Morgunblaðið - 22.09.1949, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.09.1949, Blaðsíða 2
MORGUTiBLAÐlÐ Fimmtudagur 22. sept. 104^,1 Risið ekki hátt á kommúnistuin ;SUMARIÐ 194§ og fram eftir janúar 1946 var mikill völlur á reykvískum kommúnistum. Spásögn heildsalanna tveggja Heiidsalinn Hauku.r Björns- íion, einkavinur Brynjólfs' Bjarnasonar og Hinriks Ottó- sonar, fór þá víða um bæinn vi<3 að prakka út sænsku hús- unum, er hann hafði umboð fyr- ir. Þjóðviljinn studdi hann dyggilega í þeirri iðju. Var stundum svo að sjá af því blaði sem velfarnaður íslenskrar al- þ)ýðu væri helst undir því kom- inn, að hjer yrði byggð sem allra flest sænsk hús. Haukur ljet sjer aftur á móti ■ekki síður títt um útbreiðslu líommúnismans en sænsku hús- anna. Eitt af því, sem hann bar mest í munni sjer, var, að ikommúnistaflokkurinn væri þá orðinn stærsti flokkurinn í Reykjavík. Annar heildsali, einkavinur Einars Olgeirssonar, maður, sem kommúnistaflokksdeildin hjer hefur látið sjer mjög annt um og í launaskyni hefur greitt götu helstu flokksdeildarbrodd anna, var á bæjarstjórnar- kosningadaginn í janúar 1946, staddur í New York. Hann lýsti j)V? þá með mikilli gleði, að þenna dag mundi „íhaldið“ missa völdin í Reykjavík og kommúnistar taka við. Síeinþór ruglast í tölunum Að kvöldi þess sama dags var Steinþór Guðmundsson staddur á einum ganginum í Miðbæj- arbarnaskólanum, þar sem kosningin fór fram. Steinþór sagði þá, að vísu með hæglæti en talsverðum drýgindum: „Nú eigum við hátt á tíunda þúsund atkvæði í kössunum“. Þegar talið var, reyndust at- kvæði kommúnista nær þrem þúsundum færri en Steinþór hafði sagt fyrir. Haukur vill ekki hitta sakadómara Heildsalinn. sem var gleiðast- ur úti í New York, vill nú ekki láta jafn mikið bera á komm- únistavináttu sinni sem þá. Haukur Björnsson er fyrir 'löngu hlaupinn af landi brott. Astæðan til þess mun að vísu fyrst og frémst vera sú, að hon- urn mun hafa þótt öruggara að þurfa ekki að mæta hjá saka- dörnara út af kærum, sem sum- ir af kaupendum sænsku hús- anna hafa sent þangað. Sjálfur sýnist hann hafa nóg að bita og brenna í Svíþjóð, en þaðan voru húsin seld hingað. Enda mun hann telja betri jarðveg fyrir k:ommúnistaáróður meðal Is- lendinga þarlendis en hjer. Ahugi Hauks í þeim efnum ei erm sá sami. Hvenær, sem á þarf að halda, er þessi heiðurs maður“ kallaður til, sendur borg úr borg, til þess að skipu- leggja yfirlýsingar „ungra mentamanna11 um málefni, er þei^haia epggn kunnugleika á. Sigurður Guðnason sá, sem puntar mest Riöð á kommúnistúm hjer. iroddarnir tognst í um fækkandi þingsæti í bæ er yfirleitt ólíkt lægra nú' en það var fyrir fjórum árum. | Kommúnistum hefur og gengið ^ óvenjulega erfiðlega, að berja j saman lista sinn hjer að þessu sinni. Enginn ágreiningur mun raunar hafa verið um það, að Einar Olgeirsson, þögli maður- inn frá Prag, sá er f jekk íbúðina j hjá ríka heildsalanum, skyldi j vera efstur. Þrátt fyrir allt, er hann enn