Morgunblaðið - 09.12.1951, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.12.1951, Blaðsíða 7
f Sunnudagur 9. des. 1951 1 MORGUIVBLAÐIB BibSsan w/ém s ©l!ym far- þegaklefum i isl skipum f Gideon-félagið vinnur merkilegl sfarf TIL að tákna þá öld er vér nú lifum er hún stundum kennd við kjarnorkuna, stundum við hina tæknilegu þróun almennt. En tak- 3st mannkyni að afnema styrjald- £r og manndráp á næstunni fyrir fullt og allt, er líklegt að þessi |)áttur mannkynssögunnar verði í framtíðinni kenndur við ofbeldi 0g ófrið. Eitt sérkenni nútímans er hin fiifelda ið og ókyrrð manna, Fólk hefir aldrei frið í sínum fceinum, sífelt á ferð og flugi, leitandi að nýjum og nýjum áhrif- lum nýjum viðhorfum í nýju um- Jiverfi. Nútímamaðurinn getur «kki haft aðferð Jðnasar Hall- grímssonar, að sitja kyrr á sama 6tað, en samt að vera að ferðast“. Einmitt vegna þessara ferða- laga, þessarar leitar að nýjum hugðarefnum, hefir sú hugmynd fengið' byr undir vængi, að al- |)jóðafélagsskapur tæki að Myndin er tekin í farþegaklefa Gullfoss. Lengst til hægri á mynd inni má sjá krosshylkiS á veggn- ura þar sem Biblían er geymd. Bér, að sjá ferðafólkinu sem kem- «r á nýja staði og verður fyrir nýjum áhrifum á lífsleið sinni, fy rir hollu veganesti, því bezta sandiega leiðarljósi er mannkynið hefir aflað sér. Heilagrar ritn- ingar. BIBLÍAN í GISTIHÚSUM OG FARÞEGASKIPUM Ferðamenn sem farið hafa með islenzkum farþegaskipum síðustu misseri eða tekið sér gistingu á Jslenzkum gistihúsum, hafa sum- staðar veitt því eftirtekt að við hvílurúm þeirra liggur Biblían frammi í snotrum umbúðum og hentugu sniði til ígripalesturs. , Alþjóðafélagsskapur kristinna verzlunarmanna hefir gengist fyr ir þessum gjöfum til gistihúsa og farþegaskipa. Hefir starfsemi þessi breiðzt ört út um heiminn, tvímælalaust m. a. vegna þess, að reynslan hefir kennt mönnum að einmitt þegar þeir eru á ferðalög- fsm, þegar þeir hverfa frá dag- legu umstangi sínu, þegar þeir verða fyrir nýjum áhrifum, er hugur þeirra næmari fyrir nýjum og betri hugrenningum. Kyrlát stund við hollasta lestur getur einmitt opnað huganum leið inn á nýjar brautir svo að ný lífsviðhorf geta opnast mönnum á svipstundu. ÍSLENZKA FÉLAGIÐ 1 júlí-mánuði árið 1945 var Stofnaður hér í bænum félags- skapur kristinna verzlunarmanna eða Gideon-félag eins og slik félagssamtök heita á erlendu máli. Frumkvæði að stofnun fél- agsins áttu þeir Ólafur Ólafsson kristniboði og Vestur-íslending- urinn Kristinn Guðnason, sem fyrstur flutti hugmyndina hingað til lands og sjálfur starfar af einlægni og áhuga að þessum mál- um í Bandai íkjunum. Markmið- þessara félaga er að efla kristnilíf meðal þjóða og ein- | staklinga, einkum með því að vinna að dreifingu Biblíunnav meðal almennings. Þegar Kristinn Guðnason kom hingað til lands 1945 hitti hann að máli hinn ötula starfsmann kristniboðsféiaganna hér Ólaf Ólafsson og fékk hann í lið með sér til að koma á fót félagsskap kristilegra verzlunarmanna. Ár- angurinn af viðleitni þeirra varð sá, að 17 verzlunarmenn stofnuðu Gideon-félag hér í Iteykjavík þá um sumarið. STARFSEMI FÉLAGSINS Aðalmarkirþð félagsins er að vinna að eflingu og útbreiðslu 'Guðs ríkis með dreifingu heilagr- ar ritningar og sýningu kvik- mynda vísindalegs og trúarlegs eðlis. Islenzka félagið hóf virka starfsemi árið 1949, er það lét koma fyrir í