Morgunblaðið - 25.01.1947, Síða 8

Morgunblaðið - 25.01.1947, Síða 8
 MORGUNBLAÐIÐ lBBy»~ \Lcsis.Ca** Laugardagur 25. jan. 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson — Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjaid kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Átökin í Póllandi ÞAÐ LIGGJA ekki enn fyrir skýrslur um kosningarnar í Póllandi frá stjórnum Bretlands og Bandaríkjanna. En á skýrslum þeirra verður að sjálfsögðu mest byggjandi, því að bæði þessi stórveldi stóðu að Yalta og Potsdam samkomulaginu, og það voru þau sem settu skilyrðið um frjálsar, óháðar og lýðræðislegar kosningar í Póllandi eins fljótt og auðið væri. Ræður því að líkum, að þessi stórveldi hafi gert sjer sjerstakt far um að fylgjast sem best með gangi kosningannæ Síðustu fregnir herma, að sendiherra Breta í Varsjá hafi sent stjórn sinni ítarlega skýrslu um kosningarnar, og að hún sje nú til athugunar í London. ★ Megi marka þær fregnir, sem borist hafa frá Póólandi, getur ekki leikið neinn \mfi á, að kosningarnar eiga ekkert skylt við kosningar, eins og þær tíðkast í lýðveldislönd- um. Við skulum á þessu stigi sleppa kosningaundirbún- ingnum, þar sem andstæðingar stjórnarinnar voru fang- elsaðir og beittir hverskyns ofbeldi. Slíkt þekkist vitan- lega ekki í lýðræðislöndum. Augljóst er og, að stjórnar- andstæðingar hafa ekki notið þess fundafrelsis, prent- frelsis og annars slíks, sem sjálfsagt er talið í lýðræðis- löndum. En athugum lítillega sjálfar kosningarnar. Augljóst er, að eitt grundvallaratriði lýðræðiskosninga — það að kosning sje leynileg — hefir hjer verið þver- brotið. Og þetta virðist beinlínis játað af stjórnarvöldum Póllands, Því að þau boð voru látin út ganga áður en kosn- ing hófst, að kjósandi „mætti sýna“ kjörstjórn atkvæðis- seðil sinn! Við vitum hvað þetta þýðir. Þetta þýðir einfaldlega það, að hver sá kjósandi sem ekki sýnir atkvæðisseðil sinn, er talinn andstæðingur stjórnarinnar. Og við vitum einnig hvað það þýðir í einræðislandi, að vera stimplaður andstæðingur valdhafanna. Sá hinn sami verður brátt útskúfaður úr þjóðfjelaginu, fangelsaður og þykir sleppa vel, fái hann að halda lífinu. ★ Fylgjendur stjórnarinnar höguðu sjer í fullu samræmi við þetta boð valdhafanna. Þeir komu í stórhópum á kjörstað og greiddu atkvæði fyrir allra augum. Enda var engin kjörklefi eða aftjaldaður krókur á kjörstað, þar sem menn gætu greitt atkvæði leynilega. Allt átti að ger- ast undir strangri smásjá hinna stjórnskipuðu kjörstjórna. Auðvitað blandast engum hugur um, að slíkt fyrir- komulag við kosningar væri ekki aðeins óleyfilegt í lýð- ræðislöndum, heldur hrein lögleysa. Hvað myndum við Reykvíkingar segja, ef okkur væri skipað að ganga til kosninga við slíkan aðbúnað? Við myndum telja þetta svo mikla regin fjarstæðu, að við myndum ekki fást til að sinna kosningum við slíkar að- farir. Og ef einhver kjörstjórn tæki upp á einhverju svip- uðu hjer, myndi afleiðingin verða sú, að kosningin yrði umsvifalaust dæmd ógild. ★ Ekki tók betra við, þegar kom að talningu atkvæða. Talninguna önnuðust trúnaðarmenn stjórnarinnar, og fengu þar engir aðrir nærri að koma. Með þessu eru þverbrotnar viðurkendar og sjálfsagðar reglur lýðræðiskosninga. Við vitum hvernig þetta gengur til hjer, þar sem það er beinlínis lögboðið, að umboðs- menn framboðslista eða frambjóðenda eigi heimting á að vera við talningu atkvæða. En í Póllandi fá ekki aðrir nærri að koma en trúnaðar- menn rríkisstjórnarinnar. Hver getur treyst kosningum \’ið svona aðfarir? Átökin í Póllandi eru um tvær stefnur — einræðis- og lýðræðisstefnuna. Eins og stendur virðist einræðisstefnan hafa betur, enda nýtur hún öflugs stuðnings hins volduga nágranna í austri. En hvort