Morgunblaðið - 22.09.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.09.1949, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 22. sept. 1949. Útg.: H.l. Árvakur, Reykjavfk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með LesbóE. Mikilsverð viður- kenning í TÍMANUM fyrir skömmu er komist þannig að orði: „Flestir munu ætla að það sje ærið starf fyrir einn mann að vera dómsmála- og utanríkisráðherra, þar ?em hann er og jafnframt formaður nefndar, sem á að semja nýju stjórnarskrána. Þegar slíkur maður getur jafnhliða slíkum störfum, skrifað heila síðu í Mbl. daglega, hlýtur hann annaðhvort að vera frábær hamhleypa eða hann rækir ekki of vel trúnaðarstörfin fyrir þjóðina“. Hverjum er nú Tíminn að lýsa með þessum orðum? Það er auðsjeð. Maðurinn, „hamhleypan“ er Bjarni Benedikts- son utanríkisráðherra. Tíminn hefur verið sjerstaklega óheppinn í þetta sinn mns og raunar oft áður. Tilgangur hans var að deila harðiega á einn af fremstu leiðtogum Sjálfstæðisflokksins. En niður staðan varð sú að hann vakti fyrst og fremst athygli á því greinilegar en áður hefur verið gert, að utanríkisráðherr- ann er frábær afkastamaður. Það er nefnilega staðreynd, sem allir nema sturluðustu kommúnistar og þröngsýnustu Tímaklíkumenn viðurkenna, að Bjarni Benediktsson vinn- ur störf sín sem utanríkis- og dómsmálaráðherra af þeim dugnaði og árvekni, sem tryggir þjóð hans trausta forystu á sviði þessara þýðingarmiklu mála. aiT"~ Þetta er heldur ekkert undarlegt. Bjarni Benediktsson tók í æsku hæsta lögfræðipróf, sem tekið hafði verið. Hann varð síðar prófessor í lögum við Háskóla íslands og þótti afburða kennari. Það sætir engri furðu þótt maður með slíka þekkingu og reynslu verði nýtur dómsmálaráðherra þegar ruk þess er vitað að hann er sjerstaklega skyldurækinn og afkastamaður að hvaða verki, sem hann gengur. Engan þarf heldur að undra þess að stjórn utanríkismál- anna hefur farið Bjarna Benediktssyni vel úr hendi. Utan- ríkismálin eru þýðingarmestu sjálfstæðismál hverrar þjóð- ar. Bjarni Benediktsson er sonur eins þess stjórnmála- manns íslendinga, sem af mestum drengileik og glæsi- mennsku hefur tekið þátt í frelsisbaráttu þjóðarinnar. Á bernskuheimili Bjarna Benediktssonar var það málstaður íslands og hann einn, sem markaði stefnuna í þjóðmálun- um. Upp úr slíkum jarðvegi er utanríkisráðherra íslands sprottinn. Öll framkoma hans og stjórn á utanríkismálum þjóðar hans hefur verið í samræmi við uppruna hans og ætterni. Bjarni Benediktsson hefur á erfiðum og viðsjálum tímum farið með þessi vandasömu og viðkvæmu mál. Hann hefur gert það á þann veg, að öll þjóðin, að undan- teknum hinu óða málaliði Stalins og einstaka Tímaklíku- jóðlara, hefur lokið upp einum munni um ágæti forystu hans. - Undir forystu Bjarna Benediktssonar hefur verið unnið að því að treysta markaði íslenskra afurða og afla nýrra. Jafnhliða hafa tengslin við hinar vestrænu lýðræðisþjóðir orðið traustari og þáttur íslands í alþjóðasamv. meiri. Hefur það haft mikil áhrif landinu til álitsauka og beins hagnaðar. Það sætir engri furðu þótt kommúnistar fjandskapist meira við slíkan stjórnmálamann en nokkurn annan. Þeir vilja ekki að ísland treysti aðstöðu sína út á við með sam- vinnu við hinar vestrænu lýðræðisþjóðir. Meðan þeir ekki geta lagt það undir járnhæl kommúnismans og Komin- form vilja þeir halda því einöngruðu og vinasnauðu. Þess- vegna hafa landráðasneplar þeirra keppst um að svívirða Bjarna Benediktsson fyrir hina jákvæðu og raunhæfu utan- ríkisstefnu hans. Hitt sætir nokkurru furðu að blað „milliflokksins“ skuli ganga í bandalag við landráðaklíkuna um róginn. En það hefur óvart sagt það, sem það þó síst vildi, nefnilega það, aðúfánríkisráðherrann sje óvenjulégur afkástamaður, sann- kölluð