Morgunblaðið - 09.12.1951, Blaðsíða 9
!" Sunnudagur 9. des. 1951
MORGVHBLAÐiÐ
Wf f?**111'' fc! WI.H-11 tMfwygqwggr
REYKJAVÍKURBRJEF
Laugsrdagur
I. desember.
Valdamesta nefndin
AF mörgum nefndum og ráðum
á íslandi er ekki fjarri iagi að
fjárveitinganefnd Alþingis sé ein
hin áhrifamesta. Hún fjallar ár
hvért um frumvarp til fjárlaga
og ræður næst ríkisstjórninni á
hverjum tíma mestu um svip
þeirra og stefnu.
Annari umræðu um fjárlaga-
frumvarpið lauk s.í. miðvikudag.
Fór þá fram atkvæðagreiðsla um
það og fram komnar breytingar-
tillögur. Allar tillögur fjárveit-
inganefndar voru samþykktar en
nær engar frá einstökum þing-
mönnum. Má segja að með því sé
stefnt í rétta átt.
Ríkisstjórnin verður á hverj-
um tíma að ráða útgjöldum rík-
isins. Það er stjóm landsins og
þeir flokkar, sem að henni standa,
sem bera ábyrgð á fjárreiðum
þess. í Bretlandi hefur þingið
slíkt aðhald í fjármálum að það
getur ekki hækkað heíldarút-
gjöld þau, sem gert er ráð fyrir
í fjárlagafrumvarpi stjórnarinn-
ar. Það getur aðeins fært á milli
einstakra liða þess. Væri ekki ó-
skynsamlegt að setja slíka reglu
'í stjórnarskrána þegar hún verð-
Ur endurskoðuð.
Fjárveitinganefnc! hefur á
i þessu þingi taaldíð um 50
fundi. Standa þeir að jafnaði
yfir frá kl. 9—11 árdegis. En
[ marga daga heMur nefndin
einnig fundi kl. 5—7 síðdegis
og stundum frá 8,30—11 að
kvöldi.
Á þessu þingi taefur nefndin
[ tekið fyrir og afgreitt 340 er-
indi, sem henni hafa borizt
frá einstökum aðiljum í land-
inu. Er af því auðsætt að marg
ir eiga erindi við hana.
Starfshættir
FJÁRVEITINGANEFND fjallar
um fjárlagafrumvarpið grein fyr
ir grein og lið fyrir lið. Hún kveð
ur á fund sinn fjölda af embætt-
ismönnum ríkisins og krefur þá
um skýrslur og tillögur. — Oft
mæta einstakir ráðherrar og þing
menn á fundum hennar til við-
ræðna um einstök mál er varða
stjórnardeildir þeirra og kjör-
dæmi.
Undanfarin ár hefur það tíð-
kast nokkuð að nefndin ferðist
til ýmsra staða á íandinu og
kynni sér framkvæmdír, sem rík-
ið veitir fé til. Þá hefur hún einn-
ig farið tvær ferðrr til útlanda,
hina fyrri í boði flugfélaganna
árið 1949 til Osló, Kaupmanna-
hafnar og Dublin í Írlandí, en
hina síðari til Landon í fyrra
sumar í boði flugráðs.
Vafalaust hafa stjórnmálamenn
meiri þörf fyrir það en margir
aðrir að ferðast og sjá sig nokkuð
um í heiminum.
Víkkun sjóndeiMarhrings-
ins, aukin þekMng og kynni
af því, sem er að gerast, skapa
aukið víðsýni og taætta mögu-
Ieika til þess affi taka af skiln-
ingi og skynsemí á þeim mál-
um, sem þeim hefur verið
falið að fjalla um, og ráða til
lykta. Ankin ferffialög fjárveit
inganefndar, innanlands og
utan, er þess vegna spor í
rétta átt.
í nefndinni eiga nú sæti 4 þing-
menn Sjálfstæðisflokksms, þrír
frá Framsóknarflokknum, 1 frá
Alþýðuflokknum og 1 frá komm-
únistum. Formaður hennar er
Gísli Jónsson. Hefur hann gegnt
því erfiða og umfangsmikla starfi
síðan árið 1945 af miklum dugn-
aði og festu.
