Morgunblaðið - 13.01.1952, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.01.1952, Blaðsíða 14
! U MORGVNBLAÐiÐ ¦ — Sunnadagur 13. janúar 1952 [ll'lltlllllllll..... miMnnn "f-^ffl ITn l'Yfl 1 íi ^^CÍ (^TO "P< «¦ ^ iiiiiiuiiíííiMiMiiuiiniHiiutiMiMíiniHiiiniiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiniMiiiii.....iniiiiniMMiin 'S Herhergið á annari hæð IMIMMIIIMIMIMMIMIMIIIIMMII1MIMII Skáldsaga eftir MILDRID DAVIS „Heldurðu að mér hafi þótt gaman að þessu verkefni? En ég skal segja þér hvers vegna ég þurfti að taka það. Vegna þess að það þurfti að fara varlega að Corwith-fólkinu. Við urðum að fara gætilega að öllu. Það var ekki hægt að bera fram ákærur. Við þurftum að vera vissir í okk- *r sök. Ég varð að fara og róta í óþverranum svo að lítið bæri á". Hann þagnaði og rétti úr sér. Hann þurrkaði sér um varirnar með handarbakinu. Hún horfði á hann. Roðinn var að koma aftur í vanga hennar. „Hvers vegna ertu svona æstur?" spurði hún rólega. Hann leit á hana. Hann sá hana ógreinilega í hálfdimmu herberg inu. Að baki hennar endurspegl- aðist mynd hennar í speglinum. Hann lokaði augunum snöggv- ast. „Þú sagðir mér sjálf hvers vegna", sagði hann loks. „Þetta er óþverra verk". „Er það ástæðan?" spurði hún. Hún var mjög róleg. Hann leit aftur á hana. Hún sat teinrétt og varir hennar voru hálfopnar. Hann renndi hendinni yfir enni sér, leit sijóum augum á blautan lófann og þurrkaði hann við buxnaskálmina. Hann rétti hendurnar hægt niður, eins og honum væri það mjög erfitt og dró hana á fætur. Hún veitti enga mótspyrnu, stóð á fætur og gekk nær honum. Snöggvast leit hann í skær, grá augu. Svo þrýsti hann henni að sér. Hún lagði handlegginn um háls hans og hann þrýsti heitar varirnar að vörum hennar. Hann heyrði suð fyrir eyrunum og honum fannst gólfið vagga eins og þilfar á skipi í stórsjó. Hann fann í gegn um kjólinn hvernig hjartað barðist í brjósti hennar. Hendurnar, sem héldu um háls hans íitruðu. Eftir nokkra stund reyndi hún að losa sig, en hann þrýsti henni fastar að sér og hún lét undan. Höfuð hennar féll niður á öxl hans. Loks rétti hann úr sér. Hún hvíldi höfuðið enn við öxl hans með lokuð augu. Hann leit í speg ilinn og sá grannar axlir hennar, silikmjúkt hárið og hálsinn, þar sem hún hvíldi við öxl hans. Þau hefðu vel getað verið stödd í öðr- um heimi. Ekkert hljóð heyrðist að neðan. Hann renndi augunum frá myndinni í speglinum, yfir bláu silkigluggatjöldin og silkiábreið- una á rúminu og loks á umbúð- irnar á snyrtiborðinu. Smátt og smátt færðist þreytu- svipur yfir andlit hans á ný. — Hann sleppti henni og hún flutti flig fjær og leit á hann. Hann stakk hendinni í vasann og tók upp sígarettupakka. Hann kveikti sér í sígarettu. Eldspýtan datt á gólfið og skildi eftir brunablett. Eitthvað, sem átti að líkjast brosi brá fyrir á andliti hans. „Þú átt ekki eftir að nota það mikið leng ur hvort eð er". Hún leit á svartablettinn í tepp inu. Svo leit hún aftur á Swend- sen. Hún virtist bíða eftir að hann segði eitthvað. Hann andaði að sér reyknum. „Þú varst ekki búín með sög- una". Hún virtist ekki hafa heyrt hvað hann sagði, því að hún horfði á hann, en svaraði ekki. „Jæja?" „Hvað?" „Haltu áfram með söguna". „Já". Hún áttaði sig og hóf frá- söguna eins og ósjálfrátt. „Við fórum út í bílnum, Kitten og ég. Við ókum í áttina að Batchfelder til að skoða okkur um. Allt í einu sat billinn fastlur í bleytunni. Eg steig á benzingjafann, en bíll- inn þokaðist ekki". Hún talaði eins og hún væri búin að marg- æfa sig. „Kiíten fór út til að siá svo hátt í mótornum að ég