hamhleypa. Fyrir þá viðurkenningu er rjett og skylf að þakka Tímanum. En hinar móðursýkiskenndu árá$ir komtnúnista, og „niilli-, ílokksins“ munu hvorki saka utanríkisráðherran nje Sjálf- stæðisflokkinn. t-ar: 'uerji óhrij^a ÚR DAGLEGA LÍFINU Tvær umkvartanir. TVEIR kunningjar hafa nýlega beðið um, að komið yrði á fram færi áhugamálum þeirra. Ann- ar hefir áhyggjur af umferð- inni og ákveðnar tillögur í því máli. Hinn maðurinn ræðir al- varlegt mál en það er peninga- sníkjur barna á götunum. Umferðarmálin eru oft rædd, en hitt er sjaldgæfara, að heyra kvartað undan betlurum á Reykjavíkurgötum, öðrum en ,,rónunum“ svonefndu. Og án frekari málalenginga frá minni hálfu, þá eru hjer umkvartanirnar: • Til Kvers eru gulu strikin? TIL hvers eru gulu strikin? spurði maður mig í gær og benti á strikin, sem máluð voru á sínum tíma þvert yfir Aust- urstræti og Pósthússtræti, þar sem þessar fjölförnu götur sker ast. — Spurðu lögregluþjóninn, svaraði jeg, og benti honum yf- ir á gangstjettina við Lands- bankahornið, þar sem einn af hinum myndarlegu vörðum lag- anna var staddur. • Eins og tunnugjörð. MAÐURINN með gulu strikin á heilanum tautaði eitthvað í barm sjer og skundaði á brott, ekki til lögregluþjónsins, held- ur í áttina frá honum. Hann hefur að líkindum ekki nent að standa í því að spyrja lagavörðinn til hvers gulu strik in á götunni væru. Jeg gerði það ekki heldur, en jeg velti spurningunni svolítið fyrir mjer. Sannleikurinn er sá, að hjer er spurning, sem veltur jafnvel betur en splunkuný tunnugjörð. Strikin hafa engin áhrif. SANNLEIKURINN er ennfrem ur sá, að bílstjórar hafa að engu þessi gulu strik, sem gangandi fólki er ætlað að ganga á milli. Á hornum Pósthússtrætis og Austurstrætis stöðva bifreiða- stjórarnir nær undantekningar- laust bíla sína á gulu strikun- um, ekki við þau, eins og ætl- ast er til. Þeir leggja bílunum þvert yfir gangbrautina — fót- gangandi menn komast alls ekki yfir götuna, án þess að fara út fyrir svæðið, sem strikin marka. • Grindverkum komið upp. JEG hefi enn ekki sjeð lögreglu þjón skifta sjer af þessu. Hins- vegar mun lögreglan hafa átt hönd í bagga með að setja upp grindverkin á hornunum þarna, en þau grindverk eiga víst að koma í veg fyrir það, að gang- andi fólk álpist út á miðja götu, þar sem bílarnir mætast úr þremur áttum. Þessi grindverk munu einnig eiga að vísa veg- farendum, það ðf að segja þeim, sem fótgangandi eru, leiðina að gangbrautunum innan gulu strikanna. • Enginn getur brotið. EF' bílstjórar halda áfram að stöðva farartæki sín á þessum gangbrautum, fæ jeg ekki ann- að sjeð en að lögreglan verði að beita sjer fyrir því, að grind- verki verði einnig slegið upp um þær. Þetta mun að vísu stöðva alla umferð um Austurstræti og Pósthússtræti, en hvað um það, allir ættu að vera ánægðir, því þá geta hvorki þeir fótgang- andi brotið lög á bílstjórunum nje bílstjórarnir á þeim fót- gangandi“. Þetta var umkvörtun nr, 1. — Hræddur er jeg um, að þetta lagist ekki fyr, en „Ceres kem- ur og Flóra fer“, en það verður um það leyti sem umferðarljós- merkin koma á aðalgöturnar í Reykjavík. Og svo er það um- .kvörtun nr. 2: Peningar fyrir „strætó“. ,,ÞAÐ er að ágerast — um á- stæður er mjer ekki kunnugt — að börn biðji ókunnuga að gefa sjer peninga. Það er þannig hreint ekki svo óalgengt á Lækj artorgi, að krakkar biðji um peninga fyrir strætisvagni, stundum jafnvel tvö eða þrjú í einu. Vafalaust ætla einhver af þessum börnum að nota pening- ana til þess að komast heim með strætisvögnunum, en þau eru líka mörg, sem með þessu eru að reyna að ná sjer í aura fyrir sæigæti. eftir Enginn sjer aurunum. ÞETTA er óviðfeldið, og for- eldrar, sem að þessu komast um börn sín, ættu að harðbanna þeim betlið. Það getur komist upp í vana, og þótt enginn sjái