Morgunblaðið - 06.01.1952, Side 9
Sunnudagur 6. janúar 1952
MO RGVJSBLAÐIÐ
9
REYKJAVÍKURBRJEF 'TS
Kcmandi ár
ÁRAMÓTIN eru Hðin hjá. ís-
lenzka þjóðin hefur skyggnzt í
eigin barm og litið yfir árangur
starfs síns á liðnu ári. Enda þótt
það væri henni að ýmsu leyti ó-
hagstætt hefur það þó fÉert henni
margvíslegar og merkilegar um-
bætur og framfarir. Skipastóll
hennar hefur stóraukizt, verð-
mæti útflutningsafurða hennar
hækkað verulega, verzlun og við-
skipti orðið frjálsari, ræktun
landsins fleygt fram og ýmsum
stórframkvæmdum í þágu at-
vinnulífs hennar miðað verulega
áfram.
Allt þetta hefur skapað lands-
mönnum bætta aðstöðu til þess
að lifa og starfa. í því og öðrum
framförum, sem orðið hafa á
undanförnum árum felast fyrir-
heit um batnandi hag fólksins,
aukið atvinnuöryggi og meiri
arð af vinnu þess.
Þessi staðreynd, að þróunin
hefur haldið áfram í rétta átt,
skiptir í raun og veru megin-
máli þegar horft er fram á
veginn móti nýju ári. Erfið-
leikar af völdum harðinda,
aflabrests og veðurfars á liðnu
ári svipta þjóðina ekki þeim
möguleikum, sem góð fram-
leiðslutæki skapa lienni til
þess að afla verðmæta og
treysta hag sinn í framtíðinni.
Þau eru, ásamt manndómi
fólksins sjálfs, ókomna tím-
ans von.
Þetta ber fslendingum fyrst og
fremst að hafa í huga er þeir
beina hugum sínum frá búsorg-
um liðins árs til starfsins, sem
er framundan. Aðstaða þeirra til
þess að bjarga sér er stöðugt að
batna. Utanaðkomandi áhrif og
skortur á hæfileikum þeirra
sjálfra til þess að taka því, sem
að höndum ber, geta að vísu
torveldað starf þeirra. En það
breytir ekki þeirri meginstað-
reynd, að þjóðin er að verulegu
leyti sinnar eigin gæfu smiður.
Þörf aukinnar góð-
vildar og sanngimi
FORSETI fslands vakti athygli á
því í nýársboðskap sínum að
þessu sinni að íslenzka þjóðin
hefði þörf fyrir að temja sér
meiri góðvild, sanngimi og um-
burðarlyndi. Hinir hörðu dómar
væru hvorki líklegir til vaxandi
þroska né farsældar.
Þessi ábending þjóðhöfðingja
okkar er áreiðanlega ekki ótíma-
bær. Meðal okkar tíðkast mjög
hin breiðu spjótin. Dómsýki og
skortur á sanngirni setur oft
ekki aðeins svip sinn á stjórn-
málabaráttu þessarar litlu þjóð-
ar, heldur einnig á skipti ein-
staklinga hennar á ýmsum svið-
um.
E. t. v. er hægt að finna afsök-
un á þessu. Fámennið í landi
kunningsskaparins hefur gert
okkur nærsýna og dómharða. En
með vaxandi menntun og menn-
ingu þjóðarinnar víkkar útsýni
hennar og möguleikarnir til þess
að greina kjarnann frá hisminu
aukast. Þá verður það ljósara en
áður að meira máli skiptir fyrir
einstaklingana að gera kröfur til
sjálfra sín en að kveða upp harða
dóma um aðra.
Vetrarvertíð og
bátagjaldeyrir
SAMKOMULAG hefur nú tekizt
milli ríkisstjórnarinnar og sam-
taka vélbátaútvegsins um ráð-
stafanir til þess að tryggia rekst-
ur þessarar þýðingarmestu grein-
ar sjávarútvegsins á komandi
vetrarvertíð. Skýrði Ólafur Thors
atvinnumálaráðherra frá höfuð-
dráttum þess á Alþingi í gær. —
Róðrar munu þvi almennt hefj-
ast þegar er gæftir leyfa.
