Morgunblaðið - 25.08.1948, Síða 6
MORGTJNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 25. ágúst 1948.
L A R
Ur ýmsum áttum
f 6
P I S T
Fyrirmyndin.
I raun og veru ætti enginn
stjórnmálaflokkur að hafa jafn
góða aðstöðu til áróðurs fyrir
stefnu sinni eins og flokkur
kommúnista. Þeir benda hik-
laust og vægðarlaust á galla
rikjandi skipulags, telja þá
fram marga og mikla, suma
með rjettu, og segjast vilja
breyta þessu, ryðja þessu öllu
á brott og byggja ný hús á
nýjum grunni. Og nú vill svo
vel til fyrir komma og þeirra
fylgismenn, að þeir þurfa ekki
að byggja „út í loftið“. Þeir
hafa fyrirmyndina, þar sem er
sovjet-skipulag Rússa. En það
er bara gallinn við þessa fyrir
mynd að þeir, sem að henni
standa vilja aldrei sýna okkur
nema uppdráttinn. Þeir vilja
aldrei segja við íbúa lýðræðis-
ríkjanna, sem þó væri eðlilegt:
„Komið og sjáið hvernig við
höfum það i sovjetskipidaginu.
Kynnið ykkur hag okkar og
segið frá því í ykkar vandræða
þjóðfjelögum“.
Handan við múrana.
En það er nú eitthvað annað
en að Sovjetríkin bjóði vestræn
um þjóðum upp á svona land
kynningu. Sjálf hafa þau altaf
siðan um byltingu verið nán-
ast lokað land og kringum lepp
ríki sín hafa þau dregið hið
fræga járntjald, sem engin
smuga er á nema þegar fyrir
einhverja sjerstaka „óheppni"
koma á það einhver slysagöt.
Þessi lokun landsins kemur
okkur — frjálsum mönnum —
alleinkennilega fyrir sjónir.
Hvað myndum við t. d. segja
uin það ef okkur langaði til að
kynnast Rússlandi af eigin
raun og rækjum okkur pá á
þessar lúndranir 1) Frjettarit-
arar fengju þar ekki landvist,
eða þá að ferðir þeirra um land
ið væru a. m. k. mjög takmark
aðar. 2) Þeir gætu engar fregn
ir sent úr landinu nema þær
sem stjórnin samþykkti eða út-
sendarar hennar. 3) konur,
sem giftar væru erlendum borg
urum fengju ekki að fara úr
landi (til að geta ekki sagt frá
ástandinu heima), hvað þá
heldur aðrir fái að fara atan,
sem minna erindi eiga. Óneitan
lega hljóta menn að álykta, að
ekki muni allt með feldu bak |
þeirra múra, sem svo vandlega
er gætt, allra helst þegar að
þvi er gáð, hve heppilegt væri
að nota þetta land og ástandið
þar til að auglýsa og útbreiða
pólitík valdhafanna í Kreml í
öðrum löndum álfunnar.
Érum við aumastir allra?
, Fyrir nokkrum dögum :alaði
Gylfi þingmaður og prófessor
um daginn og veginn. I þætt
inum sagði hann frá tveimur
atvikum, sem gerst höfðu er-
Ipndis nýlega. Annað var svona
Dómsforseti einn, sem sæti á
i lávarðadeild breska þingsins,
sagði í umræðunum um afnám
dauðarefsingar í Englandi, að
allir meðdómendur sínir væru
afnáminu fylgjandi. Nokkru
síðar baðst svo lordinn afsök-
mnar á þessum ummælum. Þau
væru ekki rjett. Tveir dómar-
anna væru á móti afnámi
dauðahegmngar. — Svo spyr
Gylfi í mesta vandlæiningatón:
gæti þetta komið fyrir hjer?
Mjer þykir þetta næsta fávisku
lega spurt. Getur maðurinn
ekki stungið hendinni í sinn
C'gin barm, tekið dæmi af sjálf
um sjer og sinni aðstöðu. Setj-
um svo, að Gylfi segði það á
Alþingi að allir meðlimir í
hagfræðingafjelaginu (þeir
hljóta að hafa fjelag eins og
aðrar stjettir) væru fylgjandi
ákveðnum atriðum í hagkerfi
sosialismans. Seinna kæmist
svo Gylfi að því, að þetta væri
ekki rjett — 2—3 hagfræðingar
væru þessu mótfallnir. Mundi
Gylfi þá ekki leiðrjetta þessi
ummæli sín í samræmi við
það? Á því tel jeg engan efa,
enda þótt svo væri að heyra á
Gylfa í útvarpinu, að hann
vantreysti bæði sjer og öðrum
þingmönnum að fylgja reglu
Ara fróða og hafa jafnan það
sem sannara reyndist, þráit fyr
ir fyrri fullyrðingar. En meg
um við ekki vara okkur á því,
að telja það nokkurn veginn úti
lokað, að við getum verið heið-
arlegir í pólitískum málflutn-
ingi-
Cr ýmsum áttum.
