Morgunblaðið - 19.08.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.08.1947, Blaðsíða 8
8 MORGIINBLAÐIÐ Þriðjudagur 19. ágúst 1947 . Útg.: H.f. Árvakur, Rrykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arnx Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. f lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Orsakir skömm tunarinnar ÞAÐ þarf í raun rjettri engan að undra, þótt nauðsvn- ]egt hafi verið að taka í bili upp skömmtun nokkurra vörutegunda. Innflutningurinn til landsins hefur á þessu ári eins og flestum öðrum, verið miðaður við það, að þjóð- in hefði a. m. k. meðaltekjur af síldarútgerðinni í erlend- um gjaldeyri. F.n svo illa hefur tekist, að verulegur hluti þessara gjaldeyristekna virðist ætla að bregðast. Síldarvertíðin lítur út fyrir að bregðast þriðja árið í röð. Eru að því mikil vonbrigði og tjón, ekki aðeins fyrir sjávarútveginn heldur og fyrir allan þjóðarbúskapinn. Slíkur aflabrestur kemur sjerstaklega hart niður á þjóð, sem hefur jafn einhæfa útflutningsverslun og íslendingar. Hjer veltur svo að segja allt á því, að sjávarútvegurinn gefi góðan arð. Ef síldaraflinn hefði s.l. þrjú ár verið í meðallagi, hefðu útflutningsverðmæti þjóðarmnar verið 250 milj. kr. verðmætari, en nú er útlit fyrir Það liggur í augum uppi að þessi aflabrestur á síldar- vertíðinni, er hinn örlagaríkasti fyrir möguleika þjóð- arinnar til kaupa á margskonar erlendum nauðsynja- varningi. Þeir menn, sem kunugir eru útflutningsmöguleikum íslendinga, töldu það varlega reiknað um síðustu áramót að gera ráð fyrir að verðmæti útflutningsins í ár yrði um 400 milj. króna. Nú þykir sýnt, að þá áætlun megi a. m. k. lækka um 10 miljónir króna. ★ En það er ekki aðeins vegna minni útflutnings en gert var ráð fyrir, sem gjaldeyrisskorturinn hefur gert vart við sig. Miklum hluta þeirra inneigna, sem þjóðin eignaðist á styrjaldarárunum hefur s.l. tvö ár verið varið til þess að kaupa inn ný framleiðslutæki til landsins. Samkvæmt málefnasamningi fyrrverandi ríkisstjórnar voru 300 milj. króna lagðar á sjerstakan nýbyggingarreikning og mátti aðeins verja þeim til kaupa á nýjum atvinnutækjum, skip- um og vjelum í þágu iðnaðar og landbúnaðar. Vissulegasta var þessi ráðstöfun hin viturlegasta, enda þótt þjóðin hefði haft nokkru meiri eyðslueyri ef hún hefði ekki verið gerð. En hefði það verið skynsamlegra að eta þetta fje upp, en verja því til kaupa á nýjum og fullkomnari framleiðslutækjum? Það eru áreiðanlega ekki margir, sem svara þeirri spurningu játandi. Hin nýju tæki munu auka framleiðsiuna og þar með útflutningsverðmætin. Kaup þeirra þýða þess vegna auknar gjaldeyristekjur í framtíðinni auk þess, sem þau munu skapa almenningi atvinnulegt öryggi. Þess þarf því engan að iðra, að verulegum hluta af gjald eyrisinneign þjóðarinnar skyldi vera varið til slíkra kaupa. Það er enn annað, sem fólk verður að gera sjer ljóst í sambandi við takmarkanir þær á vörusölu, sem gerðar hafa verið. Eins og verslun landsmannaa og framleiðslu er nú háttað, er innflutningurinn að jafnaði mestur fyrstu mánuði ársins. En útflutningurinn fer aðallega fram á síðari hluta ársins. Þetta leiðir hinsvegar til þess að nokk- ur óvissa ríkir um heildarafkomu ársins þar tii í lok þess. Þannig er þessu varið nú. Töluverður hluti framleiðsl- unnar er óseldur og ekki er vitað, við hvaða verði hann mun seljast. Til þess ber þess vegna brýna nauðsyn að gera það dæmi upp, hver sje raunveruleg kaupgeta þjóðarinnar í ár. /Meðan það er gert, verður almenningur að sætta sig við takmarkanir: á sölu ýmsra vara. Það er engan veginn víst ?