Morgunblaðið - 09.12.1951, Blaðsíða 6
r e
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 9. des. 1951
— Kielland
Framh. af bls. 2
að hverfa frá stuðningi við rnenn
ingarlíf þjóðarinnar, heldur
vegna þess að þeir álíta, að
fleiri eða færri af kjósendum
þeirra muni sjá eftir því fé, sem
fer til menningarmála.
Gerum ráð fyrir t. d. að is-
lenzkur stjórnmálamaður sjái
eftir því, að greiddar verði 250
þúsund krónur á ári til Sinfóníu-
hljómsveitar hér. Hann telji
þessu fé illa varið og væri hægt
að nota það betur á annan hátt
HIN ÓNOTUÐU TÆKIFÆRI
En segjum svo að með íslenzku
er eigi í sér hæfileika til þess að
túlka íslenzka tónmennt fyrir
heimsþjóðum, svo vel fari. Hann
gæti með góðum þroska og mennt
un fengið þá snilligáfu, sem þarf
til að flytja út um löndin sér
kenni og þrótt íslenzkra lyndis-
einkenna, héðan í frá yrði
hægt að bera boð úr islenzkum
hugarheimi beint í hjörtu allra
tónmenntaðra manna í heimin
um.
Hvernig myndi tjón það metið,
er þeir menn ynnu, sem yrðu
þess valdandi nú, að íslenzk sin-
fóníuhljómsveit lognaðist út af
fyrir fjárskort? Hver vildi vit-
andi vits, taka á sig ábyrgð á
slíku?
Ég vildi ekki óska neinum að
standa í sporum þessara manna,
eftir að ég hef kynnst tónmennt
og meðfæddum tónlistargáfum
þjóðarinnar.
En þér hafið væntanlega heyrt
minnzt á þá skoðun, að flutning-
ur á tónverkum fyrir íslenzka
hlustendur sé mun ódýrar af plöt
um, en með íslenzkri sinfóníu-
hljómsveit?
Þeir menn, sem trúa því, að
þetta sé snjallræði sem dugar,
hafa ekki veitt því eftirtekt, eða
geta ef til vill ekki veitt því eft-
irtekt, hvílíkur reginmunur er á
lifandi hljóðfæraslætti hljómsveit
ar, og niðursoðinni „músik“ af
grammofónplötum.
STARF
SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR
— Getið þér sagt mér með fá-
um orðum, hvernig þér hugsið
yður starf íslenzkrar sinfóníu-
hljómsveitar komið fyrir?
— Sinfóníuhljómsveit á að
gefa almenningi kost á undir-
stöðufræðslu um hljómlist heims
ins. Hún á að halda skipulagða,
fræðandi hljómleika. Hægt er að
tengja sögulega fyrirlestra við
hljómleikana, svo úr þessu verði
í orðum og' tónum öflug alþýðu-
fræðsla, þar sem gerð yrði grein
fyrir þróun tónlistarinnar, stig af
stigi, kennd saga hennar fram s
þenna dag.
Þetta á að verða tónlistarskóli
almennings, sem öll tónmenr.t
þjóðarinnar byggist á. Undirstaða
undir heilbrigt, þroskað tónlistar-
líf.
Meðan þetta er ekki til í land-
inu, þessi þjóðskóli í tónlist, ekki
kominn upp, liggja ónotaðir þeir
möguleikar til þroska, sem geta
dafnað með hverri kynslóð, sem
vex upp í landinu, þegar þroska-
skilyrðin verða fyrir hendi.
Það er þessi eyðsla, þessi sóun
á tækifærum, sem fámenn og
gáfuð þjóð, eins og íslendingar,
getur ekki unað við. Svo framar-
lega sem menn hugsa sér að vera
menningarþjóð og ætla sér að
byggja tilverurétt sinn á sjálf-
stæðum skerf til heimsmenning-
arinnar.
V. St.
íslenzkor fiskofurðir eigu miklo
framtíðurmöguleiku ú ítuisu
Þjóðvee jar hjá
S.Þ. í Parls
PARÍS, 8. des.: — Fulltrúar V.-
Þýzkalands sátu fund undirnefnd
ar Stjórnmálanefndarinnar í dag,
en þeim hefir verið boðið til Par-
ísar til að ræða kosningar fyrir
allt Þýzkaland.
Reuter, borgarstjóri Vestur-
Berlínar, hélt ræðu. Hann kvað
litlar líkru til, að Austur-Þjóð-
verjar gætu fallizt á frjálsar
kosningar fyrir allt landið undir
gítirliti S. Þ.
