Morgunblaðið - 27.03.1947, Qupperneq 1
16 síður
<» IW
i
1
wrj
34. árgangur
72. tbl. — Fimtudagur 27. mars 1947
ísafoldarprentsmiðja h.f.
MARTIN BORMANN ER A LÍFI A SPÁNI
-<•>
Norsk viðskipia-
nefnd komin fil
landsins
HINGAÐ er komin sendi-
nefnd frá Noregi til að ræða!
við íslensku ríkisstjórnina
um viðskipti milli íslands og
Noregs.
f nefndinni eru: G. Ver-,!
mundsson, sem er tæknilegur
ráðunautur nefndarinnar,
Klaus Sunnanaa, formaður,
Kr. Bartland, K. Vartdal, K.
Myre, G. Poulsen og Sverre
Vagen, ritari nefndarinnar.
í dag hafa þessir menn ver
ið skipaðir í nefnd til að
ræða við norsku sendinefnd-
ina:
Finnur Jónsson, alþm., og
er hann formaður, Eggert
Kristjánsson, stórkaupmaður,
Einar Sigurðsson, forstjóri,
Jón Árnason, bankastjóri,
Kjartan Thors, framkvæmda
stjóri.
Ráðunautar nefndarinnar
eru þessir: Ásgeir Sigurðss.,
skipstjóri, Davíð ólafsson,
fiskimálastjóri, Hans G. And
ersen, þjóðarjettarfræðingur.
Ritarj nefndarinnar er Þó-
hallur Ásgeirsson, fulltrúi í
utanríkisráðuneytinu.
(Frjettatilkynning frá
ríkisstjórninni).
Er enn á lífi
ræðismennimir
fara í kvöfd
THOR THORS sendiherra og
frú hans, ásamt ræðismönnum
íslands, þeim dr. Helga P.
Briem í New York og Gretti L.
Jóhannssyni í Winnipeg fara
heimleiðis í kvöld aftur með
flugvjel AOA, en þau voru hjer
gestir flugfjelagsins eins og
kunnugt er í vígsluferð „Flag-
ship Reykjavík“.
Ennfremur fer í kvöld Mr.
Hugh Cumming, yfirmaður
Norður-Evrópudeildar utan-
ríkisráðuneytisins í Washing-
ton.
Árni Helgason ræðismaður
fór vestur um haf í fyrrinótt.
Sá síOasti áeyr.
BERLÍN: — Síðasti fíllinn í
dýragarðinum hjer í Berlín dó
fyrir skömmu síðan. Fílarnir
í garðinum vóru upphaflega
niu, en átta höfðu drepíst í
einni af loftárásum banda-
manna 1943.
Martin Bormann, (í hvítu fötunum) staðgengill Hiílers, sem
íalinn var dauður, en er enn á lífi og býr á Spáni. — Myndin
var tekin á velmegunardögum Bormanns í Þýskalandi.
Lengsti fundur utanríkisráð-
lierranna — og árangurminnsti
MOSKVA í gærkveldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
UTANRÍKISRÁÐHERRAR fjórveldanna voru á fundi
saman í fjórar klukkustundir og 45 mínútur í dag og er
þetta léngsti fundur þeirra til þessa. Ekki var hann þó að
sama ,skapi vel heppnaður, því lítill sem enginn árangur
varð af fundinum, nema hvað nokkrum málum var vísað
á ný til fulltrúa utanríkisráðherranna til frekari at-
hugunar og samþykkt var að leyfa Júgóslavíu að koma
á framfæri við fundinn skoðun sinni á væntanlegum frið-
arsámningum við Austurríki.
Ekkert samkomulag.
Þá var til umræðu þátttaka
Kína í friðarsamningunum. Ekk
ert samkomulag varð um það
mál.
Það þriðja, sem tekið var fyr-
ir á fundinum í dag, var skýrsla
fulltrúa ráðherranna um þing-
sköp hinns fyrirhugaða friðar-
fundar. Skýrslunni var vísað
aftur til fulltrúanna.
Rætt um hvað ræða skuli.
Fundinum lauk með því nær
klukkustúndar umræðum um,
j hvaða mál skyldu tekin fyrir
á morgun (fimmtudag). Var eft
ir langt þóf meðal annars að
samkomulagi að ræða um eignir
Þjóðverja í Austurríki.
iegir Bevin af sjer
i 4 r
embæltinu!
