Morgunblaðið - 02.02.1950, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 2. febrúar 1950,
nmuriiin
Framhaldssagav) 26
BASTI0NS-F01KID
Eftir Margaret Ferguson
einkennilega miklu samræmi
við allt landslagið á Cornwall.
En hin var ljós yfirlitum, raun-
sæ og dugmikil. Og stundum
datt Catherinu í hug að Leah
væri ekki eins mikið að brjót-
ast á móti persónulegum þroska
Jane, eins og persónuþroska
hinnar Rosönnu Jane, sem
hafði endurskapast svo ná-
kvæmlega í dóttur hennar.
Og þó höfðu Leah og Rosanna
verið miklar vinkonur. Cather-
ina mundi eftir því þegar Leah
hafði fyrst komið til Cornwall.
Hún hafði komið í heimsókn
til Brastock-hjónanna sumarið
áður en Rosanna dó, rjett um
það bil sem veikindi hennar
voru að byrja sem að lokum
drógu hana til dauða. — Leah
hafði aðeins ætlað að dveljast
hjá Brastock-hjónunum ágúst
og september-mánuð, en það
var farið að líða langt fram á
veturinn áður en Leah hafði
sýnt á sjer nokkurt fararsnið
og tímum saman hafði hún set-
ið hjá Rosönnu í herbergi henn
ar. Þegar hún fór frá henni,
virtist Rosanna alltaf hafa feng
ið nýjan kraft og daufur roði
sást í grannleitu andliti henn-
ar, og börnin höfðu fylgt Leah
óleiðis, eins langt og þeim
hafði verið leyft.
Catherina hafði heyrt Mall-
ory tala um Leah við sjera Mait
land tveimur árum eftir dauða
Rosönnu, þegar hann heyrði að
hún ætlaði að koma til Corn-
wall aftur.
„Jeg gleymi því aldrei, hvern
ig hún reyndi að bjarga Ros-
önnu með viljakraftinum einum
saman“, sagði hann. „Jeg held
hún hafi haldið henni uppi svo
mánuðum skipti Og stundum
þegar hún fór frá henni, virt-
ist Leah sjálf náföl og uppgef-
in eins og hún væri sjálf orð-
in veik. Jeg held að hún hafi
tæmt alla brunna síns eigin
viljakrafts yfir í Rosönnu, svo
að hún átti ^arla nokkuð eftir
fyrir sjálfa sig“.
Það höfðu liðið önnur tvö ár,
áður en hann giftist Leah. Öll-
um hafði fundist það mjög góð
laun fyrir hann og börnin. En
áður en tvö ár voru liðin var
Leah dregin upp úr sjónum með
brotið bak, og það var erfitt að
segja um það nú, hve hamingju
ríka daga Mallory átti. Ekki svq
að skilja að nokkur gæti dæmt
neinn, eða hefði jafnvel rjett til
þess að reyna það.
„Vel á minnst“, sagði Cather-
ina glaðlega og tók upp sígar-
ettu. „Viltu gera mjer þann
greiða næst, þegar jeg kem að
borða hjá ykkur að hringja til
í mín og segja mjer, hvernig jeg
á að vera klædd. Það leit ekki
út fyrir að jeg hefði hitt á það
rjetta í gærkveldi, en Logan
sagði ekkert um veislu og jeg
hefði getað snúið hann úr háls-
liðnum fyrir“.
„En það var ekki honum að
kenna“, sagði Jane syfjulega.
„Leah ákvað ekki að bjóða
fleira fólki fyrr en eftir að
; hann var farinn um morgun-
| inn. Þá sagði hún allt í einu ..
: .. jeg verð nú að viðurkenna
að okkur fannst það öllum dá-
Jitið skrítið .. ... að við yrðum
að gera okkur það ljóst að þú
værir búin að vinna þjer frægð
ar og það væri þessvegna ekki
viðeigandi að bjóða þjer til
kvöldverðar nema hafa eitthvað
við Af því stafar svo þessi fina
veisla“.
