Morgunblaðið - 09.12.1951, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.12.1951, Blaðsíða 2
 31 O RGl’N BLAÐIÐ Sunnudagur 9. des. 1951 ^ Sfálfstæft listalíf sannar tiiverurétt smáþjóða REYKVISKUM hljómlistarunn- endum mun verða minnisstæð heimsókn hins norska tónlistar- manns Olav Kiellands í haust og viðkyoningin við þennan aí- burða listamann. Svo mikilhæf- tir er hann, áhugi hans og dugn- aðu er framúrskarandi, glögg- ■skyggni hans, gáfur og hæfileik- ar og tilþrifin í hinni þróttmiklu hljómsveitarstjórn hans. - Er hann var á f örum héðan af landi burt, átti ég þess kost, að hafa tal af honum stundarkorn, Cim heimsókn hans hingað og það sem á daga hans dreif, þær vik- Ui- er hann dvaldi hér á landi. Talið barst að því, hvernig hon um leizt á hið reykvíska íón- listarlíf og íslenzka listþróun yfirleitt. Hafði hann frá mörgu að segja um þessi efni. Var auðlieyrt að hann er því vanur að bera velferðarmál lista fyrir brjósti í ættlandi sínu, og að hann hafði hugsað mikið um velferð og framtíð þessara mála hjer á landi. Alls dvaldi hann hér í 5 vik- ur og var alla þá stund önnum kafinn við að æfa sinfóníu- hljómsveitina. Enda kom það í ljós, Við þá hljómleika er hann hélt, að honum hafði tekist á tilíölulega skömmum tíma, að samæfa hljómsveitina svo vel að ekki varð á betra kosið, og færa aukið fjör og þrótt í tilþrif henn- ar og listasókn. SKEMMTILEG KYNNI Er ég innti Olav Kielland eftir því, livernig honum hefði fallið við reykvíska hljómlistarmenn, konist hann að orði á þessa leið: „Ég hefi átt þess kost, að hitta her afburða gáfaða og dug- lega hljómlistarmenn, er ég hefi haft mikla ánægju af að kynn- ast. Ennfremur vil ég geta þess sérstaklega, að hér hef ég mætt fólkf, sem er ekki haldið af þeirri villu, áð náuðsynlegt sé að þreyta sífellt kapphlaup við tím- ann.; En eins og kunnugt er, ger- ii' -.rjiargur maðuripn það að dag- legu viðfangsefni sínu að streit-, ast vtð að spara sér nokkrar mínútttr af æyitíni. Þetta ,,-ijráðaæSi“, liggur mér við að spfá, spillir allri lífsham- ingju manns og gerir þá að bræl- uitf*l)ess annríkis, sem aldrei tek- vu' end.a á lífsleið þeirra. HLUIVERK SMÁÞJÓÐA Þagar talið þerst að listmálum fslendinga og menningarmálum yfírleitt, komst Kielland að orði. á þessa leið: — Er sinfóníuhljómleikunum var lokið í gærkvöldi, héldum við ofurlítið skilnaðarhóf, þar sem ég fékk tækifæri til að þakka þessu ágæta fólki fyrir góða við- kynningu undanfarnar vikur og fyrir ánægjulegt samstarf. Þar- hélt ég ofurlitla ræðu og ®agði m. a.: — Smáþjóðum, eins og okkur Norðmönnum og ykkur íslending um, er það lífsnauðsyn, að skapa scr viðurkenningu á tilverurétti sínum á meðal menningarþjóða heims. Við þurfum að geta orðið þdss megnugir að leggja fram sjálfstæðan þátt til heimsmenn- ingarinnar og fá hann viður- kenndan sem fullgildan. í efnis- heíminum getum við aldrei látið að okkur kveða, svo um muni.Til þess erum við of smáir — einkum þið íslendingar. Þið getið því að- eins öðlast ótvíræða viðurkenn- ingu á tilvprurétti ykkar, sem sjálfstæðrar þjóðar í samfélagi heimsþjóða, að þið leggið fram einlivern veigamikinn skorí til nútíma-menningarinnar á sviði lisfa og vísinda. Einkum tel ég að ykkur geti tekist að koma fót- um undir listastarfsemi þjóðar- innar, svo list ykkar geti varpað ljói ia á nafn ykkar út urn heim- inn. Með þjóð ykkrar búa fr,ægi- íega niiklír hæfiIeiKar tíl þess. lill e t r # e * k ,* > i SinfósiBhljómsvelfir skepa undir- stöðsjfia, segir Ölav tíielðand KIEIXANO. Það hef ég fundið, meðan ég hef