Morgunblaðið - 02.02.1950, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.02.1950, Blaðsíða 9
Fimtudagur 2. febrúar 1950. MORGVJKBLAÐIÐ g Hafnarbrjef frá Páli Jónssyni: MA DAIMA Kaupmannahöfn, í jan. 1950. HAGSTOFAN DANSKA birti fyrir nokkrum dögurn yfirlit yfir efnahagslega afkomu dönsku þjóðarinnar á árinu sem leið. Sýnii þetta yfirlit miklar framfarir á öllum sviðum. — Framan af árinu virtist allt ganga að óskum. En þegar leið á árið, byrjuðu ýmsir erfiðleik- ar að gera vart við sig og varpa nú skugga á framtíðina. Það er fyrst og fremst hækkandi verð- lag, óhagstætt hlutfall á milli verðs á útfluttum og innfluttum vörum og loks vaxandi dollara- skortur, vegna þess að Marshall kjálpin fer minkandi. Bæði framleiðrla. fjárfesting- ár, neysla, utflumingur og inn- flutningur óx á árinu sem leið. Landbúnaðarframleiðslan var sem heild 15% meiri en árið áður. Framleiðsla landbúnaðar- afurða úr dýraríkinu óx um 30% og iðoaðartrgmleiðsla um 7%. Vantar r.ú lítið á, að land- búnaðarframleiðslan sje eins mikil og f\: rir heimsstyrjöldina, en iðnaðarframleiðslan er orðin allmikið meiri. Þjóðartekjurnar uxu um hálfan annan miljarð upp í 21 miljarð kr. Þar af fóru 4,8 miljarðar til fjárfestinga. -— Er það 700 miljónum eða 17% meira en árið áður. Neyslan óx líka um 700 miljónir upp í 16,5 miljarða. Auknir.gin nemur 5%. En þegar tillit er tekið til verð- hækkunaiinnar, nemur raun- veruleg ntj'sluaukning 3%. Útflutningur óx úr 2.700 milj. upp í 3,500 miljónir kr. og inn- flutningur úr 3,400 milj. upp í 4,200 miljónir. Verslunarjöfn- uðurinn er þannig óhagstæður um 700 milj. kr. eða um sömu upphæð og árið áður. En duld- ar tekjur og Marshallfje, sem Ðanir hafa fengið serri gjöf (540 miljónir kr ), gera að verkum, að greiðslujöfnuðurinn er hag- stæður um 185 miljónir kr., en var árið 1948 óhagstæður um 190 milj. kr. Marshall-hjálpin á mestan þátt í framleiðslu- aukningunni Marshallhjálpin á mestan þátt í því, hve mikið frámleiðslan og þá um leið bæði útflutningur og innflutningsgetan hefur auk- ist. Vegna Marshallhjálparinn- ar óx nefnilega innflutningur á olíukökum úr 390.000 smálest- um árið 1948 upp í 600.000 smá lestir í fyrra, og innflutningur á fóðurkorni úr 290.000 smá- íestum upp í 475.000 smálestir. Þetta í sambandi við góða upp- skeru, gerði að verkum, að Dan' ir hafa aukið bústofn sinn að miklum mun. Svínum fjölgaði á s.l. ári um meira en helm- íng, nefnilega úi 1,5 miljón upp í 3,1 miljón, nautgripum úr 2,8 milj. upp í 2,9 milj. og hænsn- um úr 23 milj. upp í 28 milj. Bústofninn er nú orðinn því nær eins mikill og hann var fyr ir heimsstyrjöldina. Útflutriingur iandbúnaðaraf- urða hefir því aukist mikið á síðastliðnu ári, t. d. útflutning- ur á fleski úr 41,000 upp í 105. 