„Jeg skil“. Catherina fleygði
brauðbita til máfanna, sem
voru á sveimi í nánd við þær.
„En var hún ekki að gera að
gamni sínu?“
„Nei. Satt að segja var hún
grafalvarleg. Jeg býst ekki við
að þú vitir það, Catherina, en
það er eins og þessi viðurkenn-
ing sem þú hlaust í London hafi
haft mikil áhrif á Leah. Og
henni finnst að það eigi að um-
gangast þig með meiri virðingu
og þjer eigi að vera haldnar
veislur. Hún verður gröm, þeg-
ar við Logan þykjumst ekki
geta skilið það“.
„Jeg má víst vera Leah þakk-
lát“, sagði Catherina, „en jeg
held að hún geri nokkuð mikið
úr þessari viðurkenningu
minni“.
Og hvað hún gat vel heyrt
fyrir sjer Leah segja við Log-
an: „Við verðum að líta öðrum
augum á Catherinu hjer eft-
ir“, mundi hún hafa sagt. „Hún
á fyrir sjer auðugan starfsferil,
sem er henni allt og eitt. Við
getum ekki búist við því að
samband okkar við hann sje ó-
breytt“. _____________________
„Það er farið að kólna“, sagði
Catherina. „Eigum við ekki
að tína dótið saman? Jeg er
hvort eð er hætt að mála“.
Jane lá á hnjánum og tíndi
ofan í körfuna. Henni varð lit-
ið upp á ljereftið. Hún hallaði
undir flatt og sagði íhugandi:
„Ertu farin að temja þjer
nýja gerð á málverkunum, Cat-
herina? Þetta er ekki líkt neinu
sem þú hefur gert áður“.
„Er það ekki? Og hver er
mismunurinn? “.
„Jeg get ekki útskýrt það.
Jeg held .... ef jeg má segja
svo að mjer finnist það þungt
og drungalegt, og þú hefur al-
drei málað þannig áður“.
„Ef til vill er það eðlilegur
þroski á listabrautinni“, sagði
Catherina. „Og stundum er okk
ar kæra Cornwall sjerlega
skuggalegt og þungbúið, vina
rpín. Komdu. Það er farið að
ngna“.
Ljósgula strikið, sem hafði
legið eftir sjóndeildarhringn-
um var nú horfið með öllu og
þungbúin skýin bólstruðust um
himininn og boðuðu storma. Það
fór hrollur um Jane og hún
stakk höndunum á kaf í jakka-
vasana.
„Það er engin furða þó að
þú getir orðið þung í skapi á
að vera hjerna. Jeg verð það
að minsta kosti alltaf, jafnvel
þó að sólin skini. Það hef jeg
þó að minnsta kosti ekki erft
frá mömmu. Jeg skal taka körf-
una“.
12.
Gulbrúna tíkin, Judy, átti
von á fyrstu hvolpunum sín-
um. Mallory gekk með henni
um garðinn og virti hana fyrir
sjer áhyggjufullur á svipinn,
þar sem hún hringsólaði eirð-
arleysj^lega um flöti^a. Sherifla
sat líka úti á flötinni, en Leah
kallaði til þeirra ofan frá svöl-
unum:
„Mallory, þú ert ekkert betri
en gamla hjúkrunarkonan, sem
kom til mín, þegar Andrew
fæddist. Hún hjekk yfir mjer
allan daginn eins og hún bygg-
ist við að jeg mundi leggjast
niður og fæða hann undir sedr-
usviðartrjenu. Jeg hjelt að dýr-
um þætti best að fá að vera í
friði, þegar svona stendur á“.
„Það getur líka farið illa fyr-
ir dýrum“, sagði Mallory.
„Komdu, Judy“.
