Morgunblaðið - 09.12.1951, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.12.1951, Blaðsíða 16
Yeðurúflil í dag; Þykknar upp með hvassri SA-átt. 283. tbl. — Sunnudagur 9. desember 1931 lagar til j ó 1 a Enifil9sro& tramlð í Elorg* arnesl i iyrrinótt SíafíIB rúmum 2 þús. krónum í sígreiÓsSu Laxfoss EOROARNESI, 8. des.: — Brotizt var inn í afgreiðslu Laxfoss í nótt og stolið þar peningakassa afgreÆslunnar. í kassanum voru rúm- lega 2 þús. krónur í peningum, en auk þess voru þar nótur og minnisblöð. Þetta var lítill járnkassi, sem geymdur var í tréskáp. ÖÐRtlM KASSA STOLIÐ f Þá var þar einnig stolið litlum! innmúruðum peningakassa, sem hafnarsjóður átti, en í honum var aðeins lítið eitt af skiptimynt. Kassi þessi var ekki traustbyggð- ur. Þjófurinn eða þjófarnir hafa tæmt úr honum öll skjöl og skilið þau eftir á borðinu, en kassinn, sem hafði verið rifinn út úr veggnum, var horfinn, eins og peningakassi afgreiðslunnar. EROTIZT INN UM DYRNAR Brotizt hafði verið inn um dyr afgreiðslunnar, sem voru læstar jneð öflugum hengilás. Hefur hann verið snúinn í burtu og ekki fundizt enn. Ekkert hefur enn verið upp- lýst um þjófnað þennan. Véður var vont í nótt og fáir á ferli. Þó eru íbúðir ekki þarna nálægt nema í veitingaskálanum. Af- greiðslan er lokuð frá kl. 6 á kvöldin til kl. 9 á morgnana og einhvern tíma á þeim tíma hefur innbrotið verið framið. Málið er i rannsókn. Kiðjulaus bíll ekur r c í GÆRDAG rann keðjulaus vöru bhl á 16 ára ungling,' Guðlaug KristinssOn, Miklubraut 62. — Handleggsbrotnaði hann illa á hægri handlegg og skrámaðist í andliti. Keðjulausa þílinn dró annar bíll, eftir Miklubrautinni. Eig- andi bílsins, sem fyrir 10 dögum fckk ökuleyfi, hafði keypt hann fyrir skömmu uppi í Mosfellssveit og var á leið með hann til bæj- arins. — Skammt fyrir vestan Lönguhlíð, hemlaði sá sem stýrði þeim keðjulausa af ótta við á- rekstur. Við það slitnaði dráttar- kaðallinn, en bílstjórinn sveigði bílnum utar á götuna og hemlaði aftur, en þá rann bíllinn eins og sleði eftir snjólagðri götunni og kom á Guðlaug, er kom á reiðhjóli. Bíllinn skellti piltinum í götuna og rann enn 4—5 metra áður en hann nam staðar. Sjýkrabíll átti leið fram hjá slysstaðnum og var pilturinn fluttur í bílnum í Landsspítalann. Késkólafyrirlesfur um Per Lagerkvisl MÁNUÐAGINN 10. des. kl. 20.30 flytur sænski sendikennarinn, fil.lic. frú Gun Nilsson, fyrirlest- ur í 1. kennSlustofu háskólans um sænska skáldið Par Lagerkvist. Sem kunnugt er fékk Lagerkvist bókmenntaverðlaun Nobels í ár og verða þau afhent, eins og venja er, með hátíðlegri athöfn í Stokkhólmi þann 10. desember. Par Lagerkvist, sem nú er 61 árs, er tvímælalaust mesta núlif- andi skáld Svía, jafnvígur á ljóð, skáldsögur og leikrit. Hafa bæk- ur hans verið þýddar á fjölda tungumála. Sérstaklega hefur síð asta skáldsaga hans, Barabas, vakið mikla athygli erlendis, ekki sízt í Frakklandi, en þar skrifaði Nóbelsverðlaunahöfund- urinn André Gide mjög lofsam- legan ritdóm um bókina. Síðustu tvö árin hafa bæði dönsku og norsku rithöfundafélögin skorað á sænsku Akademíuna að veita Lagerkvist Nóbelsverðlaunin, og mun því fáum hafa komið á ó- vart, að hann skyldi fá þau í ár. Á íslenzku hafa