Morgunblaðið - 25.08.1948, Page 2

Morgunblaðið - 25.08.1948, Page 2
2 MORGUTSBLAÐIÐ Vliovikudagur 25. ágúst 194$* Pianótónleikar Þór- iHtnar S. Jóhanns- dóJlur ÞAÐ var auðsjeð í Austur- ba?jarbíó í fyrrakvöld, að Reyk víkingar láta sig miklu skifta framtíð og framför Þórunnar litlu og er það vel. Hvert sæti var skipað og góðlátlegur eft- irvæntingarsvipur á hverju and liti. Svo' birtist hinn litli píanó- íeikari, látlaus og prúð og alls ofeimin að taka á móti því dynjandi lófataki, sem heilsaði henní og bauð hana velkomna heim aítur. Slíkar endurminn- ingar ætíu að vera henni gott veganesti á listabrautinni. Efnisskráin var fjölbreytt, en ef til vill óþarflega löng. Veiga mestu viðfangsefnin voru Són- ata í F-dúr eftir Mozart og Fantasía í c-moll eftir Bach, en nteð þeim tveim verkum hóf hún hljómleikana og siðar 1. þátturinn úr píanókonsert í a- moll eftir Mozart, þar sem Jó- hann faðir hennar Ijek hljóm- aveitarhlutverkið á slaghörpu. Ennfremur ljek Þórunn verk •eftir Debussy, Prokofiev, Chop- in o. fl. Afrek Þórunnar sýndi það, að þær vonir, sem við hana eru bunanar, eru óðum að rætast. Hún hefir vexið að viti og þrótti «og túlkun hennar sýnir tví- mælalaust hina mildu með- fæddu hæfileika. íslenska þjóð- in hefur hjer eignast undrabarn og er því vonandi að hún þekki sinn vitjunartíma og hlúi sem best að Þórunni litlu, svo að hún fái notið vaxtaskilyrða sinna. P. í. Ðanmörk og bresk bandaríska her- námssvæðið semja London í gær. VERSLUNARSAMNINGAR hafa nú verið undirritaðir milii Banmerkur og bresk-banda- ríska hernámssvæðisins í Þvska landi. Samkvæmt samningum 'þessum munu Danir selja her- námssvæðinu matvæli, lyf og efni til sápugerðar, en fá meðal annars í staðinn vjelar og vefn- aðarvöru. Svisslendingar og bresk-banda ríska hernámssvæðið hafa einn ig gert með sjer vöruskiptasamn ing. — Reuter. öippíiikeppendur á móti í Malmö Malmö í gærkvöldi. ALÞJÓÐA-frjálsíþróttamót hófst hjer í kvöld með mikilli et íendri þátttöku. Auk Svía eru þáfttakendur frá Bandaríkjun- um, Frakklandi, Jamaica, Pan- ama og Ðanmörku. Karrison Dillard, USA, vann 100 m. hlaup á 10.4 sek. Annar var Ðickson, USA, á 10,7. en þriðji var Svíinn Lennart Kjell á 11.1 sok. R. F. Ault, USA, vann 400 m. grindahlaup á 51,7 sek., en annar var Sviinn Rune Larsson á 51,9 sek. Ault varð 4. í þessari grein á Ólympíuleik- umim, en Larsson þriðji. Þriðji v.j ■ Frakkinn Arifone á 52,2 j sek. — Reuter. 1600 íslendingar hafa far- ið tii útlanda í sumar án gjaldeyrisleyfa Greinargerð viðskifta- neíndar vegna takmark- ana á ferðalögum til útlanda UM 1600 ÍSLENDINGAR hafa siðustu fjóra mánuði farið í ferðalög íil útlanda, án þess að hafa fengið gjaldeyrisleyfi hjá Viðskiptaneínd, en fararleyfi hefur þetta fólk að sjálfsögðu fengið. Ekki liggja fyrir skýrsl- ur um hve margir hafa farið með gjaldeyrisleyfi frá nefnd- inni, en þeir eru nokkur hundruð og sennilega alt að bví jafn- rnargir og hinir, sem engin gjald eyrisleyfi hafa haft. Viðskiptanefndin skýrði blaða mónnum frá þessu í gærdag er hún birti greinargerð fyrir þeim ráðstöfunum, sem nefndin hefur gert í sambandi við ferða- lög manna til útlanda og vegna gagnrýni, sem komið heíur fram í blöðunum á ráðstafanir r.efnd- arinnar. Greinargerð Viðskiptanefndar er á þessa leið: Undanfarna daga hefur í blöð um bæjarins nokkuð verið rætt um takmarkanir er Viðskipta- nefndin heíur sett um skemmti- ferðir íslendinga til útlanda, og hefur í þeim umræðum ýmis- konar misskilnings gætt. Til leið rjettingar þessum ummælum og til upplýsingár fyrir almenning teiur nefndin því rjett að skýra opinberlega frá í hverju tak- markanir þessar eru fólgnar og ástæðum þeim er liggja hjer til grundvallar. Á ofanverðum s.l. vetri var það Ijóst að ásókn íslendinga til utanferða myndi verða meiri en nokkru sinni áður, og meiri en hættulaust mætti telja fyrir at- vinnuvegi landsmanna. Þótt