talinn sá. sem minst- ar óvinsældir hefur af þjónum Stalins. Ætlunin var hinsvegar sú, að bola Sigurði Guðnasyni út af listanum. En gamli maðurinn sýndi meiri þrákelkni en búist hafði verið við af honum og vildi hv.ergi víkja. Þegar litið er á þann broddborgarabrag, er einkennir listann í heild, er og skiljanlegt, að broddarnir hafi að lokum orðið fegnir að lofa Sigurði að vera, því að hann er helsta puntið, sem þeir geta stát að af. Leynifundur Brynjólfs í Eyjum Brynjólfuf Bjarnason hafði ætlað að bjóða sig fram í Vest- mannaeyjum sem áður. Vest- mannaeyingar vildu hinsvegar ekkert af honum vita. Mörg boð hafa af þessu tilefni gengið á milli með misjafnlega vinsam- legum blæ. Var Vestmannaey- ingum harðbannað að ákveða framboð í Eyjum, fyrr en sjeð væri, hvernig færi í Reykjavík. Þegar þeir gerðu sig líklega til að taka ákvarðanir sínar sjálfir, flaug Brynjólfur Bjarna son til Eyja. í síðustu viku, ásamt Isleifi Högnasyni. Fór hann þar mest huldu höfði og sat á leynifundum lengst af um nóttina. Niðurstaðan varð sú. að Eyjamenn urðu að láta í minni pokann og fresta ákvörðun framboðs um sinn. En þeir munu hafa komið Brvnjólfi í skilning um, að honum yrði síst til vinnings að bjóða sig fram í Eyjum. Áreiðanlegt væri, að fylgi hans myndi minka þar stórlega, enda hefði hann ekk- ert sinnt Eyjamönnum eða mál efnum þeirra frá því að hann varð uppbótarþingmaður það- an. Hvað sem liði fylgi flokks- deildarinnar í heild meðal Eyja manna og horfurnar mundu síst vera bjartari i Eyjum en annarsstaðar, þá væri þó áreið- anlegt, að engir kommúnistar ættu þar minna fylgi að fagna en Brynjólfur. Hefnd Brynjólfs Brynjólfur Ijet þenna fróð- leik sjer að kenningu verða og heímtaði sig inn á lista i Reykja vík. Reiði hans varð hinsvegar svo mögnuð, ,að hann hjet kom- múnistum í Eyjum því, þeir skyldu engan fá kosinn. Hann gat raunar ekki neitað þeim um frambjóðanda. en hann bannáði frambjúíandanum að vera á landslista og svifti hann þar með uppbótarþingsætis mögu- leikum, sem er eini hugsanlegi möguleikinn til að kommúnist- ar í Eyjum fái mann kosinn. Auðvitað gat enginn risið gegn beinum fyrirmælum aðal- umboðsmanns Kominform, en með misjafnri gleði mun það hafa verið, sem flokksdeildar- menn í Reykjavík neyddust til að taka Brynjólf til framboðs. Hrakningar Sigfúsar Tilgangurinn var þá sá, að ryðja Sigfúsi Annesi af listan- um. Mun hafa verið leitað norður í heimabygðir Sigfúsar við Eyjafjörð og spurst fyrir, hvernig því yrði tekið, ef hann væri þar í kjöri, og þá e. t. v. raðað á landslista. En þar var fyrir skólabróðir Gottwalds, maðurinn, sem sagði, „hvað varðar mig um þjóðarhag“, og hjelt hann fast í efsta sæti sitt á kommalistanum í Eyjafirði. Eftir að Eyjafjarðartilraunin j reyndist árangurslaus, var þreif j að fyrir sjer í Gullbringu og Kjós. Þar hafði Sigfús Annes verið í kjöri áður fyrri, en við svo tiltakanlega lítinn orðstýr, að menn minust þess enn mörg- um árum síðar. Hugðu allir það