En framleiðendur verða að vera vel á verði
um vandaða og góða iramleiðslu
Samtal við Hálfdán Bjarnason
ræðismann Islands í Genúa
EINN af ræðismönnum íslenzka
lýðveldisins, Iláldán Bjanranson,
aðalræðismaður íslands í Genúa,
er um þessar mundir staddur hér
á landi í verziunarerindum. —
Tíðindamaður Mbl. hitti hann að
máli í gærdag og spurði hann
líðinda af starfi hans fyrir ísland
suður á Ítalíu.
— Hvenær fóruð þér í yðar
fyrstu utanför?
— Mín fyrsta utanför var til
Ítalíu árið 1925. Erindi mitt þang-
að var að vinna betri fótfestu þar
fyrir íslenzkan fisk, en á þeim
tímum var íslenzki markaðurinn
þar ekki nærri eins stór og nú er.
ítalir eru gömul fiskneyzluþjóð
og saltfiskurinn er- samgróinn
venjum þeirra, sérstaklega sveita
fólksins.
— Á þeim tímurrj, er ég kom
þangað suður, heldur Háldán á-
fram, — bar mest þar á svonefnd
um Labra eða Labradorfiski, sem
var mjög eftirsóttur á, Norður-
Ítalíu. Þá var og mikil neyzla
verkaðs fisks og þurrkaður milli-
fiskur var í hávegum hafður um
alla Ítalíu. Loks var blautsaltað-
ur stórfiskur eftirsóttu'r mjög í
Napólí og umhverfi, og í Mið-
ítalíu pressufiskurinh. s ,
ERFIÐLEIKARNIR KOMA
TIL SÖGUNNAR
— Áttuð þér ekki þá þegar í
höggi við erfiða keppinauta?
— Jú, erfiðleikarnir 1‘étu ekki
i sér standa. Erfiðast var að eiga
við fiskinnflytjendur’. Þéir voru
í nánu sambandi við franska fisk-
kaupmenn, sem seldu þeim mik-
ið af svokölluðum „laveé“-fiski,
sem er saltaður og fleginn smá-
fiskur og því ekki ólíkur Labra-
^orfiski. Verðið á þessum franska
fiski var mjög lágt. - ..
Aðrir keppinautar voru New
"•’oundland bg Norégur, sem var
þó ekki nærri eins skæður,
INNFLYTJENDURNIR
SNIÐGENGNIR
Ég reyndi. áð shiðganga inn-
’lytjendurna og selja beint til
"iskkaupmannanna inni í lándi.
'ilaut þetta tiltæki nokkra andúð
innflytjendanna.
Það var hinsvegar til þess að
árið 1926 gekk ég í félag við
'talskan sérfræðing á þessu sviði,
Marabotti. Stofnuðum yið firmað
Bjarnason og Marabotti og var
takmark þess einungis fiskinn-
flutningur. Með því var erfiðustú
hindruninni rutt úr vegi fyrir
aukinni sölu íslenzks fisks til
Ttalíu.
ítölsku innflytjendunum gat
ig boðið byrginn vegna þess að
hér heima var að finna góðan bak
hjall þar sem útgerðarfélögin
wu, sem gátu nær ávallt séð
okkur fyrir góðum fiski og veitt
aðra aðstoð.
ÞÁTTTAKA í SAMBANDI
INNFLYTJENDA
— Starfar firma ykkar enn í
úag?
— Nei. Það var lagt niður er
SÍF var stofnað í kringum 1931.
Serðist ég þá umboðsmaður þess
á Ítalíu og hef haft það starf með
höndum siðan.
— Hvernig hefur gengið með
fiskinnflutnin^ til Ítalíu síðan?
— Nokkru síðar _ stofnuðu
helztu innflytjendur á Ítalíu sam-
band sín á milli um innflutning
og sölu fisks. Var það gert í því
skyni að forðast innbyrðis sam-
keppni þeirra, er fluttu inn sömu
vöru.
Þetta samband hefur að vísu
breytzt, en jeg- hef stefnt að því
Hálfdán Bjarnason.
að starfa í hópi innflytjenda til
þess að forða verðfalli. Þetta inn-
flutningssamb. sem nú-er, hefur
á sínum vegum 80% af saltfisks-
innflutningi til Ítalíu. Þátttakan í
þessu sambandi var enn nauðsyn-
legri eftir síðasta stríð en áður,
því að á styrjaldarárunum sex
fluttist engin saltfiskúr til Ítalíu.
Er ófriðnum lauk þurfti. því að
byggja á nýjum grunni, kynna
framleiðsluna og afla markaða.
Samkeppnin var þá langmest frá
Færeyjum og gekk sala þeirra
vel, því þeirra fiskur þótti betur
verkaður en hinn íslenzki.
MEIRA VANTAR AF
ÞURRKUÐUM FISKI
— En er ekki farið að ganga
betur hjá okkur í þessúm efnum?
