Morgunblaðið - 13.01.1952, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.01.1952, Blaðsíða 1
16 síður og Lesbók 39. árgangur. 10. ibl. — Sunnudagur 13. janúar 1952. Prentsmiðja Morgunblaðsins. f Niemoller á leiS fil Hússlands. Ræðismcmnaskrif- Síofurn lokað TEKERAN, 12. janúar — Til- kynnt var í Teheran í kvöld, að Bretar yrðu að loka öllum ræðis mannsskrifstofum sínum í land inu. Yrði það fram að ganga fyr- ir 20. ianúar. Telja stjórnarvöld- in íhlutun Breta um innanríkis- mál Persíu vera orðna óþolandi. UHISTA V!Ð LANDA- ¦ rr Hinri kunni þýzki prestur, Martin Niemöller, sem gat sér heims- fraegS í baráttunni gegn nazistum, er nú leiðtogi kirkjulegrar hreyf- iiigar, sem vinnur að því aö sætta austur og vestur og auka skiln- ing milli þessara andstæðna. Niemöller er nýkominn úr ferðalagi til Rússlands, en þangað var honum boðið af kirkjunnar mönn- um. Vitað er, að Nieinöller for þess á leit við rússnesk yfirvöld að mega aðstoða þýzka stríðsfanga, sem enn sitja í dýflissum í Rússlandi, og bauðst jafnvel til að setjast að þar í landi ef til kæmi ,en Rússar vísuðu þeirri málaleitan hans algerlega á bug. Mynd þessi er tekin á járnbrautarstöðinni í Berlín er hann var að leggja af stað til Rússlands. Við hlið hans stendur dóttir hans Herta og til vinstri Gruber fulltrúi lúthersku kirkjunnar í Austur- I'ýzkalandi. — Endurbættar tillögur Vishanskís um afvopnun Verða teknir til athugunar hjá S. Þ„ PARÍSARBORG, 12. janúar. — í dag lagði Vishinskí, utanríkisráð- herra Rússa, fram nýjar tillögur um afvopnun. Tillögurnar flulti hann í Stjórnmálanefndinni. Að' ræðu Vishinskís lokinni kvaddi brezki fulltrúinn sér hljóðs. Hann kvað tillögurnar mundu teknar tii rækilegrar athugunar, en ekki væri að svo stöddu hægt að segja um, hvort þær væru dulbúin endurtekning á afvopnunartillögum Rússa, sem ráðherrann bar fram í upphafi þings, eða ekki. f! yíir Sdhirríkjunum ALBUQUERQUE, Nýja-Mexíkó. — I fyrra sáust alltaf öðru hvoru „grænir eldhnettir" á sveimi yfir Suðurríkjunum, og hefir marg- víslegum getum verið leitt að, hvert sé eðli þeirra og uppruni. Sérfróður maður um loftsteina sesir, að vel eeti þetta verið fjar- stýrðar eldflaugar frá Rússlandi eða Bandaríkjunum. Er bent á, að „eldhnettirnir" hagi sér öðruvísi en loftsteinar, svífa m. a. alltaf í sömu átt. Ekki hefir' tekizt að ná neinum þess- ara „eldhnatta", ekki einu sinni broci, og eru margir þeirrar skoð unar, að hér séu á ferðinni nokk- urs konar eldflaugar, sem iil- raunir séu gerðar með. PARÍSARBORG — Ýmsar stjórnmálakempur S. þ. óttast nú, að kommúnistar kunni að ráðast til atlögu einhvers staðar í Suðaustur- Asíu. Hefir því komið til orða að kveðja friðargæzlunefndina til starfa til að reyna að koma í veg fyrir víðsjár austur þar eða hún verði viðbúin eystra til að gefa skýrslu sína, ef til bardaga skyldi draga. —¦ -----------------------------------------------^VIÐBÚNADUR VIÐ LANDAMÆRIN Flestir fulltrúar vestrænna þjóða telja mesta hættusvæðið í Suðaustur-Asíu í Indó-Kína. Fregnir hafa borizt um, að kín- verskir kommúnistar hafi