Morgunblaðið - 13.01.1952, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.01.1952, Blaðsíða 11
-'Sunnudagur 13. ,des. 1952. Jéhaneia Krisfjáns- ilótfir sjöfug 'Á BJÖRTU vorkvöldi 1928 kynnt ist ég fyrst Jóhönnu Kristjáns- dóttur, lágri og hvatlegri konu. Heimilið var stórt, því börnin Voru 7 á ómaga aldri, starf móð- urinnar var því ærið mikið og vandasamt þegar svo við bættist að tekjurnar voru aðeins af starfi eins verkamanns, en maður henn ar var Finnbogi R. Ólafsson línu- maður hjá Rafmagnsveitunni. Þetta kvöld veittu þau hjón mér þann trúnað, að taka ívo Jitla syni sína til sumardvalar og bað varð upphaf þeirrar vináttu er enzt hefir öll þessi ár, enda hef ég ekki kynnst trygglyndari fjölskyldu og er þáttur húsfreyj- unnar þar ærið gildur. Æfistarf Jóhönnu hefir eins og raunar alþýðu kvenna, ekki ávallt verið greiðfært eða skreytt lofsyrðum á opinberum blöðum MORGVNBLAÐÍD *pp$, 11 1 Ásfa Jénsdóffir Fædd 8. maí 1913. Dáin Z. janúar 195?,. En líf hennar og starf hefir verið byggt upp á grundvelli dreng- skapar, kærleika og fegurð. Við bann arineld ólust börnin upp og fengu það veganesti sem er öllu íé dýrra. Á þessu 70 ára afmæli Jóhönnu verða margir sem minnast hlýja handtaksins og innileikans i við- móti hennar, minnast glaðra stunda og ógleymanlegra á gest- risna heimilinu hennar. Með þessum Hnum ætla ég ekki að rekja æfisögu Jóhönnu. Hún er fædd að Árgilsstöðum í Hvol- hreppi 14. jan. 1882, þar hlúði hún að fyrsta lífinu, blómum og búfénaði. Og þó leið hennar hafi legið um hrjóstur borgarinnar hefur hún cftast átt sin blóma- beð úti og inni og þrátt fyrir allt sitt annríki haft tíma til að sinna þeim eins og öllu vaxandi lífi. Að lokum á ég tvær óskir í til- cfni af afmælinu. Að afmælis- barninu ]íði ávallt sem bezt má verða og að íslenzka þjóðin eign- íst sem flestar konur með kost- tm hennar, því þar sem góðir menn ganga eru Guðs vegir. Kristján Hjaítason. I sóleyjarbrekku við bjarta lind með börnunum heima þú lékst þér dátt, í fegurð með fríði og sátt, milli fjallanna bláu, hjá hömrun- um háu. I foreldrahúsunum heima um hamingjustundir er sælt að dreyma. Þíg útþráin Iokkaði___leið þér valdir, urri ljúfu snótina vindar kaldir blésu. .. Þér opnaðist borgin. Þaí^ mætti þér sólvana sorgin. Á sárbeittum þyrnum varðst að ganga vondöpur veginn langa. Lok^s mætti þér upphimins eng- illinn bjarti, sem ákvað förina .. heim? Hann sál þína bar í blómaskarti um bláan geim hátt ofar jörðu h e i m. Pabbi og vinirnir kæru þig kveðja. Hinn ástríki Guð mun þá gleðja. Hin göfuga minning fylgir þeim. í sólskinsbrekku við bjarta lind barninu manna skal fagna. Ög sorgarsöngvar þagna. .. Þér engillinn bendir á bláan tind. Og bergmál um dalinn þinn líður. Sá himin er hár og víður. .. Á hestinum hvíta Riddarinn ríður. Þar ríkir hið eilífa vor. Til andlegrar veizlu hann börn- um býður. Blómenglar kyssa fáksins spor. Sgfús Elíasson. E 1 : : w^vm'Vss^^ , Iyí^míaí h, i 4 ! I Framlíðaralvinna i Maður með hagfræðimcnntun eða aðra tilsvarandi, óskast til starfa hjá stóru verzlunarfyrirtæki hér í