Morgunblaðið - 25.08.1948, Blaðsíða 11
ÍÆiövikudagur 25. úgúst 1948.
MORGUNBLAÐIÐ
11
AF SJÚNARHÓLI SVEITAMANNS
tettir úr lúnayilnssfslu
Eftir verslunarmannahelgina
og yfirleitt þegar sumarfrí
kaupstaðabúanna standa sem
hæst, hljóta ýmsar hugsanir að
sækja að sveitamanninum. —
Hann lítur á þessa hluti frá
sínum sjónarhóli, og þá horfa
þeir nokkuð öðruvísi við held-
ur en frá þeirri hlið, sem að
kaupstaðarbúunum snýr. Það
má vera, að það sje hótfyndni
og óbilgirni að kalla þessi sum
arferðalög fólksins ónauðsyn-
legt flakk, en ekki er nema
eðlilegt að önnum kafið sveita-
fólk verði dálítið hugsandi um
kjör sín og hag, þegar það ser
að talsverður hluti þjóðar-
innar er að leika sjer svo vik-
um skiptir út um bygðir lands
ins og óbygðir um hábjargræð-
istímann.
★
Fólkið kemur í bílum, á skip
um og fljúgandi í loftinu eins
og það sje að flýja atom-
sprengjuna, sem Einar Ol-
geirsson var að ógna Reykvík-
ingum með í útvarpsumræðun-
um frá Alþingi s J. vetur. En
sem betur fer, er enginn hætta
á ferðum. Við skulum líka vona
að Einar hafi engin ráð á neinni
atombombu, og þótt svó væri
(að vísindamenn Stalins væru
búnir að finna hana upp) þá
mundi Einar aldrei nota hana
til að lumbra með henni á
Reykjavík, ekki einu sinni
broddum hennar og burgeisum,
auðvaldi hennar eða okurkörl-
um. Því að það segja þeir, sem
til þekkja, að Einar sje ekki
illa innrættur maður, þótt hann
hafi leiðst út í öfgar og ógöng-
ur sinnar alkunnu Rússadýrk-
unar.
*
En það var nú ekki um Ein-
ar Olgeirsson og atomsprengj-
una, sem þessar hugleiðingar
áttu upphaflega að vera, held-
ur um fólkið, sem sveitir og
óbygðir landsins heilla. til sín
í sumarfríunum, ekki síst um
fimmtándu sumarhelgina síð-
ustu. Einu sinni var jeg sam-
tíma gamalli konu. Hún átti
heima í þjóðbraut. Þegar fólks-
straumurinn var sem örastur
um hlaðið hjá henni yfir mið-
sumartímann, sagði gamla kon
an stundum frekar við sjálfa
sig heldur en aðra: „Hvað er
alt þetta fólk að fara?“ Þessi
gamla kona hafði, eins og aðr-
ir afnaldrar hennar, alist upp
og unnið lífsstarf sitt að mestu
áður en tímar orlofanna og sum
arfríanna runnu upp. Hún hafði
0 ekki vanist því að fólkið væri
að ferðast öðruvísi en það þyrfti
þess, án þess að hafa eitthvert
erindi. Og allra síst var hún
farin að átta sig á því, hvers-
vegna fólkið væri að hendast
þetta um almesta annatíma árs-
ins, þegar allir átt uað vera
önnum kafnir við að „bjarga
sjer“.
k
En nú er öldin önnur í þessu
efni eins og fleirum. Sá tími
er liðinn og þeir þjóðfjelags-
hættir horfnir, sem gamla kon
an ólst upp við og þeir koma
ekki aftur. Nú ,eiga allir launa-
menn og verkamenn — allir
sem eru annara hjú — kröfur
til orlofs og taka sjer frí frá
— helst um þann tíma árs, sem
við höfum fram að þessu talið
mesta anna tímann og talið
þörf á að nota sem best. Eng-
inn efast um að þetta sje æski-
legt, jafnvel nauðsynlegt. Það
er haft eftir Thomas Masaryk,
að hvíld og hressing væru jafn
sterkar stoðir undir mannlegri
tilveru og vinnan sjálf. Sjálf-
sagt er mikið til í þessu. En
öll frí og öll orlof, hversu æski-
leg sem þau eru, vekja hjá
okkur þessar spurningar: Höf-
um við ráð á þessu? Getur þjóð
in haldið við sæmilegum lífs-
kjörum með því að tapa jafn-
mörgum dagsverkum og hún nú
gerir með öllum sínum sumar-
fríum, helgidögum og' frídög-
um, sem líklega eru hjer fleiri
en nokkursstaðar á bygðu bóli.
