Morgunblaðið - 02.02.1950, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 2. febrúar 1950.
- Útg.: H.f' Árvakur, »Reykjavík. .
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Askriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
I lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók,
kr. 15.00 utanlands.
Heilbrigðisstofn un,
sem er þjóðarsómi
OKKUR íslendinga greinir að vonum á um margt. Við erum
deilugjarnir og oft dómharðir um of um menn og málefni.
Þrátt fyrir það hefur þessi þjóð lyft Grettistökum á fjöl-
mörgum sviðum og lagt grundvöll að mikilsverðum um-
bótum, sem ekki koma aðeins núlifandi kynslóð að gagni
heldur framtíðinni og þeim, sem landið eiga að erfa. Deil-
urnar og kífið hafa þannig orðið fæðingarhríðir framfar-
anna. En um einstaka þætti framfara og umbóta höfum
við þó verið sammála. Að þeim hefur verið unnið í sátt og
eindrægni. Öll þjóðin hefur staðið að þeim og borið fram-
kvæmdirnar sameinuð fram til sigurs.
Einn þeirra þátta er það menningarstarf, sem unnið hefur
verið s.l. 5 ár að Reykjalundi í Mosfellssveit. Þar hefur á
þessum stutta tíma risið stofnun, Vinnuheimili Sambands
íslenskra berklasjúklinga, sem er einstætt í sinni röð óg vel
xná segja að sje þjóðarsómi. Samtökin, sem lögðu grundvöll
að þessari merkilegu stofnun, eru byggð upp af fólki, sem
tekið hefur þá veiki, sem til skamms tíma hefur orðið flest-
um íslendingum að aldurtila. Tilgangur þeirra er sá að skapa
þeim, sem sigrast á þessum sjúkdómi skilyrði til vinnu við
þeirra hæfi og varðveita þannig heilsu þeirra.
íslendingar tóku boðskap þessara samtaka vel, svo vel að
undraverður árangur hefur náðst í baráttunni fyrir því tak-
marki, sem samtökin stefna að. í Reykjalundi hefur hver
Lyggingin á fætur annari risið, nú síðast glæsilegt stórhýsi,
sem bætir mjög alla aðstöðu Vinnuheimilisins.
Það er ástæða til þess að óska Sambandi íslenskra berkla-
sjúkhnga til hamingju með árangurinn af starfi þess. En
á því fer einnig vel að íslenska þjóðin samfagni sjálfri sjer
með þann skilning og manndóm, sem hún hefur sýnt með
því að styðja þetta starf, sem unnið hefur verið af óvenju-
legum ötulleik, fórnfýsi og mannúð.
Vestmannaeyingar
' og samvinnan
I-AÐ er öllum landsmönnum kunnugt að Vestmannaeyja-
kaupstaður er ein þróttmesta útgerðarstöð hjer á landi og
hefur verið það um langt skeið. Það er einnig vitað að út-
vegsmenn og sjómenn í Vestmannaeyjum hafa haft forystu
um fjelagsleg samtök og samvinnu á ýmsum sviðum at-
Laínalífs síns. Með shkri samvinnu hafa þeir bætt aðstöðu
útgerðarinnar og þeirra, sem að henni vinna til fullkom-
innar hagnýtingar afla síns og hagkvæmra viðskipta á ýms-
um sviðum.
Sjálfstæðisstefnan hefur jafnan átt traustu fylgi að fagna
í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyingar hafa þannig kosið
Sjálfstæðismenn á Alþing í áratugi og í bæjarstjórn kaup-
staðarins hafa Sjálfstæðismenn lengstum haft meirihluta.
Útgerðarmenn í Vestmannaeyjum, sem flestir hafa fylgt
Sjálfstæðisflokknum að málum, hafa haft alla forystu um
þau samtök og samvinnu, sem gert hafa Vestmanneyinga
að brautryðjendum í þessum efnum. Meðal þeirra forystu-
manna er Jóhann Þ. Jósefsson atvinnumálaráðherra.