synj að væri með öllu um gjaldeyri til slikra ferðalaga, kom í Ijós að menn töldu sig geta komist af án þess, oghafa ráð á erlend- um gjaldeyri, án þess að sækja um hann til íslenskra stjórnar- valda. Viðvörun Viðskiftanefndar Eftir vandlega athugun taldi nefndin ekki annað fært en tak- marka þessi ferðalög og gaf því út í samráði við ríkisstjórnina þann 19. apríl s.l. auglýsingu þá er hjer fer á eftir. „Með tilvísun til 4. gr. laga um útflutning og innflutning á íslenskum og erlendum gjald- eyri nr. 42, 5. apríl 1948, þar sem segir: „Einstaklingar, sem busettir eru hjer á landi, skulu við brott- íör úr landi gera grein fyrir, að þeir hafi aflað sjer gjaldeyris til fararinnar á löglegan hátt, og jafnframt undirrita dreng- skáparyfirlýsingu um það að semja ekki við erlenda aðila um að fá eriendan gjaldeyri eða uppihald erlendis gegn greiðslu í íslenskum gjaldeyri eða gegn nokkurs konar öðru endur- gjaldi, nema samþykki íslen^kra gjaldeyrisyfirvalda komi til.“ Og til að auðvelda fram- kvæmd þessa ákvæðis vill Við- skiptanefndin taka fram; Óheimilt er að kaupa og selja farmiða til útlanda með skip- um og flugvjelum, nema far- þegar framvísi um leið gjald- eyrisleyfi 'til fararinnar, sem út- gefið er af ViðskiptanSnd, enda hljóði það á nafn farþega. Á hverjum farmiða, sem seldur er, skal tilgreina númer á gjaldeyr- isleyfi. Skipaf jelög og ílugf jelög, sem annast farþegaflutning til út- landa, skulu gefa Viðskiptanefnd mánaðarlega skýrslu um far- miðasölu með tilgreindum leyf- isnúmerum. Farmiða má ekki selja hjer lengra en til endastöðvar, flug- vjelar þeirrar, eða skips þess, er hjeðan fer og heim aftur og ekki öðrum en farþegum hjeðan. Nefndin vill ennfremur taka fram, að þýðingarlaust er með öllu að sækja um gjaldeyrisleyfi til ferðalaga, nema um sje að ræða brýnar nauðsynjaferðir. Reglur þær er að framan greinir taka gildi nú þegar.“ Undanþágur veittar Eftir að auglýsing þessi kom út var því óheimilt að selja far- miða til útlanda, nema framvís- að væri gjaldeyrisleyfi útgefnu á nafn þess er fars óskaði, eða samþykki nefndarinnar kæmi til um undanþágu, en nefndin samþykkti að veita slíkar und- anþágur, ef íslendingar væru boðnir til útlanda af venslafólki sínu eða ætluðu í kynnisferðir. Voru í slíkum tilfellum gefin út sjerstök leyfi án gjaldeyris. Nefndin taldi ástæðu til þess að ætla að halda mætti slíkum und- anþágum innan skynsamlegra takmarkana, en raunin varð öll önnur. Frá birtingu fyrrnefndr- ar auglýsingar og þar til nú, hafa um 1600 slíkar undanþágur verið veittar. Flutningar kosta gjaldeyri Menn kunna nú að álykta, að ferðalög, sem enginn gjaldeyrir sje veittur til kosti þjóðina ekki neitt, og sje því ástæðulaust að takmarka þau. Þessu er þó ekki þann veg farið. Það kostar mik- inn erlendan gjaldeyri að halda uppi samgöngum við önnur lönd hvort sem er með skipum eða flugvjelum. Eldsneyti og lend- ingargjöld flugvjela, varahlutir í þær o. s. frv„ krefst stórfjár í erlendum gjaldeyri og sjeu þær eingöngu í íörum með íslend- inga eru gjaldeyristekjurnar engar. Þessu til viðbótar má svo geta þess að ein megin ástæðan til þess að til landsins hafa verið keyptar stórar millilandaflug- vjelar, er sú að ráðgert var að þær yrðu að miklu leyti notaðar til þess að flytja á milli landa erlenda menn og öfluðu á þann hátt gjaldeyris. Þegar þvi svo var komið, að til útlanda höfðu farið um 1600 manns í 4 mánuði, til viðbótar þeim, sem gjaldeyrisleyfi fengu til ferðarinnar og þessar gjald- eyrislausu ferðir nær því ein- göngu ýmiskonar skemmtiferð- ir, þótti nefndinni sem ekki yrði hjá því komist að takmarka bær, að einhverju leyti, og það því fremur sem áætlaðar gjaldeyr- istekjur af síldarvertíðinni við Norðurland brugðust nú 4. sum- arið í röð og að þessu sinni meir en nokkru sinni fyrr. Nýjar reglur settar Nefndin átti því tal við við- skiptamálaráðherra um hetta mál, og árangur af þeim við- ræðum var sá, að nefndin stað- festi í brjefi til ráðuneytisins, dags. 20. þ. m„ að hún hefði sett um þetta efni eftirfarandi reglur og er hjer upp tekinn orð- rjettur sá kafli brjefsins er um þetta fjallar: „I. Óheimilt sje að selja far- miða gegn íslenskum gjaldeyri erlendum ríkisborgurum bæði heim og heiman. Nefndin veitir þó undanþágu frá þessu ákvæði ef 1, erlendir borgarar hafi unnið hjer yfir 3 mánuði og ekki fengið yfir- færslu á vinnulaunum. 