Morgunblaðið - 06.01.1952, Page 3

Morgunblaðið - 06.01.1952, Page 3
1 ' Sunnudagur 6. janúar 1952 MORGXJISBLAÐIÐ 9 Efri hæo 157 ferm. og ris- hæð í nýju steinhúsi í Hlíð- arhverfi til sölu. Sérstakt þvottehús og geymsla í kjall ara fylgir. Sérinngangur og sérhiti. Góð lán geta hvílt á eigninni. Nýja fasfeignasalan Hafnarstræti 19. Sími 1518 og kl. 7.30—8.30 e.h. 81546. Bifsður húl Öll aðstoð veitt. — Nctt og dag. Kranaíbíll: Y2 40 kr. Björgunarfélagið VAKA Simi 81850. Afvinn& Stúlka, vön saumaskap, ósk- ar eftir vinnu. Tiliboð merkt: „Vandvirk — 640“, sendist afgr. M'bl. fyrir miðvikudag- inn 9. þ.m. Gott HERBERGI TIL LEIGU í Stórholti. Uppl. í sima 81488. — 1—2 herbergi með eldunarplássi óskast til leigu. Tilboð sendist blaðinu fyrir miðvikudag merkt: „S. S. — 639“. Þrjár góðar prjónavélar til sölu. Uppl. á morgun í síma 4950. — CHERVOLET trukkur til sölu. Einnig aft- ur- og fram housing, gear- kassi og millikassi, allt í Chevrolet trukk. Tjarnarg. 8. Pianókensia li vrja að kenna aftur nú þeg- ar. — Guðríður Guðmundsdóttir Hverfisgötu 41. Sími 6957. Saumanámskeið Námskeið byrja 10. og 11. þ. m. — Dag- og kvöldtímar. Upplýsingar Drápuhlíð 41 kl. 4—8 e.m. virka daga. Rósa Þorstcinsdóttir. TIL LEBGIJ gott herbergi með sérinn- .gangí í Miðbáenum. Tilboð merkt: „Rólegt — 637“, — sendist afgr. Mbl. fyrir þriðjudagskvöld. STÍJLKA sem getur tekið að sér heim ili, óskast í nokkra mánuði. Upplýsingar i sima 5916. Smábarnaskólinn á Framnesvegi 22 hefst aftur þriðjudag 8. janúar. Get bætt við nokkrum börnum. Uppl. frá kl. 1—4 á þriðjudagt og næstu daga í síma 80365. Ása Jónsdóttir uppeldisfræðingur. Tek að mér bókhald og vélritun Veiti einnig aðstoð við skatt framtöl. Friðjón Stefánsson Blönduhlíð 4, sími 5750 og 6384. — • TIL SÖLU stigin saumavél í ágætu standi. Tegund: „Huskvarna“ til sýnis á Njálsgötu 4A. MBJRVINNA Tilboð óskast í múrhúðun á 3ja herbergja íbúð á neðri hæð í bæjarhúsi í Bústaða- hverfi. — Utveggir séu ein- angraðir með 7 cm. vikri. — Skilrúmsveggir hlaðnir úr sama efni. Veggir og loft gróf- og fínhúðist. Ketilhús er þó undanskilið. Skriflegt tilboð merkt: „Múrvinna 1952 — 638“, sendist blaðinu fyrir 10. jan. n.lc. og sé þess getið, hvort handlangun fylg ir. — Sni(V námskeið hefst mánudaginn 7. jan. Sigrún Á. Sigurðardóttir. Grettisgötu 6. til sölu. — Nr. 16 og nr. 18. Seljast ódýrt. Upplýsingar á Vesturgötu 65 II. hæð í dag frá kl. 3—5. Silfur&rmhand með steinum tapaðist föstu- dagskvöld frá Digranessveg 28 að stoppistöð strætisvagn- anna. Finnandi vinsamlegast hringi í sima 1927. Töknm í saum sniðin kven- og barnafatnað. Sauma- og vefstofan Ásar Fjólugötu 19B. Erímerki Frimerkjakaupmaður í Dan- mörku vill komast’í samband við þá, sem geta selt notuð og ónotuð íslenzk frimerki. Tilboð. merkt: „Frimærker", legfeist inn á afgr. Mbl. & í ■&* Landbúnaðuriiin 1951 Framh. al bls 2 '■%kipta á svaeðinu frá Hvalfirði að Ytri-Rangá, alls um 45 þús. fiár fullorðið og veturgamalt, en það lætur nærri að sú fjártala sé um leið slátrun umfram venju á þessu svæði. Engin lömþ voru flutt inn á svæðið. Til Eyjafjarðar og Skagafjarð- ar voru flutt um 3500 lömþ úr Þingeyjarsýslu. Á Borgarfjarð- atsvæðið, þar sem skorið var nið- ur 1950, voru alls flutt um 18 þús. lömþ. í Mýrasýslu og hreppa í Dalasýslu sunnanverðri, voru fiutt um 7000 lömb, sem keypt voru í Dalasýslu norðan til, í tlúr.avatnssýslu og í Bæjarhreppi í Strandasýslu. En í Borgarfjarð- ars. voru flutt um 11 þús. lömb frá Vestfjörðum. Auk þess voru fíutt þangað eða áleiðis 2500 lömb frá Vestfjörðum — Hólma- víkursvæðinu — sem svo var slátrað, er mæðiveiki varð vart á nýjan leik í Hólmavík. VÁVEIFLEGAR FRÉTTIIl Eftir því sem fjárskiptunum hefur miðað betur áleiðis, hafa glæðst vonir bænda um aukinn og bættan fjárbúskap. Það ýtti undir er sala á dilkakjöti til Bandaríkjanna hófst í tilrauna- skyni haustið 1950 og er fram- hald varð á þeirri tilraun í haust, en þá voru fluttar þangað um 500 smálestir af dilkakjöti, og gert er ráð fyrir að flytja út á sama hátt eitthvað meira í vet- ur. Bændum og öllum landslýð þóttu það því hinar hörmuleg- ustu fréttir er mæðiveiki varð vart á ný í Hólmavík nú í haust, þar sem skorið hafði verið nið- ur til fjárskipta haustið 1947. Menn spurðu og spyrja enn: Er spilið tapað? Eru fjárskipti þau, sem fram hafa farið unnin fyrir gýg? Kemur mæðiveikin til að gjósa upp á ný hér og þar um landið? Og þótt flestir voni hið bezta og geri ekki ráð fyrir svo iliu, valda þessi tíðindi miklum vonbrigðum og hvað mest fyrir þær sakir, að í sambandi við hin nýju mæðiveikistilfelli í Hólma- vík kom í ljós, að mjög slælega hefur verið að unnið við vörzlu og fjárskipti sums staðar undan- farin ár. Fyrirmæli sauðfjársjúk- tíómanefndar hafa stundum verið að litlu höfð, án þess að hún hafi beitt viðurlögum.eða getað bót á ráðið. Það furðulega hefur cinnig komið í ljós, að samvinna núlli sauðfjárveikivarnanna og þeirra fræðimanna, er vinna að rannsókn sauðfjársjúkdóma, hef- ur eigi verið nánari en það, að hmir síðarnefndu virðast ekki hafa verið með í ráðum um hve fljótt var farið að taka líflömb til flutnings og fjárskipta inn á ný fjárskiptasvæði frá svæðum, þar sem áður höfðu farið fram fjárskipti. Yfirleitt mun það hafa verið gert eins fljótt og eitthvað féll til af lömbum umfram heima þarfir. Nú er ekki eftir nema síðasti áfangi fjárskiptanna, hluti af Rangárvallasýslu og hluti af V.