Morgunblaðið - 25.08.1948, Page 9

Morgunblaðið - 25.08.1948, Page 9
iliðvikudagur 25. águst 1948. MORGU'NBLAÐIB 9 ! ; Ný fæki valda byitingu i landbúnalliiiuBii Andrjes Gíslason, Hamri sextugur ÁRIÐ 1927 voru meira en 15 rniljón hestar í notkun á bú- görðum Bandaríkjanna. Nú eru þeir helmingi færri. Fyrir stríð- ið voru landbúnaðarverkamenn helmingi fleiri en nú og þeir verða ábyggilega orðnir færri en nokkurntíma fyrr, árið 1950. Þessi umbreyting er sama bylt- ingin í landbúnaðinum og vjel- ] arnar ollu áður í iðnaði land- ! anna. En þveröfugt við vjelar iðnaðarins, sem oft voru fundn ar upp á rannsóknarstofum og tilraunastofnunum, eru það oft- ast bændurnir sjálfir, sem finna upp landbúnaðartækin eða hag- nýtar breytingar á þeim. Oft hef Ur það komið fyrir, að bænd- urnir láta gera fyrir sig eða smíða sjálfir vjelar, sem vísinda menn segja blátt áfram, að sje ekki hægt að nota til neins. En bændurnir hrista bara höfuðin og verður heilmikið gagn að slíkum vjelum. Tæki eftir því sem hentugast er. Það þarf ekki að fara langt aftur í tímann til þess að rek- ast á gömlu samræminguna á landbúnaðarverkfærum. Allar landbúnaðarvjelar af hverri gerð, svo sem sláttuvjelar, rakstrarvjelar, þreskivjelar o. S. frv. voru eins, hvort sem þær Skyldu notast í Norðurríkjun- um eða Suðurríkjunum, við Atlantshaf eða Kyrrahaf. Nú hefur þróunin orðið sú, að sam- ræmingin er talin þarflaus og óhentug. Landbúnaðarvjelar og verkfæri eru nú gerð eftir því sem hentugast þykir fyrir hvert svæði og um Ieið verður erfiðara fyrir stóru verkfæra- gerðirnar að hafa einokun á framleiðslu tækjanna, svo að margar smáverksmiðjur rísa upp hvarvetna' um Bandaríkin. Allt gert með vjelum. Ein stórkostlegasta framför- in í vjelanotkun er loftsugan, sem verkar nákvæmlega eins og ryksugan', sem allir þekkja, efi er mikið stærri og má nota hana til hinna ólíkustu verka. Hún er notuð til að safna sam- an apríkósum og fíkjum og öðr um ávöxtum þegar þeir hafa verið hreinsaðir af trjánum. Og til þess að hrista þessa ávexti af trjánum hefur meira að segja verð gerð sjerstök vjel til að Bændur í Bandaríkjunum gera vjelar sínar sjálfir gresi og að taka upp rófur. Nú er þetta orðið breytt. Sjerstök ! vjel dreyfir rófufræinu, svo ná- 1 kvæmlega, að ekki þarf síðar að þynna hópinn og planta út eins og áður var gert. Síðan er hægt að þjóta með reitivjel- ar yfir akrana, sem rífa og drepa illgresið á skammri stundu og síðast kemur rófna- upptökuvjelin, sem vinnur allt að því 75 manna verk. Vjelina má auðvitað eins nota til að taka upp gulrófur. Hún vinnur þannig, að fyrst slær hún kálið ofan af eins og venju leg sláttuvjel, en skilar því síð- an út um hliðina, samanpökk- uðu og tilbúnu sem stórgripa- fóðri. Rófurnar sjálfar tekur vjelin hægt upp úr jarðvegin- um, svo að halinn brotnar ekki, eins og oft vildi til áður. Næst hristir hún alla mold af þeim. Þá færast rófurnar yfir á lyfti- band, sem lyftir þeim upp í hólf fyrir ofan, þar sem þær safnast saman, en við endann á hverri röð er mátulegt að tæma hólfin í bifreið, sem þar getur beðið og tekur ekki langan tíma að fylla hana, svo að hægt er að aka samstundis af stað með rófurnar á ákvörðunarstaðinn. Samskonar