Morgunblaðið - 19.08.1947, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.08.1947, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 19. agúst 194Z NEILL CfUr JUl C 3. dagur Hamfarir náttúrunnar voru nú í algleymingi. Svo ógur- legar voru sjávardunurnar, að það var engu líkara en að haf- ið hefði fæðingarhríðir. Brid- get frænka kom niður og sagði að mamma væri hrædd við veðurofsann. í göngunum stóð þjónustufólkið skelfingu lostið og sagði hvert öðru kynja- sögur. Alt í einu slotaði veðrinu. Bylurinn datt bókstaflega af, húsinu. Og það var • eins og drægi úr briipgnýnum um leið og gjallandanum í klukkunni á Maríukletti. Það var engu j líkara en að náttúran stæði á; öndinni eftir allar hamfarirn- ar. í sama bili heyrðist hærra hljóð uppi á lofti en áður. Faðir minn settist á stól, spenti greipar og lokaði augunum. Sjera Dan rjálaði við talna- band sitt, hreyfði varirnar, en sagði ekkert. Þá heyrðist veiklulegt hljóð. Faðir minn opnaði augun og hleraði. Sjera Dan stóð á önd- inni. Svo heyrðist kveinið aft- ur, en var nú hærra og gjall- ara. Það var engum blöðum um það að fletta hvaðan það kom. Þetta var boðskapur nátt úrunnar um það, að ný sál hefði fæðst í þennan heím. „Því er lokið“, sagði pabbi. ,,Lof sje guði og öllum heil- ögum“, sagði sjera Dan. Þarna hefi jeg sigrað þá“, sagði pabbi, stökk á fætur og hló. Hann gekk fram að dyrun- um og opnaði þær upp á gátt. í ganginum stóð þjónustufólk- ið og stakk saman nefjum. Garðyrkjumaðurinn, Tom Dug, venjulega nefndur Tommy stýrimaður, gekk fram og spurði hvort ekki ætti að hringja klukkunni. „Auðvitað“, sagði pabbi. „Hefurðu máske ekki beðið eftir því?“ Fáum mínútum seinna tók heimklukkan að hringja í á- kafa og rjett á eftir tók kirkjuklukkan undir. „Þarna urðu þeir að láta í minni pokann“, hrópaði pabbi og skellihló. Og svo þrammaði hann um gólfið og var þung- stígari en nokkru sinni fyr. Nú þagnaði barnsgráturinn og þá heyrðist þys og kliður uppi á lofti. Pabbi staðnæmd- ist. Það var eins og andlits- drættir Mhns stirðnuðu. Og í stað þess að þruma sem áður, sagði hann með hvíslandi rödd: „Hvað er að? Hvar er Con- rad? Hvers vegna kemur Con- rad ekki?“ „Vertu rólegur. Hann kem- ur bráðum“, sagði sjera Dan. | Nú liðu nokkrar mínútur og hvorugur sagði orð. En svo þoldi pabbi ekki mátið lengur. I Hann æddi fram að stiganum og kailaði hárri rc-ddu á lækn- irinn. Rjett á eftir heyrðist fótatak' læknisins í stiganum. Hann fór hægt og það var eins og .hann drægi fæturna. Svo kom hann inn á skrifstofu föður míns. Og j þótt ekki væri bjart, mátti sjá m hann var náfölur. Hann jpgði ekkert og það var ónota- Jeg-jíþögn. Þá' sagði pabbj: „Hvað er að?“ „Það er ....“. „Talaðu maður! — Þú ætlar þó ekki að segja mjer að barn- ið sje dáið?“ „Nei, nei“. „Nú hvað er þá að?“ „Það er stúlka“. „Stúl .... Segirðu að það sje sje stúlka?“ „Já“. „Ó, guð almáttugur“. sagði pabbi og hneig niður í stólinn. Hann gapti og starði stirnuð- um augum á eldinn í arninum. Sjera Dan reyndi að hug- hreysta hann. Það varð eigi á j alt kosið, sagði hann, og það var þó gleðilegt að hafa eign- ast dóttur. Stúlkurnar voru blómknappar lífsins, þær voru 1 eina gleði og yndi mannsins á hjervistardögum hans, og marg ur maðurinn þakkaði guði innilega fyrir það að eignast dóttur. Allan tímann höfðu klukk- urnar hringt í ákafa og nú brá fyrir leiftrum í herberginu af flugeldadýrðinni á Sky Hill. I Þar ljómaði með eldlegum stöfum: „Drottinn blessi dreng i inn“. I Sjera Dan hjelt áfram að hygsa pabba, og írskan hans var eins og lækjarniður. „Konurnai' eru salt jarðar. Guð blessi þær. Og þegar jeg hugsa um það hvaða þjáning- ar eru lagðar á þær til þess að þær haldi mannkyninu við, þá liggur við að jeg gæti fallið á knje fyrir þeirri fyrstu konu, sem jeg mæti á götu. Hvað mundi heimurinn vera án kvennanna? Hugsaðu um hina heilögu Theresu! Hugsaðu um blessaða Margaret Mary! Hugs aðu um heilaga guðsmóður sjálfa!