Morgunblaðið - 19.08.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.08.1947, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 19. ágúst 1947! — Meðal annara orða Framh. af hls. 8 ill, að í samtali tveggja manna úti á götu þorir hvorugur að láta opinskáa meiningu sína. Það er ekki fyrr en þeir koma heim til sín og hafa lokað öllum hurðum og gluggum vandlega, sem þeir þora að tala af hrein- .skilni. í slíkum jarðvegi þróast grunsemdir og ótti og enginn treystir nágranna sínum. Auk þess veldur járntjaldið því að ógurleg fáviska ríkir um lífsaf- komu annarra þjóða. Járntjaldið er staðreynd. Járntjaldið er staðreynd. Það er ekki hægt að neita því, að nokkur kommúnistískur á- róður var rekinn innan danska flokksins. Nokkrir júgóslavnesk ir rithöfundar voru fengnir til að flytja erindi fyrir okkur um dásemdir júgóslavneksra nútíma bókmennta. Heldur fannst okk- ur verða úr því andáróður, því að flestum okkar varð Ijóst hví- líkt einhæft kommúnistaand- leysi öll list var að grotna niður. - Jeg spurði einu sinni, hvort leyfilegt væri að flytja breskar og bandarískar bókmenntir inn í landið og svarið, sem jeg f jekk var að þjóðin þyrfti ekki og óskaði ekki eftir slíkum bók- menntum. Það er ein sönnunin fyrir því að járntjaldið er al- gjört. K A keppir á Húsavík Húsavjk, mánudag. Frá frjetaritara vorum. I GÆR kom til Húsávíkur knattspyrnuflokkur frá Knatt- spyrnufjelagi Akureyrar í boði Iþróttafjelagsins Völsungar og háðu fjelögin kappleik í meist- araflokki. Leikurinn endaði með jafn- tefli, 3:3. Bjartviðri var, en nokkuð hvasst. Framh. af bls. I greidd um það. Níu greiddu at kvæði með inntökubeiðni þeirra en tveir, fulltrúar Rúss lands og Póllands voru á móti. Þegar greidd voru atkvæði tun upptökubeiðni Ytri Mongól íu, sem er leppríki Rússa voru þrjú atkvæði með og þrjú á móti. Með greiddu atkvæði Rússland, Pólland og Sýrland, en á móti, Bretland, Kína og Randaríkin. önnur sátu hjá. fimm mínýfna krossgáfan SKÝRINGAR. Lárjett: — 1 vökva — 6 sko — 8 samtenging — 10 dýramál — 11 skemmd — 12 leikur — 13 félagaform — 14 elskar — 16 fyrir neðan. Lóörjett: — 2 tónn — 3 eyja — 4 leit — 5 brennur — 7 ílát — 9 op — 10 nagdýr — 14 út- tekið — 15 írumefni. Lausn á síðustu krossgátu. Lárjett: — 1 losti — 6 átt — AA — 10 ÁA — 11 lundinn — 12 að — 13 an — 14 enn — 16 totta. Lóörjett: — 2 OÁ — 3 stúdent — 4 TT — 5 galar — 7 sanna — 9 auð — 10 ána — 14 E.O. — 15 N.T. Danir og Breíar ræða fiskveiðar í Norður- bðfum Fleetwood í gærkvöldi. TIL Fleetwood kom í dag dönsk 1000 smálesta korvetta „Thetis“ í tveggja daga kurteis isheimsókn. Yfirmaður skips- ins er J. Hunter, aðal fiskimiða eftirlitsmaður Dana, en hann hefur að undanförnu unnið að athugunum í Norðursjónum og í grennd við Færeyjar. Það er búist við að Hunter muni ræða við bresk yfirvöld um sameiginleg áhugamál varð andi það, að Dann og Bretar bjorji aftur fiskveiðar í Norður höfum, en þær hafa legið niðri að mestu síðan fyrir stríð. Áhöfn „Thetis“ verða veitt ar sjerstakar móttökur í Fleet wood, Blackpool og White- haven, en þar höfðust margir danskir fiskimenn við á stríðs ánxnum. — Reuter. — Eldsvoðinn á Lauqarvatni Framh. af bls. 1 stundar var farið að loga út um marga glugga í herbergj- unum á rishæð. Er hjer var komið var