bæ. Æskileg væri -nökku*r reýnsl'a1 • við' Vérzluhar- störf. Enskukunnátta' :er hauðsynleg. • ¦ Tilboð, er greini aldur, rnenntun ög fyrri störf, send- ist blaðinu fyrir 19. þ. m. merkt:>,iAtvinna"—708. : ' . í ' muncissGn Framh. af bls. 6 ar hann er horfinn af starfssviði lífsins, mun þetta fólk sem aðrir, er nokkur náin kynni höfðu af honum, sakna vinar í stað. ¦— Eins og kunnugt er, lætur hann þessa mynd enda, þar sem sið- ustu persónurnar ganga burt frá nýorpnu leiði. Er þetta nokkuð táknrænt, þar sem nú, örfáum mánuðum siðar, ganga vinir hans heim frá hans eigin leiði. Fyrir rúmum tveimur árum var hann byrjaður að undirbúa þessa síð- ustu mynd. Þá bilaði heilsan. En smám saman hresstist hann aft- ur. Var þá fljótt tekið til, þar sem fyrr var frá horfið, og var hann að ljúka við þessa mynd til fulls, er hann var algjörlega þrot- inn að heilsu. Og þegar hann sýndi fréttamönnum myndina, lét hann þess getið, að þetta yrði síðasta kvikmyndin, sem hann tæki. Loftur hlaut viðurkenningu sem kgl. sænskur hirðljósmynd- ari. Og var það að verðleik- um. Hann hefði átt skilið að hljóta íslenzka viðurkenningu, en svo var ekki. En stundum eru verk okkar beztu manna ekki viðurkennd fyrr en þeir eru frá okkur farnir. Fórnarlund Lofts var mikil gagnvart vinum og vandamönnum. Enda þótt hann yrði að leggja nokkuð á sig þess vegna. Vildi ég tilfæra eitt lítið dæmi þar um: Seint á síðastliðnu sumri brá Loftur sér til Danmerkur, til þess að fullgera síðustu kvikmynd sína, sem hann tók fyrr um sum- arið. Talaðist svo til milli okkar, áður en hann fór utan, að hann skryppi hingað uppeftir, er hann kæmi aftur, og yrði viðstaddur er nýtt og vandað orgel væri tekið. í notkun í Reynivallakirkju. Var Loftur einn meðal margra frænda og vina okkar, sem gáfu Reyni- vallakirkju þetta hljóðfæri. Var þetta vel þegin gjöf og lýsir mik- illi ræktarsemi hjá því fólki, sem að henni stóð. — Ákveðið var að messa færi fram í því tilefni 20. okt. 1951. Átti ég símtal við Loft þ. 16. s.m. Sagði hann mér þá, að heilsu sinni væri þann veg farið, að óvíst væri að hann gæti komið. Og ósennilegt að hann gæti leikið á orgelið, eins og til stóð. Ég bað hann því að koma ekki til þess að hann stofnaði heilsu 'sinni í tvísýnu. En Loftur kom á tilsettum degi og tíma, ásamt fleiri gefendum, sem heimsóttu okkur þennan dag, og voru við messugjörð. Og Loftur spilaði forspil í byrjun messu, lag eftir sjálfan sig, Ave María, með sinni alkunnu smekkvísi og næmleik. Þá var hann búinn að uppfylla loforð sitt, þó að vissu- lega tæki hann það nærri sér, því að þá var hann sárlasinn. Þannig var Loftur æfinlega. Mun þetta hafa verið síðasta lag- ið, sem hann spilaði áður en hann féll frá. Viku síðar kom ég til hans. Var hann þá í óðaönn að undirbúa íyrstu sýninguna á ,,Niðursetningnum". Og rúmri viku þar á eftir var hann fluttui' sárþjáður í sjúkrahús. Stóri vinahópurinn stendur nú! hljóður og horfir á eftir einlæg- um vini. Eftir eru ljúfar minn- ingar um góðan dreng. Sjálfur vildi ég kveðja hann með þakk- látum huga, fyrir órjúfanlega tryggð