Morgunblaðið - 27.03.1947, Page 9
Fimtudagur 27. mars 1947
MORGUNBLAÐIÐ
s
NÝ KYNNINGARLEIÐ
ÞEIM fækkar óðum, sem
telja kynningu lands og þjóð
ar erlendis hjegóma einn og
óþarfa. Fyrir þrjátíu árum
hefði það þótt fjarstæða að
kosta fje til þess að taka þátt
í heimssýningu og yfirleitt
hefir sá broslegi misskiln-
ingur ríkt hjá mörgum, að
aðrar þjóðir vissu svo mikið
um okkur að engu væri á
það bætandi. Með vaxandi
kynnum okkar af öðrum
þjóðum, hefir það áunnist,
að við erum farnir að skilja
hve nauðalítið það er, sem
aðrar þjóðir vita um ísland,
og um leið hefir kröfunni
um aukna landkynningu
aukist fylgi. Um landkynn-
inguna hefir fyrst og fremst
verið rætt í sambandi við
skemmtiferðalög útlendinga
en það verður ljósara með
hverjum degi, að eigi er síð
ur þörf 4 henni til að greiða
fyrir verslun og viðskiftum
og til að efla menningarsam
band Islendinga við aðrar
þjóðir.
Land glímu og söngs.
Síðustu árin hefir ríkið og
Reykjavíkurbær verið ört á
fje til þess að styrkja söng-
flokka og íþróttafjelög til ut
anfara, og þá einkum til
Norðurlanda, og er síst að
lasta það, því að þessir flokk
ar hafa verið landinu til hins
mesta sóma. En vitanlega er
þetta nokkuð einhæf kynn-
ing til lengdar og gæti vald-
ið þeim misskilningi, að
menning þjóðarinnar væri
einkum fólgin í því að iðka
íþróttir og syngja. ,,Glim-
aens och sángens land“ kall-
aði sænskt blað ísland í
fyrra. Hvorttveggja er vit-
anlega gott, en það er fleira,
sem þarf að kynna.
Sýningar.
Reykvíkingar hafa orðið
þess varir, að aðrar þjóðir
nota sýningar til að kynna
sig og lönd sín, því að slíkar
sýningar hafa verið haldnar
í Listamannaskálanum. Og
þeir hafa líka kvikmyndir
til að kynna þjóðlíf sitt og
atvinnuvegi. Þetta er ódýr
aðferð, en reynist notadrjúg.
Og jeg held að það væri reyn
andi fyrir Islendinga að
prófa hana. Byrja með Norð
urlöndum og halda svo á-
fram meðal annara þjóða, ef
góð reynsla fæst.
-------Það sem fyrst og
fremst á að bera svona sýn-
ingu uppi eru góðar ljós-
myndir af náttúru landsins
og atvinnuvegum og að-
gengilegar sýnimyndir (línu
rit og teikningar) er gefa
hugmynd og þróun fram-
leiðslunnar og verklegra
framkvæmda, svo sem aukn
ing fiskiflotans, ræktaðs
lands, vega, vita og hafna.
•— Stutt hagskýrsluágrip í
Eítir Skúla Skúlason
myndum. Lýsing á útflutn-
ingsvörum þjóðarinnar og
yfirlit um hvaða vöruteg-
undir helstar eru fluttar inn
í landið.
Enn fremur ætti svo að
hafa á svona sýningu list-
iðnað ýmiskonar, trjeskurð,
fallegan útsaum, gull- og
silfursmíði, valda muni, sem
lítið fer fyrir. Hinsvegar er
tæplega hugsanlegt að hafa
málverk á svona sýningu,
því þau krefjast betri húsa-
kynna en hjer mundi um
að ræða, og svo er hitt, að
íslenskir málarar taka nú
orðið þátt í sameiginlegum
Norðurlandasýningum. Til
þess að kynna útlendingum
íslenska málara- og mynd-
höggvaralist til hlítar þarf
alveg sjerstaka sýningu.
Bókmentasýning.
Norðurlandabúar vita, að
Islendingar voru bókmenta-
þjóð til forna, en hinsvegar
er þekking almennings á
bókmentalífi íslenskrar nú-
tíðar mjög ábótavant á Norð
urlöndum. Eitt aðalhlutverk
svona sýningar ætti að vera
að sýna íslenskar bækur. —
Þar væri hægt að gera fjöl-
skrúðuga, sem sanna mundi
öllum, að Islendingar eru
ekki hættir að skrifa. Þó að
það sjeu ekki margir á Norð
urlöndum, sem lesa íslensku
sjer til gagns, þá er mikil
þörf á því að láta fólk vita,
að hjer blómgist bókmentir.
