Morgunblaðið - 25.08.1948, Blaðsíða 10
10
M O R G V TS-B L A Ð l Ð
Vliðvikudagur 25. ágúst 1948.
Hruðfrysting kindakjöts tryggir
góða vöru alt órið
Reynslan hefir sýnt að
hraðfrysting er besta
geymsluaðferðin
HAUSTIÐ 1944 hraðfrysti
jeg nokkur hundruð kíló af
dilkakjöti, niðurskornu í matar
flokka og innpakkað í brjefa-
umbúðir, í mismunandi þunga
pakka miðað við heimilisnotk-
un. Tilraun þessa gerði jeg fyr-
ir Kaupfjelag Reykjavíkur og
nágrennis. Haustið áður hafði
jeg gert smá tilraun með þetta
og einnig á öðrum sláturafurð-
um og grænmeti, aðeins fyrir
mitt heimili. Það gafst svo vel
hvað geymsluhæfni vörunnar
snerti, að eftir að kjötið hafði
legið í kælir í 11 mánuði, var
það algjörlega óskemmt, laust
við uppþomun og þráa.
Jeg hafði um nokkur ár unn-
ið að dreifingu kjöts hjer í bæn-
um, og kyrmtist þá gjörla þeirri
meðferð, er kjötið mætti bæði
í flutningi utan af landi, í kæli-
geymslu hjer og dreifingu í sölu
búðirnar. Mjer var það full ljóst
að hjer þyrfti að koma bætt
meðferð á kjötinu, ef það ætti
ekki að dragast langt aftur úr
öðrum framleiðsluvörum okk-
ar. Þessi önnur aðalframleiðslu-
vara þjóðarinnar.
Mjer fannst líka ólíklegt, að
við þyrftum að vera með þrjátíu
ára eldri kæliaðferð á kjöti en
á fiskiðnaðinum. Jeg ákvað því
að reyna þessa verkun fyrst í
smáum stíl og síðar að fá til
liðs við mig einhvern aðila, er
mikið hefði með þessa vöru-
tegund að gera. Þess vegna leit-
aði jeg til framkvæmdastjóra
Kron, sem strax tók þessu vel
og hafði áhuga á þessu. Okkur
kom saman um að þessi fyrsta
prufa af hraðfrystu kjöti yrði
geymd hjá mjer fram á næsta
sumar. Kjötið var því búið að
liggja í kæli í níu mánuði, er
það kom hjer á markaðinn. Auk
þess vorum við mjög óheppnir
með flutning á því hingað. í
fyrsta lagi var það flutt í kælis-
lausum bát, og var um borð í
bátnum í 60 klst., auk þess var
afar heitt, er því var skipað um
borð, síðan beið það í kæli-
geymslu hjer í 10 daga áður en
það kom í búðirnar. Það mátti
því segja, að það íengi þá próf-
raun, er frekast var hægt að
fá. Þó reyndist kjötið ágætt, og
eftirspurnin var svo mikil eftir
því að selja hefði mátt á skömm
um tíma tugi tonna, ef það
hefði verið til, eftir því sem
framkvæmdastjóri Kron tjáði
mjer.
Nú er líka svo komið að ár-
lega bætast alltaf fleiri í hóp-
inn, til að taka upp þessa að-
ferð, af þeim, er úthlutað er
eða rjettara sagt valdir eru til
þess að annast móttöku og dréif
ingu sláturafurða bænda. Svo
að á síðastliðnu hausti mun
hafa verið hraðfryst á þriðja
hundrað tonn, og mætti verða
all mikið meira, þ. e. a. s. ef
þessi verkunaraðferð verður
ekki misnotuð, eins og því mið-
ur er farið að bera á að sje.
Aðalkostimir við hraðfrystingu
saman borið við hægfrystingu á
kjöti ,eru: Kjötið er tekið beint
af króknum, þar sem kroppur-
inn hefir hangið til að kólna
eftir að búið var að þvo hann
og þurrka, hlutaður í sundur og
kjötinu pakkað í umbúðir, er
verja það bæði fyrir loftbreyt-
ingum og óhreinindum. Kjötið
þolir meiri loftbreytingar og
hnjask í allri færslu þannig um-
búið. Kjötið tekur minna rúm
bæði í kæli, geymslu og flutn-
ingatækjum.