mik- inn viðbúnað við landamæri Indó Kína, og Frakkar hafa hvað eftir annað varað við þeim háska, að Kínverjar sendi lið inn yfir landa mærin til aðstoðar hermönnum Vietminh. Ítaiskir bændur fá úfsæði að gjcf RÓMABORG — Um 27 þúsundir bænda á flóðasvæðunum í Pó- dalnum fá að nýjársgjöf allmikið útsæði frá stjórninni. Hefir stjórnin tilkynnt, að fé úr mót- viðrissjóðnum ítalska verði varið til kaupa á útsæði handa bænd- unum. 9? Haunsæ ævintýri" í stað Ander- sens og Grimmshræðra VÍNARBORG — Héðan í frá verða ævintýri Andersens og Grimms- ævintýri tékkneskum börnurn ekki til ánægju. Blaðið Lidove Novirty skýrir frá því, að „raunsæjar" ævintýrabækur hafi verið teknar upp í tékkneskum skólum í stað sögunnar um Mjallhvít, Ljóta andarunganum og annarra eftirlætisævintýra allra barna. NOKKUR NÝMÆLI * í fljótu bragði virtist þó ekki stórt skref stigið með þessu. Vishinskí kvað tillögurnar mið ast að því einu að koma í veg fyrir 3. heimstyrjöldina. Þau nýmæli verða að teljast merkust frá því, sem var í fyrri tillögum, að gert er ráð fyrir | stöðugu alþjóðaeftirliti með j vopnabúnaðinum í heiminum' jafnframt banninu við kjarn- orkusprengjunni og eftirliti með, að því sé ::ylgt. GÖMUL GRÖS Einnig lagði Vishinskí til, að haldin yrði ráðstefna um afvopn un ekki seinna en 15. .iúlí n.k. ;• Annars kennir þarna margra grasa frá fyrri tillögum: Herbún- aður stórveldanna eins og hann nú er verði skorinn niður um þriðjung, vopnahléð í Kóreu miðist við 38. breiddarbauginn og svo framvegis. PARIS Penisillinverksmiðja verð ur nú reist í Poona í Indlandi. Al- þjóða heilbrigðismálastofnunin stendur að þessu verki og leggur fram 350 þúsund dollara, en Earnahjálpin 850 þúsund dollara. Keisarinn kvað hafa áminnt Mossadeq THERAN — Menn, sem eru kunn- ugir við persnesku hirðina, hafa iátið hafa eftir sér, að keisarinn hafi varað Mossadeq við að stofna vináttunni við Bandaríkin í hættu. Eins og kunnugt er, hefur ráðherr ann hafnað iillögum Bandaríkja- manna til lausnar í olíudeilunni, iil þessaa. GOTTWALD, GOÐGEARDAR- f- MAÐUR BARNANNA Nýja ævintýrasafnið heitir „Svart og hvítt". Fjallar það um líf hvítra manna og svartra í Ameríku, um glæsta baráttu 'spænsku þjóðarinnar, þjáningar ' öreiganna, varmennsku auð- hyggjumannanna, dáðir Rússa í stríðinu, hið nýja líf bændanna í Tékkó-Slóvakíu og hina eftir- breytnisverðu og fögru fram- komu Gottwalds við tékknesk börn. BARÁTTUMENN SÓSÍALISMA OG FRIÐAR Æfintýrunum er ætlað tengja börnin Rússlandi, hinum mikla Stalin og hinni ósigrandi rúss- nesku þjóð. Segir blaðið enn- fremur, að ævintýrin hafi hlut- verki að gegna „í sókninni, sem við heyjum til að breyta börnun- um í baráttumenn sósíalisma og írioar." Barizi í EgypfaEandi KAÍRÓ, 12. janúar. — Allmikið var barizt í Egyptalandi í dag. Á einum stað vörpuðu Egyptar sprengjum að brezkum hermönn urn og var þá snarpur bardagi. Annars staðar skutu þeir á járn- brautarlest Breta. Þar var bar- izt ákaft eftir að Bretarnir höfðu fengið liðsauka. Munu 6 Egyptar hafa fallið, nokkrir særðust auk þess eða voru teknir höndum. Fljótandi norsk vörusýning UM ÞESSAR mundir leggur skip af stað frá Noregi og er því ætlað að vera fljótandi vörusýning við austurströnd Bandaríkjanna. 