dvalið hér meðal ykkar. Hinir fámennu Forn-GrÍKkir sameinuðust til átaka í myndlist sinni. Hún varð aflgjafi þeirra. Þar fundu þeir þrótt sinn. Með myndlistinni juku þeir manngildi sitt. En menning þeirra hefur lýst beimsþjóðum gegnum ald- irnar síðan. SKYLDAR SMÁÞJÓÐIR Enda þótt við Norðmenn sé- um þetta fjölmennari en þið, þá er sá munur ekki mikill á mæli- kvarða heimsþjóða. Við eigum ekki síður en þið í vök að verj- ast til að fá heimsviðurkenningu fyrir menningarlegum tilveru- rétti okkar. En slík viðurkenning er öllum þjóðum nauðsyn, ekki sízt á jafn hættusömum tímum, eins og nú eru í heiminum, þegar heilum þjóðum getur legið við tortíming eða gereyðing ef eitt- hvað út af ber. Þetta sagði ég við hina ísl. vini mína að skilnaði. Takið eftir því, íslendingar, að við erum ekki aðeins skyldar þjcðir, af sama ættstofni. Ég hef veitt því athygli, að ykkur hættir til að gleyma því, að saga Norðmanna og íslendinga er að mörgu leyti þýsna lík. Báðar hafa þjóðirnar lifað niðurlæg- ingartíma meðan við lutum er- lendu valdi. Ófrelsið og ósjálfstæðið skap- aði okkur þáðum vanmáttar- kennd er leiddi til margs konar aridlegrar og efnalegrar niður- lægir.gar. Það er skemmtilegt fyrir mig, sem Norðmann, að kynnast því af sjón og raun, hvernig viðhorf íslenzku þjóðarinnar hefur breytzt við það að hún öðlaðist fullt frelsi. Hvernig sjálfstætt listalíf þjóðarinnar hefur á skömmum tíma færzt í aukana á alla lund. Samskonar breyting gerðist líka í norsku þjóðlífi með auknu frelsi. LÍTILSVIRÐING ÞJÓÐLEGRA VERÐMÆTA HÆTTULEG — En deyfðin og úrræðaleysið hefur þó aldrei verið eins mikið meðal ykkar Norðmanna og hér var? — Það kann að vera, að við á niðurlægingartímabili okkar Norðmanna höfum aldrei verið eins illa staddir og þið. M. a. vegna þess hve við erum fleiri. En allt fyrir það vorum við svo nálægt því að týna sjálfum okk- ur, að mikið bar á fullkomnu van mati á öllum okkar þjóðlegu verðmætum. Á tímabili t. d. voru þjóðsögur okkar, þjóðleg fraságnarlist og hin forna þjóðtagatónmennt í mjög litlum metum meðal Norðmanna. Það þótti allt að því ekki mannsæmandi að hirðja úfn þéssi éfhi. Og' enn í dag er það að mínu áliti þjóðarógæfa Narðmanna, hve Osló-búum hætt ir til að gleypa við öllum þeim áhrifum, sem þeim berast frú stórþjóðunum. Eg hef oft sagt og stend við það, að höfuðstaðarbúar okkar stsnda með hattinn í hendinni með „bugti og beygingum“ til að bjóða heim til sín hverri þeirri nýbreyttni, er berst að strönd- um vorum sunnan að. Slík gagnrýnislaus opingáttarstefna er ekkert annað en leifar frá nið- urlægingartíma þjóðarinnar, frá þeim fjórum öldum er við lutum erlendu valdi. Ég get ekki neitað því, að ég hefi orðið var við að enn eimir eftir af sama hugsunarhætti hér. ÁBYRGDARSTAÐA REYKVÍKINGA Reykvíkingar verða að þekkja sinn vitjunartíma, finna hvaða ábyrgð á þeim hvílir. Hvaða störfum þeir hafa að gegna, til þess að þjóðin sanni menningar- legan tilverurétt sinn. Tóngáfa íslendinga er áreið- anlega ein hin upprunalegasta gáfa þjóðarinnar, sú sem á dýpst- ar rætur í þjóðstofninum. Þetta fann ég bezt og lærði af undir- tektum almennings á hljómleik- unum undanfarna daga. Hljómsveit er undirstaðan, til þess að þróast geti nokkurt sjálfstætt tónlistarlíf með hverri þjóð. Hún er frumskilyrði til þess að íslenzkir tónlistarmenn geti tekið út þann þroska, sem þarf til að öðlast heimsfrægð. En hver sá, sem hugsar svo hátt, hann verðttr að vera svo sjálfstæður í list sinni og listtúlk- un sinni, að hann geti sýnt, að hann standi á þjóðlegum merg. Því aðeins