\ * Kommúnistar og
utanríkisráðherrann
KOMMÚNISTAR hafa notað
tækifærið til þess undanfarið á
Alþingi að hella af skálum of-
stopa síns yfir Bjarna Benedikts-
son, utanríkisráðherra, meðan
hann var fjarstaddur í erindum
landsins erlendis. Hafa málrófs-
menn þeirra útmálaS þar þjóð-
hollustu. sína og ættjarðarást, en
lýst „þjóðsvikum“ utanríkisráð-
herrans með óþvegnum orðum.
Ólafur Thors, atvinmunálaráð-
herra, benti í þessu sambandi á
Fjárveitinganefnd cg störf hennar • Kommúnistar cg utan-
ríkisráðherrann • Utfærsla hitaveitukerfisins • Kolakynding
100 prc. dýrari « Gufuaflið cg framtíðin • Danmörk varnar-
garður Norðurlanda gegn gin- og klaufaveikinni ? • Nonænt
ráðgjafarþing • Var líka rekinn af þingi
Fjárveitinganefnd Alþingis. Talið frá vinstri: Pétur Ottesen, Jónas Rafnar, Ingólfur Jónsson, Helgi
Jónasson, Hannes Guðmundsson, stud. theol., starfsmaður nefndarinnar. — Fyrir enda borðsins situr
Gísli Jónsson, formaður, en út frá honum Ásmund ar Sigurðsson, Karl Kristjánsson, Halldór Ásgríms-
son og Hannibal Valdemarsson. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.).
það, að auðsætt væri, hver orsök
heiftarárása kommúnista á
Bjarna Benediktsson væri. Hún
væri eínfaldlega sú, að þeir væru
hræddari við hann og áhrif hans
en nokkurn annan íslenzkan
stjórnmálamann. Þeir gerðu sér
ljóst, hvers trausts hans nyti,
ekki aðeins 1 Sjálfstæðisflokkn-
um, heldur einnig meðal lýðræð-
issinnaðra manna í landinu yfir-
leitt. Af þessu spryttu öll fáryrði
kommúnista um utanríkisráð-
herrann.
Þessi ummæli formanns
Sjálfstæðisflokksins eiga áreið
anlega við gild rök að styðjast.
Þjóðin veit að utanríkismálin
eru nú orðin ein þýðingar-
mestu mál hennar. Á því vélt-
ur mikið að forysta þeirra sé
í höndum trausts og mikil-
hæfs manns. Bjarni Benedikts
son hefur nú verið utanríkis-
ráðherra í nær 5 ár. Á þessu
tímabili hefur mikinn fjölda
vandasamra mála borið að.
Það er ekki of mælt að liann
hafi haft mjög giftusamlega
forystu um meðferð þeirra.
Um það greinir lýðræðissinn-
aða menn í landinu ekki á
þótt margt beri að öðru leyti á
milli.
Þetta svíðnr kommúnistum
ákaflega. Þess vegna hamast
þeir á utanríkisráðherranum
við hvert tækiíæri.
Síækkun
hitaveitunnar
í FYRRAVETUR fól borgarstjór-
inn í Reykjavík Helga Sigurðs-
syni, hitaveitustjóra, að gera til-
lögur og áætlun um möguleika á
útfærslu hitaveitukerfisins til út-
hverfa bæjarins. Hefur hann ný-
lega skilað álitsgerð og tillögum
í þessu máli.
Um 350 sekúndulítrar af heitu
vatni fást nú frá Reykjum og
Reykjarhiið. Þykir auðsætt að
unt muni vera með því vatns-
magni að færa hitaveitukerfið
| nokkuð út til nýrra bæjarhverfa.
Er þá gert ráð fyrir að þau njóti
þess ýmist allt árið eða nokkurn
hluta þess. Hefur þá verið rætt
um að þau fái svokallað sumar-
vatn og njóti þess nema köldustu
mánuði ársins. Þó er gert ráð fyr
ir að þau hafi kranavatn, þ.e.
þvotta- og baðvatn allt árið.
Kostnaðaráætlun hefur verið
gerð um hitaveituíögn í þrjú
hverfi.
í fyrsta lagi fyrir HlíðarBar,
sem eru stærst hinna nýju hverfa,
í öðru lagi fyrir þann hluta Mel-
anna, sem ekki hefur þegar feng-
ið hitaveitu og í þriðja lagi í há-
skólahverfið.