hverju gistiherbergi á Hótel Borg, eintaki af Biblíunni. Voru Biblíurnar settar í herberg- in á aðfangadag jóla. Síðan hef- ur verið komið fyrir Biblíum í flestum gistihúsherbergjum á landi hér svo og í fangaklefum og nokkrum skóla- og sjúkrastof- um. Þá hefur nú verið komið fyrir Biblíum í farþegaklefum Eim- skipafélagsskipanna og unnið er að því að sama verði gert í strandferðaskipunum. BIBLÍAN í KROSSHYLKJUM I skipum þarf Biblían sérstak- an umbúnað og voru í því skyni smíðuð hylki úr ryðfríu stáli, sem skrúfuð eru í veggi klefanna. Sveinbjörn Jónsson bygginga- meistari lét í té endurgjaldslaust efni í þessi hylki og annaðist gerð þeirra eftir hugmynd Gideon- félagsins. Hafa þau verið nefnd krosshylki vegna lögunar sinnar. Trésmíðavinnustofan Húsgögn h.f. annaðist uppsetningu þeirra. IIEFUR GEFIÐ 700 BIBLÍUR Gideon-félagið er þegar búið að afhenda um 700 Biblíur í þessu skyni og hefur það hvarvetna fengið góðar undirtektir í sam- bandi við þessa starfsemi sína. Félagið hefur einnig gefið yfir 10,000 eintök af Jóhannesarguð- spjalli á íslcnzku og ensku, sem Kristinn Guðnason sendi hingað íil lands í þeim tilgangi. Nýlega hefur félagið fengið hingað til lands 1000 Nýjatesta- menti, og er ætlunin að koma þeim fyrir við hvert sjúkrarúm spítal- anna. Búast félagsmenn við, að I unnt verði að ljúka því verki fyrir jól, þannig að það geti orðið jóla glaðningur allra þeirra mörgu sjúklinga, sem dvelja í sjúkra- húsum um hátíðarnar, enda má i segja, að Guðs orð sé sá jóla- glaðningur, scm hæfir jólahátíð- inni bezt. FRIÐRIK FRIÐRIKSSON OG |ÓLAFUR ÓLAFSSON Einn er sá maður hérlendis, sem Gideon-félagið telur sig eiga : tilveru sina mest að þakka, en I það er hinn þjóðkunni trúmaður, i séra Friðrik Friðriksson. Hann 1 hefur með starfi sínu undirbúið þann jarðveg, sem gerði félaginu kleift að festa rætur, cnda voru allir stofnendurnir að einum und- anskildum félagar í K.F.U.M. og I því læi'isveinar hans. Séra Friðrik I hefur verið gerður heiðursfélagi | í Gideon-félaginu, enda þótt kjör heiðursfélaga sé ekki venjulegt í I slíkum félögum. I Þá hefur Ólafur Ólafsson kristniboði unnið ómetanlegt sjálf- I boðastarf fyrir félagið allt frá síofnun þess. Hefur hann verið ! Franih, á bls. 1C Grímur Thomsen ÞANN 10. desember 1891 fædd- ist þeim merku hjónum, frú Jak- obinu Sigurgeirsdóttur, og síra Einari Friðgeirssyni að Borg á Mýrum, frumgetinn sonur, og var nokkru síðar vatni ausinn og gef- ið nafnið Grímur Thomsen, fullt nafn þjóðskáldsins góða að Bessa- stöðum. En þar höfðu þau bæði hjónin notið góðs uppeldis, og bar frú Jakobína nafn frænku sinn- ar, frú J. Thomsen. Á morgun á sveinn þessi sextíu ár að baki og er því eigi úr vegi að minnast hans nokkrum orðum. Úr foreldragarði fór hann 18 vetra og þá til Ólafs Hjaitesteds rörlagningameistara í Reykjavík, lærði hann og vann hjá honum í 10 ár eða til ársins 1920. Gekk hann þá jafnframt á Iðnskólann og lauk þar brautfararprófi eftir fjögra ára nám. Árið 1920 tók hann við umsjónarmannsstarfi hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga. — Umsjón Sambandshússins annað- ist Grímur í 28 ár samfleytt með hinni mestu nákvæmni og trú- mennsku. Var hann mjög vinsæll meðal hinna mörgu starfsmanna Sambandsins. Einnig var honum vel til vina meðal nemenda Sam- vinnuskólans alla tíð. Enn er Grímur að starfi hjá Saamband- inu og hinn brattasti. Það, sem einkum einkennir Grím, er hin siglaða lund, hið hýra skap og alúðlegt viðmót. — Ljóðelskur er liann og fróður um margt, einkum það er hann nam á yngri árum. Sver hann sig að þessu í báðar ættir, hina merku Reykjahlíðarætt annars vegar op hins vegar í Nesættina alkunnu. Kvæntur var Gr.