“ „Hættu þessu“, þrumaði faðir minn og stökk bölvandi á fætur. „Stöðvið þessar fjandahs klukknahringingar! Ætla þess ir halfvitar að hringja látlaust! Stöðvið þessa djeskotans flug- elda líka! Stöðvið þá undir eins! Hafa allir djöflar tekið sig saman um það að hæðast að mjer?“ Og svo þaut hann út úr her- berginu. | Mamma hafði heyrt til hans. Hvert orð hafði borist til henn- ar upp um rifurnar í gólfinu. • Hún var örvílnuð. Henni fanst eins og hún hefði framið eitt-, hvert ódæði. Hún rak upp hljóð og það leið yfir hana. I Gamli lávarðurinn dó um nóttina. I Ijósaskiftunum um morg- uninn hvarf hann yfir í annan heim til að standa þar reikn- i ingsskap lífernis • síns. Og mánuði seinna kom hinn nýi Roe lávarður, pilturinn frá. Eton, til þess að taka við eign- 1 um sínum og upphefð. 1 En áður hafði faðir minn hrist af sjer vonbrigðm og tek- I ið að vinna af kappi að því á- samt lögfræðingunum, banka-' stjórunum og efnamönnunum,! að koma í framkvæmd hinni1 miklu fyrirætlun sinni að skapa nýja tima á eynni. III. Ut úr ómir.nisþoku bernsku minnar kemur fyrst fram ó- Ijós minnipg. (um . stórt her- bergi, þar sem er stórt rúm, stór klæðaskápur, stórt borð og stór bænastóll, og mynd af Maríu mey þar fyrir ofan. Svo er opinn gluggi og þangað kom þröstur á morgnana og tísti. Þegar jeg fór að átta mig betur á tilverunni komst jeg að því, að þetta var svefnher- bergi móður minnar, og að það var móðir mín sjálf, sem tók mig upp í hvert skifti, sem jeg datt á gólfið, .faðmaði mig að sjer og strauk mjúkri hendi um kollinn á mjer. Stundum sat hún undir mjer og reri mfeð mig og söng. Og vegna þess að jeg minn- ist þess ekki að hafa sjeð móð- ur mína neinsstaðar nema í þessu herbergit þá tel jeg víst að hún hafi verið sjúklingur frá því að hún átti mig. Fyrstu mennirnir, sem jeg man eftir, eru þeir Conrad læknir og sjera Dan. Jeg minn- ist hinnar þýðu raddar lækn- isins: „Hvernig líður yður í dag, frú?“ Og jeg minnist hinn ar enn þýðari raddar prestsins: „Hvernig líður dóttur minni í dag?“ Mjer þótti vænt um þá báða, sjerstaklega þó sjera Dan. Jeg man að hann var vanur að kalla mig Nanny sína og segja að jeg væri bæði og gleði og plága lífs síns, því að jeg væri óstýrilát eins og kiðlingur. Hann hlýtur að hafa verið stórt barn. Jeg marka það á því, að í hvert sinn, sem hann hafði •tekið skriftir af móður minni, var hann óðar kominn á fjóra fætur á gólfinu og í feluleik við mig í kring um rúmið og undir því. Og þá skorti hvorki gleðiköll nje hlátra. Jeg man líka að hann var í svartri hempu, sem var hnept upp í háls, og á hliðunum voru tveir vasar. Þessa vasa hafði jeg fyr- ir geymslur og tróð í þá öllu dóti mínu og brúðum, og jafn- vel sælgæti og kökum, sem jeg ætlaði að geyma mjer. Mamma kallaði mig Mary veen (elsku Mary), og vegna þess hvað hún unni mjer heitt, hefir hún haft mig lengi á brjósti, því að jeg man eftir hvítu brjóstunum hennar full- um af mjólk. Jeg svaf í litlu tágarúmi við hliðina á rúmi hennar, svo að hún gæti altaf breitt ofan á mig ef jeg spark- aði ofan af mjer á nóttunni. Hún var vön að segja, að ieg væri eins og lítill fugl, og jeg hjeldi höfðinu eins og fugl. Jeg man eftir því að jeg var fjörug og altaf á hlaupum fram og aftur. Væri jeg lík fugli, þá var mamma eins og blóm. Höfuð hennar var lítið og fagurt og hún var altaf rjóð af sótthita og því líktist höfuð hennar blómi á háum stöngli. Hún var altaf svartklædd, en um háls- inn hafði hún kniplingakraga eins og sjást á gömlum mynd- um. Og þegar jeg kalla nú mynd hennar fram í huga mín um og sje fyrir mjer blíðu aug- un hennar og fallega munn- inn, þá held jeg að það sje ekki ímyndun mín, eða barns- leg dálæti sem veldur því, að mjer finst hún hafa verið sú fallegasta kona, sem jeg hefi sjeð. Hefi jeg þó farið um mörg lönd og sjeð margar fagrar konur. P9*i$iittHsð!0Í GULLNI SPORINN Eftir Quiller Couck. 