000 smálestir, smjörútflutning- ur úr 106 000 upp í 140.000 smá En ýmsir erfiðleikar framundan lestir og útflutningur á eggj- um úr 41,000 upp í 75,000 smál. Alls voru fluttar út landbún- aðarvörur fyrir 2.200 milj. kr., en það er 40% meira en árið áður. Um leið óx útflutningur iðnaðarvara um 15%. I _ Góð afkoma landbúnaðarins 1 Afkoma landriúnaðarins var óvenjulegu góð. A reksírarárinu 1948—49, sem telst frá byrjun október til septemberloka, var arðurinn 6,5% af stofnfienu, en ekki nema 3% árið áður. Arð- urinn hefur þannig aukist um meira en helming Stafar þetta sumpart af mikilli framleiðslu aukningu og sumpart af því, að verð á innfluttu skepnu- fóðri lækkaði mikið frá árs- byrjun og fram að gengisbreyt- ingunni í september. En 1. október lækkaði verð á smjöri, sem flutt er út til Bretlands, um 15%, nefnilega úr 6,12 niður í 5,17 kr. pr. kg. Og verð á fleski útfluttu til Bretlands, lækkaði í byrjun þessa árs um 3,5%, úr 4,28 niður í 4,13 kr pr. kg. Þessi verðlækkun var ákveðin í við- skiftasamningum, sem Danir gerðu við Breta síðastliðið sum- ar. Jafnhliða þessari verðlækk- un hefur verið á innfluttu skepnufóðri hækkað að miklum mun veg'na gengisbreytingar- innar. Aftur á móti hefur geng isbreytingm gert að verkum, að Danir fá r;u hæn a verð í dönsk- um krónum en áður fyrir land- búnaðarafurðir, sem fluttar eru út til landa, sem ekki hafa fylgt sterlingspundinu eða aðeins fylgt því að nokkru leyti. Þar að auki hefur verið á dönskum kornvörum hækkað á héima- markaðnum eftir gengisbreyt- jinguna. Loks er það, að búast ■ má við, að landbúnaðarfram- (leiðsla faii áfram vaxandi. Er því gert iáð fyrir, að „netto“- tekjur bænda moni varla minka á þessu áii. Gen&islækkunin dró úr atvinnuleysinu Atvinnuleysi í Danmörku er lítið, var árið sem leið ekki nema 5,2%, en 4 7% árið áð- ur. I Danmörku var framleitt mikið af allskonar óþarfa vör- um á striðsárunum og á fyrstu árunum eftir stnðið, þegar pen- ingaflóðið var sem mest og stór kostlegur skortur á öllum nauð- synjavörum. Þessi svo kallaði „öskubikaraiðnaður“ lagðist smátt og smátt niður, þegar mik ið kom af nauðsynjavörum á markaðinn. En það tókst ekki að veita öllum, sem unnu við ,,öskubikaraiðnaðinn“ aðra at- vinnu. Sama e: að segja um sumt af þvi fólki, sem vann að mótekju.Árið 1948 höfðu 33,000 atvinnu við mótekju en i fyrra ekki nema 12,000. Byrjaði því atvinnuleysi að vaxa á s.l. vori og var fram til nóvemberloka dálítið meira en árið áður. En í desember minkaði atvinnu- leysið um 2%. Bendir það til þess, að þeir hafi rjett að mæla, sem gerðu ráð fyrir, að gengis- lækkunin mundi draga úr at- vinnuleysinu. Hækkun dollaragengisins í september í fyrra hefur sem vænta mátti valdið veiðhækk- un í Danmörku. Danir áttu miklar vörubirgðir. þegar doll- argengið hækkaði Var bannað að hækka verð á vöium, sem fluttar voru inr, f.vrir gengis- breytinguna. Hi-fir verðhækk,- unin því fram að þessu verið minni en annars. Verðhækk- unin stafar þó ekki eingöngu af gengisbreytingunni. Eins og áður hefur verið sagt frá hjer í blaðinu, hækkuði verð á kjöti og fleski að mikium mun, þeg- ar hámarksverð á þessum vör- um var afnumið í nóvember í fyrra. Húsma-ðuinar gerðu sem kunnugt er „verkfall“, vildu ekki kaupa kjötið fyrir þetta háa verð. Verðið lækkaði því allmikið, en er þó enn hærra en búist var við þegar kjöt- verslunin var gefin frjáls. Er gert ráð fyrir, að verðhækkun á kjöti og fleski hafi tveggja stiga hækkun á vísitöíu fram- færslukostnaðar í för með sjer, þrátt fyrir að neytendur fái