getur þjóðleg list hans náð til heimsþjóða. Eg hef heyrt að fjárhagsaðstoð til hljómsveitarinnar ykkar sé nú á dagskrá. Það er ekki nýtt fyrirtarigði fyrir mig. Við Norð- menn höfum slík verkefni að staðaldri til umræðu hjá okkur. í Noregi eru sinfóníuhljómsveit- ir starfandi í eftirtöldum borg- um: Osló, Björgvin og Þránd- i heimi. Hér er önnur aðstaða að því ■ leyti en þar, að hér verður að- eins um eina siíka hljómsveit að ræða. Þessi eina er fyrir íslenzku þjóðina alia og fyrir íslenzkt lista líf í heild. Það veltur á forgöngu þessarar einu stofnunar, hvort hér á að geta skapazt grundvöllur fyrir sjálfstætt tónlistarlíf með íslend- ingum. TAPREKSTUR MENNINGARSTOFNANA Sinfóníuhljómsveit getur ekki borið sig fjárhagslega hér frekar en annars staðar. Þær verða ekki reknar nema með tapi. Sama máli er að gegna með margar menningarstofnanir. Það er taprkestur t. d. á há- skólum. Hver talar um að þeir eigi að bera sig. Eða t. d. lista- söfn? En allt fyrir það, eru þess ar stofnanir þjóðarnauðsyn, til þess að um geti verið að ræða sjálfstætt menningarlíf. Það væri einkennilegur hugs- unarhattur, ef menn kæmust að þeirri dapurlegu niðurstöðu, að þjóðir ættu að hverfa af menn- ingarbraut sinni, af því að menn- ingarstofnanir þeirra eru reknar með fjárhagslegum halla. Til eru stjórnmálamenn heima í Noregi, veit ég, sem í orði kveðhu hallast að þessari skoð- un. Ekki vegna þess að þeir í sjálfu '%ér gerr 'sig ánægða' með, Frámh. á‘Bls. 6 KARLAKÓRINN Fóstbræður minntist þess með samsöng í Aust- urbæjarbíói s. i. miðvikudags- kvöld, að hann á nú 35 ára sögu að baki. — Viðfangsefni voru fjölþætt og sum hin vandsungn- ustu, sem flutt hafa verið hér af karlakór, síðan Karlakór iðnað- armanna hætti að starfa. -— Söng- stjóri var Jón Þórarinsson, tón- skáld, en hann tók við stjórn kórsins í fyrra. Carl Billich að- stoðaði með smekklegum undir- leik á píanó. Félagatal kórsins ber því vitni, að sönggleði margra ágætra söng- manna hefur fengið útrás í starf- semi hans. Undir handleiðslu Jóns Halldórssonar urðu raddir þeirra samstillt hljóðfæri, traust og hljómgott. Margir af núverandi kórfélögum hafa sungið í kórnum um langt skeið, — sumir jafnvel allt frá stofnun hans, — svo að | starfsemin stendur á gömlum merg. Söngur Fóstbræðra hefur aldrei verið væminn, en þeir færast nú meira í fang en áður. Til þessa samsöngs var ágætlega vandað af hálfu stjórnandans. Hann hefur með látlausri en öruggri stjórn náð góðu valdi yfir kórnum. Kórinn virtist njóta sín betur í forte-söng en píanó, — þá varð söngurinn stundum slakur og tón- ækkunar gætti í tveimur lögum. Hljóðfall var öruggt, framburð- ur textans. skýr og vandaður, og oftast var hljómurinn ágætur. ■— Erfiðast viðfangsefnanna var Völuspá J. P. E. Hartmanns, til- þrifamikið verk samið fyrir stóra hljómsveit og karlakór. Flutning- ur þessa sérstæða og hugmynda- ríka verks var flytjendum til mikils sóma. Lakast tókst kómum í hinni viðkvæmu vögguvísu eftir Járnefelt (radds. af Róbert A. Ottóssyni), og einsöngur Ágústs Bjarnasonar naut sín engan veg- inn. Þrjú skemmtileg ensk þjóðlög í vandasömum útsetningum voru ágætlega sungin, einkum lagið O, No John, — einnig lagið Doctor Foster eftir Herbert Huges, en það var aukalag. Síðast á söng- skránni var hið góðkunna lag, Landkjending, eftir Grieg. Öll meðferð kórsins á' því lagi var mjög fáguð. Einsöngskaflinn var prýðilega sunginn af Kristni Halls syni. Kristinn hefur ágæta bass- baritonrödd, sem áður hcfur vak- ið verðskuldaða athygli. Fóstbræður eru alls góðs