Morgunblaðið - 09.12.1951, Blaðsíða 10
MORGUISBLAÐIÐ
Sunnudagur 9. des. 1951
10
— Skautafélagið
Framh.af bls. 6
en Skautafélagið á vetrum. —
Svell það, sem Reykjavíkurbær
þarf nú á að halda er orðið svo
stórt, að ókleyft er að moka það
með handafli eingöngu, eins og
áður var gert, þar sem oft munu
vera um þrjú þúsund manns á
skautum.
íshockey-deild var stofnuð
innan félagsins síðastliðinn vet-
ur, og hefur félagið fengið kylfur
og önnur áhöld er til þessa leiks
þarf. Formaður hennar er Ólafur
Jóhannesson, en kennari var E.
Mikson.
* Samþykkt var að hafa lands-
mót í skautahlaupi fyrsta sunnu-
dag í febrúar, en Reykjavíkur-
mót síðari hluta janúar.
Akveðið var að reyna að fá
skauta-kvikmyndir til kennslu i
skautahlaupi.
Skautafélagið hefur í sam-
bandi við Ferðaskrifstofu ríkis-
ins gengizt fyrir skautaferðum
út úr bænum, og mun það í vetur
vera í sambandi við hana um
ferðir á Þingvallavatn, Rauða-
vatn, Elliðavatn og Hafravatn.
Umræður urðu um skautasal-
inn í hinni fyrirhugaðri Æsku-
iýðshöll, og var samþykkt eftir-
farandi tillaga:
Aðalfundur Skautafél. Reykja-
víkur, haldinn 28. nóvember 1951,
skorar á borgarstjóra og bæjar-
ráð að stuðla að því, að fyrst
verði byggður sameiginlegur í-
þrótta- og skautasalur í hinni
fyrirhuguðu Æskulýðshöll. —
Mundi slíkur salur leysa þarfir
félaganna inn á við, og svo þarfir
almennings í sambandi við iðkur
hinnar vinsælu skautaíþróttar al-
mennt.
Vitað er að slík salarkynni
tíðkast mikið í Ameríku. Eru
.skautasalir þar notaðir jöfnum
,höndum fyrir iðkun skauta-
‘íþróttar og ýmsa aðra íþrótta-
'starfsemi, t.d. fjölmennar innan-
■ húss íþróttakeppnir.__
— Biblían í ísl.
skipum
Framh. af bls. 7
hinn andlegi leiðtogi þess cða
kapilán (Chaplain) eins og þeir
.eru nefndir vestan hafs. Ólafur
hefur haft með höndum sýningar
;-kvikmynda félagsins og ferðast
;með þær víða um land og sýnt,
einkum í framhalds og mennta-
-skólum. Myndir þessar hafa ótvi-
rætt menntagildi auk .hinna trú-
arlegu áhrifa, enda hafa þær hlot-
ið frábærar undirtektir hvarvetna.
Kristinn Guðnason gaf félaginu
myndirnar ásamt agætri sýning-
arvél.
GÖFUGT STARF
Gideon-félagar láta lítið yfir
'sér og það hefur verið ótrúlega
‘hljótt um þessa göfugu starfsemi.
*En þeir trúa því sem Drottinn
.segir fyrir munn spámannsins
'jesaja, 55,10-11: „Eins og regn og
snjór fellur af himni ofan og
Kverfur eigi þangað aftur fyrr
'en það hefur vökvað jörðina, gjört
hana frjósama og gróandi, óg gef-
ið sáðmanninum sæði og brauð
þeim er eta, eins er því farið með
mitt orð, það útgengur af mínum
munni: Það hverfur ekki aftur til
mín við svo búið, eigi fyrr en það
hefur framkvæmt það, sem mér
vel líkar og komið því til vegar
er ég fól því að framkvæma“.
GulHaxi iiytur
ínnflytjendur
I GÆRMORGUN fór Gullfaxi
héðan frá Reykjavík áleiðis til
Montreal í Kanada, með 44 Finna
sem flvtjast búferlum þangað.