67. ' „Þetta er meiri bölvaður kuldinn — hann næðir gegn- um merg og bein. Þetta er líka ljóta uppátækið að senda gamlan mann að sækja púður á þessum tíma dags“. Að þessu loknu heyrðist að lykli var sttmgið í skráar- gatið, það brakaði í hurðinni og hún opnaðist. Gamall, gráskeggjaður maður steig nú inn fyrir þrösk- uldinn. Hann nötraði svo af kulda, að luktin, sem hann hjelt á, skalf í höndunum á honum. Varla hafði hann fyr snúið sjer við, en jeg stökk á hann, og þar sem hann veitti sáralítið viðnám, tók það mig varla andartak að kefla hann. Þvínæst fleygði jeg honum niður og slökkti á lukt hans. Hvorugur okkar sagði eitt einasta orð meðan á þessu stóð. Jeg held að gamli maðurinn hafi als ekki áttað sig á því, hvað var að ske, því hann hreyfði hvorki legg nje lið, er jeg tók af honum beltið og batt því um fætur hans. Svo tók jeg hálsklút hans, reirði hendurnar á honum fyrir aft- an bak og yfirgaf hann svo. Jeg lokaði hurðinni fyrir aft- an mig og stakk lyklinum í vasann, um leið og jeg hljóp upp stigann framundan. Þar sem ljós skein niður stigann, slökkti jeg á ljóskeri mínu. Stiganum lauk í löngum gangi, en innst í honum og yfir eikarhurð hjekk fallegur lampi. Þegar jeg opnaði hurðina, kom jeg inn í stórt herbergi, sem jeg ætlaði að væri forsalurinn í íbúð yfirmanns borgarinnar. Beint framundan mjer var breið hurð, og til hægri og vinstri við mig tvær dyr, sem augsýnilega lágu inn í einhver af her- bergjum hússins. Milli mín og hurðarinnar á vinstri hönd var breiður stigi, fallega málaður og skreyttur. Undir stig- anum var fatahengi, en á því hjengu kápur, hattar og ann- ar klæðnaður. Jeg var þarna vissulega í mikilli hættu. ,,En“, hugsaði jeg, „bak við einhverja af þessum hurðum hlýtur að vera vinnuherbergi húsráðanda, og í því herbergi er líklegt að lyklar harís sjeu“. Hvora hurðina átti jeg nú að velja? Ekki gat jeg staðið þarna mikið lengur. >- 9 ! — Þetta er undarlegt, mjög undarlegt, eftir líflínunni yð- ar ættuð þjer að vera dauður ! fyrir mörgum árum. ★ Tveir timbraðir stúdentar labba niður í bæ eftir hádegi, nýkomnir á fætur. — Hefurðu nokkurn tíma hugsað um það, hvað eru marg- ir aulabárðar til í heiminum. i — Já, og þeir eru altaf ein- um fleiri en maður heldur. ★ Þegar Bandaríkjamenn settu á 35 mílna hámarkshraða í Tokio, voru það Ricksha menn irnir, sem mest börðust á móti því. ★ — Þú áttir afmæli í gær. — Já og frænka mín sendi mjer ávísun. — Aha, þá ættirðu að geta borgað mjer tuttugu krónurn- ar, sem þú skuldar mjer. — Bíddu, bíddu^ leyfðu mjer að halda áfram að segja draum inn. ★ ^ A samkomu, þar sem Mark Twain var viðstaddur var tal- að um svefngöngu og hvaða ráð væru gegn henni. — Jæja, sagði einn gestur- inn, jeg held að ekkert ráð finn ist gegn því að ganga í svefni. — Jú, sagði Mark Twain, jeg þekki eitt ágætt ráð. —- Hvað er það? — Það er að kaupa sjer pakka af teiknibólum og strá þeim á gólfið þegar maður fer að sofa. ★ Þegar eiginmaðurinn var í út löndum, skrifaði konan honum á þessa leið: — Mjer kemur þú svo oft í hug, einkanlega þegar jeg þarf að bera út gólfteppið. ★ Mac Macmac er að koma frá Aberdeen til Glasgow með unn ustu sinni, þá segir hann: — Heyrðu Mary, veistu hvaða munur er á strætisvagni og leigu bíl? —• Nei, svarar hún. — Jæja, þá getum við bara tekið strætisvagninn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.