluð gera ykkur ljóst, að það er hárrjett athugað hjá andstæðingunum, að eina von þeirra til að sigra í kosningunum er hirðuleysi eða tómlæti Sjálf- stæðismanna sjálfra. Það er engum vafa undirorpið, að sá kjósendahópur í bænum, sem fylgir Sjálfstæðisflokknum að málum, er svo fjölmennur, að sigur flokksins í þessum kosningum yrði stærri og glæsilegri en nokkru sinni áður, ef stuðn- ingsmenn flokksins — allir með tölu — gerðu það, sem andstæðingarnir eru að vona að þeir geri ekki, að mæta á kjörstað og greiða atkvæði. Það’er vissulega ástæða fyrir Sjálfstæðismenn og aðra stuðningsmenn D-listans, að íhuga þetta í tæka tíð, því að þetta er kjarni málsins. ★ Hví skyldu Sjálfstæðismenn láta þá von andstæðing- anna rætast, að þeir sýni deyfð eða hirðuleysi við þessar kosningar? Þessar kosningar eru áreiðanlega einhverjar þær allra þýðingarmestu kosningar, sem fram hafa farið hjer í bænum. Þær hafa ekki aðeins þýðingu fyrir Reykjavíkur- bæ, heldur einnig fyrir þróun stjórnmálanna í landinu í heild. Sjálfstæðisflokkurinn er stórstígasti umbótaflokkur landsins. Hann beitti sjer fyrir myndun núverandi ríkis- stjórnar, sem hefir hina stórvirku nýsköpun efst á stefnu- skrá sinni. Hann hefir forystuna í þessari ríkisstjórn. Og það var hann sem rjeði því, að til nýsköpunarinnar er stofnað á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar. Einkafram- takið situr þaf hvarvetna í fyrirrúmi. Reykjavík og sjálfstæðisstefnan hafa frá öndverðu ver- ið tengd órjúfandi böndum. Gunnar Thoroddsen prófessor tók rjettilega fram í sinni skörulegu ræðu s.i sunnudag, að m"eð gjaldþroti hinnar dönsku einokunar varð fæðing Reykjavíkur. ★ Nú koma andstæðingar Sjálfstæðisflokksins og heimta, að Reykjavík verði ekki lengur bær hins frjálsa athafna- lífs. Nú beri að leggja hömlur á einkaframtakið til at- hafna og framkvæmda. Það á ekki framar að fást við út- gerð. Þar á bærinn að taka við, undir leiðsögn manna eins og Þórodds Siglfirðings, sem reynsluna hafa (sbr. Falkur- útgerðin)(!) Það var Skúli fógeti, sem lagði grundvöllinn að höf- uðborg landsins, með því að brjóta hlekki einokunar og kúgunar. Nú, nær 160 árujn síðar, kemur spyrðuband þrenningarinnar, Alþýðu, Framsóknar og kommúnista og heimtar að niður verði rifið það, sem Skúli bygði upp. Heimtar að nýir fjötrar verði lagðir á athafnalífið í bæn- um ! Það væri vissulega merkilegt fyrirbrigði, ef kjósendur bæjarins — í frjálsri kosningu — legðu flokkum liðsinni til slíkra aðgerða. \Jiluerji áhripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Kosningarnar. AÐALUMRÆÐUEFNI manna þessa dagana eru vafalaust bæjarstjórnarkosningarnar. — Það fer nú að styttast til þeirra og á mánudaginn kem- ur verða úrslitin kunn hjer í Reykjavík. Udirbúningurinn er mikill undir þessar kosningar og hann hefir staðið lengi. — Það.má segja að kosningaund- irbúningurinn hafi byrjað fyr- ir alvöru í septembermánuði og síðan hefir ekki verið neitt lát á skrifum um stjórnmál og stjórnmálastefnur í blöðunum. Hámarki mun kosningabar- daginn ná núna í vikunni. Út- varpsumræður eiga að fara fram tvö kvöld í vikunni og fundir hafa verið boðaðir í samkomuhúsunum. Það þykir velta á miklu að þátttaka verði sem allra mest í þessum kosningum sem öðr- um. Því betri sem þáttakan er þess meiri líkur eru til þess að vilji fjöldans komi