„Gullfaxi" sótti fólkið til Pori
flugvallar, sem er nokkru fyrir
r.orðveatan Helsingfors. Kom flug
Vélin til Reykjavíkur á föstudags-
kvöld, en gat þá ekki haldið áfram
förinni vegna þess að flugveður
Var óhagstætt við Gander-flugvöll J
í Nýfundnalandi. — Gullfaxi var
væntanlegur til Nýfundnalands
szðdegis í gær. I
öfsóknarherferð Hannesar fí
ViBl Eáfa tólffalda skatta á eig-
endum fasteigna í Reykjavik
HANNES PÁLSSON frá Undir-
felli er enn ekki af baki dottinn í
ofsóknarherferð sinni gegn eig-
endum fasteigna í Reykjavík,
þótt hann hafi nú hörfað til nýrra
vígstöðva eftir að firrur hans um
húsaleiguna og skattsvikin voru
hraktar.
í Tímanum birtist dagana 29.
og 30. nóv. grein eftir H. P., sem
hann nefnir „Ihaldsfélag kastar
grímunni“. Er tilefni þessarar
greinar ályktun, sem samþykkt
var á almennum fundi í Fast-
eignaeigendafélagi Reykjavíkur,
þar sem mótmælt vag írumvarpi
því um endurskoðun fasteigna-
matsins, sem fjármálaráðherra
hefir látið leggja fyrir Alþingi.
Þessi grein H. P. hefir hann
sama kost og hinar fyrri greinar
hans, að öfgarnar og ósanngirnin
er svo áberandi, að greinin ómerk
ir sig sjálf. Hins vegar er þessi
grein H. P. kærkomið tækifæri
til þess að vekja athygli almenn-
ings á því, hvað hér er raun-
verulega um að ræða, og því telur
stjórn Fasteignaeigendafélags
Reykjavíkur rétt að taka til nokk
urrar athuganar meginatriði
þessa máls, þótt ekki verði hirt
um að eltast við einstakar firrur
í grein H. P.
VILL TÓLFFALBA MATIÐ
í REYKJAVÍK
Vert er að þakka H. P. þá
hugulsemi að birta orðrétta álykí
un Fasteignaeigendafélagsins, og-
verður nú vikið að nokkrum
helztu atriðum ályktunarinnar..
?em sérstaklega hafa sært „rétt-
’æjistilfinningu“ H. P.
í ályktun Fasteignaeigendafé-
'agsizis var á það bent, hversu
'ráleitt væri að miða fasteigna--
nat við hinn mjög óstöðuga verð-
agsgrundvöli, sem nú er, því að
ikki væri gert ráð fyrir endur-'
koðun matsins nema á 25 ára
kesti. H. P. telur slíka reglu ekki
'pekkjast í neinu menningarríki.
Oss er ekki fullljóst, hvað H. P.
kallar menningarríki, en eftir'
skrifum hans að dæma eru það
áreiðanlega ekki þau ríki, sem
viðurkenna eignarétt einstakling
anna, því að eignarétturinn virð-
:.st vera H. P. sérstakur þyrnir í'
auga. En hvað sem því iíður,
liggur í augum uppi, að óeðlilegt
zr að láta fasteignamatið fylgja
öllum tímabundnum verðsveifl-
um.
H. P. finnst það óhæfa að hafa
á móti því, að fasteignir í Reykja-
úk séu metnar eftir annarri
reglu en fasteignir annars staðar
á landinu. Það er hreinn misskiln
ingur hjá H. P., að Fasteignaeig-
endafélagið haldi því fram, að
ekki eigi að hafa neina_ hliðsjón
af legu fasteignanna. Á hitt er
lögð áherzla í ályktun félagsins,
að sú regla sé fráleit að meta fast
eignir í Reykjavík hærra verði
en sambærilegar eignir-ú ýmsum
öðrum kaupstöðum landsins, þar
sem þær eru alveg eins verðmæt-
ar. Einmitt þeirri óhæfilegu
reglu var fylgt við álagningu stór
eignaskattsins, án þess að hafa
nokkra hliðsjón af raunverulegu
verðgildi eignanna.
Hannes Pálsson telur eðli-
legt að tólffalda að minnsta
kosti matsverð fasteigna í
Reykjavík, en það myndi hafa
í för með sér tólfföldun þeirra
gjalda, sem eigendur húsa og
annarra fasteigna verða nú að
greiða. Getur hver húseigandi
reiknað út sjálfur, hversu stór
kostlegan skattauka er hér um
að ræða. Yrði þessi draumur
H. P. að verulcika myndi stórt
skref stigið að því lokatak-
marki hans að afnema eigna-
rétíinn, því að engin Ieið er
hægari til þess en ofsköttun.