heyrði ekki hvað hún sagði. Og þá íór bíllinn allt í einu af stað. Ég heyrði óp, bíllinn hentist til og beint á tré, sem stóð við veginn. Hún bar óðan á eins og hún vildi flýta sér að ljúka þessu af. „Eg fór út og sá Kitten. Hún hafcSi kastast langt út af veginum. Eg fór til hennar, en hún var dáin. Ég held að ég hafi misst stjórn á mér. Ég man varla hvað ég gerði. Eg hlýt að hafa farið upp í bílinn og ekið heim. Ég sagði þeim heima hvað hafði skeð. — Þau komu með mér og við leit- uðum að henni. Ég vissi varla . hvað ég hafði gert eða hvar þetta j var. Eg mundi ekki neitt. Við fórum fram og aftur eftir vegin- um og leituðum alls staðar, en við fundum hana ekki". Hún þagnaði skyndilega. Hún sat teinrétt á stólnum fyrir fram- an snyrtiborðið með spenntar greipar í keltu sér. Hún kreisti ! aftur augun, eins og hún væri að reyna að losna við einhverja i mynd, sem hún sæi fyrir sér. I Swendsen fleygði sígarettunni á gólfið og steig á hana. „Jæja?" sagði hann. Hann stakk höndunum aftur í vasann og beið. Hún leit á hann eins og ann- ars hugar og vætti varirnar. „Eg .... hvar var ég?" „Þú fannst hana ekki". Hann sá hvernig hrollur fór um hana. Hún strauk fingrunum yfir enni sér. „Ég .... 6, já. Ég man ekki nákvæmlega hvernig það var. Við fórum heim og pabbi ætlaði að hringja strax í lögregluna og fá aðstoð til þess að finna hana. En svo fróum við að tala betur um þetta. Hugmyndin var brjálæðis- leg. Eg man ekki hver stakk upp á henni. Ég held ég. Ef þetta | hefði verið dæmt, að hún hefði dáið af mannavöldum, þá hefðu það getað orðið tíu eða fimmtán ár í fangelsi. Það er ómögulegt að segja fyrir fram um slíka [hluti. Eðajögreglan hefði jafn-. vel getað úrskurðað það morð. Þess vegna datt okkur í hug að flytja burt, og segja engum frá þessu ___ að Kitten væri ----- dáin". Hún þagnaði og svo löng stund leið að hann var farinn að halda að hún hefði gleymt honum. „Hvar var ég? Já. Hún gat ekki horfið án frekari skýringa. Það mundi vekja umtal. Og hún átti svo marga kunningja .... Eg ákvað þess vegna að taka á mig hennar hlutverk. Við vorum lík- ar að vexti og ég gat hermt eftir rödd hennar. Það var ekki erfitt. Francis var læknirinn minn. — Auðvitað sögðum við honum allt. Við lofuðum aðeins gamla frænd- fólkinu að koma inn til mín .... fólki, sem var farið að sjá illa .... eða sem þekkti ekki Kitten vel, til þess að það gæti sagt að það hefði talað við hana. Svo ætluðum við að flytja langt í burtu .... þangað, sem enginn vissi um hana. Oe .... við gerð- um það .... það er ekki frá meiru að segja .... held ég...." „Eg sá þig fara út í dag, en þegar ég var að rannsaka betta herbergi heyrði ég einhvern um- gang á bak við einhverja dyrn- ar?" Hún leit ekki upp. „Þjónustu- fólkið vissi að margir mundu koma í dag til þess að kveðja og við bjuggumst_ við Waymuller snemma heim. Eg kærði mig ekki um að hann færi að velta því fyrir sér hvar ég væri á meðan pestirnir voru uppi hjá Kitten. Eg ók þeim því niður á stöðina og lét eins og ég ætlaði eitthvað lengra þaðan. Svo sneri ég aftur heim og laumaðist inn bakdyra- megin, ef ske kynni að eldhús- stúlkan væri ekki farin". Hún leit rannsakandi á hann. „Hvernig fórstu að því að láta renna svona fljótt af þér í brúð- kaupi Doru?" spurði hann sömu hljómlausu röddinni. „Ég held að það hafi verið á- fallið, sem gerði það. Ég hljóp upp og stakk höfðinu undir kran- ann. Svo talaði ég við þau í gegn um dyrnar". „Hvernig stóð á því að þær voru ólæstar?" „Ég veit það ekki Athugunar- ¦¦•«¦¦¦•¦ i^imiiiiiiri' ^RNAL^BQfí Ævintýri Mikka III. Veikgeðja risin Eftir