Morgunblaðið - 22.01.1946, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.01.1946, Blaðsíða 16
VEÐURUTLITIÐ. Faxaflói: Sunnan og suðvestan hvass- viðri. Skúrir og hryðjur. Ofj Þriðjudagur 22. janúar 1946 FRA FYRSTA fundi hins nýja þjóðabandalags. — Sjá grein á bls. 9. Dagsbrún segir upp kaupsamning- um UM SÍÐUSTU helgi, laugar- dag og sunnudag, fór fram kosn ing-í stjórn og trúnaðarmanna- ráð Verkamannafjelagsins Dagsbrúnar. Tveir listar komu fram. Ann ar. A-listi, borinn fram af upp- stillingarnefnd og trúnaðarráði Dagsbrúnar og hinn, B-listi, borinn fram af verkamönnum innan Alþýðuflokksins. Urslit kosningarinnar urðu þau. að A-listi hlaut 1307 atkv., B-listi 364; 89 seðlar voru auðir og 6 ógildir. U'ppsögn samninga. Samtímis stjórnarkosningunni fór fram allsherjaratkvæða- greiðsla um, hvort segja skyldi upp gildandi kaupsamningum við atvinnurekendur. Stjórn og trúnaðarráð hafði lagt til, að sainningunum skyldi sagt upp. Urslit atkvæðagreiðslunnar urðu þessi: 1298 já 388 nei Auðir seðlar 68 og ógildir 12. Alls greiddu atkvæði 1766 af rúml. 3000, sem eru skráðir fjelagar. Samkvæmt þessu segir Dags l^rún upp gildandi samningum frá og með 20. febr. n. k. Franskt blað bannað LONDON: Franska blaðið Les Nouvelles de Matin, var nýlega bannað af upplýsinga xnálaráðherranum af óljósum orsökum, hefir fengið leyfi til þess að byrja að koma út aftur bráðlega. árbók Reykjavíkur bæjar 1945 Efiir dr. Björn Björnsson hagfræðing NÝLEGA er komin út Árbók Reykjavíkurbæjar 1945-. Er það önnur árbókin, sem hagfræð- ingur bæjarins, dr. Björn Björnsson, hefir gefið út. Sú fyrsta kom út, sem kunnugt er 1840, og náði sá fróðleikur, er hún flutti, fram að þeim tíma. Þessi nýútkomna árbók flyt- Ur ekki aðeins hagfræðilegar upplýsingar frá síðusíu árum heldur er hún samin sem sjálf- stætt rit, að því leyti.að skýrsl- urnar, sem hún flytur, ná yfir lengra tímabil en frá 1940, þó ýmsir kaflar árbókar þessarar sjeu ekki raktir eins langt aft- ur í tímann og í hinni fyrri. I aðalatriðum eru hjer sömu málefnaflokkar og í hinni fyrri, en nokkrum nýjum flokkum er bætt við. Árbækur þessar eru hin vönd uðustu rit, og alveg ómissandi fyrir alla þá, sem vilja vita glögg skil á málefnum bæjar- ins, atvinnu bæjarbúa og lífs- skilyrðum og rekstri bæjarins og fyrirtækja hans. Fyrstu hljómleikar Lanzky-Otto um mánaðamótin EINS OG SKÝRT VAR FRÁ hjer í blaðinu fyrir nokkru hefir Tónlistarfjelagið ráðið til sín danskan hljómlistar- mann, Wilhelm Lanzky-Otto, en hann er kunnur í Dan- mörku bæði sem hornleikari og píanóleikari. Lanzky-Otto er kennari hiá Tóniistarfjelaginu bæði í píanóleik og horn- leik og í sumar mun 'hann fara á vegum Tónlistarfjelagsins og Tónlistarfjelags Akureyrar víða um land til hljómleika- halds. Sagði Ragnar Jónsson; formaður Tónlistarfjelagsins blaðamönnum svo frá í gær, Lanzky-Otto myndi fara á alla þá staði á landinu, þar sem hægt yrði að halda hljómleika. Fyrstu horntónleikar á íslandi. Hljómleikar Lanzky Ofto verða fyrstu hornhljómleik- ar, sem haldnir verða hjer á landi. Þessi ungi listamaður sem aðeins er 36 ára, er án efa fremsti hornleikari Dana og sigraði hann í samkeppni, sem haldin var við að velja hornleikara við Konunglega leikhúsið í Höfn fyrir nokkr- um árum. Fram ællar að reiía fjelagsheimili BÆJARRÁÐ hefir samþykkt að gefa Knattspyrnufjel. Fram kost á lóð undir fjelagsheimili nálægt æfingasvæðinu í Vatns- geymishæðinni, eftir nánari út- vísun síðar, að fengnum tillög- um bæjarverkfræðings. Skil- yrði um byggingarfrest verða ákveðin síðar. Fundur í kvöld í Sjálfstæðis- kvennafjelaginu Hvöt Ræóuhðld og skemlialriði. Hvaiar-konur, fjölmennið á fundinn! I KVÖLD kl. 8,30 hefst fund- ur í sjálfstæðiskvennafjelaginu Hvöt í Tjarnarcafé. Þar verða bæjarstjórnar- kosningarnar á dagskráf Þar koma fjelagskonur í Hvöt saman, til þess að ráða ráðum sínum um kosningaundirbún- inginn. En alt frá því fjelag þetta var stofnað, hefir það unnið af miklum dugnaði að málefnum Sjálfstæðisflokksins og eflt fylgi