HÆKKUN MATSINS
EKKI ÓEÐLILEG
Auðvitað er það rétt, að fast-
eignamatið er orðið yfirleitt
alltof lágt, enda kemur sú skoð-
un fram í ályktun Fasteignaeig-
endafélagsins. Hefir félagið held-
ur ekkert á móti eðlilegri hækk-
un matsins, ef þeirri hækkun
fylgir ekki óeðlileg skatthækkun
og sanngjörnum reglum fylgt við
matshækkunina.
Það er alrangt hjá H. P., að
Fasteignaeigendafél. vilji jafna
hækkun matsins um allt land.
Þeir vilja láta taka fullt tillit til
mismunandi verðgildis fasteigna,
en félagið neitar að viðurkenna
þá fráleitu reglu, að fylgja beri
allt annarri reglu við mat hús-
eigna í Reykjavík og annars stað-
ar á landinu.
Auðvitað eru margar fasteign-
ir í Reykjavík miklum mun verð
mætari en hliðstæðar eignir ann-
ars staðar á landinu og er ekki
. óeðlilegt að taka tillit til þess.
Almenna reglan á hins vegar
ekki að vera sú, hvað hús ganga
kaupum og sölum á einhverjum
stað, heldur raunverulegt verð-
mæti húsanna, þ. e. hversu arð-
gæfar eignirnar eru.
Meiri hluti allra íbúða í Reykja
vík e'ru til eigin nota eigandans,
og hefir hann engar leigutekjur
af þeim. Raunverulegt verðmæti
eigin íbúða í Reykjavík er ná-
kvæmlega það sama og á Akra-
nesi, Seyðisfirði eða einhvers
staðar út í sveit, ef íbúðirnar eru
að öðru leyti jafngóðar. Eini mur
urinn er sá, að íbúð Reykvíkings-
:ns hefir sennilega verið dýrust
>g því erfiðast fyrir hann að
treiða hana. Þótt Reykvíkingur-
nn gæti fengið meira fyrir sína
búð en t. d. Akurnesingurinn, og
lún því meira virði á pappírnum
ná er þess að gæta, að það er
íka mun dvrara fvrir Revkvík-
inginn að eignast íbúð aftur. Það
r því ekkert réttlæti í því að
zorfa aðeins á gangverð húsa.
þegar verið er að meta raunveru-
egt verðgildi þeirra. Hús, sem
kostaði 30 þús. kr. árið 1940, er
í rauninni ekkert verðmætari
íign nú, þótt hægt kunni að vera
að selja það fyrir 300 þús. kr„ því
ið á þessum tíma hefir bygg-
ingarkostnaðurinn tífaldazt.
Um leiguhúsnæði er það að
segja, að úr því að sama há-
markshúsaleiga gildir í Reykja-
vík og í öðrum kaupstöðum lands
ins, er ekki hægt að telja leigu-
húsnæði í Reykjavík miklum
mun verðmætara. Með frjálsu
verðlagi á leiguhúsnæði má auð-
vitað telja það yfirleitt verðmæt-
ara í Reykjavík en annars stað-
ar á landinu, en þó munu hús-
næðisvandræðin vera eins mikil
og í Reykjavík á sumum stöðum
á landinu, og kemst H. P. sjálfur
að þeirri niðurstöðu í þeirri
löngu greinargerð, er hann lætur
fylgja húsaleigulagafrumvarp-
inu. Augljóst er, að meðan sama
hámarksleiga er látin gilda í
Reykjavík og öðrum kaupstöðum
landsins, er ekki hægt að meta
leiguhúsnæði í Reykjavík miklu
hærra til fasteignamats.
BLEKKJANDI
ÚTREIKNINGUR
H. P. er gjarn að styðja mál sitt
með útreikningum. Er rfski nema
gott um það að segja, ef rétt er
með tölur farið, en því miður vill
oft allmjög á það skorta hjá hon
um.
Hann tekur dæmi um mann,
sem á 20 þús. kr. á sparisjóði og
annan, sem á fasteign, sem metin
er á 20 þús. kr. Telur hann spari-
fjáreigandann fá 800 kr. í arð af
sinni eign, en húseigandann 20
þús. kr. og geti hann hvenær sem
er selt eign sína fyrir 200—250
þús. kr. Hann minnist hins vegar
ekki á það, hversu mikið af 20
þús. tekjunum fari til viðhalds
fasteigninni.