Tíminn segist ekki vera skrif
aður fyrir Jón Pálmason. Ætli
það væri ekki vissast fyrir Tím
ann að taka það fram, að hann
sje yfirleitt ekki skrifaður fyr
ir aðra en þá, sem fyrirfram
hafa tekið Tímatrúna— ganga
með Framsóknarbakteríuna.
----o-----
Maddama Framsókn hefur
eignast son vestur í Ameríku,
því Henry Wallace hefur nefnt
saintök sín Framsóknarflokk.
Þrátt fyrir mjög takmarkað
pólitískt skírlífi maddömunnar
þarf ekki að efast um faðerni
kióans —• sjerstaklega Moskvu
menn, — að annars en Sosial-
istaflokkurinn getur naumast
verið faðirinn. Maddaman hef
ur ekki verið hálf uppí hjá
íhaldinu þá nótt.
----o-----
Það er víst nokkuð langt síð
an menn fóru að halda að
kommúnistar væru hættir að
kunna að skammast sín. Ný-
lega hefur það samt komið í
ljós að þetta er ekki rjett. Þeir
hafa ennþá einhvern talsverð-
an slatta af sómatilfinningu,
því að í sambandi við Rússaút
gerðina vildi Jakob Ákabróðir
leyna sínu „rjetta“ nafri og
kallaði sig Jónsson en ekki
Jakobsson.
----o----
Þjóðviljinn 24. júlí ’48:
„Venjulega er það þannig að
Morgunblaðið hefur verið
keypt eitt blaða á heimilum for
eldranna“. . . . Já, satt segir
Þjóðviljinn. Mikil er útbreiðsla
Morgunblaðsins.
----o----
Ungkommar eru ákaflega
hrifnir af jafnöldrum sínum í
Framsókn eftir Akureyrarfund
inn í vor. I einni hólgrein um
þá í Þjóðviljanum nýlega segir
að Jónas, Eysteinn og Vilhj.
Þór hafi notað aðstöðu sína
„nærri eingöngu sjer til per-
sónulegs ábata“. Það er svo
,sem ekki verið að drátta því
að Hermanni, að hann hafi
auðgast á miður heiðarlegan
Spretta og ræktun.
Tíðarfarið í vor var venju
fremur kalt- Leit því illa út
með grasprettu lengi fram eft-
ir. En strax oð hlýnaði þaut
grasið upp, svo að tún urðu
með besta móti. Þetta er að
þakka því, hve túnin eru kom-
in í góða rækt og menn eru
farnir að skilja, að ekki þárf
að búast við góðri sprettu
nema þar sem vel er hirt um
túnin og vel er á borið. Það
er ekkert betra að svelta tún-
in en vanfóðra skepnurnar. —
Lítur því út fyrir ágætan hey-
skap þrátt fyrir kalt vor. —
Svona launar gróðurmoldin
okkur vel það, sem fyrir hana
er gert. Hún svíkur engan sem
ekki svíkur hana. En með því
að forsóma hana og vanmeta
svíkur þjóðin sjálfa sig.
„Góðir“ íslendingar.
Þjóðviljinn talar um „góða“
íslendinga og r„ákveðnai“ Is-
lendinga. Sem stendur eru það
Framsóknarmenn (Hermanns-
liðið, órólega deildin), sem
hlýtur slíkt virðingarheiti í
skrifum kommúnista. Það er
svo sem auðsjeð að þeir finna
af þeim sína lykt. En fróðlegt
væri að fá svar við eftirfar-
andi spurningu í Þjóðviljan-
um viðvíkjandi ,,góðum“ eða
,,vondum“ íslendingum: Eru
það góðir Islendingar, sem
skrökva því í erlend blöð, að
ameríska stimpla þurfi á ís-
lensk vegabrjef? Eru það góð-
ir íslendingár, sem daglega
ljúga upp á íslensk stjórnar-
völd til að bera í bætifláka fyr
er erlend stórveldi? Eru það
góðir íslendingar, sem ráða ís-
hátt, t.d. meS bílabraski eða
öðru slíku. Já, jafnvel ungviðið
hjá kommunum er farið að líta
á „hinn sterka mann‘ sem til-
vonandi bandamann og sam-
herja. Hvað mun vera um hina
eldri og lyktnæmari menn !
flokknum.