Dreifingarkostnaðurinn á að
verða mikið minni, þar sem einn
maður getur afgreitt til neyt-
enda margfallt magn af inn-
pökkuðu kjöti á við það að
þurfa að höggva það eða saga.
Rýrnunin á kjötinu verður
mun minni. Sumarslátrun get-
ur lagst niður. Þegar alls þessa
er gætt á hraðfryst kjöt niður-
skorið og pakkað, ekki að þurfa
að vera dýrara en heilfryst kjöt.
Og þá alls ekki nema um mjög
góðar og vandaðar umbúðir sje
að ræða, eða þá sjerstaka nið-
urlagningu úr beinum og skeyt
ingu t. d. með grænmeti. En
að því ber eínnig að vinna að
slík vinnsla verði tekin upp. Og
trúi jeg því ekki að íslenskar
jhúsmæður kunni ekki vel að
virða það og meta, að geta
keypt kjötið okkar í fallegum
og aðlaðandi umbúðum, tilbú-
ið með tilheyrandi grænmeti til
að setja í pottinn eða á pönn-
una, annaðhvort til eldunar eða
aðeins til að hita það upp, þótt
þær þyrftu að greiða nokkrum
aurum meira fyrir það þannig
tilreitt. En með þeim frumstæð-
ingshætti, sem enn er á um-
búðunum, ætti kjötið ekki að
vera dýrara en heilfryst, þegar
tekið er tillit til alls þess, er
sparast og ávinnst, eins og áður
er sagt geymslurúm, flutnings-
gjöld, minni rýrnún og minni
dreifingarkostnaður. Auk þess
sem það á að vera úr sögunni,
að stórar birgðir verði algjör-
lega ónýtar vegna ónógrar
geymsluhæfni -í kæligeymslum.
En hugsum okkur, að mann
, dreymi nú svo stóra drauma,
i að við gætum unnið okkur er-
lendan markað fyrir kjötið okk
ar þannig með farið. Einhvern-
tíma kann að koma að því, að
endarnir nái allt að því saman,
með bættri og stórtækari tækni
hjá okkur, og jafnvel örlítið
lægri framleiðslukostnaði og
svo jafnvel hækkandi verðlagi
viðskiptalandsins, þá væri þetta
ekki útilokað. Væri þá ekki vel,
ef við værum heima fyrir bún-
ir að koma þessum málum í
það horf, að þar væri komin
reynsla og leikni til að standa
á, þegar við færum að flytja
kjötið út þannig tilreitt. Einnig
má ekki gleyma því, að með
sífellt auknum ferðamanna-
straum erlendra gesta, er þetta
stór þýðingarmikið fyrir okkur.
En þá vil jeg koma að því,
sem er það þýðingarmesta í
sambandi við þessa hraðfryst-
ingu og innpökkun á kjöti og
sláturafurðum. Það verður að
vera 100% öruggt að pakkinn
innihaldi það, sem hann er sagð
ur vera. Ekki einungis tegund
kjötsins eða matarheiti þess,
sem hann er sagður vera, held-
ur og sjer í lagi efniskend kjöts
ins. Tökum t. d- súpukjöt, sum-
ir vilja hafa það mjög feitt
aðrir blandað og enn aðrir mag-
urt. Þetta verður allt að taka
með þegar kjötinu er pakkað,
og efniskend kjötsins er merkt
með sjermerki, sem á má
byggja bæði fyrir seljanda og
neytanda, þá verður að varast
að hafa beinbita í einum pakka
og beinlaust í öðrum og svo
frv. Margt fleira mætti benda
á sem oflangt er að telja upp
í einni smá blaðagrein.
