Morgunblaðið - 22.01.1946, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.01.1946, Blaðsíða 14
MORGUNBL A Ð 1 Ð Þriðjudagur 22. jan. 1946 14 ulasrfulla brfefl í«iM»i»«iii«iiiiiiiminnMiiinMmíH»«iíimiiin»itf»i»iimiMiiiiMi»i«MiMi ............................................. 20. dagur Henni til mikillar undrunar kom hann ekki með fleiri mót- bárur. Hann þagði, eins og hann væri að búa sig undir að halda yfir henni skammarræðu. En þegar hann tók loks til máls, sagði hann aðeins: „Jeg vildi, að þú værir ekki svona mikill þrákálfur, Anna. Þú ger ir þetta alt miklu erfiðara“. Hann kállaði í þjóninn, greiddi reikninginn og þau gengu fram í anddyrið. Var þetta síðasta ógnun hans? Hún ætlaði ekkert að skeyta um hana. Svo mundi hún eftir dálitlu, sem hún hafði ætl að að spyrja hann um. „Hvern- ig veistu, að faðir minn kemur hingað á morgun?“ Svar hans var ekki fullnægj andi: „Jeg hefi góðar heimild- ir“. Hún horfði á eftir honum, há vöxnum og herðabreiðum, þang að til hann var horfinn út um dyrnar. Henni leið illa. Hún Var viss um það nú, að það Var Nick, en ekki Dow, sem hún þurfti að óttast. Nick vissi of mikið. Dow vissi ekkert. Nick hafði reynt, og var enn að reyna að koma í veg fyrir, að hún hitti föður sinn. Dow hafði ekki einu sinni minst á það, að henni væri betra að fara frá-gistihúsinu og fela sig einhvers staðar. Nick hafði sífelt verið á héelunum á henni, frá því á föstudaginn, þrátt fyrir það, að hún hafði ekki dregið neina dul á, að hún kærði sig ekki um að hitta hann. Dow hafði ekki gert neina tilraun til þess að ná fundum hennar — það var hún, sem altaf hafði hringt til hans og beðið hann að hitta sig.. Nick þekkti hún ekki neitt. Dow var einn af mest dugandi lög- fræðingum New York borgar, og faðir hennar hafði þekt hann frá bernsku. Hún hafði flýtt sjer að draga þá ályktun, að það væri Dow, sem væri hcnni hættulegur af þeirri einföldu á- stæðu, að hún vildi ekki, að það væri Nick. Hún gat viður- kennt það fyrir sjálfri sjer úr því sem nú var komið. — Hún hafði ekki viljað,- að það væri Nick, af því — af því að hún var ástfanginn af honum. Hún sagði við sjálfa sig, að hún þyrfti ekki að blygðast sín fyrir það. Frá aldaöðli höfðu konur borið ást til vondra manna. Mýmörg dæmi voru til, er sönnuðu það. Hún þyrfti ekki heldur að blygðast sín fyrir það, þótt hún hefði orðið ást- fangin við fyrstu sýn. — Ástin gat birtst þannig, snögglega, án nokkurrar skynsamlegrar á- stæðu. Henni hafði orðið það ljóst í gærkvöldi — þegar hann lagði handlegginn utan um hana á dansgólfinu. Ástin fór ekki eins snögglega og hún kom. Það mýndi líða langur tími, áður en henni hefði tekist að vinna bug á henni og ár. efa myndi kvölin eiga eftir að nísta hjarta hennar oft og mörgum sinnum. Hún yrði að sigrast á henni líka. Hún myndi sjálf- sagt giftast Jim og þau myndi lifa í hamingjusömu hjónabandi til æviloka. En hún myndi aldrei bera sömu tilfinningar í brjósti til Jim og hún hefði get- að borið til Nick, ef