Það er auðvitað alveg rétt. að á
verðbólgutímum er betra að eiga
fasteign en peninga, því að fast-
eignirnar tryggja menn oftast
gegn verðfalli peninganna. Það,
sem gerzt hefir með húseigand-
ann í dæmi H. P. er aðeins það,
að eign hans heíir ekki rýrnað,
i ÖRdlrfeÍIi
en hún hefir heldur ekki aukizt
að verðmæti, miðað við fyrir-
stríðskostnað.
Fasteignaeigendafélagið neitar
því ekki, að rétt sé að hækka
fasteignamatið, svo sem áður seg-
ir, en ef sú hækkun ætti að vera
í fullu samræmi við verðrýrnun
peninganna, yrðu húseigendur
ver settir en þeir, sem peninga
eiga. Húseigendur myndu ekki
svo mjög setja fyrir sig hækkun
fasteignamatsins, ef aðeins væri
um eignaskattinn að ræða, en
hann er minnsti hlutinn af skött-
um þeim, sem á eigendum fast-
eigna hvíla, þótt H. P. gleymi
þeirri hlið málsins í útreikningi
sínum. Húseigendur hér í Reykja
vík þurfa t. d. að greiða fasteigna
skatt, fasteignagjöld til bæjar-
sjóðs, vatnsskatt og heimtauga-
gjöld.
Ef fasteignamatið væri tólf-
faldað eins og H. P. vill,
myndu aukaskattar þeir, sem
eigendur fasteigna í Reykja-
vík verða að greiða (en sem
sparifjáreigendur þurfa ekki
að greiða), hækka um 50—60
milij. kr. og nema þá allt að
því jafnhárri upphæð og öll
sú útsvarsuphæð, sem ár-
lega er lögð á bæjarbúa. Get-
ur hver maður af þessu séð,
hvort þaö er mikil fjarstæða,
að tillögur um hækkun fast-
eignamatsins, eins og H. P.
vill láta framkvæma það,
myndi verka sem hreint eigna
rán.
HEMILL NAUBSYNLEGUR
- Einmitt skrif H. P. sanna nauð
syn þess, að þriggja manna nefnd
(sem ekki er ósennilegt að hann
eigi að fá sæti í), fái ekki eftir
eigin vild að meta allar fasteign-
ir í landinu. H. P. telur, að ís-
land geti ekki talizt „réttarríki"
nema að láta fasteignamatið
alltaf fylgja verðlaginu! Það virð
ast vera harla kynlegar hugmynd
ir, sem hann gerir sér um „menn-
ingarþjóðfélag" og „réttarríki“,
en bæði þessi orð er honum mjög
tamt að nota, þegar hann vill
leggja sérstaka áherzlu á nauðsyn
einhverra ofbeldisaðgerða. Hitt
mun að vísu nær sanni, að það
sæmi illa í menningarþjóðfélagi
og réttarríki að reka beinlínis of-
sóknarherferð gegn þeim þjóðfé-
lagsborgurum, sem með sparsemi
og dugnaði hafa skapað þjóðfélag
inu mikilsverð varanleg verð-
mæti, svo sem húsnæði.
Ollum flokkum ber nú saman
um það, að skattaálagning á þjóð-
félagsborgarana sé orðin óbæri-
leg, og hvert frumvarpið rekur
annað á Alþingi, þar sem lagt er
til, að skattar verði stórlega lækk
aðir. Þar er aðeins ein undan-
tekning: Frumvarp fjármálaráð-
herra um stórfelldar nýjar skatt-
álögur á alla þá, sem fasteignir
eiga, og samkvæmt túlkun H. P.
á þetta frumvarp einkum að
þjarma að þúsundum Reykvík-
inga, sem framið hafa þá óhæfu
að byggja hús hér 1 höfuðborg-
inni.
Það er sanngjarnt að hækka
fasteignamatiff, en það verður
að tryggja þaff, að sú hækkun
sé ekki óhæfileg. Samfara
þessari liækkun hækkar auð-
vitað eignaskatturinn, en það
er óþolandi ranglæti og óbæri-
legt fvrir húseigendur, ef öil
þau gjöld, sem miðuff eru viff
fasteignamat, eiga prósentvís
að vera áfram hin sömu.
FURÐULEGAR RÖKSEMDIK
Margar kynlegar fullyrðingar
eru í grein H. P., sem ekki er rúin
til að gera hér að umræðuefni.
