Morgunblaðið - 22.09.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.09.1949, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 22. sept. 1949. Qddviti í þrjátiu ár Kristján Sigurðsson SJÖTUGUR er í dag Kristján Sigurðsson hreppsnefndaroddviti og bóndi á Heynesi í Innri-Arn- arneshreppi. Þessi sjötugi öldungur á að baki sjer langan starfsdag. Eigi hafði hann fyr slitið barnsskónum en baráttan fyrir daglegu brauði varð hlutskifti hans bæði heima og heiman. Það var enginn hægð- arieikur fyrir fátæka fjölskyldu- menn að sjá sjer og sínum borg- ið á uppvaxtarárum Kristjáns. Fór hann því kornungur í vistir. Kom það fljótt í ljós gagnvart foreldrum hans og systkinum að snar þáttur í lífi Kristjáns er ræktarsemi og tryggð. — T agði hann foreldrum sínum og syst- kinum alt það lið er hann kunni. Um tvítugsaldur setti hann saman bú með foreldrum sínum og voru þau á vegum hans upp frá því til dauðadags, en þau náðu bæði hárri elli. Kristján hefur ávalt verið af- burða góður verkmaður og ekki legið þar á liði sínu um dagana. Gengur hann enn ótrauður að störfum og lætur lítt á sjá, enda hefur hann ávalt verið heilsu- hraustur og haft miklum manni að má. Kristján hefur búið á þrernur jörðum í Innri-Arnarneshreppi, en langsamlega lengst eða nokk- uð á fimmta áratug, á Heynesi, þingstað hreppsins. Mikill og merkilegur þáttur í lífsstarfi Kristjáns er fjelagsmála starfsemi hans í sveit sinni. Strax á unga aldri voru honum falin þar ýms trúnaðarstörf. Hafa þau störf farið honum vel úr hendi og farsællega. Hefur hann um fulla þrjá áratugi gegnt oddvita- störfum og gerir það enn og hef- ur með höndum öll fjármál hreppsins. Hann hefur auk þess verið úttektar og virðingarmað- ur i hreppnum um fjölda ára, haft á hendi forðagæslu, verið í skólanefnd, stjórn búnaðarfjelags hreppsins og skattanefnd. Kristján er greindur maður, og aflaði hann sjer á unga aldr;, al- gjörlega af eigin ramleik, stað- góðrar menntunar og þekkingar á almennum málum. Er hann reikn ingsmaður góður og skýrslugerð hans öll og bókfærsla er skýr og glögg og er þar í hvívetna vel frá öllu gengið. Það er ekki á færi | annara en þeirra, sem kunnugir ! eru þeim sökum, að gera sjer I grein fyrir hve tímafrekt og um- 1 fangsmikið starf það er að hafa já hendi svo fjölþætta fjelags- málastarfsemi sem þá, er Kristján 'hefur innt af hendi í sveit sinni j um áratugi. Þarf til þess áhuga á fjelagsmálum og mikla fórnar- lund að leggja af mörkum í al- Imennings þágu, svo mikla vinnu og fyrirhöfn, því ekki er greiðsl- an fyrir þessi störf þung á met- unum. Kristján er giftur ágætri Konu, Sesselju Árnadóttur frá Flóða tanga í Stafholtstungum. Eiga þau hjón tvö uppkomin börn, son I og dóttur, sem bæði una hag sín- um í föðurhúsum og vinna ásamt foreldrunum að heill og gengi heimilisins. Er ekki önnur ánægja meiri þeim, sem frá öndverðu hafa helgað landbúnaðinum krafta sína, en að njóta stuðn- ings og atbeina barna sinna upp- kominna við þau störf og finna hjá þeim vilja og löngun iil að sinna þeirri köllun. Vinir og kunningjar þeirra hjóna, Kristjáns og Sesselju, munu senda þeim í dag hlýjar kveðjur og heillaóskir í tilefni afmælisins. P. O. Norðmenn fiska við Vestur-Grænland