Morgunblaðið - 07.10.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.10.1947, Blaðsíða 1
16 síður U4. árgangur 227. tbl. — Þriðjudagur 7. október 1347. Ísíioldarprentsmiðj a h.l. pmMtt IMÝ ALÞJÓÐA8AIVIT0K Hýgift hjén og barns- hafaitdi korsur (á aukaáam! VIÐSKIFTANEFNDIN hefur ákveðið, að veita nýgiftum hjnn um, sem eru að stofna heimili, aukaskamt af veínaðarvöru og búsáhöldum fyrir samtals 1500 krónur. Nær þetta eingöneu til stofnunar nýrra heimila en ekki til stækkana eða breytinga á eldri heimilum. Þá hefur viðskiftanefndin á- kveðið að úthluta aukaskamti af vefnaðarvöru til barnshaíandi kvenna fyrir alt að 300 kr., gegn vottorði læknis, eða ljósmóður. Úthlutunarstjórar hafa á hendi úthlutun þessara aukaskamta. Kairo í gær. í EGYPSKA utanríkisráðu- neytinu hefur verið stofnuð ný deild, sem heitir Súdanmála- deildin. Egyptar halda fast við fyrri kröfur sínar um að Súdan verði gert að verndarríki þeira og er þessi nýja deild einn lið- urinn í baráttu þeirra fyrir þeim málum. — Reuter. Verður sSéll Rússans auéur! Þessi Ijósmynd er af fundi á Allshcrjarþingi Sameinuðu þjóðanna í Ncw York og var tekin eftir að fulltrúi Rússa, Gromyko hafði gengið af fundi, en stóll Rússans er effir auður. I blöðum víða um heim er þess nú getið til, að Rússar sjeu að undirbúa sig undir að hverfa úr fjelagsskap hinna sameinuðu þjóða og hefir þessi grunur styrkst við stofnun alþjóðabandalags kommúnista, sem á að hafa aðalaðsetur í Relgrad. Truman biður landa sína ú spara öll matvæli WASHINGTON í 'gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. TRUMAN Bandaríkjaforseti hjelt ræðu í gær, sem var út- varpað um gjörvöll Bandaríkm. Á ræða þessi að tákna tíma- móti í Bandaríkjunum, því að frá og með deginum í dag þyrja Bandaríkjamenn að spara öll matvæli 'til þess að bja,rga Evrópuþjóðunum frá hungri og niðurfelli. Truman sagði, að með því að flytja meiri matvæli til Evrópu, væri ekki aðeins verið að þjarga Norðurálfuþjóðunum heldur einnig allri vest- rænni menningu. : «----------------------- greiSa í dollurum Kairo í gær. EGYPSKA stjórnin hefur gef ið út yfirlýsingu um að Bret- ar hafi neitað að greiða í doll- urum þá 2% miljón sterlings- punda inneign sem Egyptar eiga í B.retlandi. — Reuter. Nýjar verfcsmiðjur nýr iðnaður London í gær. EFNAHAGSMÁLARÁÐ- HERRA Breta, Sir. Stafford Cripps gaf í dag nokkra upp- lýsingu um það, hvernig breska stjórnin hyggðist útrýma at- vinnuleysi á einstökum stöðum. Sagði hann m. a., að í Suður- Wales væri verið að -byggja 12 nýjar verksmiðjur og víða um England væri verið að byrja á nýjum iðnaði, sem ekki hefði þekkst þar áður. En, sagði hann, til þess að koma í veg fyrir að vinnuaflsskortur værj á einstök um stöðum, þá þarf helst að vei'a sjerstök stjórn, sem sjer um það, að verkamennirnir vinni á þeim stöðum sem skort- ur er mestur á vinnuafli. * —Reuter. Spara öll matvœli Truman bað bandarísku þjóð- ina um að spara sem mest öll matvæli til þess, að hægt væri að senda hinum sveltandi þjóð- um Evrópu sem mestan mat. — Bað hann Bandaríkjamenn um að borða ekkert kjöt á þriðju- dögum og engin egg eða kjúk- linga á fimtudögum. Auk þess að hver maður ætti að spara eina brauðkneið daglega, svo að hægt væri að senda meira korn til Norðurálfunnar. Hann fór hörðum orðum um þá, sem væru að hamstra sig upp af matvælum og ætluðu sjer með braski að græða á þeim. Sagði hann, að í framtíðinni skyldi tekið harðar á slíkum af- brotum en áður. Við erum að hef ja nýja orustu sagði Truman. Það er orustan við hungrið. Evrópuþjóðirnar standa þegar fyrir hungurvof- unni og ef þær falla í þeirri or- ustu táknar það, að við höfum mist friðinn. Þeir Marshall utanríkisráð- herra, Anderson og Harriman hafa lýst því yfir, að þeir styðji forsetann í þessari viðleitni I hans. KOMMIÍNISTA UppSausn Komintern var blekking — Ógnun við samtök S.