alt hefði verið eins og það átti að vera. Hún gekk hægt í áttina til lyft unnar. Enginn myndi nokkru sinni fá að vita, að eitthvað, er hafði getað orðið gott og fallegt myndi deyja innra með henni, þegar hún afhenti föður sínum skjölin á morgun — skjölin, sem ljóstuðu upp um Nick. Klukkan var fimm, þegar Anna kom aftur til gistihússins. Að fara í búðir — það er deyfi- lyf konunnar.. Á meðan hún vel ur sjer kjóla, hatta, kápur og þar fram eftir götunum, gleym ir hún öllu öðru. Anna hlakk- svo mikið til þess að klæða sig í nýju, fallegu fötin, sem hún hafði keypt, að hún hafði nær alveg gleymt hættunni, sem steðjaði að henni. Hún ætlaði varla að geta slitið sig heim klukkan fimm, en hún varð að hafa tíma til þess að fara í bað og- skifta fötum, áður en Dow hringdi. Þegar hún kom inn úr dyr- unum, hringdi síminn. — En hún gleymdi samt ekki að læsa dyrunum vandlega á eftir sjer, áður en hún svaraði. — Hún kannaðist ekki við röddina. — Það var kurteis og vingjarnleg rödd, sem sagði: „Ungfrú Wick ard? Herra Nesbitt mun senda bifreið sína eftir yður, eftir tíu mínútur. Verðið þjer tilbúnar þá?“ „Jeg skal reyna að flýta mjer“, svaraði hún. „En jeg get ekki verið skemur en fimmtán mínútur“. Eftir nákvæmlega fimmtán mínútur var hún tilbúin. — Og þá hringdi síminn. Það var Dow. „Jeg er búin að laga migetil — setti nýtt hraðamet!" sagði hún glaðlega. „Ágætt“. Rödd hans var á- hyggjufull. „Anna — jeg var að athuga þessa bók. Það er ekki til í henni minnsti visir að dul- máli“. Hún var ekkert hissa á því! Hún vissi ekki hverju svara skyldi. Hún blygðaðist sín fyr- ir, að hafa leikið svona á hann. ,„Jeg vil helst ekki tala um þetta í símann“, sagði hún. Það var þó að minnsta kosti satt. „Nei. Það er rjett hjá þjer. Jeg sæki þig eftir hálf tíma eða svo. Vertu bless á meðan“. „Vertu sæll“. Hún gat hugs- að sig um á meðan, ákveðið, hvað hún ætti að segja hon- um. Hálftími. Skelfing voru karlmenn ónákvæmnir. — Af hverju hafði hann látið segja henni að flýta sjer áðan? — Nú hringdi síminn enn einu sinni. „Ungfrú Wickard? Þetta er í skrifstoíunni. Bíll herra Nesbitt bíður eftir yður. Við inngang- inn frá Fimmtándu götu. „Þakka yður fyrir“, sagði hún, og lagði heyrnartólið á. Það var eitthvað bogið við þetta. Það var ekki bifreið Dows sem beið hennar. Maðurinn, er fyrst hafði hringt til hennar, hafði ekki verið á vegum Dows. tlún vissi, að í þetta sinn myndi hún ekki geta farið ein framhjá öryggisdyrunum. Hún gat það hreint og beint ekki. — Hún varð að hringja niður eft- ir sendisveininum og hún varð að hafa einhverja afsökun. Hún gat ekki-sagt: „Viljið þið senda einhvern upp til mín. En þori ekki niður ein“. Það þurfti að hreinsa ferðafötin hennar — það var næg afsökun. ‘— Hún hringdi niður og beið síðan. Þegar barið var á dyrnar, spurði hún: „Hver er það?