SVOLVÆR, 20. sept. — Af þeim 13 skútum frá Norður- Noregi, sem í sumar stunduðu veiðar við Vestur-Grænland, eru 11 hættar veiðum og komn- ar heim. Þær tvær, sem enn eru að veiðum munu halda þeim áfram þar til í október, þar sem búist er við góðum afla, er líður á. Þeir, sem heim eru komnir, láta mjög vel yfir ferðinni til Vestur-Grænlands, og eru tald- ar miklar líkur til að fiskveiðar á þessum slóðum megi auka verulega. Sjómenn telja, að veiðar eigi að hefjast þarna hinn 25. maí í seinasta lagi, og þeim beri að halda áfram fram í október. Heildarafli þessara skipa í sumar mun vera tvær og hálf miljón kíló, og munu hásetar una vel hlut sínum. — NTB. Bláu sfjörnunni vel fekið á Akureyri Einkaskeyti til Mbl. AKUREYRI, 19. sept. — Jeg spáði því, er jeg sendi frjett um fyrstu sýningu „Bláu stjörnunnar“ hjer, að hún mundi fá aðsókn í mörg kvöld. Hefir þetta sannast því að sýn- ingar hennar urðu sex að tölu á fjórum dögum, og er nær allt- af troðfullt hús. Var seinasta sýning í gærkveldi. Einnig hefir verið dansað öll kvöldin að lokinni aðalskemt- uninni. Munu Akureyringar lengi minnast þeirra glaðværu stunda, er þeir nutu í leikhús- inu þessa daga. Flokkurinn lagði af stað í morgun áleiðis til Reykjavíkur. — H. Vald. RAGNAR JONSSON. \ hæstarjettarlögmaður, | Laugavegj 8. símj 7752. i Lögfræðistörf og eigna- I umsvsla Ráðskona Ráðskona óskast til að sjá um heimili fyrir éínn máhn. Mætti hafa með sjer barn. Upplýsingar i síma 811/0 e'ftir kl. 1. AUGLYSING E R GULLS IGJLDI Skákmótið NÚ ER lokið þriðju og fjórðu umferð Haustmóts Skákfje- lagsins. í þriðju umferð fóru leikar svo, að Friðrik Olafsson vann Þóri Olafsson. Ingvar Ásmunds son vann Guðjón M. Sigurðs- son, Árni Stefánsson vann Þórð Jörundsson og Steingrímur Guð mundsson vann Jón Ágústsson. — Þeir Hjálmar Theódórsson og Sveinn Kristinsson gerðu jafntefli. í fjórðu umferð fóru leikar svo, að Þórir vann Ingvar, Jón vann Hjálmar, Þórður vann Steingrím, Árni vann Guðjón og Friðrik vann Óla Valdimars son. Eftir þessar fjórar umferðir mótsins er Árni Stefánsson með flesta vinninga, eða þrjá og hálfan. í kvöld verður fimmta um- ferð tefld. Ármenninpr keppa í handknaflleik í Helsingfors FINNSKU handknattleiksmeist ararnir „Union“, sem eru bæði inni og úti handknattleiksmeist arar. hafa boðið Glímufjelaginu Ármann að senda flokk hand- knattleiksmanna til keppni í Helsingfors og mun Ármann keppa þar 3 leiki dagana 25.— 27. sept. n.k. Um þessar mundir á Hand- knattleikssamband Stockholms 15 ára starfsafmæli og í tilefni af því mun fara fram keppni millj höfuðborga Norðurland- anna: Oslo, Kaupmanna- höfn, Helsingfors og Stock- holms í Stockholmi. Hinum vin sæla Olympíuþjálfara Olla Ekberg, var kunnugt um þessa för Ármenningana til Finnlands og hefir Handknattleikssam- band Stockholms fyrir hans til- stilli boðið Ármenningum að keppa sem gestum á þessu hand knattleiksmóti. Að gefnu tilefni skal það tekið fram að Glímu- fjelagið Ármann keppir aðeins sem einstakt fjelag, en kemur hvergi fram fyrir hönd Reykja- víkur. Eins og kunnugt er, er Handknattleiksflokkur Ár- manns Islandsmeistari, bæði í innan- og utanhúss handknatt- leik og auk þess Reykjavíkur- meistari. Flokkurinn