Aðalatriði þessara ráðstafana
eru þau, að hin svonefndu báta-
gjaldeyrisákvæði frá s.l. ári skuli
gilda áfram í nokkuð breyttu
formi. Er hinn skilorðsbundni frí-
listi útvegsins víkkaður nokkuð.
Af því leiðir hins vegar að út-
Frá þingi Sameinuðu þjóðaima. Fulltrúi íslands í ræðustól,
vegsmenn og sjómenn fá nokkra
hækkun á verði afurða sinna.
Þessi leio til stuðnings báta-
útvegnum hefur aldrei verið tal-
iii neitt kostaúrræði af þeim, sem
staðið hafa gagnvart nauðsyn
þess að leysa vandræði hans. En
hún hefur engu að síður verið
óumflýjanleg. Ógerlegt hefði ver-
ið að leggja stórfellda nýja skatta
á þjóðina til þess að borga upp-
bætur úr ríkissjóði á útfluttar
sjávarafurðir. Það skeið hafði
einnig áður verið runnið til enda.
Auk þess hefði sú aðferð orðið
þjóðinni stórum þungbærari en
sú, sem valin hefur verið.
Það er athyglisvert að
stjórnarandstæðingar, sem
mjög hafa gagnrýnt þennan
stuðning við bátaútveginn,
hafa ekki getað bent á neir.a
aðra leið. Þeir hafa látið við
það sitja að hamast gegn hin-
um skilorðsbundna frílista út-
vegsins. Ilefur það atferli í
raun og veru þýtt kröfu um
stöðvun alls vélbátaflota lands
manna og þar með reksturs
flestra hraðfrystihúsa í land-
inu. Afleiðing þess hlyti hins
vegar að verða gífurlegt at-
vinnuleysi og algert hallæri í
flestum kaupstöðum og sjáv-
arþorpum.
Stjórnarandstaðan hefur því
gerzt ber að fáheyrðu ábyrgð-
arleysi gagnvart sjómönnum
og útvegsmönnum og raunar
þjóðinni í heild, sem á ríkra
hagsmuna að gæta í reksíri
vélbátaílotans.
Störf Sameinuðu
þjóðanna
EITT af síðustu verkum alls-
herjarþings Sameinuðu þjóðanna
í París, áður en jólaleyfi þess
hófst, var að kjósa fulltrúa Grikk
lands í Öryggisráðið. í loka-
atkvæðagreiðslu hlaut Grikkland
39 atkvæði en Hvíta Rússland 17.
En áður hafði kosningin til þess-
arar trúnaðarstöðu verið endur-
tekin hvorki meira né minna en
18 sinnum.
Athyglisvert er að fulltrúar
Rússa á allsherjarþinginu hafa
deiit harðlega á ýmsar lýðræðis-
þjóðir fyrir að hafa gert ráð-
staðanir til þess heima fyrir að
verja sig gegn skemmdarverk-
um fimmtuherdeilda kommún-
ista í löndum sínum.
Þetta hafa kommúnistar kallað
„árásaraðgerðir“!!!
Að áíiti kommúnista er það
með öðrum orðum „árás“ á Rússa
þegar frjálsar þjóðir reyna að
vérjast moldvörpustarfi fimmtu-
herdeilda þeirra. Hver einasti
vitiborinn maður veit, að hlut-
verk kommúnistaflokka allra
landa er fyrst og fremst að vinna
skemmdarverk innan þess þjóð-
félags, sem þeir starfa í, í þágu
Rússa. Auðvitað vill sovétstjórn-
in því, að þeir hafi sem bezt
næði til þess að vinna þetta verk.
Þess vegna er Vishinsky fokreið-
ur yfir því á fundum allsherjar-
þingsins að nokkur þjóð skuli
voga sér að hafa augun hjá sér
og hindra það að fimmtuher-
deildirnar komi ár sinni fyrir
Sveinn Björnsson, forseíi.
borð. Það er s’’o sem ekki að
spyrja að réttlætistilfinningu
hinna austrænu „friðarvina“.