★
Satt að segja gegnir það
nokkurri furðu hve lengi og
hve vel við höfum komist af
með þetta. Við búum á harð-
býlu landi, sem vetrarharðindi
og skammdegismyrkur herja
talsverðan hluta af árinu og
banna þjóðinni flest bjargræði.
Og svo hvikular og stopular
eru gjafir náttúrunnar aðra
tíma ársins, að oft bregst þar
til beggja vona. Það mæla því
öll rök með því, að þann tíma
— bjargræðistímann •— verð-
um við að nota vel, vinna dyggi
lega, en ekki svíkjast um og
leika okkur, þegar forsjónin
lætur gjafir sínar „drjúpa sem
dögg til vor niður“ og krefst
þess eins af okkur að við hirð-
um þær. Og vitanlega verðum
við að gera. þao Ef við gerum
það ekki, kemur það okkur fyrr
eða síðar á kaldan klaka.
★
Og þetta er þegar farið að
koma í Ijós. Fólkið flýr fram-
leiðslustörfin — sjómensku og
sveitavinnu — og flykkist inn
í skrifstofurnar og verksmiðj-
urnar, af því að þar fæst ljett
vinna, reglubuncSinn vinnu-
tími, margir frídagar, árlegt
orlof. Með flóttanum frá fram-
leiðslunni tapar þjóðin í raun
og veru miklum verðmætum.
Gæði landsins — frjómagn
moldarinnar, framleiðslumátt-
ur hennar, — er ekki notaður,
vegna þess að fólkið fæst ekki
til að erja hana, ýms efni, sem
til falla fyrir utan aðalfram-
leiðsluna eru ekki hirt; það
borgar sig ekki, fólkið er svo
dýrt. Ýms atvinnutækf og verk
færi til sjávar og sveita, svo
sem veiðarfæri o. fl. eru ekki
notuð og nýtt sem skyldi sök-
um fólkseklu í atvinnugrein-
unum og kostnaðar við endur-
bætur og viðhald þeirra. Þann-
ig mætti lengi telja þá erfið-
leika, sem framleiðslustjettirn
ar, sjómenn og bændur eiga nú
við að etja vegna þess hve tak-
markaðan skilning þjóðin hef-
ur á því, að hjer er um að ræða
lífæðar atvinnulífsins, sem öll
afkoma fólksins byggist á og
hve lítið fólkið vill á sig leggja
til að efla þessar atvinnugrein-
ar. í stað þess að ganga út í
starf og baráttu atvinnulífsins
— taka á sig áhættu af afla-
bresti og gæftaleysi, óþurkum
og harðindum, kýs allur fjöld-
inn verslunarhokur, skrifstofu
dútl, eða iðnaðarföndur, vill
sitja við þetta í öryggi fastráð-
inna samninga, ákveðins kaup
og kjara. En hvað verður úr
sliku ,,öryggi“ ef þjóðin neitar
að stunda bú og sjó af allri
þeirri atorku og árvekni, sem
það á til? Hvert gildi hafa kaup
samningar og kjarabætur, ef
fólkið rækir ekki skyldur sín-
ar við höfuðatvinnuvegina? Ef
þjóðin vaknar ekki til skiln-
ings á því að í þessu felast
grundvallarþættirnir í afkomu
allra landsins barna, þá kann
svo að fara að orlofsfje margra
verði ekki eins gildur sjóður
og þeir kjósa en „sumarfríið“
hins vegar helst til langt. En
vonandi fer þetta betur en nú
liorfir. Vonandi þekkir þjóðin
sinn vitjunartíma í þessum efn-
um áður en það er orðið of
seint.