ímur um 6 ára skeið og fara litlar sögur af því hjónabandi, enda var það barn- laust. Á þessum degi minnast fjöl- margir Reykvíkinar Gríms og þakka honum góða samfylgd. -— Hinir mörgu frændur hans, vinir og samstarfsmenn óska honum sextugum allrar Guðs blessunar og heilla á ófarinni ævileið. Segi ég svo með orðum nafna hans: „Varla mun á voru landi verða betri drengur fundinn“. Vinur. Hagstæð vcruskipla- verzlun í név. I NÓVEMBER varð vöruskip^- jöfnuðurinn hafsæður um 17,3 milljónir króna. — Eftir 11 mán- uði ársins eru vöruskiptin okkur óhagstæð um 168,3 millj. kr. Útflutningurinn í nóvember nam 87,1 millj. kr., en verðmæti innfluttrar vöru nam 69,7 millj. króna. Á þeim 11 mánuðum ársins sem nú eru liðnir nema heildarverð- mæti innfluttrar vöru 805,9 rndlj. kr. og eru skip af þeirri upphæð fyrir 53,3 millj. Utflutningurinn á sama tíma nam 637,6 rnillj. BEST AÐ AUGLÝSA ! Á MOKGUNBLÐINU “ Samþykktl? SAMRÆMING OLÍUVERÐS Frá meiri hluta laga- og félags- málanefndar. Svohljóðandi ólykt un samþykkt með 15 atkvæðum gegn 4: 1. Fiskiþingið telur það sann- gjarnt og eðlilegt að verð á olíum frá birgðageymum sé jafnt alls staðar á landinu og mælir ein- dregið með þvi, að þingályktunar tillaga sú er Sigurður Agústsson flytur á yfirstandandi Alþingi verði samþykkt. 2. Jafnframt lýsir fiskiþingið yfir því, að það telur mjög ó- heppilegt, að aðal-olíubirgða- stöðvar séu allar settar svo að segja á sama stað í stað þess að hafa nokkrar aðal-birgðastöðvar fyrir olíur dreifðar út um land til aukins hagræðis fyrir fisk- veiðar og siglingar og meira öryggis, ef til hernaðarátaka kynni að koma. Skorar fiskiþing- ið því á ríkisstjórn og Alþingi að vinna ötullega að því, að stærri birgðastöðvar fyrir olíur út um land verði fjölgað frá því sem nú er og sem allra fyrst. Einnig beinir fiskiþingið því til Alþingis og ríkisstjórnar að lækka dreifingarkostnað á olium og benzíni svo sem frekast er unnt og gæta þess að útsöluverð á þeim vörum sé jafnan svo lágt sem frekast er kostur. Fiskiþingið telur t.d. alveg frá- leitt að leyfa svo hátt farmgjald í flutningum innanlands, sem gróði á olíuskipinu Þyrli virðist benda til. FISKRÉTTINDI VIÐ GRÆNLAND Frá laga- og félagsmálanefnd. Svohljóðandi ályktun samþykkt einróma: Fiskiþingið skorar á Alþingi og ríkisstjórn, að beita sér öflug- lega fyrir því, að íslendingar fái fiskveiðiréttindi við Grænland og nauðsynlega aðstöðu i landi til athafna í sambandi við fiskveið- ar íslenzkra skipa. fiskijiings I Fiskiþingið er meðmælt því, að> þingsál.till. Péturs Ottesen, scn» 1 ílutt hefur verið á Alþingi, verði samþykkt. Ennfremur leggur nefndin til að fiskiþingið kjósi 3 menn til samstarfs við LÍU um aðstöðu ís- lendinga til fiskveiða við Græn- land. VERNDUN VEIÐISVÆÐA Svohljóðandi ályktun frá Val- tý Þorsteinssyni og Margeir Jcns- ! syni samþykkt: Fiskiþingið skorar á stjóin ! Fiskifélagsins að hlutast til urrv, þar sem þess gerist þörf, a& bátaflotanum verði úthlutað. sér- stökum veiðisvæðum. Jafnframt skorar fiskiþingið á ríkisstjórnina