Jeg gat þess áður, að fyrsta
hraðfrysta kjötið hefði fengið
mjög ákjósanlega dóma neyt-
endanna, sem hlaut að orsaka
það að þessi meðferð á kjötinu
yrði stóraukin á næstu árum,
eins og þegar er sjeð, en þá
kemur að því, sem við þekkj-
um svo vel til úr ýmsum öðr-
um iðngreinum, að ef aðhaldið
og eftirlitið fylgir ekki með þá
er voðinn vís. Hvar myndum
við standa í dag í fiskiðnaðin-
um, ef hver einstaklingur, sem
við fiskiðnað fæst hefði mátt
ráða sínum vinnsluaðferðum
eftir geðþótta, það myndi ekki
vera til fyrirmyndar. Og þó að
alt af sjeu til menn og fyrir-
tæki, sem bæði vilja vanda og
bæta sína vöru, þá verða
hinir líka of margir, sem sýna
ókærni ekki síst ef hægt er að
gera það í skjóli annara.
Hjer þarf að koma mjög gott
eftirlit og aðhald, ef þessi verk-
unaraðferð á að standast dóma
og kröfur neytendanna, en sann-
gjarnir dómar og kröfur neyt-
endanna þýðir, velgengni og hag
framleiðandans. Það ríður því
ekki á litlu, að á milli þessara
aðilja veljist menn, sem áhuga-
samir eru um þessi mál. Hugs-
um okkur t.d. kjötmatið, hvað
löngu úrelt það er orðið. Kjötið
er metið í sláturhúsi vanalegast
daginn eftir að skepnan er af-
lifuð. Þar með er þeirri athöfn
lokið, hvaða meðferð sem kjötið
hlýtur frá þeirri stundu og þar
til það er vegið á vogarskál fyr-
ir húsmóðurina eftir margra
mánaða ferðalag og vosbúð,
virðist vera aukaatriði. Ástæð-
an fyrir þessu fyrirkomulagi má
sjálfsagt rekja til þess tíma
þegar allt kindakjöt, að því frá-
dregnu, er fór í reyk, var saltað
ofan í tunnur undir eftirliti
matsmanns, strax af kjötgálg-
anum á sama hátt og það nú fer
i innpökkun. Þótt þetta fyrir-
Framh. á bls. 12
iiiðhrand Eiríksson
HINN 4. maí síðastl. ljest í
sjúkrahúsi Siglufjarðar eftir
stutta en erfiða legu, Guðbrand
ur Eiríksson Lindargötu 22, s.
st., en Skagfirðingur að ætt,
fæddur 18. júlí 1876 að Stein-
hólum í Flókadal.
Guðbrandur heitinn var merki
legur maður á marga lund, í-
mynd íslenskrar seiglu og skap-
festu, „þjettur á velli og þjettur
í lund“ eins og skáldið kvað;
frábær starfsmaður alla tið, út-
haldssamur og úrræðagóður í
sjerhverjum vanda alt fram á
efstu ár. Þótt þrekið væri mikið
tekið að dofna síðustu árin
vegna sjúkdóms, er á hann herj-
aði, var engu líkara en að það
kæmi ekki að sök og að hinn ó-
drepandi viljakraftur bætti það
upp að mestu eða öllu.
Æfi Guðbrandar eftir að hann
komst til þroska skiftist eink-
um í tvent, sveitarveru til ársins
1927 og var hann af þeim tíma
bóndi um 30 ára skeið, fyrst á
Karlsstöðum, Ólafsfirði og síð-
ast á Bræðrá, Skagafirði, og
kaupstaðarmensku eftir þann
tíma, en hann var sláturhússtj.
á Siglufirði í nærfelt 20 ár eða
til 1946. Þótti hann hinn nýtasti
bóndi og jafnan gegndi hann
ýmsum trúnaðarstörfum í þágu
sveitar sinnar, átti t. d. sæti í
hreppsnefnd þeirra hjeraða er
hann dvaldist í. Hann var og
einn af stofnendum Kaupf jelags
Fellshrepps, sem nú er orðið að
Kaupfjelagi Austur-Skagfirð-
inga, Hofsósi og var í stjórn þess
og búnaðarf jelaginu á staðnum. {
Guðbrandur giftist 1886 Mar-!
grjeti Þorgrímsdóttur Karlsstöð
um, Ólafsfirði, en hún andaðist
1907. Eignuðust þau 5 börn og
eru 4 þeirra á lífi: Þorgrímur,
Sigurbjörg, Friðrik og Gestur.