birzt eftir Lagerkvist skáldsagan „Böðull- inn“ í þýðingu Jóns Magnússon- ar og Sigurðar Þórarinssonar og nokkrar smásögur og eitt Ijóð þýtt af Magnúsi Ásgeirssyni. Ar- ið 1936 sýndi Leikfélag Reykja- víkur leikrit hans „Jónsmessu- draumur á fátækraheimilinu“ og í útvarp hafa verið leikin tvö leikrit eftir hann. Ký' iljórn í Slúdenla- féHaginn á Akureyri STÚDENTAFÉLAGIÐ á Akur- eyri, hélt s. 1. fimmtudag aðal- fuiid sinn, að formanni sínum, Páli S. Árdal, fjarstöddum, en hann er við nám í Edinborg í vetur. Á fundinum var ný stjóm kos- in og var Stefán Karlsson kosinn formaður félagsins, Gísli Jónsson frá Ilofi ritari og Geir S. Björns- eon gjaldkeri. Milcill áhugi ríkir í félaginu. Pélagar eru um 80 og hafa um- ræðufundir verið haldnir tvisvar í mánuði og hefur það mælzt vel fyrir. Þá gengst félagið fyrir Þorláksblóti á Þorláksmessu- kvöld og stundum hefur þorra .verð blótað. RÓÍÆABORG — Á hverju sumri flytur Píus páfi búferlum í sum- arbústað sinn, Gandolfo-kastala. Páfinn er nú nýkominn heim í Páfagarð. Næslu lónleikar Sinlóflíuhljómsveil- arinnar NÆSTU tónleikar Sinfóníuhljóm sveitarinnar verða á þriðjudag- inn kemur, er hljómsveitin leik- ur undir stjórn dr. Victors Ur- bancic, en einleikari með hljóm- sveitinni verður Jórunn Viðar. Á þessum hljómleikum verða flutt þessi verk: Klassisk sinfonía op. 25 eftir Prokofieff, Píanó- konsert í A-dúr eftir W. A. Moz- art, þá Svíta nr. 2 fyrir litla hljómsveit, eftir Igor Strawinsky og að lokum Vatnasvítan eftir G. F. Handel. í þessum mánuði eru tvö ár liðin frá stofnun Sinfóníuhljóm- sveitarinnar og hófust þá æfing- ar þegar í stað, en fyrstu hljóm- leika sína hélt hljómsveitin 9. marz. Síðan hefur hljómsveitin stöðugt látið meira til sín taka og hefur aðsóknin að hljómleikunum verið eftir því. Þá eru þessir dagar ekki held- ur ómerkilegir í sambandi við starfsemi hljómsveitarinnar, því úr því mun verða skorið innan skamms hvort menningarhlut- verki hljómsveitarinnar sé lokið, en fastlega er þess vænzt að ríki og bær veiti hljómsveitinni þann styrk, er hún þarf með til að geta starfað. Væri miður ef það, sem byggt hefur verið upp, yrði nú skyndilega að engu gert. Alþingismönnum og bæjarfull- trúum mun hliómsveitin bjóða á þessa hijómleika. KlXVaiSXlfi SiAlFBOÐAUÐAfi I BfiELKA WM „Gangið í brezka herinn og sjáið heiminn“. Með þessum orðum hvetja Bretar Kínverja í Hongkong til að gerast sjálí'boðaliðar í brezka hcrnum. Stjómmálaástandið austur þar veldur því, að mikiIB fjöldi Kínverja æskir nú inngöngu í brezka herinn, en flestir sjálfboðaiiðanna 3áta sig þó stjórnmálim litlu skipta og gerast hermenn af einskærri ævintýraþrá. Aðbúnaður hermanna er og mun betri etn óbreyttir kínverskir borgarar eiga að venjast. Myndin sýnir brezka liðsforingja skrá sjáifboðaliða til herþjónustu. í. HESTAMAÐUR slasaðist í gær- dag á Elliðaárbrú, er hestur hans féll. Maðurinn heitir Bogi ísaks- son, verslunarmaður, Grettisgötu 92. — Hann var fluttur meðvit- undarlaus í Landsspítalann. Hestur Boga mun hafa hrasað á svellilögðu brúargólfinv, en við það kastaðist Bogi af hesti sín- um og kom niður á höfuðið. — Hann mun hafa verið þarna í samreið og er félagar hans komu honum til hjálpar, var hann