2. Er- ler.dum borgurum, sem með leyfi nefndarinnar hefur verið boðið til landsins af íslending- um hjer heima. 3. Erlendum borgurum, sem eiga hjer skatt- skyldar eignir, enda hafi yfir- íærslu eigna verið synjað. Und- anþágur þessar gilda þó aðeins um ferðalög frá landinu. II. Óheimilt sje að selja ís- lenskum ríkisborgurum farmiða, nema leyfi nefndarinnar komi til, sbr. auglýsingu nefndarinn- ar, dags. 19. apríl s.l. Nefndin hefur í því sambandi samþykkt aö synja um sigiinga- leyfi til allra, sem ekki þurfa nauðsynlegurn erindum að gegna eriendis. Nefndin vill að gefnu tilefni taka það fram að hún ’ revnir eftir föngum, að sýna lipurð í afgreiðslu þessara mála, þó að hún hinsvegar standi fast á of- angreindum reglum.“ Þessi ákvöröun nefndarinnar var síðan tilkynnt flugíjelögun- um eftir að hafa ræít við þau um málið. Þeim var þó tilkynnt, að til 10. sept. n.k. væri þeim heimilt að selja íslendingum far- Framh. á bls. 12 tiær 27000 manns s6ttu Sjómanna- t | heimilið á Siglufirði : ÞÁ ÞRJÁ mánuði, sem Sjó~ manna- og gestaheimili Siglu« fjarðar starfaði sumarið 1947, sóttu það 26,550 manns. Mestur gestafjöldi á einum degi varð 922. Sjómanna- og gestaheimilið heíur nú birt starfsskýrslu sína fyrir árið 1947. Stofnunina rak stúkan Framsókn nr. 187, erí auk þess nýtur hún fjárhags- legrar aðstoðar einstaklir.ga og stofnana. Bókasafn heimilisins er núi sem óðast að stækka og telur nú 1600 bindi. Útgefendur blaða og tímarita hafa sýnt lieimilinu mikinn velvildarhug og sent þvl tímarit sín og blöð. Enn fremur hafa ýmsir bókaútgefendu? styrkt safnið með gjöfum. Böðin, sem Sjómannaheimil- ið starfrækir eru mjög vinsæi og sóttu þau um 5277 manns. Þá er í skýrlunni skrá yfir styrki, er heimilinu bárust frá opinberum aðilum. svo og skrá yfir peningagjafir og áheit, er heimilinu bárust frá skipshöfn- um síldveiðiskipanna. Að lokuní er grein um sjómannaheimili I Bretlandi eftir sr. Óskar ,1. Þor láksson. Sólgluggaljö d er ný íslensk -tm- leiðsla FYRIR nokkru e byrjað að! framleiða hjer á la: 11 nýja gerc^ gluggatjalda, sem roxnd eru sól- gluggatjöIcL Fyri íækið, sem. framleiðir þess' giuggatjöld nefnist Hansa sóþglr cgatjöld h.f, og er Robert L'endixen fram- kvæmdastjóri íyriríækisins, en hann hefir kynt sje þessa frarnj leiðslu. að fullu. Þessi gerð í ’uggatjalda eti upphaflega þýsk uppíinding, en þáu hafa rutt sjer rajög til rúms víða erlendis á unc níörnum ár- uik og eru sögð l.entug mjög, Tjöid þessi eiga al verja hús- gögn fyrir sólarljósi, án þess ac'i draga úr birtu í herl ergjum að ráði. Þau má og nota í stað „stories“-gluggatjak’a, eða nota þau sem „rúllugardinur '. Efnið í tjöldin e amerisk fura, valinn viður, en að öðru leyti segja framleiðendur, að líf, ið erlent efni þurfi í þau. Nokk; ur fyrirtæki hjer í bsnum hafa fengið þessi gluggatjðld í skrif- stofur sínar, þar á rneðal Út- vegsbankinn og einnig mörg heimili, að því að framleiðendur} segja. Byrjað var að framleiðsi Hansa-gluggatjöld hjer á landi í maímánuði í vor og hefir eftis} spurn eftir þeim verið mikil. A ¥lnna hafin hjá Austin London í gær* VINNUSTÖÐVUN við Austiit verksmiðjurnar í BirminghairJ er lokið. Náðist samkomulag urrj það, að viðræður skuli fara franf á nýjum grundv#lli milli starfs- mannanna og atvinnuveitend- anna, en verkamenn hef ja þegaz} í stað vinnu. —- Reuior. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.