að sjálfsögðu eftir 50 aurum handa prúðum pilti eða lítilli stúlku, kann sá hinn sami illa við það, að sjá lítil börn í aura- sníkjum á þennan hátt. Það er altaf og allsstaðar leiðinlegt að sjá smábörn biðja ókunnugt fólk að gefa sjer pen- inga og það má ekki koma þeim upp á það, að sníkja“. IMMMMMMMMMMMMMMMMMMIMMMMMMIMMMMMIIMIMI IMftll mlllllllllllltllMIIIIIIIIMMMIM IMIMI IMMMMMMMMI MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . iiiiimimiiiiiiiiimimiiiimimiimimiiiimmmiiimiimiimimmmiimiimimimiiiimimiimimiiimimimiiiiiiimimimiiiimmmiimi^ Aukning dauðsfalla og ofdrykkja í Tjekkóslóvakíu. Eftir frjettaritara Reuters í Prag. SÍÐUSTU skýrslur frá t)3kk- nesku hagstofunni sýna, að dauðsföllum hefur fjölgað í- skyggilega mikið í Tjekkósló- vakíu síðan stjórn kommúnista komst til valda í landinu. Sam- tímis hefur áfengisneysla auk- ist svo mikið, að ástandið í áfengismálum landsins er talið mjög alvarlegt. • • ALMENN DAUÐSFÖLL 13,4%0. SAMANBORIÐ við styrjaldar- árin minnkaði barnadauði í Tjekkóslóvakíu fyrri hluta 1948. En s.l. haust fór barnadauðs- föllum aftur að fjölga af óskilj- anlegum ástæðum. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs jukust almenn dauðs- föll úr 11,6 á hverja þúsund íbúa í 13,4. Og barnadauði jókst úr 76 á 1000 í 93 og stendur Tjekkóslóvakía nú aftar flest- um löndum Vestur-Evrópu. • • SJÚKRAHÚSÞÖRF EYKST. OPINBERAR skýrslur sýna einnig, að sjúkrahúsþörf þjóð- arinnar hefur mikið aukist. — Ríkissjúkrahúsum hefur íjölg- að, en einkasjúkráhúsúm fækk- ^ áð úr 65 í 18, vegna stefnu stjórnarinnar að þjóðnýta sjúkrahús. En samtímis hefur mjög bor- ið á því í Tjekkóslovakíu, að aðbúð sjúklinganna hefur versn að. Sumir sjúklingar segja, að öll þjónusta á sjúkrahúsunum sje hrakandi og það sem er verst, að þar sem ríkið hafi tek- ið að sjer rekstur allra stærstu sjúkrahúsanna, þá geti sjúkling arnir ekki valið á hvaða sjúkra- húsi þeir dveljist, heldur sje það allt ákveðið af skrifstofumönn- um ríkissjúkrahúsanna. Urn lyf er það að segja, að langtum er orðið erfiðara með útv.;gun lyfja en fyrr. MIKILL LYFJASKORTUR EITT leiðasta dæmið upp á lyf ja leysið í landinu er mál, sem nokkuð hefur verið rætt um undanfarið. Það var ungur mað ur sem þjáðist af slæmum berklum. Foreldrar hans fengu flutt inn streptomycin, en bað gagnaði ekki, sonur þeirra dó. En rjett þegar hann lá í andar- slitrunum, komst það upp, að hjúkrunarkonan, sem var frá ríkissjúkrahúsunum, — hafði sprautað vatni í sjúklinginn, en tekið streptomycinin og selt það á svörtum markaði. OFDRYKKJUMEINIÐ BINDINDISF.IF.LÖG i Tjelikó- slóvakíu hafa hert á „báráftu gegh öfdrýkkju“, en það virðist lítið gagna því að aldrei hefúh drýkkjuskápurinn verið jjafn geigvænlegur í landinu og nú. Hagskýrslur sýna, að árið 1946 var keypt áfengi fyrir 13.000.000.000 tjekkneskar kr. Síðan hefur neyslan aukist um 5.000.000.000. tj. krónur. — Á síðastliðnu ári nam neysla áfengis og tóbaks næstum fjórða hluta af þjóðartekjun- um. Samtímis var skýrt frá því. að 120.000 ofdrykkjutilfelli hefðu verið síðastliðið ár. I _____________________ i | Rússar níða forseta I Vesfur-Þýskalands MOSKVA, 20. sept.: — í dag sakaði Moskvaútvarpið hinn j nýkjörna forseta V-Þýskalands, Theodor Heuss, um að hafa stutt þýsku nasistana eftir að Hitler brautst til valda. Sagði útvarpið m.a., að V.- Þýskaland væri friðinum í Ev- rópu ógnun. Heuss hefði skrif- að margar greinar í málgagn nasistanna Der Reich, þar sem hann hefði látið samúð í ljós með þeim. „Heuss var eitt sinn íylgisvsinn ;Hitlers, > nú -e® hann forseti: V.-Þýskalands og þjónn auðvaldsríkjanna'1, sagði þar ennfremur. .. i | Um Adenauer forsæt.isráð- I her ra sagði, að hann hefði verið einkavinur Görings. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.