greinilega í ljós og til þess er leikurinn gerður, að vilji meiri hluta bæj arbúa komi fram. • Veðráttan. EKKI er laust við að menn hafi áhyggjur út af veðrinu. Hvernig verð'ur kosningaþátt- takan ef veðrið verður eins og þar var í gærmorgun. Hætta er á að það verði margir, sem ekki treysta sjer á kjörfund í slíku veðri. Stjórnmálaflokkarnir munu hafa bíla til að flytja kjósend- ur á kjörstað, en það er fyrst og fremst ætlast til þess að roskið fólk og aðrir sem eiga bágt með gang, noti bílana. — Það væri heldur ekki hægt að anna því að aka öllum" til og frá kjörstað. En vonandi að veðrið verði gott á sunnudaginn kemur. — Það myndi koma í veg fyrir margskonar erfiðleika og leið- indi. Annars hefir veðráttan verið þannig undanfarið, að ekki er gott að spá neinu fyrirfram. • Minning Skúla fógeta. GÍSLI HALLDÓRSSON verk fræðingur skrifar mjer á þessa leið og munu flestir taka undir tillögu þá, sem fram kemur 1 brjefi hans. „Kæri Víkverji! Mig langar til ~SÖ vekja at- hygli þína og lesenda þinna á hinum ágætu tillögum Steins K. Steindórssonar er nýlega birtust í lesbókargrein hans um Skúlá fógeta: Að sýna þessari þjóðhetju Is lendinga og merkilega forvíg ismanni þann heiður og rækt- ar semi sem honum ber. Við Reykvíkingar allir, en fyrst og fremst iðnaðarmenn og versl- unarmenn eigum að reisa Skúla veglegt minnismerki á fögrum stað og eins eigum við að nefna einhverja hina fegurstu götu borgarinnar eftir honum. Jeg fyrir mitt leyti fellst al- gjörlega á hugmynd Steins um að umskýra Aðalstræti Skúla- stræti og setja styttuna til bráðabirgða upp í gamla trjá- garðinum þar við strætið. En síðar kynni e. t. v. að finnast betri staður. • Sjálfsögð ræktar- semi. „JEG VIL, segir G. H., með þessum línum skora á Iðnaðar mannafjelagið, Verslunarmanna fjelagið, fjelag ísl. stórkaup- manna og Reykvíkinga í heild að hefja þegar undirbúning að því að framkvæma þessa á- gætu hugmynd. Vjer íslendingar verðum tæp lega of oft minntir á þá syni þjóðarinnar, sem fórnað hafa lífsstarfi sínu fyrir vorn hag. Sýnum Skúla þá ræktarsemi, látnum, sem forfeður vorir kunnu ekki að sýna honum í lifanda lífi og gefum ungum og óbornum Reykvíkingum um leið tækifæri til að hafa nafn hans, mynd og minningu fyrir augum dag hvern. • Næturakstur. í BYRJUN styrjaldarinn^ir, þegar bifreiðastöðvar bæjarins tóku upp á því, að skifta með sjer næturakstri, var það gert til þess að spara bensín, en skömmtun hafði þá verið tekin uþp á bensíni hjer á landi sem víðast hvar annarsstaðar. Það gat enginn haft neitt við þess- ari ráðstöfun að segja. — Hún var ill nauðsyn vegna ástands ins í heiminum. Nú er þetta breytt að því leyti til, að bensín er ekki leng ur skammtað. Hitt getur verið að bifreiðastjórar vilji ekki leggja sig í að aka að nætur- lagi, nema þá nótt og nótt til skiftis. Kemur þá til álita hvað leigubifreiðastjórar vilja gera fyrir viðskiftavini sína. Daglega er í blöðum auglýst að þessi eða hin stöðin hafi næturakstur. En liggi mönnum á bifreið t. d. kl. 4 að morgni, þá kemur í ljós, að mæturakst- urinn er ekki lengur en til kl. 4. — Hjer um nóttina bráðlá manni á bifreið. Hann hringdi í stöðina, sem hafði næturakst- ur þá nótt, klukkan 10 mínút- ur fyrir 4. Hann fjekk það svar, að búið væri að loka. • Til samkomulags. NÚ, ÞEGAR bensínið er selt hverjum sem hafa vili, ætti að vera hægt að hliðra dálítið til. Það má vel vera, að óþarfi sje að hafa allar bifreiðastöðvar opnar á hverri nóttu, en væri ekki hægt til samkomulags að hafa tvær stöðvar opnar að nóttu til og það alla nóttina. Það er ekki vanþörf á því í jafnstórum bæ og Reykjavík er, að hafa leigubíla til taks allan sólarhringinn. Það er margt, sem kemur fyrir, slys- farir, veikindi og það getur ver ið lífsspursmál að ná í bifreið. - !