'<j~-— Jú, verkun fisksins hefur'
stórbatnað. Og íslenzkur fiskur
hefur að -mestu leyti náð sínu
góða áliti, þó enn séu töluverðir
ágnúar þar á.
íslenzkir fiskframleiðendur
þurfa enn að vera vel á verði um
betri framleiðslu, en sé hún vönd
uð er alltaf hægt að selja hana
á hæsta verði, jafnvel þó úm
mikið magn sé að ræða. Ef gæðin
eru hins ýegar slærn, Þá er sölu-
maðurinmeins og í lausu lofti óg
salan heppni háð.
— Eftir hvaða fiski er mest
spurt nú?f
— Fyrir stríðið var það, eins
og áður er sagt aðallega Labri og
pressufiskur, auk þurrkaðs fisks,
Eftir fiskleysisárin sex tók aftur
að berast saltfiskur til: Italíu
héðan, en það var eingöngu blaut
saltaður fiskur, vegna þess að
kostnaður var svo mikill við að
þurrka hann.
Við ættum því að reyna að
snúa okkur að þurrkuðum fiski.
Með því myndum við skapa okk-
ur sérstöðu. Eini keppinauturinn
yrði New Foundland, en þeirra
fiskur stendur okkar að baki
hvað gæði snertir.
Vitaskuld er ekki hægt að
venda á einu ári. Þurrkaði fisk-
urinn íslenzki hefur svo að segja
ekki sézt á Ítalíu í 11—12 ár.
Fólk þarf því að fá að kynnast
honum aftur smám saman. En
þetta held ég að sé hin rétta
stefna.
GÓÐAR FRAMTÍÐARHORFUR
— Þér teljið því framtíðarsölu-
horfur íslenzks fisks góðar á
Ítalíu?
— Já, við höfum góða aðstöðu
og reynslan hefur aukizt ár frá
ári. Að vísu eigum við í höggi
við sterka keppinauta, en með
vörugæðum munum við ekki
fara halloka I þeirri baráttu.
ISLAND A
ALÞJÓÐAVETTVANGI
— Hvenær urðuð þér ræðis-
maður íslands?
— Það var árið 1945. Síðan hef
ég reynt að leysa það starf af
hendi eftir beztu getu og í því
sambandi greitt fyrir viðskiptum
milli landanna tveggja.
— Er Island vel þekkt þar
syðra?
— Menn vissu í fyrstu lítið sem
ekkert um ísland og hina íslenzku
þjóð. En nú eftir stríðið er ís-
aftur á móti vel þekkt á
Það er fyrst og fremst að
aukinni verzlun og. enn-
fremur því að ísland er nú sjálf-
stæð þjóð og tekur þátt í alþjóða-
ráðstefnum um ýms vandamál.
ítalska þjóðin ber velvilja til
okkar. Einnig hef ég í öllum mín-
um viðskiptum við ítölsk yfir-
völd ætíð mætt skilningi og góð-
vilja er um erindi Islands hefur
verið að ræða.
— Það er hræðilegt áfall, sem
héruð Norður-Ítalíu hafa orðið
vatnsflóðunum.
Það voru mér sorgarfregnir, er
ég frétti um þau hingað. Hins veg
ar er mér það gleðiefni að Rauði
kross Islands og aðrir hafa efnt
til samskota til hjálpar hinu bág-
stadda fólki, og með því sýnt
ítölsku þjóðinni verðskuldað vin-
arþel á erfiðum tímum.
BRAUTRYÐJANDI
Þannig fórust Hálfdáni Bjarna
syni, aðalræðismanni fslands í
Genúa, orð. Hálfdán er fyrsti út-
lendingurinn, sem sezt að á Ítalíu
og stbfnar þar sitt eigið fyrir-
tæki til að greiða fyrir sölu á
fiski lands síns þar.
Hálfdán hefur tekið virkan
þátt í málefnum ítalskra inn-
flytjenda íslenzkum hagsmunum
til. mjög mikils gagns. Hann er
nákunnugur mönnum og mál-
efnum þar syðra og nýtur trausts
í starfi sínu, bæði sem fulltrúi
íslenzkra fiskútflytjenda og sem
aðalræðismaður íslands í Genúa.