Það skýtur því dálítið skökku við þegar Tíminn lætur
mikið yfir afrekum Framsóknarmanna í samvinnumálum
Vestmanneyinga og eignar þeim einhverja forgöngu í þeim
málum. Slík staðhæfing er firra, sem enginn, er til þekkir
getur tekið alvarlega. Má í því sambandi geta þess að annar
bæjarfulltrúi Framsóknar var fyrir skömmu svo að segja
rekinn úr einu merkasta samvinnufyrirtæki útgerðarinnar
í Eyjum. — Um oflæti Tímans vegna kosninganna í Vest-,
mannaeyjum er annars það að segja að það er ósköp barna-
legt. Framsókn hefur að vísu unnið nokkuð af atkvæðum
írá kommúnistum og Alþýðuflokknum, sem frægir eru orðn-
ir fyrir óstjórn sína á kaupstaðnum s.l. fjögur ár. En það er
áreiðanlega of mikil bjartsýni hjá Tímaliðinu að telja sjer
trú um að su atkvæðatilfærsla milli hinna rauðu bræðra
boði varanlegan sígur þess í þessari myndarlegu verstöð.
Röggsemi Ferða-
skrifstofunnar.
FYRIR NOKKRU var lauslega
vikið að afgreiðslusalnum á
Keflavíkurflugvelli og rjett að-
eins drepið á horn Ferðaskrif-
stofunnar, þar sem minjagrip-
ir eru seldir. Fyrir nokkru tók
Ferðaskrifstofan rögg á sig og
sendi mjer plagg eitt mikið og
stórort í tilefni þessara athuga-
-semda minna. Er ekki laust við
að nokkúrs hroka gæti í brjef-
inu, en það viil oft verða svo
hjá þeim, sem einokunarað-
stöðu hafa í þjóðfjelaginu á
hvaða sviði sem það er.
•
Sjálfsánægja.
MJER FlNST rjett að birta
brjef Ferðaskrifstofunnar í
heild. Það gefur almenningi
nokkra Kugmynd um þá stofn-
un og þá fyrst og fremst þá,
að hún sje fullkominn og minja
gripirnir það góðir, að ekki
verði á betra kosið. — Jeg er
ekki sammála.
•
Upphleypta kortið.
ÞÁ FINST mjer sjálfsagt að
skýra frá því, að upphleypta
kortið, sem talað er um og ekki
hefir verið sett upp er sams-
konar og sett var utan á
skúrinn við Kalkofnsveg, þar
sem Ferðaskrifstofan er. Þetta
stykki vegur nokkur tonn og
hvað það á að gera utan á ílug-
vallarstöðinni skil jeg ekki.
Og svo var það loks þetta,
sem jeg vil segja, úr því að jeg
birti brjef Ferðaskrifstofunnar:
— Það er sennilega ekki rjett
að kalla minjagripina, sem
þarna eru til sölu „drasl“, held-
ur „gæruskinn, eldspýtustokka,
póstkort og fleira.“
Draslið í horninu.
HJER BIRTIST brjef F. R.:
„í tilefni af greinarkorni í
Víkverja 21. f. m. varðandi
Ferðaskrifstofu ríkisins, leyfum
vjer oss að fara þess á leit að
Morgunblaðið birti eftirfarandi
athugasemdir:
Ferðaskrifstofan rekur, sem
kunnugt er, minjagripaverslun
í hinum nýju salarkynnum hót-
elsins á Keflavíkurflugvelli.
Munir þeir, sem þar eru á boð-
stólnum eru allir unnir af ís-
lensku fólki og í flestum til-
fellum úr íslensku hráofni.
Reynt hefir verið að velja það
besta, sem völ hefur verið á,1
má í því sambandi nefna ýmsa
leirmuni bæði frá Guðmundi
frá Miðdal og Funa, trjemuni
allskonar t. d. frá Jóhönnu
Knudsen og fleirum, allskonar
íslenskt prjónles svo sem peys-
ur, vettlinga, húfur, hyrnur o.
fl. Allar þessar vörur eru hinar
prýðilegustu að útliti og öllum
frágangi, að dómi allra sann-
gjarnra manna, og landinu frek
ar til sóma en lasts.