vjel, þó nokkuð breytt er notuð til að taka upp lauk. Margskonar úrræði. í Nýja Englandi, vestast í Bandaríkjunum eru bændur orðnir þreyttir á því, hve jarð- vegurinn er grýttur og þess- vegna hafa þeir búið sjer til vjel, sem tínir hvern einasta stein úr túnum þeirra. I Wis- consin er þegar farið að nota glussatjakka til að lyfta heyinu upp við úrhleðslu. í Louisiana er notuð prýðilega handhæg vjel til að vinna Sykurreyrinn. Það er ekki svo ýkjalangt síð- an fáir bændur höfðu efni á að eiga dráttarvjelar. Nú er því svo við snúið, að fáir bændur i hafa efni á að eiga ekki drátt- arvjel. Munurinn liggur í því, að áður var lítið hægt að nota á því að festa pall við lyftuna á dráttarvjel sinni og setti j málningarsprautu í samband j við aflvjelina. Það tók hann i ekki langan tíma að mála hús- ! ið. Þurfti ekki annað en að ýta á takka. Þá gat hann hækkað og lækkað að vild mannsins og málningarsprautan gerði það á fáeinum mínútum, sem tekið hafði klukkutíma með gömlu aðferðinni, dollu og pensli. En þj/ðingarmest er ef til vill, að bandaríski landbúnaðurinn er farinn að taka i sína þjón- ustu til fullnustu gagnlega efnafræði. Það var árið 1947, að öll maísuppskeran í Missisippi dalnum var í voða vegna mikill ar skordýra plágu. Þá var tek- ið í notkun nýtt skordýraeitur, svonefnt 2,4—D. Það reyndist svo vel, að segja má, að það hafi bjargað maísuppskerunni þetta ár, og nú ef eftirsóknin svo mikil eftir efninu, að fram leiðslan í ár verður tæplega nóg, þó hún nemi 1000 smálestum. En á hæla þessa efnis koma mörg ný og enn áhrifameiri. Að öllum líkindum verður það svo innan skamms, að þess ger- ist alls ekki þörf að reita arfa og annað illgresi. Bæði illgresi og skordýraplágum verður hald ið í skefjum með þar til hæf- um efnum. Nú er verið að gera tilraun með að blanda saman áburði og skordýraeitri, svo að ekki þurfi að fara nema eina umferð yfir akrana. Flugvjelar notaðar. Þarna koma flugvjelarnar jafnvel fram á sjónarsviðið, því að þær má nota til að dreyfa yfir akrana skordýraeitrinu og áburðinum. I Suðurríkjunum þar sem uppblásturinn er mest ur eru flugvjelar notaðar til að dreifa fræi ýmissa harð- gerðra jurta. Einnig eru þær notaðar til að dreifa yfir baðm- ullarakra efni, sem deyðir lauf- in á plöntunum, svo að eftir verða aðeins baðmullarhnoðr- arnir, sem auðvelt er síðan að tína saman með vjelafli. hrista trjen. Hún er þannig, að löngum staur er komið fyrir á 1 sjerstakan hátt við dráttarvjel og svo þegar vjel dráttarvjel- ! arinnar er látin ganga drífur j hún staurinn fram og aftur með miklum krafti. Á stríðstímunum var ekkert vinnuafl til að sinna humalupp- j skerunni. Þá var gerð sjerstök vjel, sem sjálfkrafa vann allt verkið. Merkilegar vjelar til rófnaræktar. Áður þótti það hin mesta þrælkun/ að vinna við sykur- rófnaakrana og frá Kalíforníu til Michigan lágu tugir þúsunda verkamanna og bænda á hnján- um í rófuökrunum mikinn hluta sumars við það ýmist að sá, planta út, hlúa að, reita iU- dráttarvjelar nema til dráttar, við að plægja og herfa og svo framvegis. Nú hafa bændurnir sjálfir fundið svo margskonar vjelar, að það liggur við, að hægt sje að segja, að dráttar- vjelar geti gert