Þetta mætti m. a. verða til
þess, að útgefendur á Norð-
urlöndum mundu fara að
kynna sjer íslenskar bækur
í þeim tilgangi að gefa þær
út í þýðingum, en eins og
sakir standa má heita að ís-
lenskar nútíðarbókmenntir
sjeu lokaðar öllum heimin-
um.
Slíkt má ekki svo til ganga
lengur og er ranglæti, því
að á íslandi eru margir rit-
höfundar sem gefa út bæk-
ur, sem eru fyllilega sam-
bærilegar við margt af því,
sem gefið er út í nágranna-
löndunum. Það þarf að taka
fast á þessu máli til þess að
koma því í viðunandi horf
og rjúfa þær fangagirðing-
ar, sem íslensk skáld eru enn
stödd í, vegna þess að þau
skrifa mál, sem fáir skilja.
Og þetta er hægt og tíminn
til þes ei?mitt nú, því að al-
menningur er lesfúsari nú,
en hann hefir nokkru sinni
áður verið.
Ætti að fara sem víðast.
Þessi sýning ætti að fara á
milli allra höfðuðborga
Norðurlanda og auk þess til
hinna stærri bæja í hverju
landi, svo sem Álaborgar,
Árósa og Odense í Dan-
Bevin og Bidauit
Þessi mynd var tekin af þeim utanríkisráðherrunum Ernest
Bevin og Georges Bidault er þeir undirrituðu bandalagssáttmál-
ann milli Breta og Frakka í Dunkirk fyrir nokkru.
mörku, Bergen, Þránd-
heims og Stafangurs í Nor-
egi, Göteborg, Malmö, Lin-
köping og Norrköping í Sví-
þjóð og Ábo í Finnlandi. —-
Hæfilegt er að hafa sýning-
una þrjá daga til viku á
hverjum stað' Lágan að-
gangseyri má hafa að sýn-
ingunni á daginn, en að
kvöldinu væri jafnan sjer-
stök dagskrá.
Með sýningunni þarf sem
sje að hafa tónlistarmenn og
skáld, sem skemmta með
hljóðfæraleik (eða söng) og
upplestri íslenskra bók-
mennta (í þýðingu) á hverju
kvöldi, auk þess að stutt er-
indi væri þá haldið um land
ið, og ef hentug stutt kvik-
mynd væri til, þá yrði hún
sýnd. Komufólkið fengi á
þennan hátt nokkurn veg-
inn hugmynd um það helsta
sem vert er að sýna, og
mundi geta gert sjer r jettari
hugmynd um landið, en
það fengi af stórri bók.
Með því að fá blöðin til
liðs við þetta fyrirtæki, tel .
jeg þarflaust að kviða því, 1 SAMRANiI við bilun um samvinnu við stjórn S.E..
að aðsókn vrði lítil. Það er “J»»emmuþaksms a Slglu. oK matti sem minst út af
. av ., -i * iflrðl’ veSna snjoþyngsla, vill bera“.
furðu mikiðaffolkiaNorð- byggingarnefnd taka eftir- Síðan mjölhúsin á Siglu-
farandi fram: | firði voru reist og einkum'
Mjölskemmurnar eru tvö þegar snjó fór að festa á þafc
sambygð stálgringarhús, 112 ið, hefur bæði bvggingar-
metrar á lengd, en breidd; nefnd og verksmiðjustjórni
hvors er um 29 metrar. Gafl-Áerið ljóst, að gerð sú, sem
ar snúa í austur og vestur.i van á þakinu gæti ekki orðið,
Húsin eru gerð í Bretlandi og til frambúðar. En engum
tók byggingarnefnd það fram rrmn hafa dottið í hug, að svo
við milligöngumann framleið- færi, sem orðið er, heldur,
;emmur ny|u
síldarverksmiðjunnar
á Siglufirði
urlöndum, sem vill fræðast
um ísland og mundi grípa
tækifærið fegins hendi.