þetta verður varanlegur sigur einræðisstefnunnar, sker framtíðin ein úr. - 'Uíhi/erji ihri^ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU íslenskar hermannakonur. FYRIR SKGMMU 'birti ís- lenskt blað grein um íslenskar konur, sem gifst hafa erlendum hermönnum styrjaldarárin og þó einkum þær, er gifst höfðu amerískum hermönnum. Var gefið í skyn í greininrti, að margar þeirra ættu við bág kjör að búa og vildu komast heim aftur. Sumar væri bók- staflega „fangar tengdafor- eldra sinna“. Vildi blaðið að ríkisvaldið færi að skifta sjer af þessum hjónaböndum og gera ráðstaf- anir til að fá stúlkurnar heim og, að manni skildist, helst bændur þeirra lika. Stríð við tengda- foreldra. ÞAÐ ER VAFALAUST rjett að hjónabönd, sem stofnað var til hjer milli íslenskra stúlkna og hermanna hafa gengið mis- jafnlega. Sum ágætlega og önn ur miður. Var ekki við öðru að búast. En það er nú einu sinni gert ráð fyrir, að gjafvaxta stúlkur ráði því sjálfar hvar þær velja sjer maka og taka afleiðingum af því og svo hitt að það gæti orðið þreytandi verk fyrir yfirvöldin, ef þau ættu að leita uppi geðilla tengdaforeldra og „bjarga“ giftu fólki úr höndum þeirra. Gæti þá svo farið, að þeir, sem heima sátu vildu einnig verða þeirrar verndar ríkis- valdsins aðnjótandi. Og væri ekki amarlegt að lifa, ef unt væri að kvarta undan ráðríkri tengdamömmu til stjórnarráðs ins, sem síðan tæki kellu r karp húsið! • Víða pottur brotinn. EN ÞVÍ KOM MJER þessi grein um hermannahjónabönd í hug, að í bresku blaði, sem jeg komst yfir á dögunum er einmitt verið að ræða um her- mannahjónabönd milli breskra kvenna og amerískra her- manna. Hafði komið fram um það kvörtun í breskum blöð- um, að breskar konur ættu við erfiðleika að stríða vestra og margar neyddust til að lifa við góðgerðir náungans, eða alt að því sníkjum. Amerísku blöðin voru ekki lengi að taka þráðinn upp og mótmæltu því kröftuglega, að slíkt væri rjett. Birtu blöðin myndir af brosandi breskum eiginkonum 1 Bandaríkjunum, sem voru hressar og ánægðar á svipinn. Ennfremur voru skýrslur birtar, sem áttu að sanna, að hjónaskilnaðir væri sjaldgæfari í bresk-amerískum hermannahjónaböndum, eða 5 af hundraði, samanborið við 30 af hundraði 1 alamerískum hjónaböndum. Nenni jeg ekki að rekja þessa sögu lengri. En manni finst, að fullorðið fólk verði að liggja þar sem það hefir búið um sig, án þess að koma þurfi til að- gerða hins opinbera. • Tilfinnanlegur skaði. HITT ER SVO annað mál, að íslensku þjóðinni hefir vafa- laust orðið skaði að því að 500 ---600 ungar efnilegar stúlkur skyldu hafa gifst erlendum mönnum og flutt með þeim af landi burt. Það raunar um minni útflutninga hjá ekki stærri þjóð. En verður ekki að taka því eins og hverju öðru hundsbiti, hjeðan af? Það, sem yfirvöldin hefðu getað gert og hefðu átt að gera þegar í stað, er að hafa auga með og semja skýrslur yfir þær íslenskar stúlkur, sem gifst hafa útlendingum. Það er skömm að því, að ekki skuli vera til nákvæmar tölur yfir hermannahjónabönd styrjaldar[ árin. Því af slíkum skýrslum mætti hafa gagn nú. En íslendingum lætur yfir- leitt illa skýrslugerð, því miður. • Óþokkaleg prcntvilla. BLAÐAMENN halda yfir- leitt ekki prentvillum, sem koma í blöðum þeirra á lofti, nema ef þeir mega til að leið- rjetta einhverja vitleysu, sem slæðst hefir inn. En sum dæmi um það hvað prentvillur geta verið óþokkalegar er sú, sem var í frásögninni af Ferðafje- lagsfundinum. sem birtist hjer í blaðinu í fyrradag. Aðsókn var svo mikil að fundinum, að hópur fólks stóð fyrir utan samkomuhúsið er fundurinn var að byrja, eins og sagt var frá hjer í dálkunum. En í frá- sögn blaðsins stóð, að „fleiri hefðu komist að en vilduT • Góður menningarfulltrúi. ÖLLUM ÞYKIR gaman