allt milli himins og jarðar. Ein og sama dráttar- vjelin er allt í einu, skurðgrafa, áburðarvjel, ýta, snjóhefill og lyftivjel. Eitt nýjasta er að grafa holur fyrir girðingar- staurum og símastaurum með sjerstökum útbúnaði á dráttar- vjelum. Hægt er að tengja steypublöndunarvjel við drátt- arvjelina og ekki er gagnið minnst af henni ef trjásög er tengd við. Hægðarleikur að mála húsið. Bóndi einn í miðríkjunum, sem málaði húsið sitt fann upp j KaJíforníu hafa flugvjelarnar ] komið að góðum notum til að 1 reka spörfugla af kornökrun- | um. j Hljóðbylgjur, sem drepa bakteríur. En einhver stórkostlegasta framför í tækjum landbúnaðar- ins er notkun hæstu hljóðbylgj- , anna. Mannlegt eyra heyrir ] ekki hljóð nema á vissum hluta , hljómstigans. Nú hafa menn jkomist að því, að hljóðbylgjur með margfalt hærri tíðni en heyranleg er mönnum hefur þau áhrif að drepa gerla og bakteríur. Undanfarið hafa ver- ið gerðar tilraunir í Cambridge Massaschusetts með slíkar „óheyranlegar hljóðbylgjur“. .Það hefur komið í ljós, að ef Framh. á bls. 12 ÚTI í EINANGRUN af- skektra sveita eru oft unnin af rek. Þessi þrekvirki þekkja fá- ir. Enda unnín af manndómi, en ekki til að sýnast. Nú eyð- ast hjeruð landsins árlega. Ein semd sveitalífsins verður flest- um ofraun, sem kynnst hafa þægindum og samlífi þjettbýl- isins. Þó er hætta á, að ýmsir helstu kostir islenskrar lífsbar. áttu og þroska verði eftir í stjálbýlinu og verði síðar úti í auðninni, týnist — gleymist. Því fremur ætti að skrá og varðveita sögu þeirra sem lengst og hetjulegast veittu við nám og stóðu á verði um vígi íslenskrar sveitamenningar, eins og hún gat helst orðið í harðkrepptu þægindaleysinu. Þar urðu landið- og maðurinn að verða eitt og berjast til sig- urs við eyðingaröfl kyrrstöðu og hnignunar. Þar átti orðið framsókn við. Því ekki var um annað að ræða, en sækja fram eða hníga í val auðnarinnar. Sumum kann að finnast fátt um þessa baráttu. En verður hægt að byggja upp frjálst lýð veldi og vaxandi þjóð án henn- ar, og þess manngildis, sem slík framsókn ræktar í hugum og hjörtum fólksins? Jafnvel þótt ósigurinn sýnist eini árang urinn. Andrjes Gíslason á Hamri er ýkjulaust einn hinna frábær- ustu liðsmanna tuttugustu ald- arinnar. Þeirra manna, sem standa á verði um gull hins liðna og glata þar engu, en sækja jafnframt ótrauðir fram í leit að perlum nýjustu tækni og menningar. Hann er fæddur 20. apríl 1888 á Hamri í Múlasveit í Barða- strandasýslu. Þar hefur hann dvalið alla sína ævi. En frá því hann var drengur hefur allt verið að vaxa umhverfis hann. Jörðin var lítið kot, með túni, sem ekki fóðraði eina kú að öllu leyti. Nú er þar eitt feg- ursta og stærsta tún sveitar- innar og þó víðar væri farið. Rennsljett og blómlegt teygir það sig um svæði, þar sem áð- ur var ekki annað en móar, holt og mýrar. Áður var þar lít- ill moldarbær, sem hafði fátt til síns ágætis annað en gest- risni og höfðingsskap húsbænd anna Nú er þar eitt stærsta og fallegasta steinhúsið í Aust ur-Barðastrandasýslu. Einu sinni voru þar fáein dúnhreiður Nú er þar myndar leg varpeyja, sem gefur árleg- an arð. Fyrir þrjátíu árum var þar ekkert barn. Nú eru þar uppkomin fimmtán systkini