hans við hverjar kosningar. Á fundinum í kvöld halda þær ræður frú Auður Auðuns og frú Guðrún Jónasson. Fleiri fjelagskonur munu taka þar til máls. Frk. G.unnþórunn Halldórs- dóttir syngur gamanvísur á fundinum. Þar vgrður kaffi- drykkja. Og þar verður dansað. Æfinlega er mikið fjör á fund- um Hvatarfjelagsins. Sjálfstæðiskonur! Komið á fundinn í Hvöt í kvöld. Hefjið starfið fyrir Sjálfstæðisflokk- inn sem fyrst. Þið notið ekki kvöldið betur í kvöld, 'en með því að koma á þennan kvenna- fund. Lanzky Otto. Blaðamenn hittu hinn unga danska listamann á heimili Ragnars Jónssonar í glferdag og ljek hann fyrir þá nokk- urn hluta af hljórnleikaskrá sinni, bæði á píanó og horn. Meðal viðfangsefna á þess- um fyrstu tónleikum verða Romantisk fantasie og fuga eftir Bach, Konsert fyrir horn og píanó í Es dur eftir Mozart og leikur dr. Urbanchitch undir á píanó. Þá leikur Lanzky Otto Brahms-Hándal varaiation, sem flestir hljóm- listarvinir kannast við. Enn- fremur leikur hann verk eft- ir Chopin. Elcki hefir verið fullákveð- ið hvenær hljómleikarnir verða ,en byrjað verður að selja ^aðgöngumiða í dag eða á morgun. Hljómleikar þess- ir eru fyrir almenning, en ekki bundnir við styrktarfje- laga Tónlistarfjelagsins. Vöruskiftaöfnuð- urinn óhag- stæður HAGSTOFAN hefur lokið við útreikninga á vöruskifta- jöfnuðinum, fyrir árið 1945. Reyndist hann vera óhagstæð ur um 52,4 milljónir króna. Þá var vöruskiftajöfnuðurinn fyrir des.mánuð s.l. sömuleið is óhagstæður; eða um 18,77 milj. kr. Árið 1944 var vöru- skiptajöfnuðurinn hagstæður um 6,2 miljónir króna. Verðmæti útfluttrarvöru í des. nam samtals kr. 24,66 milj. kr. Veðrmæti innfluttr- ar kr. 43,43 milj. í des. 1944 nam verðmæti útflutningsins 12,6 milj. kr., en innflutningsins kr. .21,3 milj. — Var því óhagstæður um 8,7 milj. króna. Á árinu 1945 nam verðmæti útfluttrar vöru samtals 267,3 miljónum króna, en innfluttr ar vöru samtals 319,7 milj. kr. Er því vöruskiptajöfnuð- urinn fyrir árið 1945 óhag- stæður um 52,4 milljónir kr. Árið 1944 nemur verðmæti útflutningsins 253,8 milj. kr. en innflutningsins 247,6 milj. kr. — Var því það árið hag- stæður um 6,2 miljónir kr. Símamsnn fá lóðir á Melunum BÆJARRÁÐ hefir samþykt að gefa Fjel. ísl. símamanna fyrirheit um lóð undir sambygg ingu á Melunum suður af lóð- inni, sem fjelaginu og fjelagi starfsmanna við Ríkisútvarpið var gefið fyrirheit um á fundi 30. nóv., síðastl. Byggingarfrest ur á báðum lóðunum til 1. maí næstkomandi. Akranes kaupir tvö skip AKRANESKAUPSTAÐUR hef- ir fest kaup á tveim 300 smál. skipum í Bretlandi. — Verður annað þeirra notað sem ferja yfir Hvalfjörð, en hitt við bygg- ingu hafnarmannvirkja á Akra nesi. Skipin eru knúin 500 hest- afla diesel-vjelum. Þau geta flutt í einu 4 langferðabíla og fjóra fólksbila af venjulegri stærð, auk farþega og farang- urs. Arnljótur Guðmundsson bæj- arstjóri annaðist kaupin, en honum til aðstoðar voru ýmsir sjerfræðingar, bæði innlendir og erlendir. Verð skipanna var mjög hagkvæmt. Þau eru vænt- anleg hingað til landsins í maí n.k. Kjósið D listann 25 þús. kr. verðlaun fyrir sjómannasögu Ný bákaútgáfa — Sjó- mannaútgáfan — hefir á- kveðið að veita 25 þús. króna verðlaun fyrir bestu frumsömdu skáldsöguna úr íslensku sjómannalífi, sem útgáfunni berst fyrir 1. júlí 1947. Þá mun Sjómannaútgáf- an gefa út á þessu ári sex þýddar bækur úr sjó- mannalífinu. Eru það Ind- íafarinn Mads Lange, eftir Aage Krarup Nielsen, Worse skipstjóri og Gar- man & Worse, eftir Al- exander L. Kielland, Nord- enskjöld, eftir Sven Hedin og Ævintýri í Suðurhöf- um, eftir Edgar Allan Poe- Verður nánar getið um verðlaunasamkepnina og bókaútgáfu þessa síðar. Ritstjóri hennar er Gils Guðmundsson. Sjálfstæðismenn! Þið, sem eigið þess kost, veit- ið Sjálfstæðisflokknum liðsinni með því að ljá honum bifreiðaF yðar á kjördegi. Tilkynningum um þetta er veitt mótttaka í skri f'stof u flokksins, sími 3315 Listi Siálfstæðismanna í Heykjavík er H-Eisti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.