“ „Sendisveinninn, ungfrú“. Það hlaut að vera hann. Hún opnaði dyrnar. Drengsnáði stóð fyrir utan. „Bíddu andartak", sagði hún. Hún slökkti ljósið í herberginu, læsti dyrunum og rjetti honum síðan fötin, sem átti að hreinsa. Á meðan þau gengu eftir ganginum, ljet hún móðan mása „Jeg var rjett í þann veginn að fara út, og mundi þá allt í einu eftir, að jeg hafði gleymt að koma ferðafötunum mínum í hreinsun, og....“F Hún kærði sig kollótta ugi það, þó að drengnum kynni að finnast hún í meira lagi mál- ugur kvenmaður. Hún komst heilu og höldnu niður í anddyr ið, og gekk þegar að afgreiðslu borðinu. „Jeg er Anna Wickard. Bíll- inn, sem. . . . “. „Já, ungfrú. Það er þessa leið“. Hún hreyfði sig ekki. „Viljið þjer gjöra svo vel að segja bíl- stjóranum, að jeg ætli að bíða hjer eftir herra Nesbitt“. Hún settist niður skammt frá dyrunum. Hendur hennar voru þvalar. Það hafði munað svo litlu, að hún gerði skyssu. Bíll- inn myndi aka á brott. Bílstjór inn myndi vera á því hreina með, að ekki væri allt með feldu, þegar hann fengi^kila- boð hennar. Henni var óhætt hjer, í björtu anddyrinu, innan um alt fólkið. Enginn myndi gera henni mein hjer. Henni fannst ekki líða löng stund, þangað til Dow kom. — Hún hafði ekki gert sjer ljóst, að hún skalf, fyrr en hann tók í hönd hennar. „Hvað er að? Hvað hefir kom ið fyrir?“ „Ekkert“. Hún reyndi að hlægja — en það mistókst. „En það munaði litlu, að eitthvað kæmi fyrir. Það var einhver maður, sem hringdi til mín“. — Það hafði ekki verið Nick. Hún þekkti rödd hans. Ef til vill ein hver samstarfsmaður hans. — „Hann sagði, að þú hefðir sent bílinn eftir mjer. Jeg trúði því. „Það fór hrollur um hana. „Já, jeg trúði því. Ef þú hefðir ekki hringt, þá hefði jeg farið út í þennan bíl“. Dow fölnaði. „Guð minn góð- ur, Anna! Ef jeg hefði ekki hringt fyrr en klukkan sex..“. Rödd hans titraði. „Jeg fór af fundi, til þess að hringja til þín. Jeg hlýt að hafa fengið að- vörun, einhvgrsstaðar frá.“ — Hann þagnaði, og hjelt síðan á- fram: „Það er ekkert merkilegt í bókinni, nema sonnettúrnar. Hefirðu nokkuð fleira?“ ,,Já“. Hún brosti til hans. „En jeg þarf ekki að ónáða þig með því. Það er á öruggum stað í nótt. Faðir minn kemur á morg un“. Undrunarsvipur kom á and- lit hans. „Hefirðu heyrt frá honum?“ KJÓSIÐ D-LISTANN Stríðsherrann á Mars ff/aáaffa Eítir Edgar Rice Burroughs. 118. „Alveg rjett, svarti maður“, svaraði Sola,p, og komdu þjer á brott. Alt of lengi hefir þú þegar verið á þessum forboðna stað. Og um leið og hurðin lokaðist á eftir gesti hans, hjelt hann áfram að tauta þar sem hann stóð hálf- boginn við borðið, þar sem hann aftur hvolfdi pening- unum úr pyngjunni og fór að raða þeim í tvo stafla á borðinu hjá sjer, taldi þá stöðugt aftur og aftur, ljet þá renna um greipar sjer og tautaði og raulaði fyrir munni sjer á meðan hann var að þessu. Bráðlega hætti hann leik sínum og augu hans sýndust stærri en nokkru sinni er hann glápti á dyrnar, sem Thurid hafði farið út um. Raulið breyttist í reiðilegt taut og svo í óljósar formælingar. Síðan stóð gamli maðurinn upp frá borðinu og steytti hnefann að lokuðum dyrunum. Hann hækkaði nú róm- inn og jeg heyrði greinilega hvað hann sagði. „Bjáni!