aug- ljóst mál, að ekki yrði við eld- inn ráðið. Hringt var á slökkvi- liðið á Selfossi og í Reykjavík og beðið um hjálp. Stúlka bjargar sjer á kaðli. Á efstu hæðinni bjuggu starfs stúlkur sumarhótelsins 16 að tölu. Allar voru þær úti við, er eldurinn kom-upp, að einni undanskildri, Maríu Bergþóru Þorsteinsdóttur frá Stykkis- hólmi. Hún átti fri og var í her bergi sínu, sem er í burstinni næst íþróttahúsinu, fjórum burstum frá þeim stað, er elds- ins var fyrst vart. Hún mun fyrst hafa ætlað að hlaupa fram ganginn, en vegna reyks var henni ekki útkomu auðið. Greip hún þá til björgunarkaðals, er var í hverju herbergi. Á kaðl- inum rendi hún sjer niður gafl inn, en slepti of fljótt og varð fall hennar hátt og kom niður á steinrör er þar lágu fyrir neðan og brotnaði við það ann- |ar handleggur hennar og stóðu brotin út úr, ennfremur meiddi hún sig mikið á síðu og baki. Læknar, er voru komnir að hinu brennandi húsi, gerðu að • broti hennar til bráðabirgða, en síðan var hún flutt á Lands- spítalann. Líðan hennar var sögð vera eftir öllum vonum í gærkvöldi. Björgunarstarfið. Er sjeð var, að ekki myndi takast að ráða niðurlögum elds ins, var allt kapp lagt á að bjarga út úr miðhæð hússins, en þar voru skólastofur, íbúð Bjarna skólastjóra Bjarnason- ar og Guðmundar Ólafssonar, kennara og tveggja annara kenn ara. Telja menn, að fast að 100 manns, heimamenn að Laugar- vatni, gestir gistihússins, bænd ur allir úr Laugardal og annað aðkomufólk, hafi unnið að björgunarstarfinu. Þrátt fyrir mikinn reyk er gerði björgun- arstarfið erfitt, tókst að bjarga En þar urðu húsmunir að liggja í rigningunni og munu þeir eitt hvað hafa skemmst. Slökkviliðið kemur. Nær því einurd og hálfum tíma eftir að eldsins varð vart, kom slökkviliðið frá Sel- fossi. Þá voru báðar hæðir skólahússins því nær alelda, og vestustu burstirnar voru þegar komnar að falli. Er hjer var komið, var ljóst, að megin- áherslu varð að leggja á björg- un íþróttaskólahússins, sem er áfast við Laugarvatnsskólann, og skólastofuhæðina á miðhæð hússins. Með þeirri einu dælu, er Selfossliðið kom með, tókst þetta sæmilega, en stöðugt vofði mikil hætta yfir íþrótta- skólahúsinu. Slökkviliðið úr Reykjavík kom eftir um það bil 3 tíma, eftir að eldsins hafði orðið vart, en liðið var 1 klst. og 40 mín. frá Reykjavík að Laugarvatni. Urðu nú mikil og skjót um- skifti. Nú var gengið í að slökkva eldinn í austustu burst inni, þeirri er ógnaði íþrótta- skólanum, svo og eldinn í íbúð skólastjórans í vestasta húsinu, en þangað niður hafði eldur- inn læst sig eftir stiga er liggur upp á efri hæðina. íbúð Bjarna varð fyrir miklum skemmdum. Kl. langt gengín 8 um kvöld ið var að mestu búið að kæfa eldinn. Tvær efstu hæðir Laug arvatnsskólans voru þá brunn- ar þvi nær til ösku. Tjón íbúanna. Eins og fyr segir, urðu íbú- ar í skólahúsinu fyrir meira og minna tjóni. Tilfinnanlegast varð það hjá starfsstúlkunum 16, er bjuggu í herbergjunum á rishæð. Þær mistu aleigu sína í eldinum. Föt peninga og önn- ur verðmæti, sem verða þeim óbætanleg. Var um það rætt eystra, að mönnum bæri að skjóta saman handa þeim. •— Magnús Kristjánsson verkstj., er býr með konu sinni og barni yfir íbúð skólastjóra, varð einn ig fyrir talsverðu tjóni. Þórður Kristleifsson