af- sláttarmiða. sem nema 40 kr. á mann á ári. Vísitalan Vísitala framfærslukostnaðar er ekki reiknuð út nema fjórum sinnum á ári, f byrjun hvers ársfjórðungs. Vísitalan, sem er miðuð við 1914 — 100, var í byrjun ársins 1939 310 stig, lækkaði í júlí niður í 307 og var óbreytt í október. Næsta vísitala verður ekki birt fyr en í byrjun febrúar Er búist við, að hún verði 5—8 stigum hærri en í október. Verðvísitala innfluttra vara lækkaði úr 299 stigum í janúar í fyrra niður í 285 í ágúst, en hækkaði þvi næst upp í 297 í desember. Ve>'ðvísitala útflutn- ingsafurðanna lækkaði úr 310 stigum í ársbyriun niður í 308 í ágúst, en var komin niður í 295 við árslok. (Vísitalan er miðuð við 1935 = 100). Hlut- fallið á milli útflutnings- og inn flutningsverðsin.; var þannig íraman af árinu Dönum mjög hagstætt, en brevttist Dönum í óhag eftir gengisbreytinguna og verðlækkunina á smjöri, sem flutt er út til Bretlands. Eins og framannefndar vísi- tölur bera með sjer, er verðvísi- tala innfluttu varanna nú orð- in hærri en vísitala útfluttra afurða. Hefir þetta vitanlega óheppileg áhrif á greiðslujöfn- uðinn. Danir óttast, að þeir sjeu að lenda i , verðklípu“, eins og á fyrstu árunum eftir heimsstyrjöldina, þegar þeir seldu Bretum landbúnaðarvör- ur fyrir lágt verð, en keyptu enskar vörur háu verði. Viðskiptin við Breta Danir höfðu ekki reiknað með gengisbreytingu, þegar þeir gerðu nýja viðskiftasamn- inga við Breta í fyrra sumar. Þessir samriingar voru vel við- unandi eins og þá var ástatt. Vöruverð fór lækkandi á heims markaðnum. Fremleiðslukostn- aður í Danmörku hafði líka lækkað vegna verðfalls á inr- fluttu skepnufóðri. Danir sáu sjer því fært að lækka verð á landbúnaðarafurðum, sem Bret ar kaupa. Um leið trygðu Dan- ir sjer markað til langs tíma í Bretlandi fyrir h.u.b. % af útfluttum landbúnaðarafurð- um. Var þetta mikils virði, þar sem söluerfiðleikar á erlendum mörkuðum virtust vera fratn undan. En svo óheppilega viidi til, að verð á innfluttum vörum hækkaði vegna gengisiækkun- arinnar um leið og verðlækkun á útfluttu smjöri til Bretlands gekk í gildi. Verð á innfluttum vörum frá Bretiandi hefir eft- ir gengisbreytir.guna Jiækkað um 10—60% eða með öðrum orðum langt um meira en upp- haflega var búist við. Verðhlut- fallið í viðskiftunum við Breta breyttist því Dönum í óhag Miðað við núverandi vöruverð kostar innflutningur Dana frá Bretlandi á þessu ári 250—300 miljónir kr. meira en í fyrra, ef vörumagnið verður óbreytt. Danir höfðu í fyrra 200 milj. kr. tekjuafgang af versluninni við Breta. Afborguðu Danir því 200 milj. kr. af gömlu verslun- arskuldinni ( .gjaldeyriskrypp- unni“) frá árinu 1946. — Er þessi skuld nú komin niður í rúmlega 500 milj. kr. En nú eru ailar horfur á, að þessi af- borgun stöðvist, nema útflutn- ingur til Bretlands aukist að miklum mun. Danir eru vitanlega ekki á- nægðir með viðskiftin við Breta eins og þau eru nú. Viðræðum um vöruverðið hefur hvað eftir annað verið skotið á frest. En að einhverri niðurstöðu verður að komast áður en langt um líð- ur. Þrír möguleikar eru fyrir hendi, nefnilega verðhækkun á dönsku útflutningsvörunum, verðlækkun á ensku