lagði af stað í gær flugleiðis til Stockholm. Minningarrit um Dr. G, (iaessen „ACTA RADIOLOGICA“ heit- ir tímarit, sem margir af helstu radiumlæknum Evrópu standa að, en ritstjóri þess er Gösta Forsell í Stokkhólmi. Rit þetta hefur fyrir skömmu gefið út sjerstaka útgáfu, sem er tileinkuð minningu dr. Gunn laugs Claessen og ritar Foresell minningargreinina, sem birt er á ensku. I greininni eru rákin æfi- ágrip Dr. Claessens og sérstak- lega vísindastörf hans, sem voru þýðingarmikil á alþjóða- mælikvarða. — Starfsbræður Dr. Claessens hafa með riti þessu minst hans á hlýlegan og virðulegan hátt. Elín Olafsdóttir irá Mkadal _ Minningarorð: JEG er einn af yngri kynslóð- inni en langar þó til að rifja upp minningar um þessa látnu heið- urskonu, er jeg kyntist fyrst fyr- ir tæpum tuttugu árum. Elín fæddist á Rauðasandi 7. des. 1857, þar óx hún upp, gift- ist og bjó um 40 ára skeið í Stakkadal ásamt manni sínum Einari Sigfreðssyni er ljest 1925. Ljet hún þá af búskap og af- henti syni sínum Ólafi búfræð- ingi og konu hans Önnu Torfa- dóttur ábýlisjörð sína, en Ólafur ljest nokkrum árum síðar. Árið 1934 fluttist hún alkomin hingað til Reykjavíkur til Kristjáns sonar síns og konu hans, Ingunnar Árnadóttur og fór aldrei vestur eftir það, en það var ekki svo að skilja, að hún væri alflutt að vestan úr átthög- unum, því fór mjög fjarri, þar hafði hún fæðst í fagurri sveit, þar hafði hún slitið barnsskón- um, þar hafði hún brosað sinu besta brosi og þar hafði hún á sorgar og reynslustundum þolað og sigrað, og þar stóðu rætur hennar og þær urðu ekki slitnar upp. Það var gaman að sitja hjá henni á kvöldin, er hún sat með prjónana sína, segjandi sögur og atriði ýmist úr fortíðinni eða nú- tíðinni, allt var henni jafn nýtt, svo lifandi samband hafði hún við heimili sitt og aðra vini úr sveitinni, að það mátti svo að orði kveða, að hún fylgdist með daglegum störfum fólksins „heima“. Þá var það fortíðin, hún var svo ljóslifandi fyrir henni um menn, ættir og málefni, að er hlýtt hafði verið á hana um stund, þá komst maður ekki hjá því að verða nákunnugur mönn- um, málefnum og hjeraði, svo nákvæm og lifandi var frásögn hennar, og kom þar tvennt til, lifandi áhugi hennar fyrir mönn- um og málefnum og svo hið ó- venjulega mikla minni, er henni hafði verið gefið, því það sem hún hafði einu sinni heyrt gleymdist ekki, t. d. gat hún minnt á bæjarnöfn og sagt af- stöðu bæja í fjarlæeum sýslum, ef hún aðeins hafði átt þar frændur eða vini, svo mikill var fróðleiksþorstinn, þó að hennar hafi beðið annað í lifinu en að láta eftir sjer þann munað að ’iggia í bókum, því starfsþörf og starfsgleði urðu þar að sitia í <!vrirrúmi. Því þó að hin síðustu ár, er hún dvaldi hjer í bæ, gætu verið henni hvildar ár eftir lang- an starfsdag, varð hún að starfa, og prjónaði þá mikið, og hver vettlingur og hver flík átti að gefast þessum eða hinum, svo nóg var að gera, og árla var sest að vinnu, enda aldrei leyft sjer annað allt frá bernsku, og því skyldi allt vera tilbúið í tæka tið, hvort heldur um var að ræða ferðalag eða að koma jólakass- anum, eða öðrum gjöfum til skips, sem átti að fara ,,heim“ allt á rjettum tíma, óstundvísi hafði hin dugmikla búkona