Andrew Gladwin 18. — Við verðum að vera sanngjarnir við þennan mann, sagði risinn við Togga. — Þegar allt kemur til alls, er það . ekki nema rétt eitt, sem hann mælir. —' En ef þessu heldur áfram, þá eigum við ekkert fé eftir í ríkishirzlunni, sagði Toggi. — Ef þið takið krókódílinn í burtu, þá skal ég borga skuldina upp, sagði bóndinn. — Hvað skuldar hann mikið í skatta? spurði risinn. — Það eru 7500 krónur. Mikki kipraði varirnar, þegar hann heyrði, hvað upphæðin var há og ósjálfrátt og áður en hann vissi hafði hann blístrað. En áhrifin af þeirri óaðgætni leyndu sér ekki. Þau voru ægi- leg. Risinn rauk á fætur og glápti allt í kringum sig. — Það var einhver að blístra, öskraði hann með hræði- legri röddu. Ég þoli það ekki. Hver gerði þetta? Risinn steytti hnefana út í loftið öskureiður. Hann froðu- felldi næstum því af hamslausri illsku. Gimbill beit á vörina, Toggi varð vandræðalegur og fólkið frammi í salnum fölnaði aí hræðslu. Mikki mundi nú það sem Gimbill hafði sagt honum um að það mætti alls ekki blístra svo risinn heyrði, og hann skammaðist sín nú fyrir það. Risinn settist loks aftur í sætið sótrauður af vonzku. Hann leit illilega á fangann. — Borgaðu skattana, eða ég læt kasta þér í fangelsi, öskr- aði hann. ! M-j ÉíV það var alit krókðdílnum þínum að kcnna, kveinaui maðurinn. Ég þakka hjartanlega öllum ættingjum og vinum fyrlr gjafir, hlýhug og vináttu á sextugsafmæli mínu, þann 10. janúar síðastliðinn. Guðbrandur Guðbrandsson. TILKYNNING frá iðnaðarmálanefnd Fyrirhugað er að ráða nú þegar til starfs verkfræð- ing, er veiti verksmiðjuiðnaðinum í landinu tæknilega aðstoð til bættra vinnubragða og vöndunar í framleiðslu. Þeir, sem kynnu að vilja sækja um starf þetta, eru beðnir að snúa sér til einhvers undirritaðra nefndar- manna, eigi síðar en hinn 20. þ. mán. .' Reykjavík, 12. jan. 1952. Páll S. Pálsson, Kristjón Kristjónsson. Þorsteinn Gíslason. Ensku- og þýzkunámskeiðin eru að byrja. — Innritun i síma 4895. WáLULn B imir Þeir sem hyggnir esru kaupa sér föt, áður en verðið hækkar. Gott úrval af fataefnum. Guðmundur Benjamínsson, klæðskerameistari, Snorrabraut 42. Sími 3240. Rafmagnstakmörkun HVERFIN ERU: 1. hluti. Hafnarfjörður og nágrenni, Reykjanes. i 2. hluti. V Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi Elliðaánna, vestur aS markalínu frá Flugskálavegi við Við- eyjarsund, vestur að Hlíðarfæti og þaðan til sjáv- ar við Nauthólsvík í Fossvogi, Laugarnes með- fram Kleppsvegi, Mosfellssveit og Kjalarnes, Árnes- og Rangárvallasýslur. 3. hluti. Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarárholtið, Túnin, Teigarnir, íbúðarhverfi við Laugarnesveg að Kleppsvegi og svæðið þar norð-austur af. 4. hluti. Austurbærinn og miðbærinn milli Snorrabraut- ar og Aðalstrætis, Tjarnargötu, Bjarkargötu að vestan og Hringbraut að sunnan. 5. hluti. Vesturbærinn frá Aðalstræti, Tjarnargötu og Bjarkargötu, Melarnir, Grímsstaðaholtið með flugvallarsvæðinu. Vesturhöfnin með Örfirisey, Kaplaskjól og Seltjarnarnes fram eftir. Álagstakmörkun dagana 13. jan. — 19. jan.: 5 : a 3 5 í 9 Sunnudag 13. jan. kl. 10,45- -12,15 5. hluti. Mánudag 14. jan. kl. 10,45- -12.15 1. hluti. Þriðjudag 15. jan. kl. 10,45- -12,15 2. hluti. Miðvikudag 16 jan. kl. 10,45- -12,15 3. hluti. Fimmtudag 17. jan. kl. 10,45- -12,15 4. hluti. Föstudag 18. jan. kl. 10,45- -12,15 5. hluti. Laugardag 19. jan. kl. 10,45- -12,15 1. hluti. Straumurinn verður rofinn samkvæmt þessu þegar og að svo miklu leyti sem þörf krefur. SOGSVIRKJUNIN ÍHfHfjj'jíIj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.