að heyra, ef íslendingur st°ndur sig að einhverju leyti vel á er- lendum vettvangi. Ekki síst ef það er á andlega sviðinu. Okk- ur er því nokkur vorkun þótt því sje haldið á lofti, er- við frjettum um að landar okkar hafi getið sjer frægðar og frama. Kunningi minn einn í Kaupmannahöfn sendi mjer nýlega úrklippur úr dönskum blöðum um bók Kristmanns Guðmundssonar „Nátttröllið glottirV. Hefir Kristmann hlot- ið hina bestu dóma fyrir þessa nýjustu sögu sína. Einna vænst þykir mjer um þessa setningu úr „Kristeligt Dagblad": ,,.... Island, hin stórbrotna náttúrufegurð þess og sjer- kennilega fólk lifir á áhrifa- mikinn hátt í þessu skáldverki. — Kristmann Guðmundsson er ágætur menningarfulltrúi fyr- ir land sitt“. MEÐAL ANNARA ORÐA Slærsta shrifslohibTagbm í helmi STÆRSTA skrifstofubygg- ing heimsins stendur skamt fyrir utan Wáshington, höfvið- borg Bandaríkjanna. I henni eru skrifstofur hermálaráðu- neytisins bandaríska, en þessi risabygging, sem byrjað var að reisa í september 1941, kostaði hvorki meira íije minna en 49.957.000 dollara. í stríðinu unnu 32.500 manns í húsi þessu, sem gengur undir heitinu Pentagonbyggingin. Ó- teljandi sögur hafa orðið til um bygginguna, flestar til komnar af erfiðleikum þeim, sem „inn- byggjar“ hennar eiga við að stríða, vegna stærðar þessa völundarhúss og hinnar stór- furðulegu herbergjaskipunar og gangakerfis. í árslotc 1942 hringdi blaða- maður nokkur til kunningja síns í Pentagon, og spurðist fyrir um það, hvort kuldinn væri jafn mikill hjá honum og í Washington. — O, jaéja, svaraði kunning- inn. Það kom hjerna kuldakast í morgun og tveir verðir frusU í hel, en jeg geri ráð fyrir, að kuldinn hafi villst, eins og við starfsfólkið. Völundarhús. Patterson, þáverandi her- málaráðherra Bandaríkjanna, játaði það einu sinni, að hann villtist í hvert skipti og hann hætti sjer meira en tíu metra frá skrifstofu sinni. Önnur saga segir frá því, að ung og lagleg stúlka hafi kom- ið hlaupandi til eins af her- , vörðum byggingarinnar og hrópaði: „Þjer verðið að koma mjer hjeðan strax. Jeg er að því komin að eiga barn“. Vörðurinn hristi höfuðið og sagði. í ávítunarróm: „Þjer hefðuð ekki átt aðTlætta yður hingað inn frú, í þannig lög- uðu ástandi“. „En jeg var ekki í þessu ástandi, þegar jeg kom hing- að“, svaraði stúlkan. 1 Gangarnir í Pentagonbygg- ingunni eru samtals 16% míla á lengd. Svæði það, sem húsið stendur á, er 140 ekrur. Þegar það er fullskipað, geta 40,000 manns unnið í því, eða nálega jafn margir og íbúar Reykja- víkur fyrir um tveim árum síð an. Símakerfið í Pentagon er nógu. stórt handa 125.000 manna borg. Á styrjaldarárun- I um voru afgreidd til byggingar I innar meir en 95.000 símtöl á dag, en 100.000 símtöl voru af greidd frá byggingunni á sama tímaT Sjö hundruð hreingern- ingamenn og konur halda risa- byggingunni hreinni. Meðan á styrjöldinni stóð gættu hennar 300 óeinkennisklæddir verðir og mikill fjöldi herlögreglu- þjóna. I Pentagon er meðal annars baiikaútibú, verslanir. lyfja- búð, pósthús, rakarstofa, 1900 vatnssalerni og 2000 klukkur. Ýmsar getgátur hafa verið uppi um það, að hvaða notum þetta furðuhús komi, nú þeg- ar styrjöldinni er lokið. Ein- hver náungi hefur stungið upp á því, að friðarráðstefnan fyr- ir Þýskaland og Austurríki verið haldin þarna, vegna þess að það sje eina húsið í heimin- um, þar sem hægt sje að koma fyrir öllum þeim fjölda, sem krefjist þess, að fá að gera tillögur um friðarsamningana. En einn af öldungadeildar- þingmönnum Bandaríkjanna, sém skoðaði Pentagon, var svartsýnni á framtíð Pentagon- byggingarinnar. „Það eina, sem við getum gert úr þessu bákni“ sagði hann, „er stórkostleg- ustu rústir í heimi“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.