- Skaftafellssýslu og enn verður að vona að vel fari. Ótrúlega mikið af framtíð búskapar á landi voru eru við það bundin. En ef svo\,hörmulega skildi fara að mæðiveikin gengi aftur, er auðsætt að taka verður upp aðra stefnu í málinu, tíg þá er ekl.i r.ema eitt til. Það er að taka þar upp þráðinn, sem frá var horfið 1946; í frumvarpi því um varnir gegn útbreiðslu næmra sauðfjár- sjúkdóma, sem þá var lagt fyrir Alþingi og samið var af þremenn ir.gunum Jónasi Jónssyni, Jóni Pálmasyni og Árna G. Eylands, að tilhlutun Péturs Magnússonar, þáverandi landbúnaðarráðherra. Sjöundi og áttundi kafli þess frumvarps fjallaði um innflutn- ing fjár og tilraunir þar að lút-; ahdi. Var gert ráð fyrir'slíkúm tilraunum samhliða niðurskurði og fjárskiptum. Þessir 4 menn vissu þá vel, að þess var lítil von, að slíkar víðtækar ráðstaf- anir nséðú salrfþýkki á Alþingi Snjóbíll Guðmundar Jónassonar. e:ns og þá var háttað. En tillög- urnar voru miðaðar við tvö meg- iiiatriði: 1. Að ef til vill mætti búast við að fjárskiptin mistækj- ust. 2. Að réttmætt væri að búa við meira. en eitt fjárkyn í landi hér. Nú sem þá er mergur málsins þessi: Það er ekki hægt að stunda búskap á íslandi, svo sem þ^rf þjóðinni til nytja, nema að búið sé við sauðfé, sem aðalbústofn eða að einhverju leyti víða um landið. Ennfremur: Það er ekki hægt að búa við sauðfé á íslandi, og hafa þann arð af því er þarf, til þess að bændur geti lifað við mannsæmandi kjör, nema sauð- féð sé sæmilega hraust á öllum árstímum. Afleiðingin af þessu er ofur einfaldlega sú, að ef það brejjzt að ráða niðurlögum mæðiveik- innar — ef hún breiðist út aftur — og hinn íslenzki fjárstofn reynist svo sýktur og sóttnæmur að eigi verði við það ráðið, þá er ekkert fyrir hendi annað en að koma hér upp með kynblönd- un eða innflutningi nýrra kynja, sauðfé sem er betra að hreysti og þess vegna betra til arðs í búi. Þessi sannindi vildu menn ekki horfast í augu við 1946 og vafa-] laust vilja fáir það enn. Úr því að svo er, mun ekki um annað að ræða, en að vona hið bezta, að heppni verði meiri heldur en forsjá, og mæðiveikin í Hólma- vík sé ekki forboði meiri tíðinda og verri af því tagi. VERÐUR GARNAVEIKIN YFIRUNNIN? Um Austurland og víðar er garnaveikin að verða engu minni plága en mæðiveikin var annars staðar. Tilraunum Tilraunastöðv- ar háskólans í meinafræði með bólusetningu gegn veikinni er því, fylgt með mikilli athygli. Á Suðurlandi var klippt á til- raunaþráðinn með niðurskurðin- um í haust. Tilraunir á Austur- landi voru of skammt á veg komnar til að gefa ákveðin svör. En samt gáfu þessar tilraunir þær vonir, að óskir bænda eystra, um að farið yrði að reyna bólusetn- ingu sem víðast, urðu til þess að í haust voru lömb bólusett gegn garnaveiki víða um Austur- land, þótt eigi sé það gert á grundvelli fullra rannsókna né vissu um árangur. En takist þetta svo að veruleg bót sé að, er afar- r.jikið unnið. NÝRÆKT O. FL. Hið kalda vor og klakinn í jörð inni tafði nýræktarstörf til mik- i!la muna. Urðu afköst við ný- rækt því víða minni heldur en tii var ætlazt. Skurðgröfur Véla- sjóðs 