Morgunblaðið - 22.09.1949, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.09.1949, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 22. sept. 1949. MGRGL'MiLAÐlÐ 11 s Skrilstoluslúlka vel fær, getur fengið atvinnu nú þegar. VíNNUFATAGERÐ ISLANDS H.F. SW 11 ^ 1 y II : Vonduð husgogn ; Vegna burtfarar eiganda af landi, hefi jeg verið j beðinn um að selja: verulega falleg og vel með farin ■ borðstofuhúsgögn, úr norðurlandabirki ekki ljósu. | Borð útdregtð 8 stólar þar af 2 með örmum, hlað- ; borð, búningsborð (anrette) og tauskáp — einnig : bægindastól í stíl. Ennfremur borðlampa útskorinn l með silkiskermi, gullgylltann. Skrautborð útskorið gull- ■ gyllt með marmaraplötu. Skatthol mahogny með skáp- ■ um og leynihólfum. Tvöfaldan klæðaskáp, Kuban- j mahogny með útdregnum hillum og spegli. Kúmstæði, : einföld og tvöföld með eða án dýna. Dragkistu, fornan : grip innlagðan. Skrifborð — mahogny og borð. Hvít • svefnherbergishúsgögn. * Komið til mín ef þjer viljið borða og sofa við ódýr, • en verulega vönduð húsgögn. : SIGBJÖRN ÁRMANN Varðarhúsinu. l 16—18 óra piltur ■ ■ getur fengið atvinnu við verslunarstörf. Umsóknir send- j ist afgr. blaðsins fyrir 27. sept. merkt: ,Vers]unarslarf j 695“. j Leikflokkurinn „Sex í híl“ j ■ ■ sýnir sjónleikinn : ■ Candído ■ ■ eftir G. B. Shaw : ■ í Iðnó í kvöld kl. 8,30. — Aðgöngumiðar seldir í Iðnó : frá kl. 4—7 í dag, sími 3191. V jelsög (málmsög) í góðu standi til sölu. Upplýsingar í JJ.f. Stidir Jgfnstraumsmótorar 220 volt Til sölu eru tvö stk- I ha. með mótstöðu, 1 stk. þó 1ia- og tvö stk. % ha. Upplýsingar í síma 3599. • Koiia til þess ú veita forstöðu i fæðisáþlu, til starfánianna Landspítalans vantar frá 1. j okt. næstkomandi. Umsóknir ásamt upplýsingum og ; meðmælum sendist skrifstofu ríkisspítalanna fyrir ; mánaðamót. I Þjóðleikhúsið ve rður til- búið um næstu áramót ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ ER að verða tilbúið. Allri vinnu miðar þar nú örugglega áfram. Allt efni til þess að fullgera það er nú komið og verið er að ganga frá smíði leiksviðs og raflögnum. Hörður Bjarnason skipulags- stjóri, sem er form. byggingar- nefndar þjóðleikhússins skýrði blaðinu svo frá í gær, er það leitaði tíðinda hjá honum um þessar framkvæmdir, að húsið Slæsileg bygging sem injög er vnndnð til Samtal við Hörð Bjarnasen skipulagssfjóra, formann byggingarnefnsfar myndi verða afhent til rekstrar um næstu áramót ef engir ó- fyrirsjáanlegir atburðir hiadr- uðu vinnu við það. Fagurt fordyri. Jeg átti þess kost að h'tast um í sölum þjóðleikhússins í gær með formanni byggingar- nefndarinnar og sjá, hversu framkvæmdum er þar langt komið. Jafnskjótt og inn er komið blasir við fagurt fordyri, rúmgott og bjart, klætt „íslensk um marmara“, sem húsameist- ari ríkisins hefur valið þar til veggskreytingar og fyrstu til— raunirnar voru gerðar með í anddyri Háskólans. Eru það gljáfægðar steinplötur, settar silfurbergi og fleiri íslenskum bergtegundum. Gólfið er lagt ís- lenskum grásteinsflísum, en allt er þetta unnið og steypt í hús- inu sjálfu. í anddyri er lokið við máln- ingu í loftinu og í öllum göng- um hússins og fatageymslum. Verið er að koma fyrir hurð- um og dyraumbúnaði. í fordyr- inu verður komið fyrir högg- myndum af ýmsum elstu og þekktustu leikritahöfundum okkar, svo sem Indriða Einars- syni og Jóhanni Sigurjónssyni. En Indriði Einarsson var eins og kunnugt er einn aðalhvata- maður að byggingu þjóðleik- hússins. Á veggjum og stiga verður komið fyrir höggmynd- um úr íslenskum þjóðsögum og táknmyndum leik-, dans- og sönglistar. Áhorfendasalur. Þegar komið er inn í áhorf- endasalinn, virðist þar lítið vanta nema sætin. Búið er að þilja hann í hólf og gólf, mjög fögrum viðarþiljum, er fengn- ar voru í Danmörku. Verið er að ganga frá gólfi og dúkleggja það, annars verða þykk teppi á göngum, stigum og sal. Unnið er að því að gljáfægja þiljur á veggjum, og hin sjer- kennilega og fagra lofthvelfing, sem formuð hefir verið eftir ís- lensku stuðlabergi, hefir feng- ið á sig þau litbrigði, er húsa- meistarinn hefir ætlað henni, og mun án efa verða einhver mesta prýði þessa vandaða og fagra húss. Einnig hefir verið gengið frá þiljum og málningu hins rúm- góða forsalar á efri hæð, þar sem leikhúsgestum er ætlað að fá sjer hressingu milli þátta og í hljeum'. ■ í hinum einstöku vistarver- urn