óráðlegt, að sýna guðsmanninn þar aftur. < Katrín vill meiri tekjur Að lokum varð það til bjarg- ar Sigfúsi, að ungfrú Katrín Thoroddsen neitaði með öllu að vera áfram á þingi. Hún sagð- ist hreint út ekki hafa efni á því, að sitja þar lengur. Henni væri ömögulegt að stunda sjúk linga sína, ef hún mikinn hluta árs ætti mikinn eða mest- an hluta dags að sitja bundin við þingstörf. Með þessu færi „praksisinn" forgörðum og hún tapaði stórfje. og gæti ver en áður útbreitt kenningar komm- únismans um leið og hún sinti læknisstörfunum. Ungfrú Katrín er skapföst, þegar hún tekur ákvörðun sína, enda er henni þrátt fyrir um- hyggju sína fyrir kommúnism- anum, ekki sama um hin ver- aldlegu gæði. Henni varð því ekki haggað, og var hún þess- vegna flutt í vonlaust sæti og Sigfúsi lofað að dingla, þar sem flokksdeildarbroddarnir verða að láta sem þeir telji dálitla von, þótt allar líkur sjeu til, að sú von reynist haldlaus á kjördegi. Sumir höfðu haldið, að á- stæðan til tregðu ungfrú Kat- rínar til að bjóða sig fram að þessu sinni, væri sú, að hún hefði sannfærst um, að eiður- inn, er hún vann um sjálfstæði íslenska kommúnistaflokksins gegn Rússum, hefði verið rang- ur. Auðvitað hlýtur jafn- greihdri kqnu og ungfrú Ka.t- rínu nú orÓið að vera Ijóst, að hún fpr þá með staðlausa stafi. En hún hefur ekki .heilindi til að játa það, því miður vegna hennar sjálfrar. Hana skortir og heilindi til að segja frá hinni sönnu ástæðu þess, að hún er flutt neðar á listann nú en áð- ur, og lætur svo sem það sje vegna þess, að hún vilji endi- lega vera í sem allra harðastri baráttu!!! I Utanbæjarmennirnir 3 Mannfátækt komrnúnista hjer í bæ, kemur í engu betur fram en því, að af 16 frambjóðendum þeirra hjer, eru þrír utanbæjar- menn: Kompásakonni, sem býr fram á Seltjarnarnesi. Aðstoð- arlæknisfrú á Vífilsstöðum, dóttir eins ríkasta manns í Hafn arfirði, og skáldið með bílana tvo og skrauthýsið á Gljúfra- steini. Hefðu það þótt nokkur undur fyrir fjórum árum, þeg- ar kommúnistar þóttust vera orðnir stærsti flokkurinn í Reykjavík, að mannfæð þeirra væri nú orðin svo ber hjer í bæ, að þeir gætu ekki komið saman 16 manna lista án þess að sækja þrjá út fyrir bæjartakmörkin. ræða öryggismá! AÐALFUNDUR fjelags ís- lenskra bifreiðaeftirlitsmanna, var nýlega haldinn í Reykjavík. Fundurinn gerði m.a. álykt- anir til innflutnings- og gjald- eyrisyfirvalda landsins, um nauðsyn þess, að aukinn yrði innflutningur á varahlutum til bifreiða og þá sjerstaklega þeirra hluta, er snerta öryggis- tæki bifreiðarinnar. Aldrei hefir það komið betur í ljós, en á síðastliðnu sumri, hvað mikill skortur er orðinn á nauðsynlegum var^hlutum, t.d. í stýrisbúnað, hemla, ljós og m. fl. Ennfremur var vegamála- stjórninni bent á nauðsyn þess að samræmd verði gerð og lit- ur umferðamerkja í bæjum, kauptúnum og við vegi lands- ins. Eins og nú er, eru umferða- og hættumerki ekki af sömu gerð allsstaðar á landinu og má það teljast óviðunandi. Einnig