Bíll |
Fordson vörubíll V2 tonn |
(sendiferðabíll) frá 1946 |
til sölu. — Uppl. í síma |
4701 frá kl. 6—8 í kvöld. I
Hs. Dronning
Ahandrine
fer til Færeyja og Reykjavík-
ur 6. sept. Þeir, sem fengið
hafa loforð fyrir fari sæki far-
seðla föstudaginn 27. þ. m, fyrir
kl. 5 síðdegis, annars seldir
öðrum. Allir, sem greiða far-
seðla sína hjer, þurfa að hafa
leyfi viðskiftanefndar. Einnig
þurfa menn að sýna venjuleg
skilríki.
Næsfu 2 ferðir
frá Kaupmannahöfn verða: 30.
ágúst og 15. september. —
Flutningur óskast tilkyntur
skrifstofu Sameinaða í Kaup-
mannahöfn.
Skipaafgreiðsla
Jes Zimsen.
— Erlendur Pjetursson. —
Frá Hollandi
og Belgíu
M.s. „LIN6ES1R00M"
frá Antwerpen 27. ágúst
frá Amsterdam 30. ágúst.
EINARSSON, ZOEGA & Co. hf.
Hafnarhúsinu
Símar 6697 og 7797.
Á SÍÐASTA vori var óvenju
lega kalt og þurkasamt. Frost á
hverri nóttu i mai. Fram um
júnílok voru hinar allra verstu
horfur með grasvöxt svo margir
gerðu ráð fyrir neyðar sprettu.
En þetta breyttist ótrúlega
fljótt. Síðast í jún gerði góða
sprettutíð oð þaut grasið upp
með furðulegum hraða. Slattur
byrjaði yfirleitt ekki fyr en
um og undir miðjan júlí. Flefir
heyskapartíð verið með afbrigð
um góð og verkun á heyjum
í besta lagi. Spretta á túnum
hefir reynst alt að því í meðal
lagi og víða vel það. Flóðengi
og valllendi mun og vera um
það bil í meðal lagi, en nýrar
næsta ljelegar. Fólk við hey-
vinnu er nú víða hjer um sveit
ir afar fátt og hætt við að hey-
afli verði með minnsta móti,
og kemur þar fleira til.
Fjárskifti.
Niðurskurður er nú ákveð-
inn á öllu sauðfje, sem eftir er
á svæðinu frá Miðfirði að Ftjer
aðsvötnum. Var fundur hald-
inn á Blönduós 3. þ.m. af stjórn
og deildarstjórum Sláturfjelags
Austur Húnavatnssyslu.
Mættu þar og fjárskiftastjórn
ir beggja þeirra fjárskiftafje-
lega, sem um er að ræða. Þar
var og mættur framkvæmda-
stjóri Sauðfjársjúkdómanetndar
Sæmundur Friðriksson. Gert
hafði verið ráð fyrir að hefja
slátrun upp úr miðjum agúst
mánuði, en all mikill ótti kom
fram meðal fundarmánna um
mjög lítinn heyafla ef svo færi
þar sem víðast ja ði að hætta
heyskap þegar göngur, rjettir
og slátrun hefst. Samþykkt var
tillaga frá framkvæmdastj. um
slátrun í síðasta lagi 30 ágúst
og reyna að ljúka henni á rúm
um 3 vikum. Þá voru og sam
þykktar tvær tillögur frá sr.
Gunnari Árnasyni. Önnur um
ítrustu varfærni við fjárskiftin.
Skyldi öll sú starfsemi fyrst og
fremst miðast við það, að þessi
mikla framkvæmd kæmi að not
um til útrýmingar þeim ægi-
lega vágesti sem pestirnar hafa
reynst Húnvetningum.
Hin tillagan var áskotun á
ríkisstjórnina um að setja nú
þegar bráðabyrgðarlög er heim
iluðu greiðslu á fjárskiftabótum
í peningum, til þeirra, sem af-
sala sjer rjetti til líflamba að
noltkru eða öllu leyti.
Nokkuð var rætt um lamba
útvegi og lambakaup. Er talið
að á öllu svæðinu sje um 48
þús. bótaskyldar kindur og ef
flutt væri inn á það alt þyrfti
24. þús. lömb til að fullnægja
rjetti fjáreigenda.