Öðru sinni kvæntist Guð-
brandur 1908 eftirlifandi ekkju
sinni Þórunni Friðriksdóttur frá
Höfðahverfi, Þingeyjarsýslu. —
Eignaðist hann og 5 börn með
henni og lifa 3 þeirra: Anna,
ísól Fanney og Karl Jóhann
Grönvold.
Eins og fyr var á drepið var
Guðbrandur frábær starfsmað-
ur, enda veitti honum ekki af
því í hinu umsvifamikla starfi
sínu, sem sláturhússtjóri hins
athafnasama útgerðar- og verk-
smiðjubæjar, Siglufjarðar, því
þar er eðlilega mjög mikil eftir-
spurn eftir landbúnaðarvörum,
sem fleiru yfir síldveiðitímann.
Líkaði og yfirboðurum hans svo
vel við hann að þeir vildu helst
ekki af honum missa fyr en í
síðustu lög. Þótt hann hinsveg-
ar vegna aldurs og lasleika hlyti
að lokum að láta af störfum. Þá
kom hann sjer og ekki síður við
viðskiftamenn s'ina og samstarfs
menn, enda stóð alt eins og staf-
ur á bók sem hann einu sinni
hafði lofað.
Guðbrandur Eiríksson var
maður hljedrægur utan síns
starfssviðs og mun lítt hafa ver-
jið gefið um yfirborðshátt og
] sýndarmensku, kaus heldur að I
vera það, sem hann sýndist og j
e. t. v. ofboð lítið meira. Hann
var alvörumaður og þó gaman-
samur á stundum þar sem það
átti við, gáfaður vel og þótt ekki
nyti hann skólavistar að heita
mætti hafði hann öðlast þá
sjálfsmentun, sem kom honum
að fullum notum í lífsstarfinu.
Ókunnugum gat hann virst
nokkuð hrjúfur við fyrstu við-
kynningu, en svo var þó eigi,
heldur var þar aðeins um þunna
skurn að ræða, sem fljótlega
varð komist í gegn um við nán-
ari kynni. Áreiðanleik hans og
reglusemi var við brugðið og
væri fjöldinn, sem hann var,
þyrfti þjóðin vissulega engu að
kvíða hvorki í nútíð nje fram-
tíð.
Skal svo staðar numið með
þessi fátæklegu minningarorð,
því svo mikið þekti jeg hinn
látna að jeg geng þess ekki dul-
inn að honum myndi þykja nóg
að gert, þótt jeg þykist hvergi
hafa of mælt. Svo þökkum við
þjer allt gott, Guðbrandur, og
samfögnum þjer yfir vistaskift-
unum úr þv'í sem komið var.
Eftirlifandi konu þinni óskum
við fagurs og friðsæls æfikvölds
og góðrar ferðar þegar þar að
kemur að hún leggur upp til
fundar við þig.
S. S.
Tek að mjer allskonar#I
narket lagningu. Tilboð !
merkt: „Parketgólf — |
— 807“ sendist afgr. Mbl. j
>isait9(N(mii«5MC(i« MMtAtfiimiifffiiuimiiiiif i«««i«i« «,«ev
Stúlkur óskast 1
j í ljettan iðnað. — Uppl. 1
j til kl 6 e. m. á Laugaveg |
j 81, kjallaranum, gengið |
f frá Barónsstíg.
íbúð
1—2 herbergi og eldhús
eða eldunarpláss óskast til
leigu. Má vera í kjallara
eða þakhæð og óstandsett.
Erum tvö í heimili. Uppl.
í síma 4882, miðvikudag
og fimtudag kl. 10—2.
aUtlUMIIUIIIIHIUIIIIUimMimMlltSHOiMUlllMHM