-----o-----
Tíminn segir (24. júl) að
Framsókn munu „leggja grund
völlinn að þjóðlegri umbóta-
stjórn, sem hvorki Kvöldúlfs-
menn, kommúnistar nje versl-
unarráð segi fyrir verkum“. Á
að skilja þetta svo, að Kvöld-
úlfur og heildsalar stjórm nú
gerðum Eysteins og Rjarna frá
Reykjum í ríkisstjórninni?
-----o-----
Meðan Tíminn hamaðist
sem mest gegn stjórn Ól. Thors
og nýsköpuninni taldi hann oft
að við ættum að segja okkur
afhendis slíka stjórn og slíka
stefnu og taka okkur Færeyjar
til fyrirmyndar, sem þá voru
að kaupa af okkur gömlu tog-
arana. Og Vigfús vert, sem þá
kom að utan og hafði víða farið
kvaðst ekki annarsstaðar hafa
sjeð meiri hagsæld og blóma en
hjá frændum vorum Færeying
um. Eitthvað virðist hjer þó
hafa verið blandað málum hjá
Tímatetrinu og Fúsa, því að nú
einn daginn hefur Tíminn það
sem aðalfregn sína — með
þriggja dálka fyrirsögn á fyrstu
síðu — „Fœreyinga skortir
fjármagn lil þess að efla at-
vinnuvegina.“
lenska sjómenn á erlend fiski-
skip, til að vísa þeim á bestu
miðin við landið og kenna
þeim okkar veiðiaðferðir? —
Þegar Þjóðviljinn hefur sam-
viskusajmlega svarað öllum
þessum spurningum, kynnu
menn að vera nokkru nær um
hvað þeir raunverulega meina
með ,,góðum“ og „ákveðnum“
Islendingum.
Framboðið á Snæfellsnesi.
Hugleiðingar Tímans út af
ákvörðun Sjálfstæðismanna
um framboð í næstu kosning-
um á Snæfellsnesi eru alveg
óvenjulega heimskulegar. —
Ekki treystir blaðið sjer til
þess að fara strax að skamma
hinn vinsæla og vel gefna
mann, sem þar hefur gefið
kost á sjer 1 framboð, enda
mun blaðið eðlilega, svona til
að byrja með, vera í nokkurri
óvissu um hvað það á að finna
honum til foráttu. — En það
mega Snæfellingar vera vissir
um, að ekki mun skáldskapar-
gáfa og rógshneigð þeirra Tíma
pilta og húsbænda þeirra
bregðast þeim þegar til kast-
anna kémur og þeir þurfa veru
lega á þessum eiginleikum sín-
um að halda í kosningabarátt-
unni á Snæfellsnesi. En það er
annað, sem kemur fram í
skrifum Tímans um ákvörðun
G. Th., að hætta við þing-
mennsku fyrir Snæfellinga. —
Blaðið gengur út frá því sem
vísu að hann verði þingmaður
Reykjavíkur. Og það finnst
þeim Tímamönnum ganga ó-
hæfu næst, að borgarstjórinn í
Reykjavík sje fulltrúi bæjar-
ins á Alþingi!!
Tvennskonar „rök“.
Gegn þessu hygst Tíminn
koma með tvennskonar „rök“.
Ann.arsvegar finnst blaðinu
borgarstjórinn vera svo störf-
_um hlaðinn, að hann geti ekki
gefið sjer tíma til þingsetu
allra síst fyrir Reykjavík. —
Þingmenn Reykjavíkur þurfi
að kynna sjer fjölda vanda-
mála í sambandi við húsnæði,
uppeldi, verslun og atvinnu 1
bænum og hvernig skyldi borg
arstjórinn mega vera að því að
setja sig inn í öll þessi mál,
svo að hann geti tekið afstöðu
til þeirra á Alþingi! Ekki virð-
ist það hafa hvarflað að rithöf-
undum Tímans, að borgarstj.