vörunum eða þá að Danir flytji minna út til Bretlands en hingað til. Aðrar þjóðir borga nefnilega betur en Bretar. Sjerstaklega kemur þetta fram á smjörverð- inu. Bretar greiða nú 5,17 kr. pr. kg„ Sviss 7,18, ísland 7.60, Frakkland 8,17 kr. og Vestur- Þýskaland h.u.b. 8 kr. Þýskaland var eitt aðalviða- skiftaland Dana fyrir heims- styrjöldina. en eftir styrjöldina fjellu þessi viðskifti að mestu leyti niðui. I nóvember í fyrra gerðu Danir viðskiftasamning við Vestur-Þýskaland, og hafa viðskiftin aukist mikið eftir þetta. Danir gera ráð fyrir góð- um markaði fyrir landbúnaðar vörur í Vestur-Þýskalandi. M, a. er þar mikil eftirspurn eftir dönsku smjöri. En það er mjög tákmarkað. hvað Danir geta selt Þjóðverjum af smjöri, nema útflutningur til BretlandS minki. Vaxandi dollaraskortur Danir sjá fram á vaxandi doA araskort á þessu ári. Búist e? við, að Marshallhjálpin minkA að miklum mun ,og vafalaust yerður ekki hægt að auka ut- flutning til dollaralandanna £9 sama skapi. Á tímabilinu janúar-nóvem- ber í fyira var útflutningur Dana til dollaralandanna ekki nema 154 miljónir kr„ en þáíí ,var 58 milj. minna en á sama tíma árið áður. Danir voru ekki samkeppnisfærir í dollaralönö- unum. Danskar vörur voru o? dýrar. En gengisbreytingin hef ur gert að verkum, að útflutn- ingur til dollara,andanna hefur aukist dálítið vegna aukinnar samkeppnisgetu En þrátt fyrir þetta er fyr- irsjáanlegt að dollaraskortur- inn vex, þegar Marshallhjálp- in minkar. Vaxandi dollara- skortur og minni sterlingtekjur vegna óhagstæðs verðhlutfalls í viðskiftum við Breta hefir gert að verkum, að Danir sjá sjer ekki fært að rýmka vöruskömt- unina að svo stöddu. — Þeir höfðu þó búist við, að hægt yrði. að afnema skömtun á súkkulaði og erlendu eldsneyti í byrjun þessa árs. Viðskiftamálaráð- herrann sagði nýlega, að þa3 mundi kosta’350 miljónir-kr,- á ári í erl. gjaldeyri . ef skömtun á smjöri, smjörlíki, sykri, súkkulaði, kaffi og erlendu eldsneyti yrði afnumin. Aðrar vörur eru nú ekki skamtaðar í Danmörku. Böm fá ekki kaffimiða En vel getur farið svo, að kaffiskamturinn verði minkað- ur. Kaffiverðíð hefur nefnilega þrefaldast sumpart vegna gengisbreytingai innar og sum- part vegna hækkunar á kaffi- verðið, reiknuðu í dollurum. — Innflutningur á kaffi kostaði Dani í fyrra 30 milj. kr„ en kostar nú 110 milj, kr. á ári, ef innflutningsmagnið verður óbreytt. Þar að auki fæst ekki lengur leyfi til að kaupa kaffi fyrir Marshallf je. það verður nú að borgast með frjálsum doll- urum. Kaffiskamturinn er nú 250 gr. á mann á mánuði. Fá allir, sem eru 6 ára að aldri skömt- unarmiða. Danir eru nú að tala um, að kaffimiðar verði fram- vegis ekki úthlutaðir börnum, sem ekki eru 12 ára. Verður þá ekki nauðsynlegt að minnka kaffiskamtinn eins mikið og ella. Páll Jónsson. Tveir Pólverjar sakaðir um morS VORSOVIE, 1. febrúar. — Tveir ónefndir Pólverjar verða drega ir fyrir rjett, á föstudaginn. Eru þeif sákaðii' úrri mórðið á Art- hur Maulé, sétn var ritari við breska seridiráðið I Varsjá. Var skotið á hann að svéitasetri hans, og ljest hann nokkru síð- ar. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.