mak- legir og eiga þakkir skilið fyrir fórnfúst menningarstarf á liðn- um starfstíma. Söngskemmtun þessi var hin ánægjulegasta og staðfesti það, sem raunar var vit- að áður, að hinn nýi stjórnandi kórsins er brattsækinn og ekki líklegur til að þræða margtroðna stigu flatneskjunnar. Sé þeirri stefnu haldið, er starfsemi karla- kórs ekki ómerkur þáttur í iðkun tónlistar. — En hinu verður ekki mótmælt, að ofríki karlakóranna á nokkra sök á því, að stór bland- aður kór hefur ekki getað þrifizt í Reykjavík, og við svo buið má ekki standa. Ino. G. C-afbrigði gin- og klaafaveiki í Danmörku KAUPMANNAHÖFN — Hinn 5. þ. m. höfðu 11 þús. gripir sýkzt af gin- og klaufaveikinni í Dan- mörku. Skæðust var hún á Norð- ur-Jótlahdi og Fjóni, 5680 og 2740. Þar tií um seinustu helgi hafði A-afbrigðisins eins orðið vart, en í þessari viku hefir C- afbrigðið fundizt í nokkrum grip- úm." Et 'Pað' MKlU' ákSðð&ta.' ’ “ " • •■••■■■■■■■•■■■••■■•■■•■■•■■■I «JH<) j MENN 06 E i fHÁEEEftlI i • ® : i BÓKAÚTGÁFAN stendur nú með fullum blóma. Jólabækurnar munu nú flestar komnar á mark- aðinn. Ragnar Jónsson. sem stýr- ir bókaútgáfu Helgafells frá Unu húsi, sagði mér í gær, að sala á íslenzkum bókum, en aðrar bæk- ur gefur það fyrirtæki ekki út„ virtist sízt ætla að verða minni fyrir þessi jól en undanfarin ár. Helgafell Kristmanns Guð- mundssonar og Salka Valka Kilj- ans væru senn uppseldar og varla hefði hafst undan við að binda Fjallkirkju Gunnars Gunnars- sonar. Ragnar Jónsson taldi auðsýnt að fólk hygðist halda sér að bók- um til jólagjafa nú eins og mörg undanfarin ár. Kristmann Guðmunds- son hefur eins og kunn- ugt er ritaði flestar skáld- sögur sínar á erlendu málL Hann lagði ungur að ár- um af stað út í heiminn og nam land í Kr. Guðm. Noregi. Þar varð hann á skömmum tíma af- kastamikill og vinsæll rithöfund- ur. Hver skáldsagan .á fætur ann ari kom með stuttu millibili frá þessum unga rithöfundi. Þegar fyrstu bækur Krist- manns komu út á íslenzku var þeim einnig afburða vel tekið, Þegar hann kom heim, eftir ára- tuga útivist, var hann orðinn einn af vinsælustu rithöfunduíB þjóðarinnar. Kristmann Guðmundsson le3 nú eina af skáldsögum sínum, Morgun lífsins, í útvarpið við miklar vinsældir. j • v Um Gunnafl Gunnarsson gerist svipud saga. — Hann nemur land I heimi bók- menntanna á danskri grund, verður þati frægur rithöf-. undur og bæk- ur hans eril G. G. þýddar á fjölda tungumála. Síðan kemur hann heim til Islands og gerist bóndi á íslenzku höfuðbóli. Báð- ir setjast þeir Gunnar og Krist-< mann að í sveit eftir heimkomu sína, hinn fyrrnefndi austur á fjörðum, en hinn síðarnefndi I hjarta Suðurlands þar sem jarð- hitinn ólgar undir fótum hans em hvítir gufustrókar stíga til him-. ins. | Þannig endurheimti fósturjörð- in þessa syni sína. Báðir leituðix þeir uppruna síns, íslenzkrar sveitar og kyrðar hennar. i Hinar nýju bækur þessara rit< höfunda, Helgafell KristmannS og Fjallkirkja Gunnars Gunnara sonar eru báðar ritaðar á erlend- um málum. Hefur Halldór Kiljan Laxness þýtt Fjallkirkjuna eij höfundurinn sjálfur og Guð* mundur Gíslason Hagalín Helga* fell. | Að báðum þessum bókum ei! mikill fengur. Sætir sannarlega engri furðu, þó sala þeirra hafi gengið greiðlega. : ! En skáld- skapur verður víðar til en vi$ arinn þekktr^ og viður- kenndra rit- höfunda. S.É föstudagskv. stóð hin árlega þingveizla. —* Þar eru ræðu« höld bönnuð) nema í bundnu máli. — Þing* Karl. K. menn eru, leið* ir á ræðuhöld* ’.i ' _‘ Franiii. á blíi 12* j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.