og það vngsta um fermingu. Elsti sonur Ar.drjesar var einn af hetjum þeim, sem Ijetu lífið í stvriöldinni. Hann fórst er Dettifoss var sprengdur í loft upp. > Andrjes hefur ekki verið einn um öll þessi störf. Guðný Gestsdóttir kona hans hefur verið frábær að atorku, spar- semi og nægjusemi. Þó hefur gestrisni og ástúð mætt öllum í dvrunum. j Þrátt fyrir annir og erfiði hef ur Andrjes altaf verið fyrsti maður sveitarinnar til að fylgj- ast með nýjungum íslenskra I bókmennta. Og fornbókmentirn ar eru honum kunnar og kærar. Veit jeg fáa óskólagengna menn I standa honum framar í skiln- ingi á fornyrðum og eddukveð- skap, enda er hann vel bag- mæltur. Bókasafn hreppsins hef ur hann annast allra manna best um áratugi, og varðveitt það ekki einungis við hjarta- stað heimilisins, heldur og yið hjarta sitt. í fjörutíu ár hefur hann ver- ið forsöngvari við flestallar guðsbjónustur og helgiathafnir sveitar sinnar. Og er það góð áminning til þeirra, sem aldrei þykjast hafa tíma frá önnurn til að sækja kirkju. Hann er einn helsti brautryðj andi og áhugamaður ungmenna fjelagsstarfseminnar í hreppn- um, og starfar þar enn af full- um krafti. Andrjes verður í sannleika altaf ungur. Hann er þrekinn um herðar, höfðingleg ur á svip, hæglátur og virðu- legur í fási, fylginn sjer í hverju starfi og máli, fastur fyrir og stilltur vel, en lætur ógjarnan hlut sinn fyrir nein- um. Andrjes er einn hinna frá- bærustu sona íslands. Homnn er gott að kynnast. Óskandi að íslenska þjóðin eignist sem flesta slíka. Eyrarbakka 29. júlí 1948. Árelíus Níelsson. Þiitgi SÍBS lokið SJÖTTA landsþingi Sambands íslenskra berklasjúklinga er nú lokið. Um 60 fulltrúar víðsvegar að af landinu sátu þingið. Rædd voru ýms mál varðandi starf- semi sambandsins, gerðar voru lagabreytingar og loks gerði þingið nokkrar samþyktir. Forseti þingsins var Ásberg Jóhannesson, annar forseti Steindór Steindórsson ’ menta- skólakennari og þriðji Árni Einarsson. Þingið samþykti meðal ann- ars að hefja byggingu vinnu- skála að Reykjalundi, strax og lokið er byggingu aðalhússins. Öll vinna fer nú fram í göml- um hermannaskálum, en þeir eru nú farnir að láta mjög á sjá, þrátt fyrir stöðugt eftirlit. Þá fól þingið stjórn SÍBS að beita sjer fyrir því, við heilbrigðis- yfirvöldin, að hjeraðslæknum verði útveguð tæki til loft- brjóstsaðgerða, fyrir þá sjúk- linga er útskrifast af hælum. Nú er málum þessum svo hátt- að, að fólk, er þarfnast slíkrá ]aðgerða, verður oft að leggja á sig löng og erfið ferðalög. — Samþykt var og að svo fljótt, sem auðið er, verði bygð vist- mannahús í sambandi við Krist neshælið, og verði eigi færri hús en þrjú bygð til að byrja með. Maríus Helgason loftskeytn- maður hjá Landssima Islands, var endurkosinn forseti Sam- bands ísl. berklasjúklinga. Að- almenn í stjórn SÍBS vcru kosn ir: Ásberg Jóhannesson, Bjöm Guðmundsson, Daníel Sumar- liðason, Oddur Ólafsson, Þórð- ur Benediktsson og Þorleifur Eggertsson. 3.238 fórust. TOKYO — Bandariski lierirm til- kynnti nýlega, að alls hcíðu 3,238 manns látið lífið í jarðskjálftanum; sem varð í Fukui, Japan, í júiú s.i»- Yfir 10,000 inanns særðust.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.