Þ. PARÍS í gæikveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. UM SÍÐASTLIÐNA helgi kom það í ljós að stofnuð hafa verið ný alþjóðasamtök kommúnista. Var stofnun þessi ákveðin á fundi, sem kommúnistar frá níu löndum Evrópu, Rússlandi öllum smáríkjum Austur-Evrópu og Frakklandi, sátu í Varsjá í Póllandi. Með stofnun þessarra samtaka er gert ráð fyrir náinni samvinnu kommúnista- flokka um allan heim. Miðstöð þeirra verður í Belgrad í Júgóslavíu. Það er almennt álitið, að þetta eigi aö vera gagn- sókn Rússa móti Marshall áætluninni og jafnvel óttast sumir, að þetta muni vera frumdrög að því, að Rússland og Austur-Evrópa segi sig úr banda- lagi Sameinuðu þjóðanna. Ufanríklsráðherra- (uRdurlnn hefsl 5.. nóvesnber London í gær. NÚ hefur verið' ákveðið, að fundur utanríkisráðherranna skuli hefjast 5. nóvember n. k. Bretland, Frakkland og Banda- ríkin höfðu ákveðið, þessa dag- setningu, en Rússar skáru sig út úr og vildu að hann hæfist 6. nóvember. Nú hafa þeir samt fallist á hitt. — Reuter. Frakkavlnir í Saar fá hreinan meirihluia Saarbrucken í gær. KOSNINGAR fóru fram í Saar hjeraði í gær og eru úr- slitatölur nú komnar. Þingsæti eru 50 og af þeim hlaut kaþólski flokkurinn hreinan meirihluta eða 28 þingsæti. Sósíaldemo- krata/lokkurinn fjekk 17 þing- sæti, demókrataflokkurinn 3 og kommúnistar 2. Aðalmálið, sem barist var um í kosningunum var hvort sam- eina skyldi Saar efnabagslega við Frakkland. Var Kaþólski flokkurinn því fylgjandi og eru því miklar líkur tii, að nú verði það gert. — Reuter. Vill meiri trúræfcni London í gær. f RÆÐU, sem Sir Stafford Cripps hjelt í dag, ljet hann svo ummælt, að ein besta trygging fyrir því að friður hjeldist í heiminum, væri sú, að menn hlýddu meira á guðfræði en gert hefur verið til þessa. Kommintern endurreist. Þessi viðburður hefur vakið mikla furðu og að sumu leyti gremju um allan hmn vestræna heim, því að hinn fyrri alþjóða fjelagsskapur kommúnista Kommintern, sem var fjelags- skapur allra þeirra kommún- ista, sem mátu meira fyrirskip- anir frá Rússlandi en börf síns eigm föðurlands, var opinber- lega leystur upp 1941 með lof- orði Rússa um að stofna ekki framar til slíkrar fimmtu her- deildar starfsemi í öðrum lönd- um. Fylgja kommúnistar fleiri landa með? « » Kommúnistaflokkur Frakk- lands er yfirlýstur meðlimur í þessum nýju samtökum, en um alla Vestur-Evrópu hafa menn verið að velta því fyrir sjer, hvort fleiri kommúnistasellur fylgi ekki síðar með. Enn er ekki vitað um afstöðu breska kommúnistaflokksins nje komm únistaflokkanna á Norðurlönd- um til þessara austrænu sam- taka. Sósíalistar í Frakklandi fordæma samtökin í Frakklandi gaf franski sós- íalistaflokkurinn út yfirlýsingu varðandi þátttöku franska kommúnistaflokksins í þessum nýju samtökum. Er þátttaka kommúnistanna fordæmd og því lýst yfir, að þátttaka í slíkum samtökum jafnist á við landráð. Klofnun heimsins Frönsk blöð skrifa mikið um atburð þennan og telja hann al- varlegan. Eru þau flest á einu máli um, að það sýni ljóslega, að Rússar vilji ekkert gera til að halda þjóðum alheims sam- einuðum. Þessi nýju samtök geta ekki orðið til annars en að (Framhald á bls. 12)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.