ð á þéim þurfi lengi að halda, en það er nauðsynlegt að fá yfirlit um það, hvernig þjóðin er á vegi stödd í þessum éfnum. \JiLuerji ilri^ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Hlægilegt hamstur. | ÞAÐ ERU SAGÐAR margar J skringilegar sögur af hamstri iiianna undanfarna daga. Það hefir eitthvað æði gripið fólk- j ið og það hefir keypt og keypt; í tómri vitleysu, án þess að gera sjer nokkra grein fyrir hvort það hefir not fyrir vör- una eða ekkf. En svona getur vitleysan gripið um sig. Margt af því sem hamstrað er verður ónýtt og kemur aldrei að gagni. Það er t. d. hætt við því, að það verði orð- ið bragðdauft kaffið í síðasta pakkanum hjá konunni, sem á að hafa keypt 80 kaffipakka. Hún má hafa góða geymslu sú, ef henni kemur alt það kaffi að notum. Tvinni til 70 ára. EIN HAMSTURSAGAN er af konu, sem keypti 144 tvinna kefli. Hún er ekki saumakona, sem hefir það að atvinnu að sauma fyrir fólk, heldur hús- ] móðir, sem vafalaust festir íölu á flík, ef á þarf að halda, eða gerir við saumsprettu. Ef hún hefir ekki því stærra heimili má gera ráð fyrir, að hún noti alt að tvö kefli á ári. Birgð- irnar, sem hún viðaði að sjer ættu því að duga henni í 70 ár. Og þótt hún notaði fjögur á ári ætti henni að duga spottinn ævilangt. Tvær konur stóðu í verslun á dögunum og skoðuðu blúnd- ur. „Hvað ætli væri nú hægt að nota þessa blúndu. Dettur þjer nokkuð í hug?“ sagði önn ur. — Nei, ekki hafði hin svar á reiðum höndum. „Jeg ætla að kaupa hana samþ sagði sú fyrri“. • Heimskulegt, en skaðlegt. HAMSTUR fólks undanfarna daga er ákaflega heimskulegt vegna þess fyrst og fremst, að hamstrarnir vinna ekki eins mikið við það og þeir halda. Margir munu stórtapa pening- um á þessum kjánaskap, því það fer ekki hjá því, að varan eyðileggist í höndum þeirra. En hamstrið er skaðlegt eigi að síður, því dreifing vörunnar er óeðlileg. Það er engin hætta á, að nauðsynjavara hætti að flytj- j ast til landsins og það kemur að því, að þeir* sem nú hafa eytt peningum sínum til kaupa á vörum, sem þeir hafa ekkert brúk fyrir, eiga eftir að sjá eftir því, að hafa eytt fje sínu á þenna hátt. í kóngsins Kaup- mannahöfn. FERÐAMAÐUR, sem nýlega er kominn heim frá Kaup- mannahöfn, segir, að það hafi farið ósköp í taugarnar á sjer í hvert skifti sem hann kom í íslenska sendiráðið í Kaup- mannahöfn, að sjá þar flennu- stóra ljósmynd af Danakon- ungi á áberandi stað, en hvergi af forseta íslands. Sennilegt^ að þetta gamla „skileri“ hangi þarna af göml- um vana, því engum ætti að vera það Ijósara, en starfsfólki hins íslenska sendiráðs í kóngs ins Kaupmannahöfn, að ísland er orðið lýðveldi með eigin forseta. Og engan myndi það hneyksla þótt þar væri ljós- mynd af síðasta konungi ís- lands, ef slík skreyting á veggj um sendiráðsins væri gerð á smekklegan hátt. • Enn gleymdist af- rnæli Reykjavíkur. REYKJAVÍKUR KAUP- STAÐUR átti afmæli í gær. Bærinn fjekk kaupstaðarrjett- indi 18. ágúst og það telst af- mælisdagur höfuðborgarinnar. En það er eins og það sjeu álög á þessum degi, að honum sje gleymt. Að vísu munu bæj aryfirvöldin vera vön að halda forseta íslands og fleiri gest- um hóf þenna dag og er það vel gert út af fyrir sig, að halda daginn þannig hátíðleg- an. — En það minsta, sem bæj- arbúar gætu gert á þessum degi væri að draga fána að hún. í gærmorgun — þó ekki fyr en á tólfta tímanum — sásust þrjú flögg við hún hjer í bæn- um. Á Reykjavíkur Apóteki, þar sem bæjarskrifstofurnar eru, Hótel Borg og byggingu Ragnars Blöndal h.f. En á Al- þingishúsinu, Landsímahúsinu og öðrum opinberum og einka- byggingu voru flaggstengurnar auðar. • Veðurfarsbreytingar. ÞAÐ ER eins og menn hafi alveg gefið upp alla von um það tvennt, að veðráttan breyt- ist til hins betra á þessu sumri og það rætist úr síldveiðunum. En það er ekki öll nótt úti enn, er haft eftir kerlingu og gamlir