kennari og ,kona hans mistu nær aleigu nína. En eins og fyr segir, þá var innbúi úr íbúð skólastjóra og Guðm. Ólafssonar bjargað. Gestir gisti hússins bjuggu allir í nemenda og kennarabústöðunum. Viðgerð hafin hið fyrsta. Um endurbyggingu skólahúss ins í sínum gamla stíl, segja kunnugir menn, a ðekki verði um að ræða. Það sem gert verður nú á næstunni, er að srníðað verð- ur þak yfir miðhæðina og það látið nægja í bili. Kensla mun væntanlega getr. hafist, eins og ráð var fyrir gert, um og eftir 20. okt. Þareð heimavist námsmeyja hefur nú brunnið, verður starirækslc'. skólans sennilega breyi mjög. Þegar hafa látið innrita s g rösf lega 200 nemendur, en nú e; talið að aðeins helmingxi ■ þeirra muni geta fengiö skólo • vist á vetri komanda. — Hvaðti leið verður valin til þess ao leysa þetta vandamál, sem fiú hefur skapast fyrir væntanlega nemendur skólans, mun ekid hafa verið ákveðin. Skólahúsið var trygt Ivjá Brunabótafjelagi íslands og Sambandi ísl. samvinufjela. x. Framh. af bls. 1 greinum bresk-bandaríska ums samningsins. Þéirri grein, sem fjallar um að Bretar me^i ekki hækka tolla á vörum fra Banda ríkjunum nema Jxeir hækld tollana á sömu vörum frá öðr um löndum einnig. Hin grein in er xxm yfirfærslu síerlings- pundainneigna annarra þjóða í Bretlandi í dollara. Bandaríska stjóimin skilui’ Vel, að Bretar eiga í mikíurn erfiðleikum og þeir virðast verét viljugir á að hjálpa þeim svo framarlega sem sú aðsfoð geng ur ekki í bága við Marshall áætlunina. imjutiMiMMiaiwnBfMwigMWiiMwniiwwniii l j | MÁLFLUTNINGS- SKRIFSTOFA | Einar B. Guðmundsscn. j | Guðlaugur Þorlákssan j Austurstræti 7. Símar 3202, 2002 Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. s 1 ■crannmninnnBininnnuiiiiminnninmrniin^iiia £k á- EfSlr Robeil Slornf , FUNN'I TblNó A3CUT X TutóE N0RTHE(?N PiKE- ] Tp;; aifíócR THEYÁRE, TH& n M.A8DER IT ló TO CATCI-I ‘E/M! BUT / SCONER Cf? LATER, fíOMé SMART ANfíLER gElNfíó v 'EM TO &00<! " i'LL &AY YOU'LL 5E fí-EEINó ME, YOU <?CM WITH A ROD, Í5UT NOT THE FlóHlNó KIND ! ’ S0RRY T INTERPUPTED YOUR ' FI^HlNG, gUT WE WARDENfí HAVE 60T TO CHECK ON THE "FREE_____ j RIDERÓ", YOU KNOw! ^ W / óure! be Hll <&EEIN6 ÁT'ýi • é' vcu! rcsctvi y I'VE MADE A ROUfíH J ITCOEÓÍ ÓKETCH OF THE LAVOUT, / THE ÓIRL DINÓ...£AV! ONE OF THE- / PRO&A&LY WIND0W£ 1$ SOARDED! 1$ IN THAT D0Eí» THAT ^UfífíEET l B.00/H! *- . ANYTHlNfí? ^ 1) Tuck: — Það er einkennilegt þetta með gedd- ufnar hjerna norður frá. Því stærri sem þær eru því erfiðai'a er að veiða þær. En fyrr eða síðar kem- ur að því, að einhver slunginn veiðimaour sýni þeim í tvo heimana. — Kalli botnar ekkert í þessu. 2) Tuck: — Mjer þykir leitt að hafa þurft að trufla þig við veiðarnar. En eins og þú veist, verð- um við eftirlitsmennirnir að vera á hnotskóm eftir veiðiþjófum. — Kalli: Já, auðvitað. Sjáumst síðar. 3) Tuck hugsar með sjer: — Já, þú getur reitt þig á, að þú skalt fá að sjá mig síðar með einhver veiðarfæri, en það verða ábyggilega ekki neinar dverg-græjur. 4) X-9: — Jæja, nú er jeg búinn að rissa upp kofann og umhverfi hans. En sjáðu, það eru hler- ar fyrir einum glugganum. Finnst þjer það ekki benda til neins? — Bing: Jú, reyndar. Stúlkan er líklega í því herbergi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.