30 að tölu voru allar að verki og þai' að auki skurðgröf- ur nokkurra ræktunarsambanda. Vélakostur ræktunarsamband- anna jókst nokkuð, en þó eigi rr.ikið, enda höfðu þau flest eign- azt mikinn og góðan vélakost í árslok 1950. Af nýjum ræktunarfélögum tók ekki nema eitt til starfa á ár- inu — Búnaðarfélag Djúpár- hrepps — en tvö ræktunar- sambönd færðu út kvíarnar. — Dalvíkurhreppur gerðist aðili að Ræktunarsambandi Svarfdæla, og Mýrdalshreppur og Dyrhóla- hreppur að Ræktunarsambandi Eyfellinga. Er með þessu stefnt í rétta átt, því að ræktunarsam- bóndin eru víða of mörg og of lítil. Á árinu voru ræktunarsam- böndunum greidd framlög til kaupa á ræktunarvélum sem hér segir: 6 beltatraktorar með ýtu 1 ýta á beltatraktor 1 brotplógur 3 akurplógar 8 diskaherfi * ] 2 rótherfi 3 kílplógar 1 skurðgrafa 1 ferja og 1 dráttarvagn. Framlag ríkissjóðs til kaupa á þessum vélum (50% af verði vél- anna) var kr. 474.774.48. Fjögur traktornámskeið vorui haldin á vegum Vélanefndar rík- isins, 2 á Hólum í Hjaltadal, 1 á Hvanneyri og 1 í Þykkvabæ í Rangárvallasýslu. Kennslu nutu alls 125 piltar. Hjá Nýbýlastjórn voru 5 skurð- gröfur að verki er grófu um 73 þús. lengdarm. sem eru um 335 þús. rúmm. í 5 byggðarhverf- um. En að undirbúningi nýbýla stofnunar var unnið í 7 byggða- hverfum. Settar voru upp girð- ingar 35 km. að lengd. Lagðir 4 km af ræktunarvegum og gras- fræi sáð í 60 ha lands. En auk þess eru brotnir og undirbúnir til ræktunar um 150 ha sem nú eru í flögum. í byggðahverfum Nýbýlastjórnar. Nýbýlastjórn samþykkti stofn- un 49 (37) nýbýla á árinu. Jarðræktarstyrkur sem greidd- ur var á árinu nam 6,86 millj. króna en 4,38 millj. króna 1950. Af því voru 2,3 (1,22) millj. króna vegna skurðagerðar með skurðgröfum. Ræktunarsjóður lánaði 472 (345) aðilum 10,6 (7,4) millj. kr. til ræktunarframkvæmda og byggingar peningshúsa og ann- ara útihúsa. Kaup á tilbúnum áburði á ár- inu voru 2.480 (2.442) smálestir köfnunarefni, 1.040 (948) smál. fosfórsýra og 965 (885) smálestir kali. Grasfræsala á vegum SÍS var 72 (84) smálestir, en það svarar til 1800 ha nýræktar ef reiknað er með 40 kg í ha. Græsfrækaup bænda virðast fara minkandi og er sennilegt að það stafi með- fram af því, að margir telja sig verða fyrir vonbrigðum við gras- fræsáningu. Er það illa farið, en vafalaust ber tvennt til: kunnátt- an að rækta sáðsléttur er enn lítt þroskuð og þar þarf miklu við að bæta, og að verzlunarvali á grasfræi til nota hér á landi er ekki nægilega mikill gaum- ur gefinn. Það er vandasamt, en hvort tveggja verður þetta rækt- unarmönnum þungt í skauti og kostar bændur stórfé árlega. SKÓLARNIR Bændaskólarnir eru fullsetnir. Á Hólum útskrifuðust 14 nemend ur vorið 1951 en 40 stunda nú nám í skólanum, 10 í yngri deijd Framh. á bls. 6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.