Honum finnst hlægilegt að hafa
á móti hækkun fasteignamatsins
á þeirri forsendu, að húsaleiga
hafi verið of lág undanfarin ár.
Ekkert er þó sjálfsagðara við
ákvörðun fasteignamats en hafa
hliðsjón af arðgæfi eignanna. H.
P. minnist hins vegar ekki á það,
að samtímis því, að hann krefst
tólfföldunar fasteignamatsins í
Reykjavík, leggur hann til í húsa
leigunefnd, að öll húsaleiga verði
stórlega lækkuð frá því, sem nú
er og henni síðan haldið óbreyttri
Framh. á bls. 12.
Bréf til Reykvíkinga
1 FYRRA skoraSi Áfengisvarnanefnd
á Reykvíkinga að sýna þann mann-
'dóm og menningu að neita sér um
áfengiskaup í dezemibenmánuði og
halda hinar miklu hátíðar heilagar.
Nefn'din skoraði á þá að ganga þar
undan öðurm með góðu fcrdæmi,
sjál'fum sér og bæjarfélagi sinu til
sóma.
Nefndin minnist þess nú með
þakklæti, að margir voru þeir, sem
ekki létu þessi orð eins og vind um
eyrun þjóta. Ðrykkjuskapur var
minni í Reykjavík í deziemberménuði
i fyrra heldur en vant var, og hátið-
arnar voru með fegurri blæ en þær
höfðu lengi verið.
Þetta var spor í rétta átt. Á fjölda
hesmila urðu gleðileg jól, vegna
þess hve vel menn bmgðust við. En
takmarkið er, að gleðileg jól séu á
hverju einasta heimili í Reykjavik,
og nýju ári sé fagnað með vongleði
og djörfung, eins og sæmir kjark-
miklum mönnum, er þora að horfast
í augu við ókomna tímann. Og það
gerist, þegar menn leggja sjálfs-
blekkinguna á hilluna — sem áfeng-
ið skapar. Tekmarkið er, að allir
Reykvíkingar afneiti áfsnginu í þess
um mánuði og sannfærist þá um af
reynshmni, hvern óvin þeir hafa rek
ið af höndum sér.
Þér kvartið um þunga skatta, en
á hverju ári leggið þér sjálíir á yð-
ur skatt, sem nemur tuguim milijón-
um króna. Þessu fórnið þér fyrir á-
fengi. 1 fyrra keyptu Reykvikingar
áfengi fyrir eina milijón að zneðal-
taii á hverri viku. Á þetta kemur
svo aukaskattur sá. sem, alltaf fylg-
ir áfengisneyzlu: 2183 menn setdr
í varð'hald fyrir áfengislagahrot,
úvenju mörg afbrot og fjöldi heim-
ila í rústum.
Hrindið af yður þessum skatti og
þeirri ógæfu, er honum fylgir. Það
á að vera okkur öllum metnaðarmál
að 'bærinn okkar, höfuðborg Iands-
in:s, verði fyrirmynd um reglusemi
og pi'úðmennsku, að íhér finnist
hvorki óreiðumenn né skríll, engir
afbrotamenn, engin sorgarheimili
vegna drykkjuskapar. Það á að vera
metnaðarmál okkar að gera lögregl-
una atvinnulausa eins og hún var á
hernámsárunum, þegar vinverzlunin
var lokuð.
Áfengisvarnanefnd treystir á góð-
an skilning Reykvíkinga ! þessn
máli. Hún veit, að þeir vilja allir
heiður og heill bæjarfélags sins. —
Gerum því aðra tilraun um fegrun
mannlifs i þænum i þessum mánuði
stórhátiðanna. Látið ekki áfengi
koma inn fyrir dyr á heimili yðar.
Framh. á bls. 12.
KaB'lmanns-
armbandsúr
með stálkeðju tapaðist i gær.
Finnandi vinsamiegast geri
aðvart í síma 7362.
Nokkur
22ja Bnanna
hálsæti
til söiu mjög ódýrt. — Til
sýnis í Herskólacamp 23A.
Sáður kjéli
hvítur, til sölu á Flókagötu
3. — Sími 4072,
saumavél í hnotuskáp með
mótor, mjög lítið notuð til
sölu í Klæðaverzlun Andrés-
ar Andréssonar, Laugaveg 2.