að láta varðsk:|> ríkisins halda uppi öruggri gærlo- veiðisvæðanna og vernda þm* fyrir ágengni togara. SKATTA- OG DÝRTÍDAJRM ÁL* Tillaga frá Magnúsi Magnús- syni: Fiskiþingið lítur svo á, n<5> skattaálögur ríkis-, bæja- og sveitarfélaga séu nú það hár hundraðshluti af tekjum þegn- anna, að engin von sé til að út- flutningsframleiðslan geti innt þær launagreiðslur af hendi, scm þarf til þess að standast slíkar á- lögur og að viðhalda þeim lífs- kjörum, sem nú er almennt gerð- ar kröfur til. Skorar fiskiþingið* . þvi á Alþingi og ríkisstjórn a3 hlutast til um að hér verði ráð'uv bót á. Jafnframt vill fiskiþingiíl vekja athygli stjórnarvaldanna á þeim geigvænlegu áhrifum, scm hækkandi vísitala hefur á rekstr arafkomu útvegsins og skorar á stjórnarvöldin að gera allt, scm unnt er til þess að útiloka frek- ari vísitöluhækkun. Fyrri liður samþykktur með 11 atkvæðum. Síðari liður samþ. með 15 atkvæðum. Bók um hóidrykk|u BLAÐINU hefur borizt bókin Hóflega drukkið vín.... eftir dr. med. Erik Jakobsen. Bók þessi, sem heitir á frummálinu Omgang med. Alkohol hefur að geyma ýmsar athyglisverðar leiðbeining ar um meðferð áíengis í hófi. AUir, sem geta umgengizt áfengi hleypidómalaust munu vafalaust hafa gaman af ýmsu, sem sagt er frá í þessari bók auk þess sem hún er handhægt upp- lýsingarit um þessi mál, skrifuð af fræðimanni, sem gerþekkir kosti og ókosti áfengisneyziunn- ar. Fjöldi spaugilegra teikninga er í bókinni. Bókaútgáfan Bláfeidur gefur út. Parísar jrrumu Onpr maður, sem í íækna viðurvis! íákk kia annsrrar handar ii! að hækka í 40 slici, en & tekka í 30 í hinni KAUPMANNAHÖFN — Undan- farið hefir hálfgildis furðumaður vakið feiknarathygli á sér l Hróarskeldu. Maður þessi er ung- ur starfsmaður hinnar stóru pcn- isillíngerðar í bænum. Roskilde Dagblad segir frá f jöl- mörgum nuddlækningum þessa manns. Segir blaðið að frá því 1 apríl í vor hafi a. m. k. 200 manna fengið bót meina sinna hjá hon- nm. Þjáðust sjúklingar hans af gigtveiki alls konar, þreytn og íaugaveiklun. Hefir pilturinn fengið vinnn-< tímanum breytt í lyfjagerðinni, vinnur þar að náttarþeli, svo að hann geti sinnt sjúklingum sín- um á daginn. Læknar lyfjagerðarinnar hafa j verið tortryggnir mjög á lækn- ingamátt mannsins. Reynt hefir hann að hrinda vantiú þeirri. 1 viðurvist lækna hélt hann á tveimr ur hitamælum sínun) í hvorri hönd. Steig hitinn í 40 stig 1 aniiarri, en hrapaði niður í 30 stig í hinni. Parísarborg. — Dunið hefur reið- arslag y-fir bókmenntalieim Bar-, ísarborgar. Ráthöfundurinn Louis Poirier, er ritar undir tíulnefn- inu Julien Gracq, hefur neiíað að taka við eftirsókr.arverðustu bókmeimtaverðlaunum Frakk- lands, Goncourt-verðla ununuia. Rithöfundurinn segist ætla að breyta eftir grundvallsrreglum sínum og kenningum, að bók- mtnntaverðlaun séu hégómi, ekkert annað en átylia útgefenda til að auka söluna. í Frakklandi eru ein hundrað mismunantíi bókmenntaverðlaua veitt árlega. Vélfiiiia sækir vörur Eil Prestvíkur ÁRDEGIS í dag verður vélflug- an Gunnfaxi send il Prestvíkur, til að sækja þangað ýmiss konar vörur, er þar bíða fiutnings hing- að. I síðustu för sinni frá Prest- vík, gat Gullfaxi ekki tekið varn- inginn. Næsta ferð Gullfaxa til Prest- víkur og Kaupmannaliafnar & þriðjudaginn, er næst síðasta ferð- in fyrir jól.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.