■»» iivHiaaiMRio **»i*^nn»**»wr»si«nr?nr*tfsie»»»i»a»»»»n»«Hr»iii*<s»r**ir»a»»»»»iiB»»»»»»»»j»«ia*'»*a»**wii»w»wrp.*»W<raWlWi MYNDIR ÚR BÆJARLtFINU ! ■ — Manstu hvað Alþýðuflokk urinn var viss um að ná meiri hlutanum í bæjarstjórninni við kosningarnar 1930, sagði Þor- steinn við kunningja sinn, Hall dór. Þeir voru að leggja það niður fyrir sjer, hvernig þeir gætu best hagað starfi sínu fyr ir Sjálfstæðisflokkinn þessa dag ana, sem eftir eru til kosning- anna. — Já, hyort jeg man, segir Halldór. Það var ekki lítill dyn ur í Alþýðublaðinu í þá daga. og Nýja dagblaðinu, eða hvað það nú hjet, málgagn Fram- sóknarmanna. Þeir ætluðu að vinna Reykjavík með „leiftur- árás“ eins og þú manst. Fram- sókn og Alþýðuflokkurinn hÖfðu samþykkt lög á Alþirigi um að breyta kosningalögun- um, þannig, að kosnir væru all | ir bæjarfulltrúarnir í einu. Áð- ur voru 5 bæjarfulltr. kosnir 2. fram á vígvöllinn í fyrsta sinn til þess að fá hjer yfirráðin með Alþýðuflokknum. — Og endirinn varð sá, að i Alþýðuflokkurinn tapaði ein- . um bæjarfulltrúa til Framsókn ar. — En Sjálfstæðisfl. fjekk 8 fulltrúa í það sinn, Alþýðu- flokkurinn 5 og Framsókn tvo. Og síðan hafa þessir tveir flokk ar altaf verið að tapa hjer í bænum. Framsókn þurrkaðist út úr bæjarstjórninni 1942, en Alþýðuflokkurinn skreið inn með þrjá. — Og nú halda sumir því fram, eins og Gunnar Thorodd sen sagði í ræðu sinni á sunnu- daginn, að efsti maður A-list- ans, Jón Axel Pjetursson, sje í baráttusæti? — Það eru sem sje 16 ár síð an ýmiskonar samfylkingar hófu skipulagðar árásir á meiri hluta Sjálfstæðismanna í bæj- arstjórn Reykjavíkur og 16 ár síðan þessir andstöðuflokkar Sjálfstæðismanna gerðu sjer meira og minna vonir um að vinna meirihlutann. Þeim tekst það ekki frekar nú en áður. — Nei, jeg skal segja þjer, segir þá Halldór. Jeg sje ekki betur en barátta þeirra sje von l«usári nú, en nokkru sinni fyrr. Því áður voru þessir and stöðuflokkar nokkurnveginn samhentir. Nú eru þeir í hár- inu hver á öðrum, svo hver heilvita maður sjer, að þeir gætu aldrei komið sjer saman um neitt. Það er að segja. Framsóknar flokkurinn hefir vitanlega sýnt sinn sameiningarvilja gagnvart kommum með því, að setja Pálma Hannesson rektor á sinn lista. Þeir vita, sem er, að þeir hafa ekki folkksfylgi hjer í bænum til þess að koma manni í bæjarstjórn. — Heldurðu að rektorinn sje þá í rauninni í flokki kommún ista enn í dag? — Mjer skildist í haust, að ekki væri óbrúandi bil á milli hans og þeirra í útvarpsráð- inu. Eða heldur þú að það sje al- veg út í loftið, sem Bryrijólfur Bjarnason sagði, við blaða- mann frá Þjóðviljanum, þegar hann var að segja frá stjórnar byltingunni í f jelagi 'íslenskra stúdenta í Höfn um árið. Við kommúnistarnir sigruð- um í fjelaginu, sagði Brynjólf ur, við Pálmi Hannesson, Sveinbjörn Högnason og jeg. Framhald á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.