Hún þókaði sjer þunglama-
lega til hans og lagði trýnið
upp á hnje hans og horfði á
hann brúnum augunum biðj
andi og ráðavilt í senn. Sheridu
fannst ekki þessi umhyggjá
hans óþörf og kjánaleg. Leah
horfði niður til þeirra frá svöl-
unum og leit snögglega undan.
Henni varð þungt um hjarta-
rætur. Mallory eyddi umhyggju
semi sinni og ástúð á hund, sem
átti að fara að eignast hvolpa.
Eiginkona hans mundi aldrei
upplifa það, að hann horfði
þannig á hana. Og sorgmædda
tíkin átti fyllra líf en hún
mundi nokurn tímann eiga.
Það var ekki beinlínis móð-
urþráin, sem hrópaði í angist í
brjósti hennar. Það var frekar
löngunin til að skapa og full-
komna, sem hafði alltaf verið
markmið lífs hennar.
Þegar hún hafði gifst Mall-
ory, þá hafði hún ákveðið að
eiga þrjú eða fjögur börn, falleg
og hraust, og sterkari og með
meiri persónuleika, heldur en
Logan Jane og Christine. Og
Andrew hafði verið góð byrj-
un.
Hann hafði verið miklu
hraustara barn en hin. Hún
vissi það. Hún hafði sjeð bæði
undrun og stolt í augum Mall-
ory, þegar hann hafði fyrst sjeð
hann. Hann var orðinn vanur
litlu og vesölu börnunum, sem
Rosanna hafði fætt honum með
svo miklum harmkvælum.
Hann hafði undrast, hve Leah
var þetta auðvelt.
Leah hugsaði oft um það,
hvort Mallory myndi eftir
morgninum, sem hann nafði
fyrst sjeð Andrew. Hvort hann
myndi eftir henni þar sem hún
sat upp við dogg á koddunum
í rúminu með hárið í fallegum
lokkum niður á herðarnar.
Henni hafði fundist hún vera
fulkomlega fær um að stíga
strax fram úr rúminu og jafn-
vel leika eina umferð í golf.
En nú varð Mallory að eyða
allri umhyggju sinni og kvíða
á tík, sem átti að fara að eign-
ast hvolpa.
„Jeg fer inn“, kallaði Leah
niður eftir til þeirra. „Simon
ætlar að koma og drekka te
með okkur. Kannske getur
hann orðið Judy að liði, ef hún
þarf á læknishjálp að halda.
Komdu ekki strax inn, Sherida.
Jeg er ekki enn búinn með þessi
brjef“.
iiiMiiiiiiiimiiiiiiitiiMiiiiiiiMimiiiiiiiniiifiiiiiiiiiuiiiiv
pCsningasandur
frá Hvaleyri.
Skeljasandur, rauðamöl
og steypusandur.
Simi 9199 og 9091.
GúSmundur Magnússon.
4llllllllllllllllllllllllllllMIIMMilllMMtlltMnMIIMIIMIIII||a I
Svartar hanafjaðrir
Eftir AMELIE CODIN '1
2.
Friðrik stökk að heiman og ljet ekki sjá sig í þrjá daga.
Svo kom hann aftur hlaupandi heim og sagði:
— Verið þið sæl, pabbi og mamma, nú er jeg búinn að
láta skrá mig í herinn. Þá verð jeg ekki fyrir hjer en fæ
að sjá mig um í heiminum. Það er líka sagt, að hermanns-
lífið sje skemmtilegt. Það er búið að taka mig inn í her-
flokkinn og við förum í dag.
Þegar móðir hans heyrði hvað hann sagði og sá þar að
auki rauðu hermannshúfuna á kolli hans, fór hún að gráta.
— Ó, sonur minn, sagði hún, þú hefur oft gert kjánastrik,
en þetta er það versta. Veistu ekki, að nú verður þú að
gegna herþjónustu í níu löng ár og á hverjum degi geturðu
átt það á hættu að verða skotinn til bana.
— Við lofum honum bara að hlaupa, sagði svínahirðir-
inn, þá vinnur hann þó fyrir brauði sínu og skammast
sín þá vonandi fyrir hegðun sína hjer heima.