og vináttu allt tíl hins síðasta. En bilið styttist nú smám saman úr þessu. Er þá gott að hugsa til þess, að mega endur- nýja fyrri kynni. — Því „Vonin segir heilög höndin hnýtir aftur slitinn þráó". Með þá hugsun kveð ég þig og blessa, góði vinur. Steini Guðmundsson. • LOFTUR GUÐMUNBSSON kgl. ljósmyndari Minning Loftur var fagur og listrænn j með' lokkana silfurbjarta. Enginn af íslands sonum átti sér betra hjarta. Eva Hjálmarsdóttir ' frá Stakkahlíð. , áfi Htftldórsson töngkcrcnari M éra jéium M „OTRÚLEGT en satt" datt mér í hug, þegar einn góður vinur minn sagði mér frá því í gær, að Páll yrði fimmtugur mánudaginn 14. þ.m. En þegar ég í huganum leit yfir liðna tímann, þá sá ég að það eru nú orðin 26 ár síðan fundum okkar fyrst bar saman. Síðan hefur samstarf okkar oft verið all náið, og þannig að nú er ljúft að minnast bess. Páll er fæddur í Hnífsdal, son- ur Halldórs Pálssonar, útvegs- bónda þar, og konu hans Guð- ríðar Mósesdóttur, Illugasonar, bónda í Múla við ísaf jarðardjúp. Páll tók kennarapróf 1925, jafn- framt kennslu stundaði hann svo nám í orgelleik hjá Páli ísólfs- syni, 1926—1930. Þegar Austurbæjarskólinn tók til starfa 1930 varð Páll bar kenn- ari, og hefur verið bað píðan. Þá er Hallgrímssöfnuður hóf störf sín, var Páll ráðinn orgel- leikari og hefur hann gegnt því starfi síðan með áhuga og mikilli prýði. A^orið 1940 fór hann utan til frekara náms í orgelleik og dvaldi aðallega í Sviss og Dan- mörku, en kom heim haustið 1949. Páll er mjög áhugasamur um söngmál. Hann hefur stjórn- að og æft ýmsa kóra. Hann b.ió til prentunar, ásamt Friðrik Bjarnasvni söngkennara, Hafnar- firði, Nýtt söngvasafn handa skólum og heimilum. Mun hann eiga nokkurt safn eigin tónsmíða, bótt hann haldi því ekki á lofti. A stofnfundi félags íslenzkra org- elleikara var Páll kosinn í stjórn, Og er það enn. Eg vona nú Páil minn, að þú léttir skjótt af mér reiði þinni, þótt ég „á prenti" minnist þín og þakki þér fyrir mína hönd og annarra samstarfsmanna þinna í söngmálum Hailgrímssafnaðar, á bessum aímælisdegi þínum. Eg vona að þú eisir mörg ár ófarin af starfsferli þínum, og ég vona og óska bess að á komandi árum megi þér takast að kenna mörgum, bæði ungum og gömlum að ,.synf?ja Guði dvrð" 02 það, að sú ósk mín rætist, mundi þér þykja þín beztu starfsloun. G. .T. íþrófffr Framh. af bls. 7 Klæðið ykkur vel". Formaður Skíðafélagsins hefur óskað þess, að dagblöðin brýndu fyrir skíðafólki að fara eftir leið- beiningum þessum, því nú séu mikil brögð að því hjá yngra fólki að gæta eigi slíks. Einnig vill hann benda fólki á að gæta sérstaklega bindinga og stafa, því nokkur brögð séu að því að slíkt sé tekið í mis- gripum, tekið traustataki um stund, eða jafnvel stolið, meðan það er skiJið eftir í reiðuleysi og ómerkt. Skíði, skíðastafi og bind ingar er nauðsynlegt að merkja, því að margir eiga eins útbún- að og eru misgrip oft slíkri van- rækslu að kenna. Ábendingar þessar munu á sín- um tíma hafa verið settar af skíðafrömuðinum L. H. Miiller, en eru alltaf í gildi. Skíðafólk. Farið eftir ábend- ingum