Litlar horíur á
afvopmm
ANNARS hefur lítill árangur enn
sem komið er orðið af störfum
þessa bings Sameinuðu þjóð-
anna. Afvopnunarmálin hafa ver-
ið eitt helzta viðfangsefni þess.
Um þau hafa bæði fulltrúar
hinna vestrænu lýðræðisþjóða og
Rússa lagt fram tillögur. Miða
tillögur hinna fyrrnefndu að því
að komið verði á fót stofnun, sem
hafi raunhæfa möguleika til b<^s
að fylgjast með vígbúnaði þjóð-
anna og að dregið verði úr víg-
búnaði og vopnaframleiðslu.
Rússar hafa hins vegar enn se»u
fyrr lagt höfuð áherzlu á að
banna framleiðslu kjarnorku-
vopna. Þeir taka ekki í mál að
leyfa alþjóðlegri stofnun eftirlit
með sínum eigin vígbúnaði. Enn-
fremur kreíjast þeir þess að með-
limum Sameinuðu þjóðanna verði
bönnuð þáttaka í Atlantshaís-
bandalaginu.
Horfur á samkomulagi um
þessi mál eru því engan veg-
inn góðar. Hinn 19. desember
s.l. voru afvopnunartillögur
lýðræðisríkjanna þó samþykkt
ar í stjórnmálanefnd allsherj-
arþingsins. En sjálft þingið
þarf einnig að samþykkja þær.
Virðist það ennþá eiga Iangt í
land. Ekkert samkomulag hef-
ur heldur náðst um frjálsar
kosningar í öllu Þýzkalandi.
Rússar hafa algerlega hafnað
þeirri tillögu Vresturveldanna
að hlutlausri nefnd verði falið
að hafa eftirlit með slíkum
kosningum. Slíka afskiptasemi
kveðast þeir ekki þola, telja
hana að öllum líkindum ó-
heppilega fyrir hið „austræna
lýðræði“.
Tíð slys á togurunum
HIN tíðu slys á íslenzkum tog-
urum hafa vakið ugg og óhugnan
meðal þjóðarinnar. Hraustir og
vanir sjómenn hafa ýmist slasazt
eða skolazt fyrir borð og týnt
lífinu. Sorg og söknuður hefur
síðan gist heimili þeirra.
Um orsakir þessara slysa skal
ekki fullyrt neitt hér. Þær eru
sjálfsagt fleiri en ein og stund-
um sker alger og óviðráðanleg
tilviljun úr milli lífs og dauða.
En það er ekki of djúpt tekið
árinni þó að líklegt sé talið, að
oft sé það skortur á aðgæzlu,
skipstjórnanda eða sjómanna
sjálfra, of rík hneigð til þess að
halda áfram veiðum eða vinnu
ofan þilja í vitlausu veðri og
stundum jafnvel skortur á nauð-
synlegum slysavörnum um borð
í skipunum, sem slysunum valda.
Hinir nýju og fulkomnu togar-
ar okkar eru góð og traust skip.
En út á miðum eða í siglingum
landa á milli í misjöfnum veðr-
um, stormum og stórhríðum, bíða
þeirra manna samt margar hætt-
ur, sem á þeim vinna.
Þess vegna verður aldrei of
mikil varúð höfðu þar um
hönd, aldrei of víðtækar ráð-
stafanir gerðar til þess að
koma í veg fyrir slys og þá
cgæfu, sem af þeim leiðir.
Þetta þekkja siómennirnir
bezt sjálfir. Þær tillögur, sem
frá þeim koma um aukið ör-
yggi, betri úíbúnað og hættu-
minni vinnubrögð, verður þess
vegna að taka til tafarlausrar
mcðferðar og framkvæmdar.
Mannslífln eru verðmætasta
eign þjóðarinnar.
Er þetía allt „í?iaid“?
ANSTÆÐINGAR núverandi rík-
isstjórnar halda því mjög fram
--------------------------—-----
að hún sé „íhaldsstjórn“. Af því
tilefni er ástæða til þess; að rifja
X stórum dráttum upp stefnu og
sfaif þessarar stjórnar o% láta
sjálíar staðreyndirnar tala um
eðli hennar og starfsaðferðir.
Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar
var að í'á lögíestar þær tillögur
í efnahagsmálum þjóðarinnar,
sem minnihlutastjórn Sjálfstæðis
flokksins hafði undirbúið og lagt
fyrir Alþingi. Með framkvæmd
þessara ráðstafana hefur tekizt
að aulta fiamleiðsluna, skapa
auknar gjaldeyristekjur, tryggja
greiðsluhallalausan ríkisbúskap
og nálgast jafnvægi í efnahags-
málum þjóðarinnar.
Er þetta „íhald“? Er það fjand-
skapur við allan almenning í
landinu að stuðla að rekstri at-
vinnutækja hans?
í áframhaldi af gengisbreyting-
unni gerði ríkisstjórnin svo víð-
tækar ráðstafanir til þess að leysa
verzlun og viðskipti úr áratuga
haftaskipulagi. Með þeim var
innflutningur nauðsynjavara til
landsins stóraukinn og þar með
útrýmt svörtum markaði og marg
háttuðu braski og spillingu, sem
mótað hafði svip viðskiptalífsins
undanfarin ár. Allar verzlanir
kaupmanna og kaupfélaga hafa
nú safnað verulegum birgðum og
almenningur á þess nú nokkurn
kost að ráða því, hvert hann
beinir viðskiptum sínum. Fólkið
getur keypt svo að segja hverja
þá nauðsynjavöru til fæðis og
klæðis, sem það þarfnast. Verzl-
unin hefur færzt verulega í átt-
ina til frjálsrar samkeppni um
viðskipti fólksins.
Er aukið frelsi
„afturliald“?
Er þetta e. t. v. ein sönnun
þess að „íhaldsstjórn“ sitji að
völdum í Iandinu? Er þaff
íhald að almenningur fær
möguleika á að velja og hafna
milli verzlana og vöruteg-
unda? Er það „íhald“ að fólk
á nú kost á að fá ávexti, bús-
áhöld, klæðnaff og fjölmargar
nauðsynjar, sem það áður
vantaði?
Þá mætti spyrja að þei,
hvort aukið frelsi til þess að
byggja yfir sig íbúðir af hóf-
legri stærð, sé „íhald“ cða
fjandskapur við fólkið? En
eins og kunnugt er hefur nú-
verandi ríkisstjórn rýmkað
verulega á fjárfestingarhöml-
um þeini, sem legið hafa eins
og mara á þjóðinni undanfarin
ár. Getur verið að það sé þeim
þúsundum íslendinga, sem
búa við húsnæðisleysi eða
heilsuspillandi liúsnæði á
móti skapi, að mega nú byggja
smáíbúðir, sem henta þeim
sæmilega og bæta úr brýnni
þörf þeirra? Fremur er það
ótrúlegt.
Ekki er heldur óeðlilegt að
spyrja, hvort það beri vott þjóð-
hættulegu afturhaldi, að núver-
andi ríkisstjórn hefur beitt sér
fyrir framkvæmd stærstu mann-
virkja, sem ráðizt hefur verið í
hér á landi, stórvirkjunum við
Sog og Laxá ásamt byggingu á-
burðarverksmiðju.
Við þetta má svo bæta því að
almennum og víðtækum verkleg-
um framkvæmdum hefur verið
haldið uppi í landinu undir for-
ystu þessarar ríkisstjórnar, hald-
ið í horfinu um félagslegar að-
gerðir, reynt að hlaupa undir
bagga með þeim byggðai'lögum,
sem misæri til lands og sjávar
hefur bitnað harðast á og fylgt
utanríkisstefnu, sem fært hefur
þjóðinni aukna vernd fyrir sjálf-
stæði hennar og öryggi.
Innantóm fáryrði
HÉR hefur aðeins verið stiklað
á fáum meginatriðum í starfi og
stefnu núverandi ríkisstjórnar.
Hún er að sjálfsögðu ekki alvitur
fremur en aðrar ríkisstjórnir. En
engum, sem metur störf hennar
af sanngirni, getur dulizt að því
Framh. á bls. 12.