Framkvæmdastjóri Sæm.
Friðriksson taldi fáanleg alt að
14 þús. lömb á Vestfjörðum og
eitthvað á Melrakkasljettu, en
annars taldi hann óákveðið
hvort flutt vrði inn á svæðið
milli Blöndu og Hjeraðsvatna
á þessu hausti. Er það undra
seint afráðið.
Undirritaður sem mættur
var á fundinum, skýrði fra, að
eftir nýkomnu brjefi frá sendi
herra Dana, mundi fáanleg 10
-—1500 lömb i haust af íslenska
stofninum á Grænlandi, en
hvort þörf væri á þeim færi að
sjálfsögðu eftir þvi hvort flutt
væri fje á alt svæðið eða ekki.
Mjólknrfranileiífslan.
I mjólkurbúið á Blönduósí
hefir komið mikið meiri mjólk’
en gert var ráð fyrir áður en
búið hóf starfsemi sína. Var
áætlað að 500 þús. litrar fengj
ust á þessu almanaksári, en eft
ir horfum mun það verða alt
að hebningi meira.
Framleiðsla búsins er rnjólk
urduft og smjör. Seldist ól.indr
að í byrjun og yfirleitt hafa
vörur búsins gefist ágætlega.
En upp á síðkastið hefir noklt
uð safnast fyrir og vnlda því
höftin, sem nú eru á viðskift-
um. Efnagerðir sem nota duft
ið fá ekki sykur og önnur efni
svo sem þörf væxi á og inn-
ingur á smjöri virðist haía ver
ið óþarflega mikill.
Þessu hvortveggja þarf að
breyta eftir því sem þörf er á.
Auk þess mætti ætla, að hent
ugt væri, að nota mjólkurduft
til matar á skiþaflotanum bæði
milliferðaskipum og fiskiskip-
um. Fyrst þessi góða vara er
framleidd i landinu, þá er eitt-
hvað undarlegt við það ef hún
selst ekki eins og nú er högum
háttað. Þegar mjólkurstöð okk
ar Húnvetninga var gefinn
einkarjettur til þessarar fram
leiðslu (þ. e. þurmjólkur) þá
var einna mest ótíast, að við
gætum ekki fullnægt þöifum
og því varhugavert, að ekki
hefðu fleiri bú þenha rjett.
Reynslan virðist ætla að af-
sanna þetta, en vonandi er það
aðeins stundar fyrirbrigði, að
þessi vara seljist ekki eftir hend
inni.
Flugmál.
Hjer hafa komið sendimenn
frá flugmálastjórninni, sem
eru að athuga lendingarskilyrði
flugvjela. Fyrst flugmennirnir
Björn Guðmundsson og Brynj
ólfur Thoroddson og siðan þeir
Sigurður Jónsson og Haukur
Claessen flugmenn. Voru þeir
síðartöldu í flugvjel og lentu
henni hjér á söndunum rjett
austan við Húnavatn. íókst
lending og brottför ágætlega.
Þessir menn allir telja hjer
mjög góð skilyrði fyrir i'lug-
stöð með litlum aðgerðum.
Mundi það hafa mikla þýð
ingu bæði fyrir samgöngur að
og frá sýslunum og líka iyrir
öryggi við flugsamgöngur hing
að í Norðurland. Með því yrðu
miklu fyllri not af hinum nýja
radíostefnuvita við Kálfsham-
arsvík því það er all titt, að
ágæt flugveður sje um Suður
land og Húnavatnssýsm þó
fljótlega leggi þoku yfir fjall
garðinn milli Eyjafjarðar og
Skagafjarðar og jafnvel á fjöll
in milli Skagafjarðar cg Húna
vatnssýslu.
Helst þyrfti að vera mögu-
legt að lenda flugvjelum • éem
allra flestum hjeruðum. Það
getur oft komið sjer vel.
Síldveiðin.
Það er óliugnanlegt hve
hörmulega gengur með síldveið
arnar, þar sem útlit er á, að
þær bregðist að miklu leyti
fjórða sumarið samfleytt. Marg
Franxh. á bls. 12
0