liðurgreiðsla
vísitölunnar
FJÁRHAGSNEFND ND. hef-
ir flutt frumvarp skv. bGÍðni 3ndci hjGr a. landi, íið miða. R*9Gti VGiið um það að i30ða^
fjármálaráðherra, um heimild skyldi styrkleika við það, að ^tð jainplötui í þaki eða lcing-*
fyrir ríkisstjórnina til þess að 1 snjólag gæti komið á bönd biluðu.
halda niðri dýrtíðarvísitölu þ&kið og auk þess bæri aðj Það, sem sagt hefur verið
með fjárgreiðslum úr ríkissjóði reikna með þunga mjölflutn- um að húsið væri ekki fok-
og um áhrif nokkurra landbún- ingstækja, sem koma á bita.fælt, uf því að loftháfar a
aðarafurða á vísitöluna. , hússins eftir endilöngu. Bygg.mæni hafa ekki reynst held-
Frv. þetta er samhl. lögum, ingarnefnd gleymdi því ekki ir ^ fyrir snjófoki, er þessu.
sem fjellu úr gildi 15. sept. s. 1. snjóþyngslunum og var all- máli óviðkomandi. En hins
Telur stjórnin nauðsynlegt að fá mikið rætt um þetta atriði,, vegar er það skýrt tekið fram
þessa heimild í'lög að nýju. |m.a. hvort heppilegra væri að í brjefi til bresku verksmiðj-
Við 2. umr. í gær beindi Ein- snúa göflum í norður og suð-^unnar, að loftræstingarbúnað
ar Olgeirsson beim fyrirspurn- ur eða austur og vestur. ■— ur skuli þannig gerður, að,
um til ríkisstjórnarinnar Gerði Magnús Vigfússon, öruggur sje gagnvart snjó-
hvernig hún hyggðist að beita byggingameistari lauslegan foki og regni.
þessum heimildum í fram- uppdrátt af húsunum miðað | Úr því sem komið er vill
kvæmd, og hvernig fjár yrði afl við báða þessa möguleika. —■ (byggingarnefnd stuðla að því,
að til þessara niðurborgana. Um þetta var rætt við mennjað sjermentaðir verkfræðing
Emil Jónsson, ráðherra, varð úr stjórn S.R., aðallega for- 'ar verði látnir athuga þetta
fyrir svörum. Kvað hingað til mann, og er ekki tækifæri til mál, svo að upplýst verði,
aðeins mjólkur- og kjötafurðir að rekja þetta frekar hjer. jhver styrkleiki járngrindar
'hafa verið greidd^r niður, en í grein, sem formaður bygg húsanna hefur verið og hvar.
eins og kunnugt væri hefði nú- yngarnefndar skrifaði í s.l.
verandi ríkisstjórn ákveðið að viku, eða áður en atburður:
halda vísitölunni í 310 stigum. sá gerðist, sem hjer um ræð-
Yrði leitast við að haga niður- ir, segir svo:
greiðslunum þannig að þær ,,Geta má eins þáttar
kæmu niður á nauðsynjavörum. stjórnarmeðlima S.R. í sam-
Benti ráðherra á, að um þessi bandi við mjölhúsin. Bygg-
mánaðarmót lægi fyrir að ingarnefnd hafði komist að
mæta hækkun á vísitölunni, þeirri niðurstöðUj að betra
sem stafaði af tóbakshækkun- mundi að láta húsin snúa frá
inni. Mundi vísitalan hækka um norðri til suðurs, vegna snjó-
þrjú stig, ef ekkert væri að foks á þakið, en menn úr
gert. verksmiðjustjórn (Sveinn
Ekki kvaðst ráðherra geta Benediktsson og Erlendur
gefið neinar upplýsingar Þorsteinsson) voru því alger-
hvernig fjáröfluninni yrði hag- lega mótfalnir og .ljet bygg-
að, ep fjármálaráðherra mundi ingarnefnd það, sennilega illu
bráðlega koma með tillögu í því heilli, ráða úrslitum, því að
efni. þá var í mörg horn að líta
orsakir hrunsins er að leita.
Trausti ólafsson,
Þórður Runólfsson,
Magnús Vigfússon.
Uppboð |
Opinber.t uppboð verður |
haldið hjá Tungu við Suð- §
urlandsbraut miðvikudag- |
inn 2. apríl n. k. kl. 11,30 I
f. h. Seldir verða tveir I
hestar, rauðblesóttur ca. .9 |
vetra og brúnn ca.«É vetra. 1
Greiðsla fari fram við |
hamarshögg. |
V =
Borgarfógetinn i
____ í Reykjavík.