— Jæja, sagði Friðrik, mjer finnst sárt að fara, vegna
brauðsúpunnar hennar mömmu og vegna lindarinnar. En
heimurinn er stór og jeg kem ekki aftur fyrr en jeg er orð-
inn hershöfðingi. En nú vil jeg gefa ykkur peninginn, sem
jeg fjekk fyrir að láta skrá mig í herinn.
Hann kastaði silfurdalnum á borðið. Að svo búnu gekk
hann út og í herflokkinn, sem var að safnast við veitinga-
húsið. Þeir áttu að marsjera eftir einn klukkutíma, og það
átti strax að senda þá út á vígvellina.
Friðrik fjekk nú meira að sjá og reyna í veröldinni en
hann hefði kært sig um. Hann var að vísu ekki skotinn til
bana, en hann var heldur ekki gerður að hershöfðingja.
Æfeil IflfhjcT vmfijquÆJzG^pyruu,
Slæm sjón. — Slœmt minni.
Gummi: „Jeg tala aldrei framar
við þig, Stína, jeg sá þig í gær-
kvöldi vera að kyssa einhvem and-
styggilegan náunga.“
Stína: „Ó, Gummi, það var svo
dimmt, að jeg hjelt að það værir þú“.
Gummi: „Látum okkur sjá, kannski
það hafi verið jeg. Klukkan hvað vai
það?“
★
Besta úrlausnin.
Frú Jackson: ..I.etingin þinn: Ef
jeg yrði veik og dæi og ynni ekki
fyrir þjer lengur, hvað myndir þú
þá gera?“
Hr. Jackson: „Þú segir satt, elsk-
an min. Jeg ætla að fara á morgun
og láta líftryggja þig.“
★
Hugsunarsamur eiginmaður.
| „Sjer maðurinn þinn vel fyrir þjer,
| Lísa?“
„Hvort hann gerir, blessaður. Síð-
astliðna viku útvegaði hann mjer
fimm nýja staði til að þvo á.“
Óheppileg tilviljun.
Pat langaði til að fá tiu krónur
lánaðar hjá Mike. Hann fór af stað
að leita að Mike og mætti honum
leiðandi lítinn dreng við hönd sjer.
„En hvað þú átt þarna fallegan
dreng, Mike. Mjög gáfulegt höfuð-
lag, yndislega sviphreinn. Geturðu
lánað mjer tiu krónur?"
Mike hristi höfuðið. „Jeg get það
ekki. Þetta er sonur konunnar minn-
ar frá fyrra hjónabandi."
★
Uppeldisf ræðingur.
Gömul svertingjakona átti nokkra
syni, sem voru svo hægir og prúðir,
að húsmóðir hennar spurði hana
dag nokkurn, hvernig hún færi að
ala þá svona vel upp.
„Það skal jeg segja þjer, frú,“
svaraði hin. ,Jeg el þá upp með vendi
og jeg el þá oft upp.“
★
Brennivín er hjer um bil eini ó-
vinurinn, sem manninum hefir heppn
ast að elska.
Saumanámsskeið
Húsmæðrafjelags Reykjavíkur byrjar aftur þriðjudag
6 febrúar kl. 2. —- Konur, sem ætla að taka þátt í nám-
skeiðinu geta fengið allar nánari uppl. í síma 4740 og 1810
N e f n d i n .
Járnsmiðnr
Ungur maður, sem kann að renna járn og kopar, log-
sjóða, rafsjóða o. fl. viðvíkjandi járnsmíði, getur fengið
góða atvinnu við iðnaðarfyrirtæki frá 1. apríl n. k. eða
fyr. Húsnæði getur fylgt ef þarf. Regiusemi er krafist.
Umsókn markt „Járnsmiður — 816“ sendist afgr. Mbl
fyrir 1. mars n. k. með afriti af meðmælum og kaup-
kröfur.