menn fullyrða að nú sje von á veðurfarsbreytingu bara einhvern næstu daga. „Með höf uðdeginum breytist veðrið, segja hinir gömlu og veður- glöggu, en svo er bara verst að þeim ber ekki vel saman um hvenær höfuðdagurinn sje í raun og veru. Og furðu skrítinn veðurspá- mann hitti jeg í gær. „Nú fer veðrið að batna“, sagði hann. Af hverju heldur þú það, sagði jeg daufur í dálkinn, og van- trúaður. „Vegna þess að veðurstofu- stjórinn er farinn til Ameríku", svaraði sá veðurklóki. — Það er svo misjafnt sem menn byggja vonir sínar á í þessu lífi. 25 MILES. SÖLUNEFND setuliðseigna birti á dögunum yfirlýsingu um, að haldið myndi áfram að hreinsa til í gömlum hermanna hverfum þar til því verki væri lokið. Gott og blessað, en mörg um finst það vera orðinn nokk uð langur dráttur á því. En nefndin ber við vjelaskorti, að verkið hefir ekki unnist betur. Meðfram þjóðvegum landsins og þá aðallega þeim fjölförn- ustu eru víða sV.ilti, sem á er lerað á ensku hve hratt megi aka: „25 Miles“, „30 Miles“ o. s. frv. Það mun rjett vera að margir íslendingar eru sæmi- lega að sjer í ensku og skilja hvað átt er við, en ólíklegt er að menn myndu firtast við þótt þessar sjálfsögðu leiðbeiningar væru á móðurmálinu og varla þarf stórvirkar vinnuvjelar íil að taka þessi skilti niður, eða það sem enn betra væri, að nota þau og mála á þau á ís- lensku. Það ætti ekki að þurfa stórvirkar vinnuvjelar til þess. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Fólk ttm lalar apinskáll fyrir lakuóum dprnm Effir Alice Deleuran. danska blaðakonu, sem fór með dönskum sjálfboðaliðaflokki til að hjálpa til við endurreisn Júgó slavíu. Flokkur þessi fór til Júgó slavíu til þess að hjálpa til við byggingu járnbrautarinnar miili Samak og Sarajevo í Bosníu og þar sem í Júgóslavíu eru næst um engar vinnuvjelar til og áætl að hafði verið að ljúka við þenn an brautarkafla á hálfu ári unnu 180 þúsund Júgóslavar við hann og fjöldi erlendra sjálfboðaliða, þar á meðal 103 Danir. Fyrst segir ungfrú Deleuran: Járntjaldið milli austurs og vest ur er staðreynd, sem eigi verður á móti mælt. Jeg dvaldist nokkra mánuði í sumar í Júgó- slavíu og tók jeg þegar í stað eftir mismuninum á austri og vestri. Við vorum þarna rúmlega hundrað Danir og við voruín settir í að byggja stöð við þorp ið Nemíla, strituðum við að flytja mold og púkk undir stöðv arstjettir. Júgóslavar eru iðnir menn. Eyðilegging styrjaldarinnar hefur verið all-mikil, en endur- reisnin gengur mjög fljótt og má þakka það því að Júgóslavar eru sjerstaklega iðnir verkmenn og eru viljugir og hlýða öllum reglum, sem settar eru. Það eitt er víst, að enginn skerst úr leik við endurreisnina. Þetta eru hinar Ijósu hliðar fyrir þjóð, sem verður að búa við einræði, en jeg fann líka til myrkari hliðanna. Fyrir stríðið voru 90% allra íbúanna ólæsir og það hefur lítið sem ekkért bathað, þótt reynt hafí verið að koína á kehnslu á öllum stærri vinrtustöðvum. Sátttt er éihs og hver maður geti haldið kommún istíska ræðu hvenær sem er og hvar sem er. Þetta gerir venjan. Raunar eru fæstir kommúnistar, en menn kunna utanbókar þvaðrið úr kommúnistiskum sprautum, sem halda stjórnmálafyrirlestra við öll tækifæri Jeg tók eftir því að í öllum ræðum voru það sömu slagorðin, sem voru endur tekin upp aftur og aftur. Hver ræðumaður hamrar á þeim og fólkið getur strax þekkt komm- únistana úr á þessum einlægu slagorðum. Varlegra er að loka dyrunum. Sumir Júgóslavar sögðu mjer, að það væri víst fullkomlega lögíegur andstöðuflokkur starf- and'i í lanáinu. Jæj‘a, sagði jeg, eh fiíðar komst jeg að því að þáð éru ósánhíridi; því að óttinn við ríkislögregluna ér svd mik- (Framhald á bls. 12)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.