A. St.
„Gullna hliðið" sýnt
í Þjóðleikhúsinu
I ÆFINGU eru nú hjá Þjóðleik-
húsinu þrjú leikrit; „Sem yður
þóknast“, eftir Shakespeare,
„Anna Christie", eftir Eugen
O’Neill, og „Gullna hliðið“ eftir
Davíð Stefánsson. Eins og áður
hefur verið sagt frá var tilætlun-
in að sýna „Sem yður þóknast“,
eftir Shakespeare um jólin. En
vegna þess að leikstjórinn, Lárus
Pálsson, taldi ekki öruggt að leik-
ritið yrði fullæft fyrir jól, var
ákveðið að taka „Gullna hliðið" til
sýningar fyrst sem jólaleikrit í
nýrri sviðsetningu, sem mjög verð
ur til vandað. Hin leikritiji verða
svo flutt eftir áramót.
líSasfi dagur
íisfsýningar i
MÁLVERKASÝNINGU Jóns
Engilberts í sýningarsal Málar-
ans við Bankastræti lýkur í kvöld
kl. 10. Aðsókn að sýningunni hef-
ur verið geysimikil, þannig að
stundum hefur legið við borð að
loka yrði salnum um stund. Sýn-
ingar Jóns Engilberts eru sjald-
gæfir listviðburðir og ættu hinir
mörgu unnendur listar hans ekki
að láta þessa sýningu fram hjá
sér fara, en hún hefur sem kunn-
ugt er hlotið mjög góða dóma list-
rýnenda í blöðum og tímaritum.
7 myndir hafa þegar selzt.
Dularfullar, rúss-
neskar vélflugur 1
LUNDÚNUM — 1 ratsjám hafa
menn greint dularfullar, rússnesk-
ar vélflugur yfir Norður-Evrópu.
Bandarískir flugmenn segja líka,
að dularfullra vélflugna hafi orð-
ið vart yfir Miðjarðarhafi, og
verði þær helzt ætlaðar rússnesk-
Hraðvaxandi áhugi manna
fyrir skautaíþróttinni
Frá aðalfundi Skautafélagsins
AÐALFUNDUR Skautafélags
Reykjavíkur var nýlega haldinn
í húsi Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur.
Formaður gerði grein fyrir
störfum félagsins á síðastliðnu
ári, en gjaldkeri las upp reikn-
inga.
Stjórn félagsins skipa nú:
Katrín Viðar, formaður, Sigur-
jón Danívaldsson, varaformaður,
Björn Þórðarson, gjaldkeri, Júlí-
ana Isebarn og Kristján Árnason
meðstjórnendur. — Varastjórn:
Martin Poulsen, Ólafur Jóhann-
esson og Áslaug Axelsdóttir.
Endurskoðendur eru Haukur
Vigfússon og Gunnlaugur Krist-
insson.
Skautamót «íslands var háð á
Akureyri, en skautamót Reykja-
víkur og fleiri innanfélagskeppn-
ir í Reykjavík.
Skautameistari íslands_ og
Reykjavíkur varð Kristján Árna-
son, en aðrir skautamenn náðu
ágætum árangri, þegar tekið er
tillit til þeirra aðstæðna er þeir
hafa, er þessa íþrótt iðka.
Formaður gat þess m.a. að
skautamenn okkar væru nú í
hraðri framför, því þeir hefðu
alltaf sett ný met í hverri keppni
síðastliðinn vetur. í fyrrahaust
fóru skautamenn í fyrsta sinn
frá Reykjavík til þátttöku i
skautakeppni annars staðar á
landinu.
Stjórninni var falið að reyna
að fá leyfi til að starfrækja
skautasvell á íþróttavellinum
1
eins og nú tíðkast á öllum Norð-
urlöndum, svo mögulegt sé fyrir
þá, er æfá undir keppni eða sýn-
ingar, að æfa í næði.
Félagið leitaði fyrir sér hjá
norskum kennara, að fá hann til
að koma hingað og kenna list-
skautahlaup og hraðhlaup. Af
þessu gat ekki orðið í fyrravetur,
en verður n úreynt svo fljótt sem
auðið er, því áhugi manna á
skautaíþrótt fer nú hraðvaxandi,
og er því bráðnauðsynlegt að fá
tilsögn, því áreiðanlega eigum
við til mörg ágæt skautamanna-
efni, ef þeir fá rétta þjálfun, eins
og í öðrum íþróttum.
Á þessu ári var efnt til verð-
launasamkeppni um fegrun Tjarn
arinnar. Var þar gert ráð fyrir
staðsetningu skautasvellsins eftir
beiðni Skautafélagsins. Munu þá
verða settir fleiri stórir ljóskast-
arar í kringum svellið. Bekkir
hafa þegar verið fluttir að til
þæginda fyrir skautafólkið.
Tvær vatnsæðar hafa nýlega
verið lagðar að Tjörninni, og er
það mikil bót frá því, sem áður
var, því varla var hægt að fá
ferskt vatn til að dæla á svellið,
er það er nauðsynlegt.
Þá hefur félggið fengið leyfi
hjá yfirvöldum bæjarins til að
festa kaup á dráttarvél til snjó-
moksturs á skautasvellinu. Hefur
þegar verið sótt um innflutnings-
leyfi fyrir þessari vér. Á rækt-
unarráðunautur að hafa umráð
yfir þessari dráttarvél á sumrurn,
Framh. á bls. 10