Vjer teljum því, að ofsagt sje
í Víkverja, þar sem hann segir:
„Eitthvert drasl er í horni Ferða
skrifstofunnar, sem minnir á
ísland“.
•
Sjálfir ánægðir.
SITT SÝNIST hvorum. Vjer
lítum allt öðrum augum á þetta
mál en Víkverji. Vjer teljum
það t. d. rangt að setja þá skoð-
un fram í víðlesnu blaði, að
þær prjónavörur, sem Ferða-
skrifstofan hefur til sölu þar
syðra, sjeu drasl. Vörur sem
eru unnar af iðnum höndum af
íslenskum konum úr íslenskri
ull, og sem eru, að dómi þeirra,
sem eitthvað skyn bera á slíkar
vörur, hinar prýðilegustu í alla
staði.
Vjer mótmælum því, að það
sje drasl, hinir íslensku leir-
munir, sem allir eru unnir af
hagleik og smekkvísi af íslensk
um hagleiksmönnum úr ís-
lensku hráefni. Það er sannar-
lega tími til kominn, að gefa
þeim hlutum, sem hægt er að
framleiða hjer heima úr ís-
lensku hráefni, meiri gaum en
verið hefur; hlutum, sem ekki
útheimta neinn erlendan gjald-
eyri/
Ef sá hugsunarháttur næði
yfirtökum hjá vorri fámennu
þjóð, að allt væri drasl, sem
smíðað og framleitt væri hjer
heima, þá verður stutt vor »jálf
stæðissaga.
•
Hvers sök?
ÞÁ segir Víkverji að það sje
,,okkar“ eigin sök, að ekki sje
búið að setja upp þær ljósmynd
ir, sem mikið hefði verið talað
um og þótt sjálfsagt að setja
upp í salarkynnum hótelsins.
Það sanna í málinu er þetta:
Ferðaskrifstofan fjekk nokkra
af vorum færustu ljósmyndur-
um til að stækka um 20 lauds-
lagsmyndir, sem ætlast var til
að hengdar væru upp í af-
greiðslusal Keflavíkurhótelsins.
Hins vegar gerðu yfirvöld flug-
vallarins þá kröfu að fá að
smíða rammana utan um mynd
irnar, til þess að tryggt væri að
rammamir yrðu í stíl við um-
hverfið, að oss var sagt.
Efnið í rammana lagði Ferða-
skrifstofan til og flutti það suð-
ureftir. Er skemmst frá því' að
segja að rammar þessir eru ó-
smíðaðir enn, að fjórum undan-
skildum.
Ferðaskrifstofan fjekk hag-
leiksmanninn Axel Helgason til
að búa til upphlepyt kort af
íslandi, samskonar og nú er á
einum útvegg Ferðaskrifstof-
unnar hjer. Kort þetta var flutt
suður á Keflavíkurflugvöll s.l.
vor og átti að koma því hag-
lega fyrir við aðalinngang hótels
ins. Yfirmenn vallarins óskuðu
þess einnig að þeir sæju um
uppsetningu þess. Þetta kort
hefur heldur ekki verið sett upp
ennþá. Ferðaskrifstofan hefur
gert ítrekaðar tilraunir til að
fá þessa hluti framkvæmda,
samkvæmt þeim loforðum, sem
gefin voru í upphafi, en allc
hefur reynst árangurslaust.
Víkverji segir að það sje „okk
ar“ eigin sök að ekki sje búið
að setja upp þessar ljósmyndir.
Hvaða ,,okkar“ á hann við?
Ekki er það sök Ferðaskrifstof-
unnar að yfirvöld flugvallarins
hafa enn ekki efnt þau loforð,
sem gefin voru fyrir tæpu ári
síðan. Ef hinsvegar er átt við,
með orðinu „okkar“, yfirvöld
flugvallarins, þá má ef til vill
segja að rjett sje með farið.