er nauðsynlegt að sett verði greinileg merki við vega- ræsi þau, sem mjórri eru en veg urinn crg mætingastaði á mjóum vegum. Stjórn fjelagsins skipa nú þessir menn: Gestur Olafsson, formaður, Sverrir Samúelsson, gjaldkeri, Bergur Arnbjarnarson, Geit Bachmann. Snæbjörn Þorleifsson, ritari, ! Noregs 49 ára OSLO, 21. sept. — Iðnaðarsam- band Noregs átti 40 ára afmæli í dag og var haldin iðnaðarhá- tíð í því tilefni. Samkoma iðn- aðarmanna var í dag í hátíðasal Osló háskóla og voru þar við- stödd meðal annara gesta Há- kon konungur. Ólafur krón- prins og krónprinsessari og Ing- rid Danadrotning. — NTB. Staksteinar Framsókn. j og Barðaströnd „SÁLMASKÁLDIГ, sem við síðustu kosningar féll | fyrir Framsókn í Barða- < strandasýslu, hefir undan- | farið skrifað töluvert unj. þetta myndarlega hjerað og þingmann þess, Gísla Jóns- son alþingismann og fram- bjóðanda Sjálfstæðisflokks • ins. Sakar hinn fallni Fram- sóknarengill þingmanninr. um að hafa unnið linlega að 1 málefnum Barðstrendinga á 1 þingi. Fer hjer enn sem fyn að Tímaliðar snúa hlutunum. við. Það er nefnilega al- mennt viðurkennt, bæði á Álþihgi og után þess, að fá- ; ir þingmenn hafi komið jafn miklu til vegar fyrir hjerað sitt og einmitt Gísli Jónsson- ! Gísli Jónsson tók við mjög vanræktu Framsóknarhjer- aði og hafði strax á fyrstu árum þingmensku sinnar forystu um gjörsamiega stefnubreytingu í málum þess. Er Jjað á allra vitovði_, ekki síst í Barðastranda- 1 sýslu að með komu hans á þing hefst stórfellt fram- j kvæmdatímabil í hjeraðinu. i Þetta vita allir, „sálmaskáld- ið“ líka. En það heldur að óhætt sje að segja hið gagn- stæða. Það fór flatt á þvi við i síðustu kosningar. Árangur þess verður ekki betri í þetta sinn. , I . i Hvar er þrífóturinn okkar? í HAFNARFIRÐI er eftirfar- andi saga sögð: Einn af verkamönnum bæj 1 arins, sem vinnur við vatns- veituframkvæmdir kemur upp á bæjarskrifstofur. Er 1 þar fyrir einn af bæjarfuiitr. 1 Alþýðuflokksins, sem spyr i hvernig vatnsveitufram- ! kvæmdunum miði áfram. —- Ljet verkamaðurinn lítið yf- ir þeim þar sem ekki væru til nein verkfæri til að vinna ! með, ekki einu sinn Icrani ! heldur þyrfti að lyfta stein- | um upp á skurðbakka með handafli. Tæki kannske ált ; að hálfum degi að bisa við j einn stein. Varð þá Alþýðuflokksbæj- arfulltrúanum að orði: —• Hvar er þrífóturinn okkar? | Táknrænt dæmi í HAFNARFIRÐI er litið á þetta sem táknrænt dæmi um framtak og framkvæmd- < ir Alþýðuflokksins. Stórhug- ur hans er ekki meiri en j svo að hann sættir sig við að j bærinn eigi „þrífót“, nokk- urskonar trönur, til þess að | nota í grjótvinnu. Hafnar- j fjarðarkratana varðar ekk- j ert um aðstöðu verkamann- j anna, sem eiga að vinna með slíkum verkfærum. „Hvar er þrífóturinn okk- j ar“, er verðugt einkunnar- orð fyrir alla stjórnmálabar J áttu Alþýðuflokksins á ís- lanai. Það er hörmulegt að ' þróttmikið fcæjarfjelag e!nt Frh. á bls. 12 j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.