leikhússins, sem þiljaðar eru viðarplötum, er efni marg- breytilegt að lit og áferð. " Strax og lokið er við að fægja veggi í sal verður sætum komið fyrir, en þau eru hin vönduðustu, þægileg og rúm. Voru sætin öll keypt í Svíþjóð, og að sjálfsögðu gerð sjerstak- lega fyrir húsið. Sjerstakt leiksvið á efri hæð hússins, með áhorfendasal fyrir rúml. 200 manns, er enn í smíð- um. Verður það þiljað innan með birkiplötum, en sætin svip- uð að gerð og í aðalsal. Bak við ,,járntjaldið“. Heljarmikið járntjald skilur leiksvið frá sal, en því er ein- ungis ætlað það hlutverk að verja gegn eldi, ef upp kæmi á sviði. Er það hin voldugasta smíði, en Landssmiðjan hefir sjeð um gerð þess ásamt öllum öðrum útbúnaði leiksviðsins. Annars er fortjaldið einnig kom ið til landsins og verður sett upp undir lckin. Leiksviðið virðist eiga all langt í land, og erfitt fyrir Jeik- menn að átta sig á því völund- arhúsi. Formaður byggingar- nefndar vill auðsjáanlega gæta allrar varúðar í svörum um þennan hluta smíði hússins, en álítur þó, að áætlanir sjerfræð- inganna fái þar staðist. Frágangi við herbergi leikara og öðrum vistarverum að tjalda baki, miðar vel áfram og greini lega svo langt komið, að fylgt getur áætlun. Húsgögn, skápar og borð í þennan hluta hússins eru tilbúin. Rafmagnsútbúna'ður. Allur rafmagnsútbúnaðui í leikhúsið er fenginn frá Strand Electric Company í London og áhöld öll munu komin heim fyr ir áramót, en hin fyrstu þegar komin til landsins. Tæki þessi verða eins fullkomin og frekast er völ á fyrir leikhúsljósatækni yfirleitt. Sakir gjaldeyrisörðug- leika hefir orðið nokkur töf á að ganga frá samningum við hið erlenda fyrirtæki, en á sl. 1. sumri tókst formanni ásamt öðrum nefndarmanni, Jónasi Jónssyni alþingismanni og með aðstoð sendiherrans í London, að fá mjög hagstæða greiðslu- skilmála, sem annars var búið að synja um af hálfu breskra gjaldeyrisyfirvalda. — Hefir Landsbankinn og Fjárhagsráð gert það sem unnt hefir verið til fyrirgreiðslu, svo ekki stæði á fullsmíði hússins þess vegna, segir Hörður Bjarnason. Jakob Gíslason raforkumála- stjóri er ráðinn framkvæmdá- Stjóri og ráðunautur nefndar- ; ihnar um rafmagnsútbúnað all- ari, en Joh. Rönning sjer um lagnir, og er það mikið og kostn aáarsamt starf, en þó standa : ýonir til að því geti verið lok- ið á tilsettum tíma. Veitingasalir. Lííið hefir undanfarið verið unriið að því að ganga frá veit- ingasal á neðstu hæð, enda er ; þar mestu lokið, svo sem vegg- þiljun og eldhúsinnrjetting langt komin. Verða það áu efa hin fegurstu salarkynni. Þiljur á veggjum eru keyptar í Sví- ; þjóð, en húsgögn í Danmörku. Löng byggingarsaga. Þótt saga byggingarmálsins sje löng, rúm 20 ár, þá hefir raunverulegt byggingarstarf við húsið ekki verið lengra en tæp sex ár, er því verður lokið á næsta ári. í meira en 15 ár var smíði hússins stöðvuð ýmist af hálfu ríkisvaldsins eða af styrjaldar- ástæðum. Þjóðleikhúsnefndin starfar lögum samkvæmt án launa, og í henni hafa jafnan átt sæti 3 menn, tilnefndir af stjórnmála- flokkunum,og heyrt undir menntamálaráðuneytið. Frá byrjun hafa þessir menn átt þar sæti: Indriði Einarsson, rithöfund- ur, formaður. Einar H. Kvaran, rithöfund- ur. Jakob Möller, sendiherra, fcr - maður. Martha Indriðadóttir, leik.-; kona. Jónas Jónsson, fyrv. ráð- herra. Ingimar Jónsson skólastjóri. Hörður Bjarnason, skipulags- stjóri, formaður, og eru hinir þrír síðast nefndu núverandi húsbændur í Þjóð- leikhúsinu, þar til þeir afhenda það fullsmíðað á næsta ári, rík- isstjórn og hinni nýkjornu stjórn leikhússins. Guðjón Samúelsson, húsa- meistari ríkisins, hefir eins og kunnugt er teiknað húsið, og verið jafnframt yfirfram- kvæmdastjóri alls byggingar- starfsins. Glæsilegt musteri fagurrar listar. Þegar nú er gengið um for- dyri og sali þessa húss, seru margt hefur verið sagt um og ýmsum ágreiningi valdið, verð- ur það ekki lengur dregið í efa að íslensk leiklist sje í bann, mund að eignast glæsilegt must eri. En hin langa byggingarsaga þess og deilurnar, sem risið hafa um það, verða aðeins auka atriði, þegar byggingin sjálf stendur fullbúin. Þá vcrður starfið. sem þar er unnið,,þión- ustan við listina, kjarni máls- ins. En húsið, byggingin, er og verður jafnan fagur yottur um menningarþorsta og stórhug íá- mennrar þjóðar. S. Bj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.