•
Lofað betrun og bót.
AÐ lokum þetta: Vjer tökum
með þökkum öllum sanngjörn-
um ábendingum um hluti, sem
betur mega fara í starfi voru,
t. d. því að á þær fáu myndir,
sem upp eru komnar í Kefla-
víkurhótelinu vanti útskýring-
artexta.
Ætlun vor var sú, að set ja út-
skýringartextana á myndirnar,
þegar búið væri að setja þær
allar upp.
Það má því með fullum rök-
um segja nú, að of langt sje að
bíða eftir því, og munum vjer
að sjálfsögðu taka það til
greina.“
»iinii»iiiiiinwinininiiiinninic»iiiiiiiuiiiiuiin»i»iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiininwiiiiiiiiiiinnininwiiiwniiwnniiniiiiiiiiiiiiuiMiuiiwmiiiiiiitiiiiniiniiiuiiiinni
I MEÐAL ANNARA ORÐA . . . .
&
■iiiiiiiiiiiiiiiiiHimiii
l■ll•lllll■ll■l■lllllllllllll■lll■ll•l•■llllllllll•ll|lll|||||UIIIIII•IIIIIIIIIIIIIIM
Kvikmyndir úr djúpum bafsins
Eftir frjettamann Reuters
VÍN: — Dr. Hans Hass er aust-
urrískur' könnuður undirdjúp-
anna Hann er nú nýkominn
heim úr leiðangri, sem hann
fór einn síns liðs til Rauðahafs
ins, þar sem hann tók kvik-
myndir neðan sjávar. í þeim
getur að líta landslag, þar sem
hákarlar, risaskeljar og kynleg-
ir „hænsfiskar“ prýða meðal
annars útsýnið.
• •
SJÓN ER SÖGU
RÍKARI
DR. HASS hefir þegar haft
verulegar tekjur af myndum
sínum, sem hann hefir tekið
neðan sjávar af hákarlaveiðum.
En þetta nýja myndasafn hans
frá Rauðahafinu mun vekja at-
hygli vísindamanna, sem áhuga
hafa á neðansjávarrannsókn-
um, og ekki síður almennings.
„Ef neðansjávarmyndirnar mín
ar bera svip þeirrar sjónar, sem
jeg sá, þá ættu þær að vekja
alheimsathygli“, sagði dr.
Hass í blaðaviðtali.
• •
ÚR GINI
ÓFRESKJUNNAR
,,Jeg tók leifturmyndir af
gini risastórra hákarla, sem eru
10 til 15 fet milli ugga og vega
frá 2 til 3 smálestir. — Jeg
svam innan um torfur þessara
ófreskja, sem er alveg óhætt að
snerta og jafnvel særa lítillega.
En þegar þessar skepnur finna
blóðlykt, þá er þeim öllum
lokið“.
• •
KYNJAFAGURT
LANDSLAG
HASS var ákaflega hrifinn að
undarlegu og kynjafögru lands
lagi undirdjúpanna, þar sem
hann myndaði lifnaðarháttu
hákarlsins, risaskelja, sem
höfðu að geyma marglitan fisk,
frárra skjaldbakna, risaála und
irdjúpanna, skrýtinna ófreskja,
sem geta blásið sig út eins og
loftbelgur, „hænsfiskanna",
sem hafa ugga einna líkasta
hænsnavængjum
Á kórallöndunum, sem lágu
meira en 100 fet undir yfir-
borði sjávarins, þar voru kynja
hellar, djúpar gjár kóralskóg-
ar, sem minntu á „land, baðað
undurljúfum litum mánaskins-
ins“.
• •
AÐSKOTAGEML-
INGA^t
Á EINÚM stað fann Hass skip,
sem sökk fýrir 50 til 60 árum.
Var það þakið kóröllum svo og
beinagrindurnar, sem í því
Framh. á bls. II.
i