Kostnaður við þessar fram-
kvæmdir er áætlaður um 10
millj. kr.
Útvíkkun hitaveitukerfisins
hefur ekki aðeins í för með sér
mjög aukin þægindi fyrir það
fólk, sem nýtur hennar. Af henni
leiðir einnig mikinn sparnað á
gjaldeyri. Sézt það bezt ef at-
t '
OSCAR TORP,
hinn nýi forsætisráðherra
Norðmanna
hugaður er samanburður á hit-
unarkosinaði með hitaveitu, olíu
og kolum.
Núverandi verð á hitaveitu-
vatni er kr. 1.90 hver tenings-
meter. Hliðstæður kostnaður
með olíukyndingu er rúmar 3
kr., en með kolakyndingu rúm
ar 4 kr.
Olíukyndingin er þannig
rúmlega 50% dýrari en hita-
veitan og kolakyndingin rösk-
lega 100% dýrari.
Það sætir því engri furðu
þótt almenningur í úthverf-
UBiim þíði þess með óþreyju
að hitaveitukerfið verði fært
út.
Gufuáflið og
framtíðin
JARÐBORANIR þær, sem unnið
hefur verið að í Krýsuvík undan-
farin ár eru hinar athyglisverð-
ustu. Hefur Valgarð Thoroddsen,
rafveitustjóri i Hafaaríirði stjórn
að þeim. En hann hefur kynnt
sér jarðboranir eftir gufu á Ítalíu
og hefur tvívegis gert sér ferð
bangað í því skyni. Á Norður-
Ítalíu hefur jarðgufa verið virkj-
uð til raforkuframleiðslu í stór-
um stíl með góðum árangri.
Fyrir rúmu ári síðan varð
fyrsti verulegi árangurinn af
gufuborunum í Krýsuvík. — Þá
kom svo mikið gufuafl upp úr
einni borholunni að það myndi
nægja til raforkuframleiðslu fyr-
ir Hafnarfjörð, ef virkjað yrði.
Nú fyrir skömmu gaus önnur
borhola geysilegu gufumagni.
Hér er um svo merkilegt mál
að ræða að fyllsta ástæða er til
þess að gefa þvi vaxandi gaum.
Jarðhitinn á íslandi er ennþá
lítt hagnýttur enda þótt höfuð-
borgin hafi haft glæsilega for-
ystu um framkvæmdir á því sviði
og nokkrir aðrir staðir hafi síðan
hafizt handa um hliðstæða hag-
nýtingu hans. Mjög líklegt er að
víðsvegar um land sé hægt að
virkja gufu jarðhitasvæðanna til
orkuframleiðslu. Felast í því
mikil og glæsileg fyrirheit til
framtíðarinnar í þessu norðlæga
landi.
Gin- og klaufaveikin
á næstu grösum
ÞAÐ'eru vofeifleg tíðindi að
gin- og klaufaveikin skuli
vera á næstu grösum við okk-
ur. En hún hefur nú gert vart
við sig bæði í Danmörku og
Noregi. Hafa íslenzk yfirvöld
þegar gert allstrangar varúð-
arráðstafanir gegn því að hún
berizt hingað með því að
banna innflutning á ýmsum
vörum, sem talið er að hún
geti borizt með. Eru þessar
ráðstafanir svo sjálfsagðar að
ekki þaYf að f jölyrða um rétt-
mæti þeirra. íslenzkur land-
búnaður er nægilega hart leik
inn af þeim kvikfjárpestum,
sem hér hafa legið í landi s.l.
17 ár þótt ekki bætist við önn-
ur eins ógæfa og gin- og
klaufaveikin hefur í för með
sér.
í norskum blöðum hefur sú
skoðun komið í ljós að svo megi
fara að Danmörk verði nokkurs
konar varnargarður Norðurlanda
gegn ásókn þessarar hættulégu
pestar. Varnarráðstafanir Dana
gegn henni séu svo fullkomnar
að þess megi vænta að þeim tak-
ist að stöðva sókn hennar norður
á bóginn. _____________________
Danir byggðu fyrir um það bil
25 áruni mjög fulikomna stofr.un
til þess að sinna „virus“-];ann-
scknum og fleiri verkefnum. Var
henni ákveðinn staður á lítilli qy
við Sjáland. Gin- og klaufaveikl
hafði þá nýlega valdið gífurlegu
tjóni i Danmörku.