hvorki leyft sjálfri sjer nje öðr- um. Þær voru marga ■ .V undirnar, sem jeg sat mjer gleði og ánægju hjá henni „Ömmu“ eftir að hún kom til bæjarins, en hvers vegna kölluðum við svo mörg hana ,,Ömmu“? Jeg veit það ekki, við vorum ekkeft skyld henni, en eitt held jeg að sje víst, að epgirin sje bet'ri óg 'ástúðlegri börnunum en ömmurnar, og í önn móðúrinnar leitár ' bariíið til hénnar ömmu (sjé hún til stað- ar) og fær hjá henni þá ást og umhyggju, sem það þráir og þarna er skýringin, við vorum sem sje öll ömmubörnin henn- ar á hvaða aldri sem við vor- um. Við öll, sem heimsóttum hana, vissum hvers var að vænta, og öllum var veitt vel í litla vist- ; lega herberginu hennar. Börnin fengu „gott“ enda flýttu þau sjer oft upp stigann til hennar „Ömmu“ en aðrir fengu kaffi, og þegar loks var staðið upp eft- ir skemmtilegar samræður, því nóg var af gamanyrðum og öðru skemmtilegu er bar á góma, þar var ekki ósjaldan dregin fram kommóðuskúffan og teknir sokk- ar eða vettlingar handa gestin- um, og e. t. v. fjell peningur í vasa einhvers, sem hafði verið lasinn, eða aðrar ástæður, er lágu þar á bak við, og að hennar dómi þurftu þess með, því allir þurftu að reyna að njóta þess, sem hægt væri að fá fyrir pen- ingana nema ein, þún sjálf. Hana vanhagaði ekki um neitt, og hafði aldrei vanhagað um neitt í líf- inu, aðeins ef hún sá aðra glaða og ánægða í kringum sig. Allir komust í gott skap og góða líðan í návist hennar, hvernig svo sem skap eða aðrar ástæður voru, er komið var til hennar, því mögl og víl var ekki að hennar skapi, hún sem hafði oft á langri æfi orðið að leggja svo mikið á sig og reyna margt, hún hafði aldrei grátið framan í neinn, eða beðið sjer vorkunn- semi, en nú er það liðið, og hún hló að því öllu. Reynslan við erfiði sjúkdóma og strit hafði ekki komið henni á knje, hún sigraði og hlaut nú sigurlaunin á heimili ástríks sonar, tengda- dóttur og barnabarna, er öll elsk uðu hana og virtu sem móður og ömmu heimilisins, og það var þeirra gæfa að fá að standa við sjúkrabeð hennar við brottför hennar hjeðan. Kæra vina. Þú hefir nú eftir langan og fagran starfsdag feng- ið ósk þína uppfyllta í tvenn- um skilningi; þú hefir nú verið kvödd yfir landamærin miklu, fullviss þess að þar biðu þín bæði ástvinir þínir, og nýtt og meira starf, og svc: „jeg er kom- in vestur", sagðir þú rjett fyrir andlát þitt, það hefir nú ræst, í dag ert þú kvödd í fermingar- kirkju þinni, og hvílir síðan við hlið manns þíns í æskusveit ykk- ar, en við gröf þína standa börn þín, tengdabörn, frændur og vin- ir vörð, í bæn og þökk, en við vinir þínir í fjarlægð erum þar líka og segjum einum rómi: Guð blessi þjer hin nýju heimkvnni. — Minningin um þig er okkur mikils virði. Sigurður Árnason. Frú Power fæðir andvana barn PARÍS, 20. sept. — Kvikmynda leikkonan Linda Christian, kona Tyrone Power, fæddi and vana barn á sjúkrahúsi hjér í borginni s.l. sunnudag. í tilkynningu í blöðunum er frá því skýrt, að þau hjónin sjeu mjög sorgbitin vegna barns missisins. Frú Power er sjer til heilsu- bótar í París. — Reuter. RERGtm IÓNSSON Málflutrtlnirsskrifstnfa t.augavet? *5 sími 5833. Heimasíml 9234.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.