“ urraði hann. „Heldur þú að Solan gamli gefi líf sitt fyrir gæfu þína? Ef þú slyppir, myndi Salensus Oll vita, að þú hefðir aðeins getað það með minni aðstoð. Og svo myndi hann senda eftir mjer. Og hvað ætti jeg þá að gera? Brenna borgina til grunna? Nei, heimskingi, það er til betri leið, betri leið fyrir Solan að halda fjár- munum þínum og hefna sín á Salensus 011“. Hann hló illúðlegum hlátri. „Vesæli heimskingi. Þú gétur tekið segulturninn úr sambandi, og komið þannig upp í frjálst loft Okar, og svo ferð þú í ímynduðu öryggi með prinsessu þína í frelsi dauðans. Þegar þú ert kominn framhjá þessu herbergi á flótta þínum, hver getur þá hindrað Solan gamla í því að færa tengilinn í sama lag og hann var, þegar þín óhreina hönd snerti hann? — Enginn, og þá mun vörður Norðursins gera út af við þig og kvenmanninn, sem með þjer er, og þegar Salensus Oll fær að vita þetta, lætur hann sjer ekki til hugar koma, að gamli Solan hafi átt nokkurn þátt í þessu“. Svo fór hann aftur að tauta, og skildi jeg ekki hvað hann sagði, en jeg hafði heyrt nóg til þess að fá tölu- vert að hugsa um og geta mjer til, og jeg þakkaði hepn- inni, sem hafði leitt mig til salakynna Solans, þar sem svo þýðingarmiklar viðræður, varðandi Dejah Thoris og mig, fóru fraih einmitt þá. ncftqu/nkcJ(fimi\ Nýlega var gamall svertingi dreginn fyrir rjett í Bandaríkj- unum og ákærfjur fyrir að stela hænsnum. Hvert vitnið kom á fætur öðru og sagðist hafa sjeð til hans. Er þau höfðu verið yf- irheyrð, sneri dómarinn sjer að sökudólgnum og sagði: „Heíir þú engin vitni, Rebus?“ Rebus gamli hristi höfuðið. „Nei, herra dómari, nei, nei. Jeg tek aldrei vitni með mjer, þegar jeg fer í hænsnaleiðang- ur“. ★ Hjón nokkur í Belgíu voru hrædd um, að Þjóðverjar kynnu að taka son þeirra til vinnu í Þýskalandi. Þau mint- ust á þetta við einn vina sinna, sem starfaði við dýragarð, og hann hjelt hann gæti hjálpað þeim. Górilluapi garðsins var nýdauður og þeim kom saman um, að sauma piltinn inn í skinn hans og láta hann felast þann- ig- Sunnudag einn fór móðir piltsins í dýragarðinn, til þess að heimsækja son sinn. Alt gekk vel í fyrstu, þar til ein- hver óskiljanlegur metnaður greip soninn og hann fór að sýna móður sinni, hversu vel hann gat rólað sjer í köðlum þeim, sem hjengu í búrinu, öp- unum til skemtunar. Skyndi- lega slitnaði kaðallinn, sem hann hjekk í, og hann þeytt- ist inn í ljónabúrið. Móðirin varð yfir sig hrædd og byrjaði að hljóða og veina. „Þegiðu“, umlaði eitt ljón- anna milli tannanna. „Ætlarðu að koma upp um okkur alla?“ ★ Jón var draghaltur, þegar hann mætti verkstjóranum. „Meiddirðu þig?“ „Nei. — Það er nagli í skón- um mínum“. „Vegna hvers tekurðu hann ekki úr?“ „Ekki í kaffitímanum, lagsi“. ★ Sagt er að fallhlífahermenn sjeu einu menn veraldarinnar, sem klifri niður úr tjjám, sem þeir hafa ekki fyrst klifrað upp í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.