Þegar veikin gaus upp að nýju
árin 1938—1939 gat þessi tilrauna
stöð hafíð stórframleiðsiu á bólu-
efni gegn henni. Frá nóvember
1938 til-.ársloka 1940 voru J ,38$,
000 kýr bólusettar með þessfU
bóiuefni. Af þeim gripum, sertt
bóiusettir voru tóku aðeins 0.7%
veikina og aðeins örfáir eítir a5
nægilega langur tími til þess a5
skapa ónæmi, var liðinn.
Talið er að tilraunastöðin h
Lindholm geti nú framleitt bólu-
efni á einu ári, sem nægi til þess
að bólusetja 6 millj. nautgripa.
Gin-, og klaufaveiki þreiðisó
vanalega. ut norður eftir megín-
landi Evrópu frá Litlu-Asiu o@
Russlandi. Stundum . hafa spor
hennar verið rakin til Norður-
Afríku, gegn um Frakkland og
Þýzkaland.
í þetta skiptið hefur slóð henn-
ar verið fylgt gegn um Þýzka-
land, frá Baden Wurttemberg,
yfir Neðra-Saxland til Holstein
og Slésyík. Þaðan hefur hún svo>
: breiðst út yfir landamærin til
Danmerkur.
4
Norrænt f
ráðgjafarþing *
Á ÞINGl norræna þingmanna-
samþandsins, sem haldið var f
Stokkhólmi í sumar flutti Haija
Hedtoft tillögu .um. stofnun ráð-
gefandi samkomu eða þings fyrir
öll Norðurlönd. Var kjörin nefnd
til þess að athuga möguleika
þess og áttu sæti í henni fulltrú-
ar frá öllum löndunum. — Þessi
nefnd gerði uppkast að lög-
um fyrir siíka stofnun og sendl
það ráðl- þingmannasambandsi na.
Það hélt síðan fund um tnáUð r.ú»-
í síðustu viku. Komú þar sarrthn
fulltrúar állra þjóðþinga Nerður-
landa.
Niðurstaðan af þeim fundi
varð sú að Danir, Svíar og Norð-
menn ákváðu að stofna til nor-
ræns ráðgjafarþings. Finnar geta
hins vegar ekki verið með og mun
aðstaða þeirra í alþjóðamálum
verá þess valdandi. Islcndingar.
sem verið hafa með í undirbún-
ingi málsins frá byrjun, hafa hins
vegár ekki tekið endanlega nf-
stöðu til þess.
Tilgangurinn með stofmitt
norræns ráðgjafarþings, sem
skipað sé fulltrúum allra þjóffi
þinga Norðurlanda og ríkis-
stjórna þeirra, er sá, að gera
norræna samvinnu raunhæf-
ari og fjölþættari. StjórnnQála
mönnum Norðurlanda er veF
Ijóst, að á undanförnum árnm
hefur hún oft verið meiri i
orði en á borði. Það er áreið-
anlega einlægur vilji þeirra
að treysta þessa samvinma og-
gefa henni aukið og jákvæffi-
ara gildi en hún hingaö til
hefur baft.
Hinn nýi forsætisráðherra
Norðmanna, Oscar Torp, sem
sótti ráðstefnuna í Stokkhóimi
s.l. mánudag, komst þannig að
orði í blaðaviðtali eftir fundinn,
að hann hefði góðar vonir um að
það samstarf, sem hæfist milli
Norðurlandaþjóðanna með stofn-
un þessara samtaka, bæri mikinn
og jákvæðan árangur.
Var líká rekinu af
þingi
BLAÐ íslenzkra kommúnista gat
þess, er það skýrði frá nýjustu
hreinsuninni í Tékkóslóvakíu, að
sá sem fyrir henni varð, Rudclf
Slansky, varaforsætisráðherra og
fyrrverandi aðalritari kommún-
istaflokksins þar í landi, hefði
ekki aðeins verið sviptur ráð-
herraembætti heldur hefði hann
einnig verið rekinn af þingi
Tékkóslóvakíu. Auk þess var
hinn fallni engill svo hnepptur í
fangelsi.
Þetta gefur nokkuð góða mynd
_____j___i Framh. á bls. 15 j