Reykjavíkur er kunnungri þess
um málum öllum en nokkur
maður annar og enginn ætti
að vera færari en hann um að
vinna að lausn þeirra á Al-
þingi.
Hinsvegar segir Tíminn, að
Reykjavík sje svo erfitt kjör-
dæmi, að til þingmennsku fyr-
ir það dugi engir „liðljetting-
ar“. Hjer skal ekki rætt um
G. Th., sem hlotið hefur fleiri
og ábyrgðarmeiri trúnaðar-
stöður en aðrir jafnaldrar
hans. Það er engin nýlunda að
Tíminn kveði nokkur öfugmæli
um pólitíska andstæðinga sína.
Hitt gegnir meiri furðu, að
Tímamenn skuli mikla svo fyr
ir sjer erfiðleikana í Reykja-
víkur-kjördæmi. Já, öðruvísi
mjer áður brá. Hingað til hef-
ur Reykjavík verið talið það
kjördæmi, þar sem kjósend-
urnir hafa greiðastan aðgang,
að þingmönnum (og gagn-
kvæmt) ekki aðeins sínum eig
in þingfulltrúum heldur öllum
sem þar eiga setu. Er þetta
eðlilegt, þar sem langflestir
þingmenn eiag heimili í höf-
uðstaðnum og láta sig því hag
hans nokkru skipta ekki síður
en sinna eigin kjördæma. Hafa
engir hamrað á þessu oftar og
fastar en þeir Tímamenn. —
Kveða þeir meira að segja
stundum svo fast að orði, að
það sje álitamál hvort Reykja-
vík eigi að hafa nokkra sjer-
staka þingfulitrúa og vitna í
því efni til kosningalaga
Bandaríkjamanna í Vestur-
heimi. Það ltemur því úr hörð-
ustu átt þegar Tíminn segir,
að Reykjavík þurfi úrvalsþing
menn, sem ekki megi vera að
því að gefa sig við öðrum störf-
um, ekki einu sinni bæjarmál-
um Reykjavíkur. En það er
svo ekki verið lengi að snúa
við blaðinu, ef þeir halda að
hægt sje með því að koma
höggi á pólitíska andstæðinga.
En þau gerast nú tíð vindhögg
in hjá þjónum Hermanns.
Hagalagðar.
Harðvítugar og illorðar deil
ur hafa undanfarið staðið í
Tímanum um það, hvort Vig-
fús vert hafi lagalegan og sið-
ferðilegan rjett til að kalla krá
sína undir Grábrókarhrauni
„Hreðavatnsskála“. Þótt Tím-
inn viðurkenni, að vafasarrit
sje hve mikill fengur sje að
opinberum umræðum um slíkt
,,þjóðmál“, hefur hann ekki
viljað skera það niður, þar sem
Vigfús er einn af andlegum og
fjárhagslegum máttarstólpum
Framsóknar.
_0_
Það á ekki af Snæfellingum
að ganga. Þórbergur og Hall-
bera spákerling fundu það út,
að á Snæfellsnesi væri mikið
af „vondu fólki“. Hinsvegar
gengur Tíminn auðsjáanléga
út frá því að þar vestra sje
meira en nóg af heimskingjum.
Hann segir, að G. Th. vilji
ekki ve”a þingmaður Snæfell-
inga, því að það sje ekki nógu
„fírit“ fyrir borgarstjórann í
Reykjavík. Já, það er áreiðan-
legt, hún ríður ekki við ein-
teyming fyrirlitning þeirra
Framsóknarmanna á dómgreind
almennings í sveitum lands-
ins.
—0—
Ur skrifum Páls Z.: „Úr þess
um sjóði skyldi síðar taká fje
til að brúa þær stór ár, sem
brýr yfir kostuðu það mikið,
að hæpið væri að fjárveiting
fengist til þeirra á einu ári“.
Ekki gera þeir sjer nú mikið
far um það Tímarithöfundarn-
ir að laga málfarið hjá Páli
gamla.
■•MMMIMMfMMMMWMIMMMMMMMMMMmmilimtimini*
I Ferðafélk aíhugið (
| Bifreiðar ávallt til leigu 1
í í lengri og skemri ferðir, i
: 22, 28 og 30 farþega og i
\ hinar hentugu 10 farþega i
! bifreiðar. Uppl. hjá Frí- 1
i manni, Hafnarhúsinu, sími i
! 3557. * í