Moska í gærkvöldi.
HJER í Moskva segja
meðlimir bresku sendinefnd-
arinnar á fundi utanríkisráð-
herranna ekkert vita um
flugufregnir þær, sem nú
ganga í London, um að Bevin
muni leggja niður utanríkis-
ráðherrastarf sitt að Moskva
fundinum loknum, en taka í
staðinn að sjer forystuna um
skipulagningu efnahagsmála
Breta.
IMýr leynifjelagsskapur
nazista á ameríska
svæðinu
FRANKFURT í gærkveldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
MARTIN BORMANN, staðgengill Hitlers, sem talið var
að hefði látið lífið í Berlín með Hitler í aprílmánuði 1945,
er Rússar hertóku borgina, hefir sjest á Spáni, eftir því,
sem segir í frjett, sem borist hefir til aðalstöðva Banda-
rikjamanna hjer í borginni, en það er „Dana“, þýska
írjettastofan, sem birt hefir fregnina og ber fyrir henni
stjórnmáladeild Bandaríkjahersins í Þýskalaq,di. Hefir
jafnan verið talað mikið um að Bormann væri á lífi, en
aldrei fengist staðfesting á því fyr en nú.
Nýr nasista-
fjelagsskapur
•- • ----'W- ------
Um leið og frjettin, að Mart-
in Bormann sje á lífi birtist er
opinberlega skýrt frá leyni-
fjelagsskap nasista á hernáms-
svæði Bandaríkjamanna. Fyrir
þessum fjelagsskap stóðu fjórir
háttsettir nasistaforingjar, sem
Bandaríkjamenn handtóku fyr-
ir nokkru, en ekki hefir fyr en
nú verið skýrt frá handtöku
þeirra.
Fjelagsskapur þessi hafði á
stefnuskrá sinni, að koma nas-
istaforingjum undan wg nefndi
sig „Hinn þýska fjelagsskap fyr
ir frelsi og friði“. •
Bandaríkjamenn segjast nú
hafa komist fyrir rætur þessa
fjelagsskapar og upprætt hann
með öllu.
Verkföll í Þýsltalandi.
Loks berast í dag frjettir um
verkföll þýskra verkamanna,
sem hafa lagt niður vinnu og
neitað að hverfa til hennar aft-
ur nema að matvælaskamtur
þeirra verði aukinn.
í Bielfeld lögðu 7000 verka-
menn niður vinnu í dag vegna
þess, að matvælaskamturinn
var lækkaður úr 1500 eining-
um í 1000. Verkföll þessi breið-
ast út í Ruhr-hjeraði og bæði
í Duseldorf og Köln hafa verka
menn farið 1 kröfugöngur í sam
bandi við mótmæli vegna lækk
unar matvælaskamtsins.
Cðgnrýnir aðgerðir hernáms-
veldanna í efnahagsmálum
Þýskalands
LONDON í gærkveldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
í RÆÐU, sem Snoy barón, aðalritari belgiska fjármála-
ráðuneytisins flutti í London í dag, gagnrýndi hann að-
gerðir hernámsveldanna í efnahags og framleiðslumálum
Þýskalands. Sagði hann meðal annars, að litlar líkur væru
fyrir því, að takast mundi að endurreisa efnahag Þýska-
lands, á meðan hernámsvöldin fjögur hefðu ein með það
að gera.
Þýðingarmikið atriði.
Eftir að hafa bent á, hversu
I þýðingarmikið það væri fyýr
Belgíu, Holland og Luxemburg,
1 að efnahagur Þýskalands yrði
endurreistur, sagði Snoy, að öll
| um mætti vera ljóst, hversu ó-
mögulegt væri að koma á jafn-
, vægi í landinu á ný, meðan ýms
ar hömlur væru á flutningi
varnings milli hinna fjögurra
I hernámssvæða.
Vilja fá að fara til
Þýskalands.
Snoy sagði og, að belgiskir
og hollenskir kaupsýslumenn
væru þess fullvissir, að það
mundi flýta endurreisn þýska
efnahagsins, ef þeir fengju
hindrunarlaust að ferðast til
Þýskalands og koma á verslun-
arsamböndum við þýska versl-
unarmenn eftir venjulegum leið
um.
i