15 fyrirtæki sýna þarna fram- leiðslu sína, en sýningunni er komið fyrir í sölum skipsins. ¦— Skipið mun koma við í flestum höfnum á austurströndinni. — Er þetta gert til þess að reyna að auka sölu á norskum varningi til Bandaríkjanna. — G.A. Æsileg árás býflugna í Áfríku MOMBASA. — Ægilegur sæg- ur býflugna réðst fyrir skömmu inn í bæinn Mombasa í Keníu. ¦— Umferðin stöðvaðist, og brunalið og varailið lögreglu var kailað út. Yfir hundrað manns fékk stungur, þar af urðu tíu að leggjast í sjúkrahús. Einkunnír ekki ar KAUPMANNAHOFN — Hafnar- háskóli hefir einráðið, að ekki skuli framar birtar einkunnir þeirra, er ljúka embættisprófi. Framvegis verður aðeins getið um, hverjir hafi lokið embættis- prófi, en ekki minnzt á einkunnir þeirra. Rektor háskólans segir, að al- menningur missi einskis í þess- ari breytingu og því sé að henni horfið. Aftur á móti verður eink- unninn hér eftir eins og hingaS tilskráð á prófskírteinin. í þessu sambandi má geta þess að sá háttur hefir löngu verið tekinn upp við Hafnarháskóla, að nafna þeirra, sem fá aðra eink- unn, sé í engu getið í blöðum. ef þeir æskja þess. INDO-KINA AKJOSANLEGAST TELJA KOMMÚNISTAR Sumir stjórnmálamenn Vestur landa eru þeirrar skoðunar, að Rússar og kínverskir kommúnist ar telji, að Kominform geti hélzt látið til skarar skríða í Indó-Kína án þess að hleypa af stað nýrri styrjöid. SKIPUÐ 14 FULLTRÚUM Friðargæzlunefndina stofnaði Allsherjarþingið í fyrra. Er henni ætlað að gera S.þ. kleift að fylg.i ast með á þeim stöðum, sem illt virðist nærri. I henni eiga 14 ríki fulltrúa, þar á meðal Rússar. Senda má hana hvert, sem er í heiminum að beiðni þess ríkis, er hlut á að máli, Allsherjarþingsins eða Oryggisráðsins. Til þessa hefir nefndin ekki verið kvödd til starfa. Aftur á móti hefir ver- ið skipuð undirnefnd til að fylgj ast með atburðum á Balkanskaga. I henni er engjnn Rússi. Fiýði gegnum 3 ríki i UELZEN — Rúmenski knatt< spyrnumaðurinn Isvan Balogh, gaf sig hér nýlega fram eftir að hafa; flúið að heiman gegnum Ungverja' land, hernámssvæði Rússa í Aust- urríki og Tjekkó-Slóvakíu. Honura sagðist svo frá, að á fundi hefði hann gagnrýnt hve kjór rúm- enskra verkamanna væru léleg. —¦ Var hann ásamt fjórum öðrum verkamönnum settur inn, en þeim tókst að flýja um miðjan október. UPP UND8R 20 l>ÚS. FLÝJA KOMMÚNISTA ÁRLEGA PARÍSARBORG — G.E. van Heuven, aðalfulltrúi S.Þ. við málefni flóttamannanna, segir, að 1.250.000 flótta- menn þarfnist hjálpar eftir að flóttamannastofnunin hef ur hætt störfum. Stöðugur er straumur flóttamanna frá Mið-Evrópu e"ða a. m. k. 15 —20 þúsundir á ári, og tálm- ar þessi viðbót lausn máU anna. Heuven segir, að brýn nauðsyn beri þó til að leysa þessi mál sem fyrst. Læknir í þjónustu S. Þ. tilkynnti tit £.-¦? mynda nýlega, að hann hefði fundið 350—450 manns með smitandi berkla í flótta- mannabúðum við Tríest.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.