þessum. ¦Framh. af bls. 7. ág'óðanum af solu ¦setuhðseigna hér á landi, og mikið ai eignun- um var selt með því yfirvarpi, að ágóðinn rynni til skógræktar, en slíkt varð því miður ekki, þrátt fyrir góðan ásetning. Skógræktarniál landsins eiga töluvert mikið undir því, að Land græðslusjóður vaxi ört og geti miðlað þeim. Er því brýn nauð- syn að afla honum tekna, sem munar um. Tekna, sem gera bet- ur en að hamla á móti verðfalli pepinganna. I erindi frú HuMu Stefánsdótt- ur, sem hún flutti nú fyrir skömmu um .iólahald á Möðru- völlum og í gagnfræðaskólanum á Akureyri í tíð föður hennar, gat hún þess, að Stefán skólameistari hefði sagt, að íslenzk börn ættu ekki að hafa jólatré fyrr en þau ' gætu ræktað þau sjálf. Fáir munu hafa hugsað þessu líkt um þær mundir, en tímarnir hafa breytst. „HOLTJES HEIMA HVAT". Á Austurvelli í Reykjavík vai* nú í fvrsta sinni sett urvp íslenzkt jólatré, grenitré frá Hall- ormsstað. Var það gróðursett úti í skógi fyrir fiórum tugum ára, en fram til 1935 stóð það í mikl- um skugga og gat um langt skeið hvorki lifað né dáið. Þá var birkiskógurinn höggvinn frá því og öðrum grenitrjám þar í grend. Þetta tré var þá ekki meira en 60—70 sentimetrar á hæð. Þegar ljósið náði til þess, fór það að vaxa, og á þeim 17 árum, sem liðin eru síðan, hefur tréð b&ct röskum 5 metrum við hæð sína. Hefur það því hækkað um o0 sentimetra árega að jafnaði. Síd- ustu árssprotarnir voru þó flesur um hálfan metra á lengd, og sýn- ir það, að vöxturinn hefur venð mestur síðustu árin. Þar, sem þetta tré stóð, stant a enn um tveir tugir grenitrjáa, cg eru tvö snöggt um hærri en þetta en önnur sviouð og sum enn nokkru lægri. Öllum miðar þess- um trjám samt vel áfram. Tréð á Austurvelli hlýtur að hafa fært mönnum heim sann- inn um, að grenitré geti vaxið hér á landi með ágætum, enda er augljóst mál, að þar sem eitt tré vex, hlýtur að vera enn auðveld- ara að rækta fleiri saman. Markmið Landgræðslusjóðs or fyrst og fremst það, að flýta fyrir ræktun barrtrjáa hér á landi, og þá um leið að flýta fyrir því, að við getum ræktað okkar eigin jólatré innanlands. Af þeim ástæðum mun mörg- um finnast eðlilegt, að sjóðurinn væri látinn njóta þeirra tekna, sem unnt er að hafa með sölu iólatrjáa hér á landi, og hann ætti þá lika að njóta þeirra fríð- inda af hálfu hins opinbera að fá tolltekjurnar af trjánum. Og mætti gjarna setja það skilyrði fvrir þessu, að einhverjum hluta ágóðans eða jafnvel öllum, væri strax varið til að rækta greni- skóga, þaðan, sem mætti höggva jólatré innan nokkurra áratuga. Hákon Bjdmason. Viðsjár í Indónesíu JAKARTA — í vetur hefir verið nokkur ókyrrð í Indónesíu. M. a. hafa heilir herflokkar sagt sig úr ¦ iögum við her landsins og slegið í bardaga af beim sökum. 4L RIKISIN$ lls, Herðubreið íií'"HiVrfBflcá-, Sfc-agaf-Íarðar og Eyja» fjarðarhafna hinn 19. þ.m. — TekiS á rriófi flutningi til hafna milli Ingólísfjarðar og Haganessvikur;;svo og til Ólafsfjarðar, é þriðjuílag, og^ mið'\*ikudag.v Farseðlar seldirj á fimmtudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.