meijj- vitundarlaus. Bogi var fluttur í Landsspítal- ann. Hann var enn ekki kominn til meðvitundar í gærkvöldi, er blaðið spurðist fyrir um líðan hans. — Talið er að höfuðkúpa hans hafi brotnað. Ksmur Gullfaxi með jólatrésgreinari NOKKRAR líkur eru til, þótt veikar séu, að Gullfaxi, sem í dag mun vera í Torontó í Kanada, muni flytja hingað heim fjögur til fimm tonn af jólatrésgreinum. Þegar bannið var lagt við inn- flutningi trjánna frá Danmörku og Noregi, var búið að leigja Gullfaxa til Kanadaferðar með finnska innflytjendur. — Flug- félag íslands fékk þá leyfi til kaupa á fjórum til fimm tonnum af jólatrésgreinum í Kanada og er nú unnið að kaupum þeirra þar vestra. Enn mun ekki vera fullráðið, hver annist sölu greinanna, en sennilegt að Skógrækt ríkisins verði látin annast hana til ágóða fyrir Landgræðslusjóð. Riálf=r'örn kommúnista TÓKÍÓ — Það var til tíðinda í Panmunjom fyrir skömmu, að kommúnistar, er þátt taka í vopna hlésviðræðum, báru fram kröfu um, að þeir mættu leggja flug- velli í Norður-Kóreu, eftir að vopnahlé hefði verið samið. Kváðu þeir það í sjálfsvarnarskyni. §Á EKKI HANDA SINNA SKIL Á SIGLUFIRÐI Á FÖSTUDAGNN var aftaka veður norður á Siglufirði og telja menn það með þeim allra verstu, sem koma þar um slóðir. Fréttaritari Mbl. skýrði svo frá, að upp úr hádegi hefði brostið á með stórhríð og veð- urofsa. Um nónbil var veður- hæðin 11 vindstig, níu stiga gaddur og þvílík stórhríð að ekki sá þar handa sinna skih Hélzt þetta veður í alla fyrri- nótt fram á dag í gær. Nokkr- ar rúður brotnuðu í húsum þar í Iiæ, er veðrið braut grýlukert! af þakrennu og feykti á gluggana. í gærdag gekk þar á með éljum og var frost mikið. Alla götur vora þar bráðófærar bílum. Vegir ófærir norðan- lands og sunnan VEGNA skafhríðar og snjókomu eru nú vegir allir í Eyjafirði orðn- ir erfiðir yfirferðar og sumir ó- færir. Á Akureyri þurfti þó ekki að grípa til mjólkurskömmtunar í* gær, en mjólkurflutningabílar voru lengi á leiðinni. Áætlunarbílar sem fóru frá Akureyri áleiðis til Reykjavíkur sneru við vegna hríðar og ófærð- ar. — Hér sunnanlands hafa bæði Hvalfjörður og Hellisheiði teppzt og hætt er við að Almannagjá sé ófær orðin. Bílstjórar mjólkurbílanna þurftu að moka fyrir bílum sínum við Hlíðarvatn, er þeir fóru um Krýsu vík í gær. Rann hemlalaus nið- ur Bankasfræti í GÆRMORGUN laust fyrir há- degi, brotnaði öxull í afturhjóti vörubíls, er hann ætlaði að nema staðar neðarlega í Bankastræti. Við það fóru hemlarnir úr sam- bandi. Rann bíllinn síðan niður brattann og vestur Austurstræti, án þess að bílstjórinn gæti stöðv- að bílinn. En svo undarlega vildi til að Austurstræti var autt vest- ur að Pósthússtræti, en þar nam bíllinn staðar. Var þá vinstra aft- urhjólið að því komið að detta undan. Féhk á sig brolsjó ! VÉLSKIPTÐ íslendingur, sem er á leið til Svíþjóðar með síldar- tunnufarm, fékk á sig brotsjó i hafi og leitaði hafnar í Færeyj- um. Slys varð ekki á mönnum. íslendingur lagði af stað frá Hafnarfirði síðastl. sunnudag með farm sinn, en hann var bæði í lest og á þilfari. — Er sjórinrí reið yfir skipið tók út nokkuð af þilfarsfarminum og annan björg- unarbátinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.